Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Blaðsíða 26
26 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 Feng Shui er aldagömul Innréttlngahelmspekl sem farlð hefur slgurför um heiminn á undanförnum árum. Hún er byggð á tíbetskri stjörnuspeki og vilja margir meina að hún þjóni sínum tilgangi - að byggja upp hina jákvæðu orku á heimilinu (Chi) og eyða þeirri neikvæðu (Cha). Fræðin eru gríðar- lega flókin og það tók gömlu meistarana alla ævi að læra þau. Það eru þó nokkrar einfaldar reglur í Feng Shui sem vert er að hafa í huga. Feng Shui Það er ágætisregla, sam- kvæmt Feng shui, að hafa að minnsta kosti þrjá stóla við eldhúsborðið þótt þú búir ein(n). Reyndu líka að sitja ekki alltafí sama stóln- um, það er að segja efþú vilt fá gesti. Þurrkuð blóm eiga alls ekki að vera inni á heimilum fólks og eiginlega hvergi annars staðar en í safn- haugi eða ruslafötum því þau eru fölnuð. Hver vill hafa lík inni hjá sér? Fersk blóm eru aftur á móti mjög góður kostur. Vandaðu uppröðun í svefnherberginu Flestir eyða um þriðjungi lífsins í svefnher- berginu og þess vegna er nauðsynlegt að þar sé orkan í góðu jafnvægi. Það ætti aðeins að vera ein inngönguleið í svefnherbergið. Ann- ars er líklegra að það verði notað til gegnum- gangs og þá munu eigendumir ekki sofa jafn- værum blundi. Ef svefnherbergið er undir súð ætti rúmið að vera undir þeim stað þar sem hæst er til lofts. Ef svefnherbergið er notað til að læra, stunda líkamsrækt eða annað í þeim dúr ætti svæðið þar sem þú gerir það að vera vandlega aðskilið frá svefnsvæðinu. Rúmið á að vera upp við vegg, helst höfða- gaflinn, og ef þú sækist eftir félagsskap í rúm- inu er mjög mikilvægt að hægt sé að komast upp í það frá báðum hliðum. Það á ekki að vera beint undir glugga og passaðu þig á að hafa ekki of margar plöntur í herberginu; þær gætu sogað til sín alla orkuna. Ef þú ert slæm(ur) í baki ættirðu ekld að sofa undir bjálka eða risi. Það er vegna þess að í undirmeðvitundinni finnst þér þú vera í hættu. Við það dragast vöðvarnir saman og valda spennu sem gerir bakverkinn verri. Pússaðu glugga og spegla Reyndu að sjá til þess að allir fletir í húsinu sem endurkasta ljósi séu hreinir. Óhreinir speglar og þvíumlíkt hindrar flæði Chi. Svo er vert að hafa í huga að speglar eiga aldrei að snúa hvor á móti öðrum. Þeir auka hraða Chi sem á bara að vera á hægri siglingu í húsinu. Eitt besta rými hússins til að hafa spegil í er borðstofan. Þar þjónar hann nefnilega því hlutverki að tvöfalda á táknrænan hátt mat- inn sem er á borðinu. Hljómar ekki illa. Speglaflísar eru nokkuð sem er harðbann- að að nota, að minnsta kosti margar límdar saman. Kristallsljósakrónur eru mjög góð leið til að fá Chi inn á heimilið. Þær draga orkuna að sér og endurvarpa henni svo aftur í allar áttir. Haltu heimilinu í standi Það er nauðsynlegt að halda heimilinu í sem bestu standi. Þú ættir að mála reglulega, gera við leka krana og skipta um Ijósaperur um leið og þær springa í stað þess að bíða eft- ir að lionsmenn banki næst upp á. Skipta á um gler í gluggum ef sprungur eru í því. Það er vegna þess að ástand heimilisins endur- speglar heilsu þína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.