Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Blaðsíða 39
Sakamál HVAÐ: Kona afhöfðuð, stúlka stungin og karl myrtur. HVAR: Á Englandi. HVENÆR: Um hásumar 1986. LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 DV HELOARBLAÐ 43 1 Lee Baker var fríður sem barn og eðlileg- ur að öllu leyti nema því að hann brosti aldrei og var afundinn við alla. Þetta olli móður hans áhyggjum en það var ekki fyrr en nær tuttugu árum síðar að sér- fræðingar komust að því hvers vegna hann var allt öðruvísi en aðrir krakkar - en þá var það of seint. Hann hafði þroskast í það að vera heltekinn af dauða og afhöfðun og urðu loks sjúkleg- ar hugmyndir hans um dauðann að veru- leika. Lee Baker átti óróleg bernsku- og æskuár. Móðir hans átti hann með sambýlismanni sínum og giftist síðan tvisvar. Voru hjóna- böndin róstusöm og skammvinn. Lee var þriðji sonur hennar og var aðeins eins og hálfs árs gamall þegar honum var komið á upptökuheimili. Þegar hann var fimm ára éignaðist móðirin fjórða soninn og sagði sfðar að þá hefði Lee fundist hann afskiptur og einangrast. Brátt kom í Ijós að hann var frábrugðinn flestum jafnöldrum sínum. Greindarvísitala hans var langt yfir meðallagi en samt var hann óróleg- ur og leiðinlegur í grunnskóla og lagði í vana sinn að rífa piöntur upp úr blómapottum. Lee lauk öllu námsefninu sínu langt á undan bekkjarsystkinunum og þurfti svo að bíða þess að þau næðu honum. Næstu fimmtán árin varð hann oft að sætta sig við að vera úrskurðaður til dvalar á betr- unarstofnunum fyrir unglinga vegna örðug- leika í samskiptum við aðra. Þannig liðu ung- lingsárin. Sextán ára að aldri hætti Lee námi og var um skeið í starfsnámi í tölvu- og rafeinda- fræði. Þaðan hvarf hann fljótt vegna ósam- komulags við vinkonu sína. Þá fór hann að vinna við þakviðgerðir en fékk svo starf hjá rafeindafyrirtæki í Bournemouth á Englandi. Þar vann hann til tvítugs og árið 1986 var hann orðinn stæðilegur ungur maður og eðli- legur í allri framkomu. Hefndin Þegar hér var komið sögu var Lee Baker á föstu með nítján ára stúlku, Caroline Goode, og hafði samband þeirra staðið í tvö ár. Móð- ir hennar, Alida, var þá ijörutíu og níu ára. í júní 1986 fékk Lee bréf frá unnustunni sem sagði að sambandi þeirra væri slitið en að hún vænti þess að þau gætu verið vinir áfram. Samdægurs yfirgaf hann vinnustað- inn. Þremur dögum síðar keypti Lee tvo mikla veiðihnífa og lásboga í sportvömversl- un. Sfðar sama dag klæddist hann her- mannabúningi og þeysti á mótorhjóli sínu, alvopnaður fyrir sláturtíðina. Milli kl. 15 og 16 knúði hann dyra á heimili Caroline. Hún var ekki heima en móðir hennar kom til dyra, bauð Lee inn og spjall- aði við hann um daginn og veginn yfir te- bolla. PÍPULAGNINGAMAÐURINN: Hann var myrtur án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Þegar Alida Goode beygði sig yfir skúffu sem hún var að opna réðst Lee á hana og stakk hana í bakið með öðmm veiðihnífnum. Hún reyndi að ná til hnífsins og sárkvalin spurði hún árásarmanninn hvað hann væri að gera. Hann svaraði ekki öðm til en því að hann væri búinn að „fá nóg“. Eftir að konan féll á gólfið stakk Lee hana aftur og aftur og skaut ör af lásboganum í liggjandi konuna. Því næst dró hann líkið upp á aðra hæð hússins og lagði það í rúmið í svefnherberg- inu, náði í brauðhníf og afhöfðaði það. Höf- uðið fór hann með inn í herbergi Caroline, lagði það á koddann hennar og breiddi sæng- urfötin að því. Að þessu loknu fór Lee aftur niður í eldhús- ið og skaut labradorhund fjölskyldunnar með ör ur lásboganum. Síðan kveikti hann í hús- ínu og sté á mótorhjólið. Nokkum mínútum síðar mætti hann Caroline sem var á heimleið. Lee stansaði og sagði sigri hrósandi að heimili hennar stæði í Ijósum logum, móðir hennar væri dauð og höfuðið í herberginu hennar en hundurinn dauður í eldhús- inu. Þetta ætti að kenna henni lexíu. Nokkum mínútum síðar mætti hann Caroline sem var á heimleið. Lee stansaði og sagði sigri hrósandi að heimili hennar stæði í ljósum logum, móðir hennar væri dauð og höfuðið í herberginu hennar en hundurinn dauður í eldhúsinu. Þetta ætti að kenna henni lexíu. Síðan þeysti Lee burt á mótorhjólinu. Þeg- ar Caroline nálgaðist heimili sitt var slökkvi- liðið að störfum og gatan full af lögreglubíl- um. Fleiri árásir Nágrannar höfðu séð reykinn úr húsi Goode-íjölskyldunnar og gert viðvart. Eldur- inn var slökktur og nokkrum mínútum síðar fannst hundurinn dauður og lík Alidu í rúm- inu hennar en höfuðið í öðm herbergi. Leit að morðingjanum hófst strax. Þá var Lee á Ieið heim til vinkonu Caroline, Helenar Longhurst. Hann hringdi dyrabjöllunni og þegar vinkonan kom til dyra stakk hann hana samstundis. Stungan var tólf sm djúp og lenti hnífsblaðið milli hjarta og lifrar án þess að skaða þau líffæri. Helen féll og blæddi mikið úr sárinu. Nokkmm augnablikum síðar kom ná- granni að og var sjúkrabíllinn fljótur í fömm. Á meðan þessu fór fram svaf níu mánaða gamalt barn Helenar vært í vöggu sinni. Síðar kom fram í læknisskýrslu að Helen hefði lát- ist innan hálftíma ef hún hefði ekki komist svo fljótt í hendur kunnáttumanna - en hún var ekki síðasta fórnarlamb Lees Bakers þennan dag. Ástæðan fyrir því að Baker réðst á Helen var sú að hann taldi hana hafa spillt sam- bandi sínu við Caroline og átt nokkra sök á að honum var sagt upp. Leiðinlegt að hún skyldi ekki deyja, sagði Lee síðar við lögreglumenn. ■ Vitni bám að þau hefðu séð.tee aka hð heiman á mótorhjólinu . eftir að lögreglú- menn sýndu þeim mynd afhonum frá móð- ur hans. Send var út lýsing á honum og um- fangsmikil leit hafin. Þá var hann búinn að gera enn eina árásina. og var fórnarlambið maður sem hann þekkti ekki og átti ekkert sökótt við. Fimmtíu og þriggja ára pípulagningamaður, Cleve Rattue að nafni, var að koma heim frá vinnu rúm- lega hálfsex. Þegar hann sté út úr strætis- vagninum skaut Lee manninn með lásbog- anum og hæfði örin hann í bakið. Cleve féll á götuna; þar stakk Lee hann í brjóstið og varð LEE 8AKER: Gáfnafar hans var langt yfir meðallagi en hugur hans óstöðugur. MÓÐIR UNNUSTUNNAR: Alida Goode var myrt á djöf- ullegan hátt og höfuðið skilið frá búknum. HÁMINGJUSÖM: Caroline og Lee meðan allt lék í lyndi. það banasár. Nokkru síðar var ung stúlka, fimmtán ára skiptinemi, skotin með ör í kviðinn en hún slapp furðuvel og fékk einungis skrámu á magann. Margfaldur dómur Áköf leit var hafin að Lee Baker. Stóð hún alla nóttina og voru íbúar í nágrenninu felmtri slegnir enda vissi enginn hvar næsta árás yrði gerð. Um kl. hálftíu um morguninn gengu tveir lögreglumenn fram á Lee þar sem hann hafði lagt sig á afviknum stað. Hann var handtekinn og færður til yfirheyrslu. Svo"^ blankur var hann að hann átti ekki einu sinni fyrir bensíni á flöskur sem hann var að útbúa sem mólotovkokkteila. Ætlunin var að kveikja í bensínstöð í nágrenninu en af því varð ekki. í herbergi Lees fannst safn hnífa og skot- vopna, sprengjur og alls kyns drápstæki. Úr- ldippur og myndir, sumar teikningar úr hasarblöðum, aðrar eftir hann sjálfan, af böðlum sem afhausuðu fólk og píndu eftir öllum kúnstarinnar reglum. Nokkrar mynd- anna teiknaði hann ungur að aldri, þrettán ára eða þar um bil. Ákærði neitaði því að hafa framið morð að yfirlögðu ráði heldur hefði verið um mann- dráp að ræða og hefði hann véríð í annarlegu hugarástandi þegar glæpirnir voru framdir. . Þetta var ekki tekið til greina þvf að réttarsál- "* fræðingur úrskurðaði að Lee væri ábyrgur gerða sinna, enda voru morðvopnin keypt með það fyrir augum að deyða fólk. Á hinn bóginn játaði hann fúslega á sig manndráp og íkveikju. Lee sagði sálfræðingi að hann hefði ætlað að íyrirfara sjálfum sér en skort kjark þegar til kastanna kom. Sjálfsmorðstilraunirnar voru kák eitt og sýndu smásár og rispur á hálsi og handleggjum að herslumuninn vantaði til að verkið tækist. Við réttarhöldin yfir Lee Baker voru rakin erfið bernskuár hans og ömurleg unglingsár þar sem hann mátti hrekjast milli skóla og stofnana og heimilis móður sinnar sem virt- ist aldrei hafa sýnt gáfuðum syni sínum þá ást og alúð sem börn eiga heimtingu á að njóta. Vegna sérkennilegs gáfnafars átti hann* aldrei samleið með skólafélögum sfnum og jafnöldrum. Sambandið við Caroline Goode veitti Lee þá lífsfyllingu sem hann hafði hvergi fundið tpinars staðar. Þegar hún sendi honum upp- sagnarbréfið hrundi öíl hans trygga veröld og örvænting og óvægnar kenndir tóku við. Að Iokum var Lee Baker dæmdur í tvöfalt h'fstíðarfangelsi fyrir tvö morð, tólf ára betr- unarvist fyrir morðtilraun þegar hann réðst á Longhurst, tíu ára fangelsi fyrir fkveikju og tvö ár fyrir árásina á þýsku stúlkuna. Sam- kvæmt dómnum eru minni en engar líkur á að bráðgeri gáfumaðurinn verði nokkru sinnij - frjáls ferða sinna í lifanda lífi. Þegar Caroline var síðar spurð hvers vegna hún hefði sagt Lee upp svaraði hún því til að hann hefði verið farinn að tala um það í fullri alvöru að hann yrði að verða sér úti um höf- uð, jafnvel þótt hann yrði að sækja það í gröf nýlátinnar manneskju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.