Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Blaðsíða 10
70 SKOÐUN LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 Ljós kviknar í dísilvæðingarmálinu Hagsmunir almennings hafa verið fót- um troðnir árum saman hvað varðar val á orkugjöfum fyrir bfla. Vegna úreltra laga um þungaskatt á dísilbfla hefur Islending- um í raun verið meinað að taka þátt í þeirri dísilvæðingarbyltingu sem nú á sér stað í öðrum Vestur-Evrópulöndum. Samt er þar um að ræða byltingu sem felur í sér mikinn orkusparnað fyrir þjóðarbúið og minni útblástur mengandi lofttegunda. Aðeins um 13-16% nýrra bfla á íslandi eru með dísilvélar þótt margar Evrópu- þjóðir séu komnar yfír 50% markið og sumar talsvert yflr 60% hlutfall dísilbfla. Þar fækkar nýjum bensínbflum óðfluga. Stöðnunina hérlendis má alfarið rekja til óskiljanlegrar tregðu þingmanna við að breyta vonlausum lögum um þungaskatt á dísilbflum. Nú eru aðeins nokkrar vikur í að Alþingi íslendinga komi saman að nýju eftir sum- arfrí og kosningavor. Nýir vendir sópa best, segir einhvers staðar og binda marg- ir vonir við að sú verði raunin um okkar nýju þingmenn. Ekki eru þó allir þingmenn blautir á bak við eyrun; margir hafa setið lengi á þingi og muna tímana tvenna. f þeirra hópi ættu því margir að muna að árið 1995 voru samþykkt á Alþingi lög um að taka upp gjald á dísilolíu í stað þungaskatts. Þrátt fyrir samþykkt laganna heyktust þingmenn á að staðfesta gild- istöku þeirra og var henni reyndar frestað í tvígang. Á endanum þorðu þingmenn ekki að taka af skarið og gáfust upp fyrir mótbárum Þá muni olíureikningur þjóðarbúsins í heild lækka vegna þess að meira af notkuninni mun flytjast úr bensíninu yfir í olíu sem er ódýrari í innkaupum. hagsmunaaðila. Fór því svo að þessi lög voru endanlega afnumin árið 1998 án þess að öðlast nokkru sinni gildi. Frumvarp til laga um breytingar á þunga- skatti var aftur kynnt árið 2002. Það fól í sér að tekin yrði upp litun á gjaldfrírri olíu fyrir at- vinnustarfsemi en þungaskattur yrði felldur inn í olíuverð vegna annarra ökutækja. Olíufélögin hafa barist hart gegn þessum áformum og vilja fremur að lappað sé upp á óþjált þungaskatts- kerfí sem nú er í gildi og byggist á innheimtu samkvæmt akstursmælum eða áætluðum akstri. Geir H. Haarde fjármálaráðherra hefur með þessi mál að gera í ríkisstjórn Islands. Hann segir í viðtali við blaðið í dag að hægt sé að sýna fram á að það væri þjóðhagslegur ávinningur af þeirri breytingu sem lagafrum- varpið gerði ráð fýrir. Þá muni olíureikning- ur þjóðarbúsins í heild lækka vegna þess að meira af notkuninni mun flytjast úr bensín- inu yfír í olíu sem er ódýrari í innkaupum. Geir telur að í heildina sé ávinningurinn af þessu meiri en kostnaðurinn og þess vegna eigi að reyna að koma þessu máli í gegn. Hann tekur undir ábendingar DV að undan- förnu um þessi mál og segir það til vansa hvað lengi hafi dregist að koma þessu í gegn. - „Það þarf að vega þetta allt og meta en mín niðurstaða á þessu stigi er sú að það sé rétt að reyna að fara út í þetta,“ segir Geir H. Haarde. DV hlýtur að fagna þessum orðum fjár- málaráðherrans. Líklega hefur aldrei jafn- áhrifamikill ráðamaður tekið jafnákveðna af- stöðu í þessu máli og Geir gerir nú. Hann segir þau rök áhrifahópa ekki rétt að breytingin geti haft neikvæð áhrif á flutningskostnað út á landsbyggðina. Þetta sé byggt á misskilningi. Það er því deginum ljósara að misskilningur, eða öllu heldur skilningsleysi, hefur því miður tafið framgöngu mikils þjóðþrifamáls árum saman. Nú er þó loks von til að því linni. fslend- ingar geta þá kannski eins og aðrar þjóðir valið þann kost að aka um á sparneytnum dísilbflum. Friður Grænfriðunga RITSTJÓRNARBRÉF ÓlafurTeiturGuðnason blaöamaöur - olafur@dv.is Það hljómaði nánast eins og innrás væri yfirvofandi þegar fréttir bárust af því að Græn- friðungar hefðu snúið skipi sínu, „Rainbow Warrior", til íslands. Það flutti þó enga stríðsmenn hingað heldur þvert á móti ósköp Ijúft og friðsamt fólk. Fólk sem hefur gefist upp á að rífast við ís- lendinga. Sú var tfð að Regnbogagarpur Grænfriðunga hefði tæplega setið lengi óskemmdur við bryggju í Reykjavík. Þorri þjóðarinnar hafði megnustu óbeit á samtökunum þegar átökin um hvalveiðar íslend- inga stóðu sem hæst á níunda ára- tug. Þá efndu samtökin til mót- mæla í tugum borga í Evrópu, hvöttu fólk víðs vegar um heiminn eindregið til að sniðganga íslenskar sjávarafurðir og stöðvuðu jafnvel uppskipun úr íslenskum skipum. Fyrir nokkrum árum átti ég sam- leið með þýskum ferðamanni um Island. Hvalveiðar bámst í tal. Aumingja maðurinn ætlaði varla að þora að upplýsa mig um að hann væri Grænfriðungur, bað mig hálf- partinn að afsaka það og sagðist ekki vilja nein illindi. Hann bjóst sjálfsagt við að ég hrækti framan í hann og stmnsaði burt. Einhvern tímann hefði ömgglega verið tilefni fyrir þennan mann og félaga hans að fela vandlega félagsskírteinin á ferðum sínum um fsland en núna hefur varla svo mikið sem styggðar- yrði verið látið falla í þeirra garð, að sögn ljúfra skipverja Rainbow Warrior. Tilboðið Enda hafa þeir mikið fagnaðarer- indi f farteskinu, að eigin sögn. Til- boð sem ekki er hægt að hafna. Ef íslendingar bara stöðva hrefnu- veiðar, lýsa því yfir að vísindaveiðar verði ekki undir neinum kringum- stæðum teknar upp að nýju, draga tafarlaust til baka fyrirvara við al- þjóðlegt hvalveiðibann og undir- rita bann við verslun með hvalaaf- urðir - þá ætla Grænfriðungar að leggja sitt af mörkum til að laða fleiri ferðamenn til landsins. En hvað felst í tilboði þeirra? Það væm stórkostlegar ýkjur - og raun- ar hreinasta lygi - að gefa í skyn að Grænfriðungar heiti því að leggjast í allsherjar markaðsherferð fýrir ís- lenska ferðaþjónustu. Það kostar samtökin til að mynda ekki svo mikið sem evm að standa við tilboð sitt. Það eina sem þau gera er að hvetja gesti á heimasíðu samtak- anna að lýsa því yfir að þeir séu reiðubúnir að „íhuga alvarlega“ að ferðast til íslands ef stjórnvöld hætta hvalveiðum. Netföngum þessa fólks verður safnað saman. Ef og þegar hvalveiðarnar verða blásnar af verður öllum sendur tölvupóstur með einhverjum upp- lýsingum um hvað sé helst hægt að íslendingar geta ekki, frekar en aðrar þjóðir, gengið að furðulegum kröfum fólks sem hefur engar röksemdir fram að færa og reynir þess í stað að kaupa and- stæðinginn til hlýðni við duttlunga sína. gera sér til dundurs á íslandi, svona til þess að fólkið hafi eitthvað að styðjast við þegar það „íhugar al- varlega" að skella sér til landsins. Markhópurinn Þessi óskilgreindi auglýsingatexti verður ekki sendur öllum félags- mönnum, sem em hvorki fleiri né færri en 2,8 milljónir, heldur aðeins þeim sem biðja sérstaklega um það. Gestir á téðri heimasíðu Grænfriðunga em að sögn nokkrir tugir þúsunda á viku. Og hverjir skyldu það vera? Þverskurður af heiminum? Nei, ædi það séu ekki einkum þeir sem mynda hinn harðari kjarna Grænfriðunga; dyggir stuðningsmenn sem vilja fylgjast reglulega með „starfinu". Fólk sem fylgist grannt með frétt- um af hvalveiðum íslendinga. Fólk sem hefur sjálfsagt meira eða minna haft ísland á heilanum und- anfarnar vikur. Fólk sem ferðast jafnvel um meðal hvalanna á ís- landsmiðum í huganum fyrir svefninn og þráir að komast í „hvalagrímsferð" til þess að komast í návígi við skepnurnar. Er þetta verðmætur markhópur fyrir íslenska ferðaþjónustu? Hvaða þýðingu hefur það að þetta fólk skuli lofa því hátíðlega að „íhuga al- varlega" að ferðast til íslands ef hvalveiðum verður hætt? Svarið er „varla" og „litla sem enga". í fyrsta lagi hefur þetta fólk að öllum lík- indum nú þegar oft íhugað alvar- lega að ferðast til Islands. í öðru lagi má gera ráð fyrir að umhyggja þeirra fyrir hvölum geri það að verkum að því finnst nánast glæp- samlegt að lofa ekki öllu fögru í þeirri viðleitni að bjarga þeim, hvað sem líður löngun þess til að ferðast til íslands. Því má svo bæta við í þriðja lagi að hvalavinir eru líklega einmitt fólkið sem mun koma í hvalaskoð- unarferðir til íslands alveg óháð hvalveiðum íslendinga. Það mætti jafnvel halda því fram að vænlegt væri að stefna markvisst að því að setja sem flestar tegundir í útrým- ingarhættu til þess að auka eftir- spurn eftir slíkum ferðum! Panda- birnir og nashyrningar hafa mikið aðdráttarafl í dýragörðum en þar er hins vegar leitun að hundum og köttum. Heldur dapurt Jafnvel þótt fallist væri á allar for- sendur í tilboði Grænfriðunga er ekki um meiri tekjur að ræða fyrir íslenskt þjóðarbú en nokkra tugi milljóna. Það eru þeirra eigin út- reikningar. Þeir sem á annað borð telja koma til greina að taka tilboði af þessu tagi hljóta að krefjast þess að samtökin sýni meiri lit. Þetta er of lítið. Hvers vegna ekki að efna til útifúnda í öllum helstu stórborgum Evrópu og auglýsa þar ísland af fullum krafti - já, heimta hreinlega að fólk sýni f verki þakklæti sitt til íslendinga fyrir að þyrma hvölun- um. Það má ekki minna vera. Snuð En rúsínan í pylsuendanum í þessum vangaveltum er hins vegar sú staðreynd að íslendingar geta FRIÐARSTILUR: Skip Grænfriðunga boðar ekki ófrið, þótt það heiti„Rainþow Warrior", heldur frið. Spurning er hins vegar hvort fslendingar vilja láta kaupa sig til hlýðni við rangan málstað. ekki, frekar en aðrar þjóðir, gengið að furðulegum kröfum fólks sem hefúr engar röksemdir fram að færa og reynir þess í stað að kaupa andstæðinginn til hlýðni við duttl- unga sfna. Grænfriðungar segjast ekki vera komnir hingað til að rökræða um réttmæti hvalveiða. Hvers vegna ekki? Kannski vegna þess að þeir gera sér grein fyrir því að þeir hljóta að tapa slíkri rökræðu. Veiðarnar fela ekki í sér brot á neinum samn- ingum eða skuldbindingum. Þær fela heldur ekki í sér dráp á dýrum f útrýmingarhættu. Þetta vita Græn- friðungar og geta ekki mótmælt því. Þess vegna veit í raun enginn hvers vegna þeir eru á móti veiðun- um. Þeir vilja ekki ræða það. Þeir segja að það sé „ekki áhugaverð umræða“ af því að allir viti að þeir eru andvígir veiðum og að því verði ekki breytt. Hvers vegna? „Af því bara.“ Og til að fá frið fyrir frekara tuði er boðið upp á snuð. „Friðar- stilli" eins og það heitir á ensku. Breyttar aðferðir Grænfriðunga eru þrátt fyrir allt skref í rétta átt. Samningaleiðin er skynsamlegri en þær ólöglegu mótmælaaðgerðir sem stundum var beitt hér áður fyrr. Islendingar eiga að taka vel á móti þessum friðsömu gestum - og halda sínu striki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.