Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Side 14
14 SKOÐUN ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ2003
Skref í átt til friðar
Varlegt er að treysta á að vopnahlé á óróa-
svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs haldi.
Dæmin sanna að veður skipast skjótt í lofti í
samskiptum ísraelsmanna og Palestínu-
manna. Sár vegna átaka undanfarinna ára-
tuga eru djúp. Því þarf lítið út af að bregða.
Þótt vonir vakni vita menn að hættan á því að
allt fari í bál og brand er sífellt fyrir hendi.
Sagan kennir okkur einnig að öfgamenn á
báða bóga leggja allt kapp á að koma í veg fyr-
ir frið vakni einhverjar vonir um árangur og
friðarferli á svæðinu.
Þrátt fyrir vonleysi og svartsýni, sem skýrist
af fenginni reynslu, má ekki hætta tilraunum
til þess að brjótast út úr því ófremdarástandi
sem ríkt hefur lengi í samskiptum þessara
grannþjóða. Reyna verður að koma á þolan-
legum samskiptum sem felast m.a. í því að
ísraelsmenn hætti landtöku á svæði Palest-
ínumanna og skili til baka landi sem tekið var
í óleyfi og ekki síður að Palestínumenn láti af
mannskæðum og síendurteknum árásum á
óbreytta íbúa fsraels. Þeim árásum hefur fsra-
elsher svarað jafnharðan af mikilli hörku. Fyr-
ir utan manndrápin sem því hafa fylgt er
Palestína illa leikin. Víða um landið stendur
varla steinn yfir steini. Hús hafa verið jöfnuð
við jörðu, veitur og vegir eyðilagðir. í raun
hafa flest samfélagskerfí þar hrunið í átökun-
um. Hatrið hefur síast inn í börnin með móð-
urmjólkinni.
Við þessar vondu aðstæður ber að fagna
hverju skrefi sem stigið er í friðarátt, hversu
smátt sem það er. Israelar hófu í fyrradag
brottflutning herja sinna frá Gaza-svæðinu
eftir að herskáar fylkingar Palestínumanna
höfðu samþykkt þriggja mánaða vopnahlé og
Hús hafa verið jöfnuð við jörðu,
veitur og vegir eyðilagðir. í raun
hafa flest samfélagskerfi þar
hrunið í átökunum. Hatrið
hefur síast inn í börnin með
móðurmjólkinni. Við þessar
vondu aðstæður ber að
fagna hverju skrefi sem stigið
er í friðarátt, hversu smátt
sem það er.
lofað að stöðva allar árásir á ísraelska borgara.
Brottflutningurinn hófst eftir að Fatah-hreyf-
ing Arafats Palestínuforseta hafði samþykkt
að taka þátt í vopnahléinu sem Hamas-sam-
tökin og íslamska Jihad-hreyfingin höfðu
þegar samþykkt. öryggisgæsla á svæðinu hef-
ur verið falin palestínsku lögreglunni sam-
kvæmt alþjóðlegu friðaráætluninni Vegvísir
til friðar.
Þrátt fyrir baráttu öfgahópa á báða bóga
gegn vegvísinum hafa menn ekki gefist upp.
Bandarísk stjórnvöld hafa hvatt til viðræðna
um vopnahlé en þær viðræður hafa staðið að
undanförnu að frumkvæði Abbas, forsætis-
ráðherra Palestínu. Þrýstingur Bandaríkja-
manna skiptir miklu, ekki síst á stjórnvöld í
Israel en þau hafa ítrekað hafnað vopna-
hléssamkomulagi Palestínumanna. Banda-
rísk stjórnvöld hafa fagnað samkomulagi
palestínsku fylkinganna og segja það mikil-
vægt skref í átt til friðar. Israelsstjórn hefur
hins vegar talið tilgangslaust að treysta hin-
um herskáu fylkingum.
Þrátt fyrir það vantraust tekur Israelsstjórn
þátt í því ferli sem nú er hafið sem sést af
brottflutningi herja frá mikilvægum stöðum.
Þannig hafa Palestínumenn endurheimt
stjórn aðalvegar Gaza-svæðisins eftir að ísra-
elskar hersveitir hurfu þaðan.
Þá binda menn vonir við fund Sharons, for-
sætisráðherra ísraels, og Abbas, forsætisráð-
herra Palestínu, en gert er ráð fýrir þeim fundi
í Jerúsalem í dag. Þar munu þeir ræða fram-
kvæmd ffiðaráætlunarinnar Vegvísir til friðar.
Blóðbað undangenginna vikna gekk nærri
því friðarferli sem hafið var en vonin er ekki
úti meðan fulltrúar þjóðanna tveggja ræðast
við. Eftir er að sjá hvernig til tekst með vopna-
hlé Palestínumanna en það er mikilvæg við-
leitni, skref í átt til friðar.
Verndarstefna viðheldur fátækt
KJALLARI
Eiríkur Bergmann Einarsson
stjómmálafræðingur
Fagna ber róttækum umbótum á
landbúnaðarstefnu ESB sem er
gott innlegg í viðræðurnar um
frjálsræði í viðskiptum með land-
búnaðarvörur í heiminum sem
fyrirhugaðar eru á vegum Al-
þjóðaviðskiptastofnunarinnar.
En betur má ef duga skal. í
tengslum við svokallaða alþjóða-
væðingu hafa vestræn ríki - ríku
þjóðirnar-beitt alþjóðastofnunum
á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
til að þrýsta á þróunarríkin - fá-
tæku þjóðirnar - að opna markaði
sína fyrir erlendum vörum og fjár-
magni. Sums staðar hefur þessi
þróun orðið til góðs en annars
staðar hefur þessi stefna, sem rekin
„Opnun markaða á
Vesturlöndum fyrir
landbúnaðarafurðir frá
þróunarríkjum ersú
aðgerð sem dugar best
til að vinna gegn fá-
tækt í heiminum. Að
meina fátækum þjóð-
um að selja vörur sínar
á ríka markaði Vestur-
landa er í raun siðferð-
islega óverjandi en
með því móti halda
ríku þjóðirnar mörgum
þróunarlöndum í fá-
tæktargildru."
hefur verið á ansi óbilgjarnan hátt,
orðið til mikilla vandræða fyrir fá-
tækari ríki þar sem innviðir hafa
ekki verið til staðar til að takast á
við samkeppnina. Jafnvel má full-
yrða að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
hafi til að mynda dýpkað Asíu-
kreppuna svokölluðu árið 1997
með þrálátum kröfum sínum um
ÍSLENSKT SKAL ÞAÐ VERA: Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra tínir til gómsæta bita úr kjötborðinu.
opnun markaða, hvort sem ríkin
hafl verið undirbúin fyrir slíkt eða
ekki.
Tvískinnungur Vesturlanda
Ríku þjóðirnar á Vesturlöndum,
sem hafa haldið þessari stefnu stíft
að þróunarríkjunum, hafa hins
vegar ekki enn fengist til að opna
markaði sína nægjanlega fyrir þær
vörur sem fátæk þróunarríki hafa
að selja - nefnilega landbúnaðar-
vörur. Segja má að að þessi tví-
skinnungur haldi mörgum þróun-
arríkjum í fátæktargildru. Opnun
markaða á Vesturlöndum fyrir
landbúnaðarafurðir frá þróunar-
ríkjum er sú aðgerð sem dugar best
til að vinna gegn fátækt í heimin-
um. Að meina fátækum þjóðum að
selja vörur sínar á ríka markaði
Vesturlanda er í raun siðferðislega
óverjandi en með því móti halda
ríku þjóðirnar mörgum þróunar-
löndum í fátæktargildru. Við ís-
lendingar erum ekki vanir að hugsa
mikið um hag annarra þjóða, hvað
þá fjarlægra og fátækra þjóða. Það
verður þó ekki hjá því komist að
horfast í augu við þá staðreynd að
verndarstefnan í íslenskum land-
búnaðaði, með ýmiss konar inn-
flutningshöftum og ofúrtollum, er
hluti af þessu óréttlæti. Með þessu
móti tökum við þátt í að viðhalda
fátækt í heiminum þótt það þyki
sosum ekki beinlínis þjóðleg af-
staða að ætlast til þess að fslend-
ingar beri ábyrð á öðru fólki en
okkar eigin.
Nauðsynlegar umbætur
Aftur að umbótum á landbúnað-
arstefnu ESB. Um það bil helming-
ur fjárlaga ESB, eða 43 milljarðar
evra, fer til landbúnaðarmála á
hverju ári sem er sá opinberi stuðn-
ingur sem evrópskir bændur fá um-
fram samkeppnisaðilana í öðrum
heimshlutum. Samkvæmt nýlegu
samkomulagi er hins vegar gert ráð
fyrir að útgjöld til landbúnaðar-
mála muni ekki aukast, þrátt fyrir
stækkun ESB sem hefur sett griðar-
legan þrýsting um útgjaldaaukn-
ingu til landbúnaðar, heldur
standa í stað fram til ársins 2013.
Að óbreyttri landbúnaðarstefnu
myndi fyrirhuguð stækkun til aust-
urs sprengja fjárhagsramma ESB.
Grundvallaratriði í umbótunum
er að klippa á tengslin milli styrkja
og framleiðslu og koma á aukinni
skilvirkni í landbúnaðarfram-
leiðslu, með óskir og hagsmuni
neytenda í huga. Fram til þessa
hefur stuðningur til evrópskra
bænda fyrst og fremst verið byggð-
ur á framleiðslustyrkjum, þar sem
bændur fá úthlutað framleiðslu-
kvóta sem svo er styrktur með fjár-
framlögum úr sjóðum ESB. Nú er
lögð áhersla á að styrkir til bænda
verði tengdir eftirspurn á markaði.
Frá árinu 2005 eiga styrkir ekki að
stjórnast af framleiðslumagni og
framleiðslugetu einstakra býla eins
og verið hefur heldur verða teknar
upp beingreiðslur til hvers bús eftir
stærð en óháð framleiðslu. Fram til
ársins 2007 geta einstaka ríki þó
haldið áfram að styðja við fram-
leiðslu einstakra býla þar sem
hætta er á að bændur verði að
bregða búi.
Flókin málamiðlun
Segja má að samkomulagið miði
að því að bæta stöðu neytenda og
tryggja góða framleiðslu á markaði
en um leið verður dregið verulega
úr verðlagsstýringaraðgerðum.
Samkomulagið felur í sér mjög rót-
tækar breytingar sem eðlilega kalla
á sterk viðbrögð frá hagsmunaðil-
um. Hins vegar er orðið fulljóst að
sú offramleiðsla og óráðsía í land-
búnaði sem núverandi kerfi hefur
alið af sér getur ekki haldið áfram
til lengdar. Umbæturnar eru niður-
stöður úr flóknum málamiðlunum
milli mjög ólíkra sjónarmiða aðild-
arríkjanna. Ríki á borð við Bretland,
Holland og sum Norðurlandanna
vildu ganga miklu lengra f umbóta-
átt meðan mikillar óánægju gætir
til að mynda á meðal Frakka en
franskir bændur hafa þegið ríkuleg-
ar greiðslur úr sjóðum ESB og hafa
hingað til staðið í vegi fyrir róttæk-
um breytingum á landbúnaðar-
stefnunni.
Enn háirtollar
Samkomulagið tekur hins vegar
ekki á ýmsum aðkallandi úrlausn-
arefnum eins og þeim er varða tolla
og útflutningsbætur sem skekkja
samkeppnistöðu gagnvart öðrum
framleiðendum. Eftir sem áður
verndar Evrópusambandið fram-
leiðslu sína verulega fyrir ódýrari
innflutningi, til að mynda frá þró-
unarríkjunum sem haldið er frá rík-
um mörkuðum Evrópu. Það sama á
við um ísland sem gengur jafnvel
enn lengra í að vernda innlendan
landbúnað. í þessu sambandi ber
þó að geta þess að Evrópusam-
bandið hefur einhliða fellt niður
tolla á helstu framleiðsluvörur frá
um það bil fjörutíu fátækustu ríkj-
um heims, samkvæmt samkomu-
lagi um fríverslun með aðrar vörur
en vopn (e. everything but arms) en
strangar reglur um sjúkdómavarnir
og öryggi hamla enn viðskiptum að
nokkru leyti. ísland mætti að sönnu
taka slíkt hið sama til athugunar.