Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Side 30
30 DVSPORT ÞRIÐJUDAGUR 1.JÚLÍ2003 > LJÐ 1.-6. UMFERÐAR: Þeir Geir Þorsteinsson, fjármálastjóri KSi (efst til hægri,) og Kristján Guðmundsson, markaðsstjóri Landsbankans, ásamt leikmönnunum 11. f efri röð frá vinstri eru Ólafur Ingi Skúlason, Fylki, Þórður Þórðarson, [A, Guðjón H. Sveinsson, (A, Eysteinn Lárusson, Þrótti, Helgi Valur Daníelsson, Fylki, og Tommy Nielsen, FH. Neðri röð frá vinstri: Allan Borgvardt, FH, Jón Þ. Stefánsson, FH, Kristján Örn Sigurðsson, KR, Veigar Páll Gunnarsson, KR, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og settur þjálfari liðsins, ÓJafur Jóhannesson, FH. DV-myndir E.ÓI. Gunnar Heiðar og Ásthildur best Samkvæmt vali fjölmiðlamanna - 3 FH-ingar í liði karlanna ÓlafurJóhannsson, FH: Frábærviðurkenn- ing fyrir liðið „Þetta er fyrst og fremst frábær viðurkenning fyrir liðið,“ sagði Ólafur Jóhannsson, besti þjálfari 1.-6. umferðar, að mati fjölmiðla- manna. „Það var líka ffábært að eiga 3 leikmenn í úrvalsliðinu." Að 7 umferðum loknum er FH í 3. sætinu með 11 stig. „Okkur hef- ur gengið ágætlega, ég er að mestu leyti sáttur við gengið í fyrstu 6 umferðunuin. Við erum núna tveimur stigum frá toppn- um og tveimur stigum frá falisæti sem segir nú ýmislegt um þessa deild," sagði Ólafur en taldi jafn- framt að jafnræðinu í deildinni myndi fljótt ljúka. „Ég held að sum lið eigi mikið inni. Þau eru nokkur sem hafa komið á óvart hingað til en nú fer að dreifast úr þeim. Ég vona bara að við verðum í efri hlutanum,“ sagði Ólafur. elrikurst@dvJs LIÐ KARLANNA Marlc Þórður Þórðarson, fA Vöm: Eysteinn Lárusson, Þrótti Tommy Nielson, FH Kristján Örn Sigurðsson, KR Helgi Valur Daníelsson, Fylki Miðja: Veigar Páll Gunnarsson, KR Jón Þ. Stefánsson, FH Ólafur Ingi Skúlason, Fylkl Guðjón Sveinsson, fA Sókn: Allan Borgvardt, FH Gunnar Heiðar Þorvaldsson, (BV Þjáffari: Ólafur Jóhannesson, FH LIÐ KVENNANNA Marlc Þóra B. Helgadóttir, KR Vöm: Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, KR (ris Andrésdóttir, Val Embla Grétarsdóttir, KR Miðja: Karen Burke, (BV Ásthildur Helgadóttir, KR Ólfna G. Viðarsdóttir, Breiðabliki Margrét Ólafsdóttir, Breiðabliki Sókn: Elín Anna Steinarsdóttir, Breiðabliki Hrefna Jóhannesdóttir, KR Þjálfari: Vanda Sigurgelrsdóttir, KR Fjölmiðlar sem fjalla um Lands- bankadeildir karla og kvenna hafa valið úrvalslið karla fyrir 1.-6. umferð og úrvalsiið kvenna fyrir fyrri hluta mótsins. Best voru valin þau Gunnar * Heiðar Þorvaldsson úr ÍBV og Ásthildur Helgadóttir, KR. Það kom ekki mjög á óvart að Ásthildur væri valin leikmaður fyrri hluta mótsins enda mál manna að hún hefði borið af í liði sem trónir á toppnum taplaust. Liðið hefur að- eins gert eitt jafntefli, gegn Val í 2. umferð, og hefur KR nú 3 stiga for- ystu, einmitt á Valsstúlkur, sem eru með 16 stig. ÍBV og Breiðablik eru skammt undan með einu stigi minna. Þrátt fyrir forystuna í deildinni er þó greinilegt að hún er fljót að hverfa því fyrrnefnd ljögur lið eru frekar jöfn að getu og sást það best á sigri ÍBV á KR f fjórðungsúrslitum Visa-bikarkeppninnar síðastliðinn föstudag. „Við klúðruðum kjörnu tækifæri að komst upp í 2. sætið í deildinni." „Þetta er engan veginn búið,“ sagði Ásthildur. „Enda mótið að- eins hálfnað. Það voru auðvitað vonbrigði að detta út í bikarnum og leiðinlegt að þurfa mæta IBV svo snemma í keppninni, enda synd að þurfa að sjá eftir öðru liðinu strax í 8-liða úrslitum. Nú eigum við eftir að spila við öll liðin aftur í deildinni og verður spennandi að sjá hvernig fer. Ég i Þorvaldsdalsskokk 2003 Þorvaldsdalsskokkið verður haldið í tíunda skiptið —— ~ laugardaginn 5. júlí og hefst klukkan 10.00 við Fornhaga í Hörgárdal. Hlaupið endar við Árskóg á Árskógsströnd og geta þátttakendur geymt bíla sína þar, því farið verður með rútu þaðan kl. 9:00. Þáttökugjald er kl. 1.000,- á hvern þátttakanda. Aðilar sem sanda að hbupinu eru: UngmennaféUgið Revnlr, Feröafélagiö Hórgur, Bjórgurursveit Ankófsstrandar og Ferðaþjónustan Ytri-Vi'k / Kiffsskinní Upplýsingar á www.hlaup.is og í sfma 462-6824 (Bjami) held að þessum fjórum neðri liðum í deildinni eigi eftir að reytast ein- hver stig og að deildin eigi eftir að jafnast meira út.“ Ásthildur segist vera mjög sátt við persónulegu frammistöðu sína í deildinni það sem af er. „Ég vona að það gangi vel áfram. Ég vil alla vega halda áfram að bæta mig.“ Bjóst ekki við þessu „Já, ég verð að segja að þetta hafi komið mér á óvart," sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Eyjamaðurinn sem valinn var besti leikmaður 1.-6. umferðarinnar í Landsbankadeild karla. Hann er markahæsti maður deildarinnar með 7 mörk skoruð. „Liðinu hefur gengið misjafnlega, við klúðruðum kjörnu tækifæri að komast upp f 2. sætið í deildinni með tapinu gegn Þrótti, sem má skrifa á algert andleysi í liðinu,“ sagði Gunnar. „En fyrst okkur tókst það ekki er vonandi að okkur takist að ná þessari alræmdu Eyjabaráttu upp eftir síðustu tvo tapleiki, eins og við gerðum eftir slaka byrjun í vor. Mótið sjálft er mjög skemmtilegt, alveg galopið, og getur því allt gerst enn.“ Hvort stefnan hjá Gunnari er að bæta markametið, 19 mörk, vill hann sem minnst segja um. „Ég tek bara einn leik fyrir í einu,“ segir hann og brosir. eirikurst@dv.is BESTAR HJÁ STELPUNUM: Þeir Kristján og Geir eru hér í góðum félagsskap. Ásamt þeim má finna besta þjálfarann, Vöndu Sigurgeirsdóttur, KR, og þá leikmenn sem valdirvoru í úrvalslið 1.-7. umferðar Landsbankadeildar kvenna. f efri röð frá vinstri eru þær Margrét Ólafsdóttir, Ólina G. Viðarsdóttir, Elín Anna Steinarsdóttir, allar f Breiðabliki, og Ásthildur Helgadóttir, KR. f neðri röðinni eru Þóra B. Helgadóttir, Hrefna Jóhannesdóttir og Embla Grétarsdóttir, allar í KR. DV-mynd E.ÓI. h

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.