Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 Áform um stækkun Norðuráls í óvissu VIRKJANIR: Stjórn Landsvirkj- unar ákvað á fundi sínum í gær að fresta byggingu Norðlinga- ölduveitu. Fjármálastjóri Norð- uráls segir það setja áform fyrir- tækisins um stækkun álversins í mikla óvissu. Ragnar Guðmundsson, fjármál- stjóri Norðuráls, segir að þeir hafi farið yfir stöðuna með iðn- aðarráðuneytinu. - „Þessi tíðindi setja áform okkar um stækkun í enn frekari óvissu. Það liggur fyrir arðsemismat miðað við fyr- irliggjandi tilboð um orku. Nú vantar okkur orku og við mun- um því fara í viðræður við Orku- veitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja um útvegun orku á viðunandi verði." Ragnar segir að þær viðræður megi ekki taka langan tíma, í mesta lagi nokkrar vikur. Áætlun um byggingu veitunnar hefur miðast við að afhenda megi orku til Norðuráls fyrir lok ársins 2005 og að verkinu Ijúki áður en framkvæmdir við Kára- hnjúkavirkjun og byggingu ál- vers á Reyðarfirði nái hámarki. Nú er Ijóst að það takmark næst ekki en umhverfismat, skipu- lagsmál og öflun nauðsynlegra leyfa til framkvæmdarinnar hef- ur tekið lengri tíma en búist var við. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir að viðræður séu hafnar á milli fyrirtækjanna á nýjum grunni. Við stækkun Nesjavalla- virkjunar falli til 40 megavött og möguleiki sé á að virkja 40 megavött til viðbótar á Hellis- heiði. Þar er næg hitaorka í jörðu og hægt ætti að vera að byggja gufuaflsvirkjun á tiltölu- lega stuttum tíma.Til viðbótar koma virkjunaráform Hitaveitu Suðurnesja. Alfreð telur þó að hugsanlega þurfi Landsvirkjun að hjálpa til svo hægt verði að útvega þau 150 megavött sem óskað er eftir. Ástæða frestunar Landsvirkjun- ar er m.a. sögð tímaþröng við undirbúning verksins og að ekki hafi enn reynst unnt að tryggja rekstraröryggi veitunnar nægi- lega. Norðurál framleiðir nú 90 þús- und tonn af áli á ári. Áætlað hef- ur verið að stækka álverið í tveimur áföngum sem nema 150 þúsund tonnum samtals. hkr@dv.is Hugmyndir um lausnir á vanda sauðfjárbænda: Von um hærra verð fyrir út- flutt kjöt með nýrri tækni Vonir standa til að hægt verði að hækka skilaverð á fersku út- fluttu dilkakjöti til bænda með nýrri tækni við geymslu og pökkun sem tekin hefur verið í gagnið hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga á Sauðárkróki. f haust stendur til að flytja út um 200 tonn af fersku dilkakjöti til ítal- íu með þessum hætti. Þetta kom m.a. fram í viðtali DV við Þórólf Gíslason, kaupfélags- stjóra KS. Hann er í forsvari fyrir nýskipaðri nefnd sem fjalla á um þann vanda sem sauðfjárbændur eru nú staddir í. Nefndin hefur ekki komið saman en Þórólfur hefur sínar persónulegu skoðanir á því hvernig megi hugsanlega rétta hag sauðfjárbænda og hvernig staða þeirra þurfi að vera. KS flytur út um 200 tonn affersku kjöti til Ítalíu í haust. „Við horfum upp á það, sem flestum er orðið ljóst, að í fyrsta lagi hefur verðið lækkað hér innan- lands og í öðru lagi þarf að flytja verulega meira magn út heldur en áður. Hvort tveggja gerir að veruleg tekjulækkun er hjá bændum sem voru ekki tekjuhá stétt fyrir, “ sagði Þórólfur. „Það er ljóst að þarna er verulega vandi á ferð en jafnframt er nú tiltölulega góður skilningur í þjóðfélaginu á því að þeir sauðfjár- bændur sem eru starfandi hafi lífs- afkomu af greininni.1' Nýtækni Þórólfur sagði að vissulega hefði innlend neysla á kindakjöti minnk- að. Á þá þróun yrði að horfa í ljósi mikils undirboðs á samkeppniskjöti, svo sem svínakjöti og kjúkingakjöd, síðustu 1-2 árin. Innlend neysla væri nú komin niður undir 6000 tonn á ári. Hún gæti verið verulega hærri ef allt væri eðlilegt. Eftir sem áður væri ljóst að nú þyrfti og hefði þurft að flytja út um og yfir 20 prósent af framleiðslunni á undanförnum árum. Skilaverð til bænda fyrir út- flutning hefði verið á bilinu 130-170 krónur hjá sláturleyfishöf- um á sl. ári. Verðið innanlands á betri flokkunum til bænda frá slát- urhúsum væri innan við 300 krónur á kíló nú. Ekki þyrfti mikið að gerast á útflutningsmörkuðunum þannig að skilaverð hækkaði. Ef þeir færu að skila á þriðja hundrað krónum á kflóið til framtíðar litið þá væri það Þórólfur Gíslason. BÚ íhaust. M kr 28S50 F ím m tudagti og m ánudaga ■ • ik iiói.A.r i 3,4 eða 7 nas tui Vetðkr.28 350 8/300,,ta:.aÍ3laetti„ (3 ftiirfiá m ftucteji tíl m m tuósgs, Veiðkr, .39350 H íítiirfejfl, 2, Qkfts; Tutjp Jw. m eð meigunBi*,fo v,2 lhe4ögi,4 rptwr, B Úg, gjítró, öosuar, StgúgaA^Íp/edi. » wrtSM aHpirfiiri if jjpjrj (3tójicoaðrs:) tojg Íh^tíB EvJÓPU, tætn Ékndijguni býðat nú að kyrm* í beiiu flugl M 8 ðéapGSbæ m ojðjn eitn aðaláfesigaaaðuj:- fetejdinep, enda Itóirlwj að bjóða ejnanktm arsjlff, m SEJjjjngu og áösm m tm, H étgetjwþö valö uro góð3j»og 4m ajöjxju hótel í ftjjtte EíódapafiKog ^tennandj.kyjín4afttðiir með fejaj».jjJ!«> ffejjtsfeiðst, 80ustu@stÍJ 26,ofx.- 21 í#ri 18,okfc uppæit. 2,d*-2S*tÍ 6.okt. • 11 rjfcti - bust 2u,<Ar, - teuet 2.2,sfe - JStjeti - iiua: -jO.ekt. „js f&fi. Helmsferðlr Stógaihlð 11, efe .Í5IS 1000, wvrw Ijeln Bfeiriirjs HÆRRA VERÐ: Sauðfjárbændur gætu hugsanlega fengið hærra verð fyrir afurðir sínar ef kjöt yrði flutt út á nýjum forsendum. miklu betra heldur en sést hefði til margra ára. „Á þessu hausti gerum við hjá KS okkur vonir um að flytja út til Italíu um 200 tonn af fersku dilkakjöti," sagði Þórólfur enn fremur. „Slátur- húsið hér hefur undirbúið sig tæknilega, með pökkunarkerfum og öðrum búnaði, til að geta sinnt þessum markaði. Við fáum verð sem er í skárri kantinum í útflutn- ingi. Varðandi útflutninginn virðast mestu tækifærin fólgin í því að flytja út ferskt kjöt. Nú erum við að setja í gang pökkunarlínu sem á að tryggja það að hægt verði að selja kjötið ferskt til útlanda allt að þremur mánuðum eftir að því er pakkað hér. Þetta er gert með ákveðinni geymsluaðferð þannig að sá tími sem hægt er að bjóða ferskt kjöt á markaði hér heima og erlendis er þá kominn verulega fram yfir áramót frá því sláturtíð lýkur.“ Uppbygging markaðar Þórólfur sagði að Ítalíumarkað- urinn hefði verið að byggjast upp síðustu 2-3 árin. Verulegur vöxtur á magni væri milli ára. „Við höfum lagt í verulegar íjárfestingar til að gera þennan útflutning möguleg- an. Við teljum að þarna geti verið auknir möguleikar í auknum út- flutningi og betra verði, þar sem af- urðirnar eru ferskar." Spurður hvort það væri stuðn- ingur bankastofnana við framleið- endur á hvítu kjöti sem væri að skekkja samkeppnismyndina kvaðst Þórólfur ekki þekkja það mál til hlítar. Allavega væri það þekkt að verið væri að selja þetta kjöt langt undir framleiðslukostnaði, hver svo sem það væri sem borgaði brúsann þegar til lengdar væri litið. Þórólfur Gíslason kaup- félagsstjóri sagði að ekki þyrfti mikið að gerast á útflutnings- mörkuðunum tilþess að skilaverð hækkaði. „Ég held að það hljóti að taka enda, eins og alltaf þegar verið er að bjóða vöru sem ekki stendur undirkostnaði," sagði hann. „Þegar sú þróun gengur til baka mun stað- an jafnast aftur." Spurður hvort nefndin hefði sett sér tímamörk til að skila af sér sagði Þórólfur að hún myndi reyna að koma saman sem allra fyrst, greina vandann sem fyrir hendi væri og gera tillögur um hvort og þá hvern- ig yrði brugðist við honum af hálfu hlutaðeigandi aðila. Þórólfur kvaðst vonast til þess að nefndin gæti skilað af sér fýrir lok sláturtíð- ar. Bændur þyrftu skýr skilaboð um hvort og þá með hvaða hætti þeir yrðu aðstoðaðir. -JSS „ „ y Sunnan 10-1(1 mlt suðvesUn- otj vestnnlands en h«ldur liægnra artnars Veðrið á morgun moð köflum ag urkomulítíö norðouítonlnnds, Hitl 10 tll 18 stlg. Veðriðídag - ^7 m ju í Sólarlag í Sólarupprás á kvöld morgun Rvík 20.27 Rvík 06.26 Ak. 20.47 Ak. 06.23 Síðdegisflóö Árdegisflóð Rvík 15.23 Rvík 02.29 Ak 19.56 Ak. 07.02 VtðrlÖ kl. 121 geer Akureyri skýjað 14 Reykjavík skúr 12 Bolungarvík skúr 13 Egilsstaðir skýjað 17 Stórhöfði úrkoma 12 Kaupmannah. hálfskýjað 19 Ósló léttskýjað 19 Stokkhólmur 19 Þórshöfn alskýjað 13 London skýjað 24 Barcelona skýjað 27 NewYork alskýjað 19 París rigning 19 Winnipeg heiðskírt 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.