Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 DVHELGARBLAÐ 35 i hiutverk Mikka refs í Dýrunum í Hálsaskógi sem verður fyrsta frumsýning haustsins í Þjóðleikhúsinu. Hann fetar þar í fótspor Bessa Bjarnasonar ist á við hinn slóttuga ref. DV-myndir ÞÖK manninn úr sveitinni en ekki hægt að taka sveitina úr manninum. En hann hlýtur að sjá mikinn mun á þeim Bíldudal sem nú er fyrir vest- an og þeim Bfldudal sem hann ólst upp á: „Maður leitar alltaf til upprunans, hvort sem það er hverflð, húsið eða þorpið. Bfldudalur hefur breyst mjög mikið. Það sveiflast alltaf upp og nið- ur en núna eru menn þar ansi neðar- lega þótt þeir gefist aldrei alveg upp. Það fækkaði um rúmlega 100 manns á Bfldudal á tíu árum á síðasta áratug. Það er samt vaxandi ásókn í að eignast hús þarna og ég hef fengið kauptilboð frá bláókunnugu fólki sem er að gariga í fjörunni. En það er eitthvað alveg sérstakt við Bfldudal og lognið þar og kyrrðina á sumrin, þegar hafgolan finnst aldrei. Stund- um er þetta eins og að búa við vatn. Bæjarlífið hefúr breyst. Það er alltaf erfitt þegar fólk fer því hver maður er svo sérstakur. Þetta er eins og í Dýr- unum í Hálsaskógi, það á hver sína sérstöðu og þegar einn fer þá saknar allt samfélagið hans og það verður tómarúm, eins og þegar ein mús hverfur í skóginum. Þetta hefur niðurdrepandi áhrif á samfélagið og maður finnur stundum vonleysið en svo verða menn bjart- sýnir aftur. Við héldum hátíð í sumar, sem hét Bfldudals grænar. Það komu meira en 2000 manns og það var óskaplega gaman. Þarna var byggt leikhús löngu áður en það varð til í Reykjavík. Þegar Leikfélag Reykjavíkur var stofnað sendu Bflddælingar því að gjöf gamla leikmuni sem þeir voru hættir að nota. Svona hefur þetta alltaf verið og menningarlffið hefur alitaf verið öf- undarefni nágranna okkar síðan þorpin urðu til,“ segir Þröstur og er farinn að hljóma eins og vel heppn- aður áróðursfulltrúi fyrir Vestur- byggð og lífið á landsbyggðinni. Svakalega rónalegur - Þröstur segir að 42 ára gamall leikari sé á góðum stað á ferlinum. „Fyrst eftir að ég útskrifaðist hafði ég mikið að gera. Svo kom tímabil sem mér fannst ég ekki fá neitt en svo er aftur uppsveifla núna og ég sé ekki ffam úr öUu sem ég er beðinn að gera. Bara síðustu vikur hef ég verið að fá alls konar tilboð.“ - Þröstur hefur oft leikið skugga- lega menn, jafnvel illmenni, og vakið hrifningu áhorfenda. Er auðvelt að finna illmennið í sér? „Mér finnst það auðvelt, sennilega því ég er svo rólegur í alvörunni. Ég var einu sinni í smáhlutverki í Borg- arleikhúsinu og Ieikritið byrjar á því að ég kem inn og er eitthvað að bar- dúsa. Það sátu tvær konur á fremsta bekk sem hafa sennilega ekki fattað að leikritið væri byrjað því önnur hallaði sér að hinni og sagði svo hátt að allir heyrðu: „Svakalega er hann alltaf rónaleg- ur, hann Þröstur Leó.“ Skilnaður eftir 20 ár - Þröstur hefur ekki alltaf notið daga víns og rósa því hann hefur átt sín erfiðu tímabil. „Ég skildi við eiginkonu mfna til nærri 20 ára 1996, og eftir það komu tvö ár sem voru ógurlega erfið. Ég bjó einn í tvö ár og það var allt einhvern veginn breytt og mér fannst ég ekkert vita hvað ég ætti að gera í lífinu. Ég var mikið á börunum og úti að skemmta mér og var að leika. Svo gat þetta ekki gepgið svona, ég var að mæta hér á sýningar þreyttur og þunnur og illa fyrirkallaður og það getur ekki gengið. Þá týnist maður al- gerlega og getur lent alveg út í horn því maður getur ekkert gefið af sér. Ég hefði ekki getað leikið Mikka ref á þessum tíma því höfuðið á manni þarf að vera í lagi í leikhúsinu og hausinn á mér var ekkert í lagi þegar þetta var. Svo kynntist ég annarri konu og við fluttum saman vestur. Ég veit ekkert hvort ég var að flýja ffá þessum lífsmáta, en Bfldudalur togar alltaf ofsalega sterkt í mig." - Margir segja að leikhúsið sé ekki mjög góður vinnustaður fyrir hjóna- bönd. Var það leikhúsið sem eyði- lagði þitt hjónaband? „Nei. Það var einhvem veginn komið í þrot eftir langan tíma. Við emm sem betur fer góðir vinir í dag og eigum saman fjögur börn. Auðvit- að tekur leikhúsið mikinn tíma frá hefðbundnu fjölskyldulífi og það er aldrei hægt að plana neitt fram í tím- ann. En ef „Dýrin" ganga eins vel og við vonum þá em allar helgar í vetur fráteknar í þau." Kaldur bjór eða kapall? - Nú er það ekki svo að leikarar séu neinir sérstakir hreinh'fismenn og þeir hafa jafrimikla þörf fyrir að hitta félaga sína á barnum og aðrir. Það felst hins vegar í starfi leikarans að þegar hann pantar sér einn kaldan á barnum þá er það nánast opinber viðburður. Það er einn staður í bar- flórunni í Reykjavík sem er vinsælli viðkomustaður leikara en aðrir og það er Næstibar við Ingólfsstræti. Það er ekki bara vegna þess að hann er hinum megin við götuna. „Það er vegna þess að þar er ekki tónlist og leikarar eru óskaplega upp- teknir af sjálfum sér og hafa mikla þörf fyrir að ræða saman um vinnuna sína. Það er frábært að setjast niður eftir rennsli eða sýningu, fá sér einn bjór og slaka á og fara yfir stöðuna án þess að neitt trufli. Þetta er mjög vin- sælt hér og mér finnst það gott. „Ég hefði ekki getað leikið Mikka refá þessum tíma því höfuðið á manni þarf að vera í lagi í leikhúsinu og hausinn á mér var ekk- ert í lagi þegar þetta var." En þetta hefur breyst mikið. Þegar ég útskrifaðist vom fáir barir í Reykja- vík og leikarar áttu þá, eins og núna, frí á mánudögum. Þess vegna vom þeir oft að skemmta sér á mánudags- kvöldum sem er ekki sérstaklega gott fyrir orðsporið," segir Þröstur og glottir. Langt fram eftir tuttugustu öldinni tíðkaðist að leikarar voru stundum að staupa sig á sýningum og í leikhúsinu lifa sögur um að draga þurfti tjaldið fyrir áður en sýningu lauk vegna al- mennrar ölvunar leikara. Þetta segist Þrösmr aldrei hafa séð sjálfur en heyrt gamlar sögur og segir að slík hegðun væri sjálfsögð brottrekstrar- sök í dag. „Svona umgengni um áfengi er líka horfin út úr veiðinni sem ég stunda mikið. Ég vil að minnsta kosti halda því algerlega aðskildu, bjórnum og stönginni. En það er misjafnt hvaða aðferðir menn nota til að slaka á þegar þeir stíga út úr leikhúsinu, upptjúnaðir eftir góða sýningu undir miðnætti. Ég fer stundum heim og get alls ekki sofnað. Þá sest ég við tölvuna og legg svona 50-100 kapla í röð. Þá smátt og smátt hægist á mér.“ polli@dv.is REFURÁ HJÓLI. Þröstur hefur átt mörg mótorhjól um dagana og þetta er farkostur hans um þessar mundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.