Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Blaðsíða 24
24 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 Umsjónarmaður: Haukur Lárus Hauksson, hlh@dv.is Matur og vín Laxinn er rennilegur beinfiskur sem býryfir miklum stökkkrafti og getur stokkið upp allt að 3 m báa fossa. Villtur lax klekst í ám og lifir þar fyrstu árin en gengur þá í sjó, leitar síðan upp í árnar aftur til að hrygna. Hann er vel metinn matfiskur um allan heim, bæði villtur og alinn. Pó er það ekki vegna bragðsins sem menn greiða stórar fjárhæðir fyr- ir að veiða hann í góðum laxveiðiám heldur vegna ánægjunnar. Laxinn lifir í löndunum við Norður-Atlantshafið og útbreiðsla hans nær frá Barentshafi og Hvítahafi suður með strönd- um Noregs til Norður-Portúgals. Um 40 til 70 þúsund laxar eru veiddir hérlendis árlega. Algengt er að laxinn sé 60 til 100 cm á lengd og 2 til 7 kíló á þyngd þegar hann gengur til hrygningar í ár. Þá er hann fjögurra til 7 ára gamall. Stærsti lax sem mun hafa veiðst hér við land náðist árið 1957 við Grímsey. Hann mældist 132 sm á lengd og vó rúm- lega 20 kíló. Talið er að hann hafi verið tíu ára. Lax á uppskerutíma að hætti Hákons Örvarssonar, yfirmatreiðslumanns á Vox, Hótel Nordica Uppskerulax er réttnefni á réttinum sem Hákon örvarsson, yfirmatreiðslumeistari á veitingastaðn- um Vox á fyrstu hæð Hótels Nordica við Suður- landsbraut, býður upp á í dag. „Þetta er einfaldur en ljúffengur laxaréttur þar sem ég nýti mér eitt það besta sem náttúran hefur upp á að bjóða þessa dagana: Villtan lax, nýupp- teknar lífrænt ræktaðar kartöflur og grænmeti. Þetta er einfaidur rétt- ur sem auðvelt og tiltölu- lega fljót- gera og hrá- efnið fær að njóta sín,“ sagði Hákon. Umgjörð veitingastað- arins Vox er sannarlega glæsileg og af heimsókn þangað má ráða að miklir snillingar ráða ríkjum í eldhúsinu. Þegar blaðamaður og ljósmyndari mættu hvarf Hákon ofan í kjallara og kom upp með myndarlegan lax sem hann veiddi sjálfur í Miðfjarðará á dögunum. Hann fékk fjóra laxa í þeirri ferð og hikaði ekki við að „fórna“ einum fyr- ir okkur og matreiða rétt sem við kusum að kalla uppskerulax. Hráefni: Laxaflak, helst af villtum laxi Hreinsað smjör til steikingar Lífrænt ræktaðar kartöflur, gullauga (litlar) Sjávarsalt Ferskt dill 2 ferskir sperglar, grænir og gulir 2 vorlaukar Smjör 3 msk. hvítvín Aðferðin Kartöflurnar eru skolaðar og soðnar í saltvatni eða gufusoðnar. Að lokinni suðu eru kartöflurnar skornar til helminga með hýðinu á, velt upp úr smjöri og fersku dilli. Þá er smávegis sjávarsalti stráð yfir. Á meðan er laxinn meðhöndlaður. Ef um heilan lax er að ræða er hann flakaður. Þegar Hákon roð- flettir flakið varast hann að skera fituröndina með. Það er síðan snyrt og beinhreinsað (með fínni töng). Flakið er skorið í um 10 sm stykki og steikt upp úr hreinsuðu smjöri á vel heitri pönnu, þó ekki snarkandi heitri, í ríflega eina mínútu á hvorri hlið. Ausa má yfir laxinn meðan á steikingu stend- ur. Hreinsað smjör fæst með því að láta smjörið sjóða vel upp og kólna. Efsta laginu er síðan hellt af. Hreinsað smjör brennur síður en er jafnljúf- fengt á bragðið. Sperglarnir og vorlaukurinn er skorinn í hæfi- lega stóra bita. Hvort tveggja má forsjóða í salt- vatni í 2-3 mínútur og síðan hita í örbylgjuofni í hálfa mínútu þegar kemur að matreiðslunni. Ann- ars soðið örlítið lengur í saltvatninu. Þessu er síð- an velt upp úr örlitlu smjöri og þerrað eða látið drjúpa örskotsstund á pappír. Þegar hér er komið sögu má færa laxastykkin á diska, setja kartöflurnar við hliðina og grænmetið. Yfir þetta er sáldrað fersku dilli. Að síðustu eru smjörteningar hitaðir eða mýktir örskotsstund í skál, hvítvínið sett út í og þeytt kröftuglega. Þannig fæst smjörsósa sem hellt er á diskinn. Hér er um að ræða einfaldan og umfram allt ljúf- fengan rétt sem flestir ættu að geta gert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.