Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Page 27
ÞRIÐJUDAGUR 1.JÚLÍ2003 TILVERA 27
HOWTO LOSE A GUY IN 10 DAYS: Sýnd kl. 5.50,8 og 10.15.
NÓI ALBINÓI: Sýnd kl. 6. Sýnd m. enskum texta. English subtitles.
HásHóiabío
Sýnd kl. 5.30,8 og 10.30. B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 6,8 og 10. B.i. 12
KRINGLAN
ALFABAKKI
Stórskemmtileg ævintýra- og
gamanmynd í anda Princess
Diaries frá Walt Disney.
DARK BLUE: Sýnd kl. 5.40,8 og 10.20. B.i. 16 ára. BRINGING DOWN THE HOUZE: Sýnd kl. 3.45,5.50,8 og 10.20.
THE MATRIX RELOADED: KANGAROO JACK: Sýnd kl.4,6,8 og 10.
iLúxusVIPkl. 5.30,8 og 10.30.
SKÓGARLÍF: Sýnd m.lsl.tali kl.4. JOHNNY ENGLISH: Sýnd kl. 3.45.
KANGAROO JACK Sýnd kl. 6.
BRINGING DOWN THE HOUZE: Sýnd kl. 8og 10.10.
KRINGLAN tS 588 0800 ÁLFABAKKI tS 587 8900
-4.
FJÖLMIÐLAVAKTIN
Sigurður Bogi Sævarsson
skrifarum fjölmiðla
Stemmningsfréttir
og steindauðar síður
Fylgdist með Elínu Hirst í Kast-
ljósi á sunnudagskvöld þar sem
meðal annars var fjallað um
krabbameinslyf og -rannsóknir. Oft
hefur Elínu tekist, rétt eins og í
þessu tilviki, að íjalla skilmerkilega
um læknavísindin. Taka fyrir mál
sem hverja fjölskyldu snerta. Og
gera hlutina þannig úr garði að þeir
séu sæmilega auðskildir. Áfram,
Elín!
Yfir sumarið þegar allir eru á
ferðalögum er gaman að fá fréttir af
lífinu úti á landi. Gísli Sigurgeirsson
var í sjónvarpinu með fallega frétt
um afmæli þjóðgarðsins í Jökulsár-
gljúfrum og Karl Eskil var farinn að
leita að sjávarskrfmsli við Arnar-
fjörð. Skemmtilegar stemmnings-
fréttir - sem verða að fljóta með.
Þingmenn eru misjafnlega dug-
legir við að uppfæra heimasíður
sínar. Þær síður sem daga uppi með
eldgömlu efni eru verri en engar. Er
steindauðar. Guðmundur Hall-
varðsson skrifaði síðast á sína síðu
25. nóvember í fyrra og Rannveig
Guðmundsdóttir um svipað leyti.
Guðmundur Árni lagði síðast orð í
belg á sinni síðu snemma í apríl sl.
og Kolbrún Halldórsdóttir í lok
febrúar. Frekar hallærlegt!
Var að fletta Fréttablaðinu.
Finnst skorta allan karakter í þetta
blað; efnið er allt hræðilega niður-
soðið. Engin tilþrif hvað varðar stíl,
myndir, umbrot en þó fyrst og síð-
ast hugun. Fyrir hvað stendur þetta
blað; hver er hugmyndafræðin önn-
ur en að blaðið er ókeypis og segir
fréttir.
STJÖRNUGJÖF DV
★ ★★★
Nói albínói ★★★'i
DarkBlue ★★★
Respiro ★★★
Identity ★★★
X-Men 2 ★★★
They ★★*
Agent Cody Banks ★★'Á
Johnny English ★★★
Tricky Life ★★★
Phone Booth ★ ★★
Anger Management ★ ★
2 Fast 2 Furious ★★
Kangaroo Jack ★★
Matrix Reloaded ★ ★
Bringing Down the Flouse ★★
How to Lose a Guy in 10 Days ★ 'Á
Dumb and Dumberer *
SfMAKLEFINN: Stu (Colin Farrell) lætur ekki símaklefann af hendi þótt hart sé að honum sótt.
KVIKMYNDAGAGNRÝNI
Hilmar Karlsson
hkarl@dv.is
Stu Shepard (Colin Farrell) er
ómerkilegur almannatengslamaður
sem aldrei leggur frá sér farsímann
nema þegar hann er að hringja í við-
höldin sín þá notar hann símaklefa
svo að eiginkonan geti ekki séð sfm-
tölin á skráðum reikningi. Hann get-
ur því sjálfum sér um kennt þegar
hann lendir í þeirri aðstöðu að ef
hann sleppi símtólinu í símaklefan-
um eða láti einhvem vita við hvern
hann er að tala þá verði hann drep-
inn.
Phone Booth gerist á einum degi í
lífi Stus. I upphafí gengur hann spíg-
sporandi um Manhattan, dílar við
sér meiri menn og niðurlægir þá
sem standa honum neðar f fæðu-
keðjunni. Þetta er hans líf og honum
lfkar vel við það. Við fáum fljótt vit-
neskju um að hann er sjálfsánægð-
ur, ófyrirleitinn og haldinn mannfyr-
irlitningu. Þegar Stu er búinn að taka
af sér giftingarhringinn, tilbúinn að
hringja í viðhaidið í símaklefanum,
hringir síminn. Eins og sá sem
hringir vissi stenst Stu ekki freisting-
una og tekur upp símtólið. Eftir það
verður ekki aftur snúið. Hinum meg-
in á línunni er leyniskytta sem með
þýðri en ákveðinni röddu segir: „Ég
vil alla þína athygli." Þegar Stu ætlar
að leggja á, telur viðmælanda sinn
bilaðan, kemur setningin sem fær
bióðið til að frjósa í æðum Stus: „Ef
þú leggur á mun ég drepa þig“. Þeg-
ar Stu hikandi telur slíkt óhugsandi
kemur sönnunin fyrir því að
leyniskyttan meinar hvert einasta
orð sem hann segir:
Hver ástæðan er fyrir veru
leyniskyttunnar í einhverju há-
hýsanna, sem umkringja símaklef-
ann, er aldrei beint á hreinu, nema
hann telji sig vera að þjóna samfé-
laginu með því berstrípa líferni Stus
og benda á að vondir eru vondum
verstir. Hvað um það. Stu þarf að
játa fyrir almenningi hversu ómerki-
legur hann sé ef hann á að halda lífi.
Hver ástæðan er fyrir
veru leyniskyttunnar í
einhverju háhýsanna
sém umkringja síma-
klefann er aldrei beint
á hreinu.
Phone Booth er ein af fáum kvik-
myndum þar sem tekst að halda
uppi jafnri og góðri spennu þrátt fyr-
ir að sagan sé fyrirsjáanleg. Joel
Schumacher er með í höndum gott
handrit eftir Larry Cohen sem hann
stílfærir af snilld, svo ekld sé meira
sagt. Það er ekkert auðvelt að gera
spennumynd þar sem persónan
sem á að halda myndinni á floti er
allan tímann í símaklefa. Colin
Farrell hjálpar mikið með því að
leika af mildum krafti og tilfmningu
Stu Shepard, svo vel að maður er far-
inn að finna til með honum þótt
hann eigi það ekld skilið. Að vísu á
Stu ekki skilið að verða drepinn en
það er mátulegt á hann að þurfa að
opinbera eðli sitt fyrir öUum.
Phone Booth minnir um margt á
það hvernig meistari Alfred
Hitchcock tók á hlutunum. Hann
hafði yndi af því að nálgast spenn-
una í takmarkaðri sviðsetningu. Má
þar nefna Rear Window og Psycho.
Hitchcock hefði sjálfsagt óskað Joel
Schumacher til hamingju með vel
unnið dagsverk hefði hann haft
tækifæri til að sjá Phone Booth.
hkart@dv.is
Leikstjóri: Joel Schumacher. Handrit Larry
Cohen. Kvikmyndataka: Matthew Libatique.
Tónlist Harry Gredson-Williams. ASalleikaran
Colin Farrell, Forest Whitaker, Katie Homes,
Rada Mitchell og KieferSutherland.
Hvað erísjónvarpinu íkvöld?
Sekureða saklaus
Sjónvarpið sýnir í kvöld kl. 22.20
I fylgsnum hugans, fyrsta hluta í
breskum spennumyndaflokki í
þremur þáttum. Aðalsöguhetjan,
sálfræðingurinn Grace Hazlett, er
miður sfn eftir að hún komst að því
að maðurinn hennar hélt fram hjá
henni og flytur heim til mömmu
sinnar með ungan son sinn. Lög-
reglan fær hana til að kveða upp úr
um sekt eða sakleysi manns sem er
talinn hafa myrt eiginkonu sína en
segist ekkert muna eftir því. Við
rannsóknina kemur ýmislegt úr
kafinu sem minnir hana á hennar
eigið hjónaband. Aðalhlutverk
leika Niamh Cusack, Rowena
Cooper og Andrew Lincoln.
Fyrr um kvöldið er í sjónvarpinu
Út og suður. I þættinum heimsækir
Gísli Einarsson oddvita Öxarfjarð-
arhrepps, Rúnar Þórarinsson, sölu-
stjóra Silfurstjörnunnar á Kópa-
skeri. Rúnar hefur þurft að styðjast
við hækjur allt sitt líf en er samt
sem áður meira sjálfbjarga en
margir sem óhaltir ganga. Hann
þykir öflugur og skeleggur talsmað-
ur síns sveitarfélags og harður í
horn að taka. Þá er farið á óperu á
Eiðum þar sem sjálfur Don
Giovanni ræður ríkjum þessa dag-
ana og rætt við Ástu B. Scram en
hún og maður hennar, Keith Reid,
hafa unnið mörg þrekvirkin í
menningarlífmu á Austurlandi.
Lífíð .eftir
vinnu
Sýning Sigurrósar
á Egilsstöðum
Myndlistarkonan
Sigurrós opnar sýn-
ingu í dag í Café
Nielsen á Egilsstöð-
um. Myndimar sem
hún sýnir að þessu
sinni skírskota til
náttúmnnar og
fólksins sem býr á
landsbyggðinni. Sigurrós tileinkar
m.a. sýningu sína þeirri uppbyggingu
sem er að hefjast á Austfjörðum eins
og fram kemur m.a. í heiti myndanna
„Staður tækifæranna", „Stöndum
saman" og ekki síst „Horft til framtíð-
ar“.
Sigurrós er fædd og uppalin á Ólafs-
firði og býr nú í Kópavogi.
Listræn Viðeyjarganga
í kvöld mun Kristinn E. Hrafnsson
listamaður stýra gönguferð urn lista-
verk bandaríska myndhöggvarans
Richard Serra. Verkið kallast Áfangar
og samanstendur það af níu stuðla-
bergs-súlnapömm sem hugsuð em
sem rammar um ákveðna hluta út- *
sýnisins. Serra er talinn áhrifamesti
myndhöggvari heims eftir stríð.
Einnig verður stiklað á stóm í sögu
Viðeyjar. Ferðin hefst með siglingu ffá
Sundahöfn kl 19.30 og endar með
kafBsölu íViðeyjarstofu.
Tönleikar drengjakórs frá
Minnesota
Tónleikar bandarísks drengjakórs
(Land of Lakes Choirboys
Minnesota’s Singing Boys) frá
Minnesota í Bandaríkjunum verða
haldnir í Grafarvogskirkju í kvöld kl.
20. Drengjakórinn kemur við á Islandi
eftir glæsilegt kórferðalag um Evrópu.
Kórinn hefur sungið í öllum ríkjum
Bandaríkjanna og í flestöllum löndum
Evrópu, Ástralíu og Kanada. Á efn-
iskránni er tónlist allt frá barokktím-
anum til dagsins ( dag. Allir em vel-
komnir í Grafarvogskirkju á þessa tón-
leika sem em ókeypis.
Þjóðlagahátíð
Siglufjörður hefur undanfarin sum-
ur fóstrað þjóðlagahátíð þar sem tón-
listarmenn, innlendir og erlendir,
koma ffam. Að þessu sinni verður há-
tíðin haldin dagana 2.-6. júlí. Lögð
verður sérstök rækt við hinn foma
söngdans Islendinga, vikivakann.
Hljómsveitin Draupner ffá Svíþjóð •<
flytur vikivaka ásamt Önnu Pálínu
Árnadóttur á setningartónleikum há-
tíðarinnar og Egill Ólafsson flytur
söngdansa Jóns Múla ásamt djasstríó-
inu Flís og Renata Iván frá Ungverja-
landi flytur píanókonsert Jómnnar
Viðar sem dregur að hluta dám af
gömlum vikivökum.