Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Blaðsíða 28
28 OVHEtGARBLAÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 Kubb heitir sænskur eftirmiðdagsleikur sem hef- ur átt síauknum vinsældum að fagna, ekki bara hér á landi heldur viðs vegar annars staðar í Evrópu. Leikurinn snýst um að berja niður kóng- inn en þrátt fyrir lítið konungsblóð í íslenskum æðum var hatrammlega barist um kónginn þegar l'slandsmeistaramót í greininni fór fram um síðustu helgi. Blaðamaður DV tók þátt í að- förunum en aðdáendur leiksins spáþví að hann nái fljótlega að leggja heiminn að fótum sér. „Þessi leikur er smátt og smátt að breið- ast út og ef íslendingar ætla ekki að verða algjörir aular í greininni verða þeir að fara að æfa sig því að mér sýnist ljóst að þessi leikur muni fara sigurför um heiminn," segir Óskar Eggert Óskarsson þar sem hann stendur sveittur við skipulagningu á þriðja íslandsmeistaramótinu í kubbi. Fjórtán lið hafa skráð sig til keppni í ár sem er stigvax- andi fjölgun frá því f fyrra og hittiðfyrra. Það er sæmilegasta veður til keppni og eru menn að tínast f Laugardalinn þar sem mótið er haldið. Óskar hefur verið ötull boðberi kubbleiksins hér á landi alveg síð- an hann og kona hans, Jóhanna Þórdórs- dóttir, kynntust kubbleiknum árið 2000, þegar þau voru f heimsókn hjá sænsku vinafólki sínu, og hefur í nógu að snúast við að stilla upp og sjá um að allir vellir séu lög- legir að stærð. „Fyrir um fimm árum varð þetta spil að algjöru æði í Svíþjóð. Hvert heimili fjárfesti í svona leik, þetta var jafn- vinsælt og fótanuddtækin hér á íslandi. Nú er vart hægt að fara í sænskan almennings- garð án þess að sjá fólk spila kubb,“ upplýs- ir Óskar sem dreymir um að ein- hvern tíma verði spilið einnig svona vinsælt á íslandi. Fullkomið fjölskylduspil Kubb er spil í ætt við keiluleiki en slíka leiki má rekja allt til Forn- Egypta. Kubb í þeirri mynd sem spilið þekkist nú er talið vera frá byrjun 20. aldar og er upp- runnið á Gotlandi en það er reyndar sagt vera gamalt vfkingaspil. f stuttu máli er þessi leikur í því fólginn að skipt er í lið sem reyna að fella kubba andstæðingsins með þar til gerðum kylfum. Þeim kylf- um þarf að kasta eftir öllum kúnstarinnar reglum og það liö vjnnur sem fýrst nær að fella alla kubba andstæðings- ins, sem og kónginn sem trónir á miðjum vellin- um. „Það má eiginlega segja að kubb sé al- múgaútgáfan af keilu. Á meðan að- allinn spilaði keilu eftir þar til gerðum sérútbúnum tré- brautum, pússuð- um og ffnum, fór almúginn að kasta í keilur á grasi og upp úr því þró- I aðist kubb,“ segir Óskar sem er greinilega með söguna á hreinu. Þeir sem til þekkja segja að aðalsnilldin við þennan leik sé sú að allir virðast geta spilað hann, ungir sem gamlir, bara svo lengi sem þeir lofta kylfun- um. Þetta sést berlega mijgjj » “• SKEMMTILEGUR LEIKUR: Munu kubbarnir leggja heiminn að fótum sér? Aðdáendur leiksins spá því að hann verði næsta æði á fslandi. Hægt er að kaupa kubbspilið hjá Intersporti á 3.990 krón- ur en þau hafa verið vinsæl í tækifærisgjafir. „Þessi leikur er smátt og smátt að breiðast út um heiminn og ef íslendingar ætla ekki að verða algjörir aular í greininni verða þeir að fara að æfa sig því að mér sýnist Ijóst að þessi leikur muni fara sigurför um heiminn." á liðunum sem skráð hafa sig til leiks á ís- f landsmeistaramótið. Þar má t.d. sjá par mætt til leiks þar sem konan er kasólétt, vinkonur á fertugsaldri, sem og heilu fjöl- skyldurnar. „Ég fékk þetta spil f brúðkaups- gjöf í sumar og við höfum aðeins verið að spila þetta,“ segir svartklæddur maður sem er mættur til leiks ásamt föður sín- * um, samrýndir feðgar í fyrsta sinn á fslandsmeistaramóti eins og * reyndar svo margir aðrir hér. Það er greinilega létt yfir mannskapnum sem tekur keppnina misalvarlega. Eitt liðið ^ er mætt í sérstökum keppnisgöllum, annað lið hefur fellistóla meðferðis og enn aðrir eru með kaffi á brúsa til að hita sig upp fyrir leikinn. „Þetta spil er mjög sænskt og algjört jafnaðarmannaspil því k að allir geta verið með í því. Þetta er hið fullkomna fjölskylduspil," segir Óskar. Þegar líður á keppnina virðist reyndar keppnisandinn farinn að verða jafnaðar- mannaandanum yfirsterkari í hans liði, enda eiga Óskar og félagar titil að verja frá því í fyrra. Á leið á heimsmeistaramótið? Fyrir nýliða virðist þetta spil við fyrstu sýn svo fáránlega einfalt að það hljód að FYRIR ALLA' Kubb er leikur sem hentar fólki á öllum aldri og af báðum kynjum og er fullkomið fjölskylduspil. Á hinu árlega heimsmeistaramóti í Svíþjóð keppa allir aldurshópar saman og ekki er heldur skipt niður í lið eftir kyni. íslandsmeistaramót hefur þrisvar verið haldið í greininni en enn sem komið er hefur (sland ekki sent lið á heimsmeistaramótið. Áhugasamir geta kynnt sér íþróttina nánar á http:kubb.kontra.org. Myndir Hreinn Hreinsson SVONA SPILAST KUBB: • Keppt er í liðum. í hverju liði geta verið tveir til sex leikmenn. Þeir geta verið á hvaða aldri sem er. Tvö lið reyna með sér I einu. • Leikurinn snýst um að fella alla kubba and- stæðingsins og þar á eftir kónginn sem er stillt upp á miðjum velli.Til þess að fella kubbana eru notaðar kylfur sem kastað er lóö- rétt með undirhandarkasti. Allt annað er bannað, t.d svokölluð þyrluköst. Hvert lið hef- ur í upphafi fimm kubba sem raðað er upp á grunnlínu. Það lið sem byrjar reynir að fella eins marga kubba og það getur hjá andstæð- ingnum. Ef liðið nær t.d. að fella þrjá kubba þá eignast liðið kubbana. Þeim er kastað yfir á þeirra vallarhelming og andstæðingurinn þarf að byrja á að fella þá áður en hann fær færi á að fella kubbana á grunnlínunni. Svona geng- ur þetta þar til annað liðið hefur fellt alla kubba andstæðingsins og getur þar með vaðið I kónginn. • Vallarstærð er venjulega 5x8 metrar en getúr verið meiri eða minni, allt eftir getu leik- manna. Venjulega er spilað á grasi en stund- um á möl, sandi eða snjó. Allt flatt kemur til greina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.