Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 1.JÚLÍ2003 SKOÐUN 15
Við tökum við Vellinum
/) KJALLARI
V * Friðrik Daníelsson
efnaverkfræðingur
mmÍ£.í:.íi________________________
Bandaríkjamenn, bandamenn
okkar í sex áratugi, vilja kalla
afganginn af hernum sínum
heim. Enda kominn tími til, eng-
inn óvinaher í nágrenninu og Is-
lendingar, ein þróaðasta þjóð
heims, getur nú loksins tekið
við varnarviðbúnaðinum á frið-
artímum.
Þegar fslendingar losuðu sig við
Evrópuvaldið 1944 (þá Danaveldi -
og lengi páfaveldið í Róm sem
héldu okkur í myrkri evrópskra
stjómarhátta í einar sjö aldir) voru
Bandaríkjamenn fyrstir til að leggja
okkur lið. Strax 1942, nánar til tekið
14. október, löngu áður en aðrir
þorðu, tilkynntu Bandaríkjamenn
formlega að þeir myndu styðja
sjálfstætt ísland. Þeir hafa síðan
verið ábyrgðarmenn sjálfstæðis
okkar. Og ekki í kot vísað; þeir eru
orðnir eina risaveldið sem eftir er.
Þeir tóku að sér varnir fslands með
tvíhliða varnarsamningi. íslenskir
ráðamenn hafa síðan treyst svo
mjög á þá að líkst hefur smábarni
sem vælir í mömmu.
Nú getum við!
En nú er kominn tími til að hætta
að væla og tala skýrt. Barnalegar
gamlar dillur um að íslendingar
eigi að vera vopnlaus þjóð þarf að
jarða sem fyrst. Við emm þegar
með vopnað lið, Landhelgisgæsl-
una, lögregluna og sérsveitir. ís-
lendingar eiga einfaldlega að taka
við Keflavíkurstöðinni, reyndar
með mikilli hjálp Bandaríkjanna.
Og það verður auðvelt. Þegar em til
íslendingar sem þekkja hana og
reksturinn þar og tii em menn hér-
lendir sem kunna á varnarlistir.
Þjálfun íslendinga í störfin verð-
ur líka auðsótt mál. íslenska Rat-
sjárstofnunin er þegar búin að taka
við mikilvægasta hlutanum af
varnarviðbúnaðinum og hefur sýnt
að hún er jafnvel betri en aðrir í
faginu. En það er aðeins ein íslensk
stofnun sem hefur nafnið til að taka
við vamarstöðinni á Keflavíkur-
flugvelli: Landhelgisgæslan, sem
hefur háð þrjú stríð, og öll unnin!
Síðasti áfanginn í sjálfstæðis-
baráttunni
Það þarf að endurskapa Land-
helgisgæsluna frá gmnni og upp til
þess að hún geti tekið við Keflavík-
urstöðinni. Reyndar þarf fyrr eða
sfðar að stofna nýtt ráðuneyti (sem
gæti þá heitið land(helgis)gæslu-
ráðuneytið eða öryggisráðuneytið)
um öryggismálin.
Svo vill til að Davíð Oddsson for-
sætisráðherra, sem varnarsamn-
ingurinn hefur mætt mest á og hef-
ur traust og virðingu Bandaríkja-
manna, er í lykilstöðu til að koma
öryggismálunum í farsæla höfn.
Hann flytur sig væntanlega í utan-
ríkisráðuneytið næsta ár og með
því afli sem hann hefur til þess að
standa vörð um hagsmuni íslands
liggur beint við að hann stjórni
stofnun nýs ráðuneytis um öryggis-
málin.
Hann gæti svo sinnt því ráð-
herraembætti með utanríkisráð-
herraembættinu ef dæma má af
þeim tilþrifum sem hann hefur
sýnt á sínum stjórnmálaferli (það
ætti ekki að verða vandi að fækka
gömlu ráðuneytunum í staðinn).
Með þessu verður lokið síðasta
áfanganum í uppbyggingu sjálf-
stæðs ríkis á íslandi og kominn tími
til, nærri sex áratugum eftir stofn-
un lýðveldisins.
Bandaríkin hjálpa
Landhelgisgæslan tæki við orr-
ustuþotusveitinni (örfáum þotum)
og þyrlusveitinni, það verður vænt-
anlega auðsótt að fá Bandaríkja-
menn til þess að leggja til tækin,
ásamt þjálfun og fjármagni að
verulegu leyti, a.m.k. fyrst um sinn.
Orrustuþotusveitin er til þess að
taka á móti mögulegri fyrstu
óvæntu árás og verja varnarstöðina
en hefur þó í raun aðallega fráfæl-
ingarhlutverk.
Keflavíkurflugvöllur þarf á öllum
tímum að hafa mannvirki og allan
viðbúnað í lagi og vera í viðbragðs-
stöðu fyrir bandaríska herinn sem
áfram verður að vera varnarafl ís-
lands með tilbúna aðstöðu hér, ef
til ófriðar kemur. Endurnýjun og
uppbygging á Vellinum lendir
óhjákvæmilega á herðum Banda-
ríkjanna að verulegu leyti.
Evrópa að lokast inni
Evrópusambandið einangrar sig
í auknum mæli og sýnir vaxandi yf-
irlæti gagnvart Islandi og öðrum
heimshlutum. Gömlu stórveldin í
Evrópu, sem Bandaríkin þurftu
tvisvar að friða og byggja upp á síð-
ustu öld, ætía sér nú að sýna hvað
þau geta. Nýr stórveldadraumur er
fæddur í Evrópu, allir vita hvemig
fyrri draumar hafa endað. ESB ger-
ir orðið í því að gefa Bandaríkjun-
um langt nef í mörgum málum.
Þetta á eftir að versna. Viðskipta-
lega em í uppsiglingu illleysanleg
árekstrarmál við Bandaríkin sem
gætu orðið íslandi dýrkeypt ef við
bindum trúss okkar um of við ESB.
Stöðnunin sem hlýst af ofstjórnar-
háttum ESB dregur meira og meira
úr efnahagslegri getu ESB og vam-
armáttur þess er lítilfjörlegur og
ekki líklegur til að verða mikill í
bráð.
Hættan kemur úr austri
Öryggi íslands stafar enn sem
fyrr hætta úr austri. Allt frá Haraldi
lúfu, Ólafi Tryggva, Hákoni gamla,
Tyrkjaránsmönnum (þar sem sum
helstu illmennin vom frá V-Evr-
ópu), Hitler og til Breta sem her-
námu fyrst en komu svo með her-
skip til þess að stöðva Landhelgis-
gæsluna (sem vann) hefur íslensku
sjálfstæði og öryggi stafað hætta frá
Evrópu.
Orrustuþotusveitin er
tilþess að taka á móti
mögulegri fyrstu
óvæntu árás og verja
varnarstöðina en hefur
þó í raun aðallega frá-
fælingarhlutverk.
Næsta herhlaup í nágrenni okkar
verður í Evrópu, eins og fyrri dag-
inn, þar getur hvenær sem er soðið
upp úr. Efnahagsstöðnunin, at-
vinnuleysið og yfirvofandi hmn
velferðarkerfanna í ESB getur vald-
ið þjóðfélagsólgu og vopnaskaki.
Fækkun innfæddra, innflytjenda-
straumurinn og vaxandi öfgahreyf-
ingar ræðst lítið við og getur það
endað í sama fari og ætið áður í
Evrópu. ísland þarf með öllu móti
að halda sinni fjarlægð frá þeim
grautarpotti sem Evrópa er;
Nýja hættan
Hættan sem steðjar að íslandi nú
er mest frá hryðjuverkamönnum
og glæpaflokkum. í Evrópusam-
bandinu býr nú þegar milljónatug-
ur eða meir innfluttra áhangenda
Múhameðstrúar sem er ein helsta
gróðrarstía hryðjuverka. Þessum
einstaklingum stendur opið hlið til
íslands með Schengensamningn-
um.
Stöðugur straumur fólks frá öfga-
trúarsvæðum liggur inn í Evrópu-
sambandið, þar em hryðjuverk
undirbúin (t.d. á New York-turn-
ana). Hervarnir em því ekki nóg
fyrir ísland. Það þarf ekki síður
hryðjuverkavarnir
Schengensamningnum þarf að
segja upp og stöðva óheftan að-
gang 1/2 milljarðs manna að land-
inu. Þó að enn þurfl að efla og
sfyrkja Ríkislögregluna, Útlend-
ingaeftirlitið og Tollgæsluna er það
ekki nóg. Það þarf líka að vopn-
væða með nýjustu tækjum; allfjöl-
mennum, vel búnum og sérþjálf-
uðum andhryðjuverkasveitum í
Keflavík, Reykjavík og á Seyðisfirði.
Reyndar er aðalhryðjuverka-
vörnin gott eftirlit og upplýsinga-
öflun sem við verðum í samvinnu
með öðmm þjóðum jarðar. Á öllu
geta menn átt von; skemmdarverk-
um, sjálfsmorðsárásum, eiturefna-
árásum, sýklavopnaárásum og
jafnvel kjarnorkuárás ef litið er
lengra fram í tfmann.
Of mikiil kostnaður?
Ein af örfáum ríkustu þjóðum
heims þarf, þótt ekki sé nema
bandamanna sinna og orðstýrs
vegna sem sjálfstæð þjóð, að leggja
eitthvað af mörkum til þess að verja
sig. Þó að líklegt sé að Bandaríkja-
menn geti hjálpað okkur út á að-
stöðuna fyrir bandaríska herinn og
varnir gegn hryðjuverkum verða ís-
lendingar að fara að leggja fé til
varnanna.
Ein besta leiðin til þess er að
draga saman í óþörfum ríkisrekstri.
Þar er enn af nógu að taka en það
mun þó varla duga. Nýtt skattfé
þarf smám saman að koma til. En
ef rétt er að staðið koma varnar- og
öryggisútgjöld að verulegu leyti aft-
ur í umferð í hagkerfið með því að
íslendingar og íslensk fyrirtæki
starfa að og veita vörnunum þjón-
ustu. Nágrannaþjóðir eyða 2-4% af
landsframleiðslu sinni til varnar-
mála, kannski gætum við sloppið
með 1-2% og megnið kæmi inn í
hagkerfið aftur.
Eina trygging sjálfstæðisins
Það er enginn sem vill eða getur
skrifað upp á sjálfstæði íslands
nema Bandaríkin. Þegar ESB setur
alvarlegar þvinganir á ísland, eins
og það reyndar gerir nú þegar með
innflutningsbönnum o.fl., til þess
að árétta tilskipanavaldið sem það
fékk á silfurfati með EES-samn-
ingnum, verður ekkert valfrelsi fyr-
ir íslendinga, nema að samstarfið
við Bandaríkin standi á föstum
grunni. Hagsmunir okkar hafa
sögulega alltaf rekist á hagsmuni
Evrópu og munu gera það áfram.
í uppsiglingu eru Iandgrunns-
mál, Hatton-Rockhall, auðlindir á
hafsbotni, fiskimið sem og alls kyns
skaðlegar samþykktir runnar und-
an ESB, sérstaklega ýmsar um-
hverfisverndarkreddur og hömlur á
atvinnustarfsemi. Það verður
þröngt fyrir dyrum hjá íslending-
um að standa vörð um hagsmuni
sína, nema hafa bakhjarl í Banda-
ríkjunum.
Áframhaldandi varnarsamning-
ur við þau er eina trygging okkar
fyrir að missa ekki sjálfstæðið aftur
til Evrópu, sem þessa stundina
heitir Evrópusambandið og leggur
mikið upp úr því að draga öll jaðar-
lönd Evrópu, ekki sfst ísland, inn
undir sitt vald. Varnarsamninginn
við Bandaríkin megum við undir
engum kringumstæðum missa.
STRAX 1942, NÁNAR TIL TEKIÐ 14. OKTÓBER: Löngu áður en aðrir þorðu tilkynntu Bandaríkjamenn formlega að þeir myndu styðja sjálfstætt Island. Þeir hafa síðan verið ábyrgðarmenn
sjálfstseðis okkar.