Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Blaðsíða 18
78 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 YFIR HVERFISFUÓT: Það tók hópinn eina klukkustund og 40 mlnútur að vaða yfir Hverfisfljót þar sem það breiðir úr sér við Fremrieyrar. Lítill hópurgöngumanna ákvað að nota verslunar- mannahelgina til þess að ganga úr Lakagígum í Núpsstaðarskóga en á þeirri leið þarf að vaða margar ár og þar á meðal stórvötn eins og Hverfis- fljót og Djúpá. hetta reyndist verða mjög blaut helgi þóttsólin skini í heiði nær allan tímann. Það var nokkuð harðsnúinn hópur ferðalanga sem safnaðist saman í Skaftárskála á Kirkjubæj- arklaustri föstudaginn sem markar upphaf verslunarmannahelgar. Þjóðin gervöll sýndist vera að birgja sig upp af áfengi og bjór þar sem í hönd færi mjög blaut helgi. Við höfðum líka ákveðið að hafa þetta blauta helgi en með öðrum formerkjum þó. Við ætluð- um að ganga frá Lakagígum austur með Síðu- jökli og að hluta yfir hann og ljúka ferðinni á fjórða degi í Núpsstaðarskógum. Stærstu verk- eíriin á þessari leið er að vaða Hverfisfljót og Djúpá sem hvort tveggja em stórvötn á hvaða mælikvarða sem er. Allt á floti Ferðin hafði verið skipulögð og undirbúin eins vel og kostur var en það bættí svolítíð á kvíða leið- angursmanna að stöðugt bámst fréttir af hópum sem hefðu snúið frá Hverfisfljótinu og krækt fyrir það á jökli sem lengir ferðina um hálfan dag. Margt bendir til þess að vatnsmagn hafl verið að aukast í fljótinu undanfarin ár og telja sumir það stafa af bráðnun jökla og breyttum vamaskilum undir jökli svo að vam sem áður féll í Skaftá til vesturs falli nú tíl suðurs í Hverfisfljót. Tveir félag- anna höfðu gist í Fljótshverfi um nóttina og blöskrað algerlega vöxmrinn í bæði Hverfisfljóti og Djúpá sem flóðu upp um allar eyrar eftír mikla stórrigningu dagana áður. Fljótið var kolmórautt og illskulegt að sjá og var aug- Ijóslega að minnka eftir hrokavöxt sem mátti sjá á dreifum ísmola og smárra jaka sem lágu eins og hráviði úti um allar eyrar. Hópurinn var samt ótrauður og þegar allir 14 félagamir vom mættír stígum við um borð í skólabílinn á Klaustri sem ók okkur og bakpok- unum okkar inn í Laka en einkabílar vom skild- ir eftír á Klaustri. Fyrsta dagleiðin var frekar smtt en hún lá frá Lakagígum, þar sem ferðin hófst um klukkan 14.00, undir hlíðum Blængs og linntu göngu- menn ekki för sinni fyrr en á Fremrieyrum sem em mosaflákar á bökkum Hverfisfljóts nokkra kílómetra frá jökulrönd. Þar breiðir fljótíð vel úr sér og fellur á víðáttumiklum eyrum. Veður þennan fyrsta dag var allgott, skýjað en þurrt og kátfna og baráttuhugur gerði vart við sig í hópn- Ekki leist okkur beinhnis vel á fljótíð í stuttri kvöldgöngu. Það var kolmórautt og illskulegt eins og er siður jökulvama og var augljóslega að minnka eftir hrokavöxt sem mátti sjá á dreifum ísmola og smárra jaka sem lágu eins og hráviði úi um aliar eyrar. Við lögðum steina í röð við vatnsborðið undir nóttína og hugðumst þannig fylgjast með dæg- ursveiflu fljótsins. Það var ákveðið að hafa brott- HUN SÖKKDYPST: Hópurinn lenti í aurbleytu við jök- ulrönd Slðujökuls og sumir sukku ansi djúpt og þessi einna dýpst. för úr tjaldbúðum klukkan átta og því var ræst um hálfsjö og skein sól í heiði þegar menn ferð- bjuggust út í fljótíð árla morguns daginn eftír og samkvæmt okkar ffumstæðu vamshæðarmæl- um hafði lækkað nokkuð í fljótinu. í köldu jökulvatni á annan tíma Á þessum slóðum er Hklegt að hitastig vatns- ins í ánni sé varla nema 3-4 gráöur. Það er erfitt að vaða straumvötn og þarf allmikla þjálfun og útsjónarsemi til að velja réttu leiðina eftír brot- um í ánni. Menn vaða í skóm til hlífðar fótunum og flestir reyna að klæða af sér nístandi kuldann í jökulvatninu með því að klæðast hlífðarbuxum en núorðið ryðja neopreon-sokkar, eins og þeir sem laxveiðimenn nota, sér til rúms en þeir ein- angra jafri vel og blautbúnmgar. Við þessar aðstæður vilja göngumenn vera 3-4 saman í keðju og krækja saman handleggj- um. Efstí maður í straumnum er jafnan sá stærsti og þyngstí. Forðast ber að horfa í straum- inn því þá fer menn óðar að sundla. Ekki má Vaömeistarinn: Einn úr hópnum fór á undan út í álana og kannaði dýpi og straumhörku. Hann þurfti stundum á öllum sínum styrk og snarræði að halda til að standa. ÍTVEIMUR UTUM: Þar sem Núpsá og Hvítá falla saman teinn hyl heitirTvílitahylur og ætti að sjást vel á myndinni hvers vegna sú nafngift hefur orðið ofan á. HVERNIG Á FESTA ÞETTA? Broddarnir settir á fyrir jök- ulgönguna. hafa bakpokann spenntan um mitti heldur hafa mittísólina lausa ef illa fer og göngumaður dett- ur í ánni og þarf að vera fljótur að losa af sér pok- ann. Við mynduðum fjórar keðjur en einn félag- anna fór laus á undan og valdi leiðina. Það var gert í ljósi reynslu hans og þekkingar úr starfi hjá Orkustofnun við vamamælingar en ekki síður vegna harðfylgis hans og áræðis. Síðan hófst ferðin út í fljótíð sem reyndist al- veg jafri kalt og ónotalegt og við höfðum haldið. Við höfðum talið að vatnsmagn ættí að vera í lágmarki svo snemma morguns en eftír að hafa vaðið nokkra ála tókum við eftir því að ísmolar og smájakar voru famir að fljóta upp á eyrunum í kringum okkur sem sýndi að þegar var bytjað að vaxa í því. Það er eðli jökuláa að rennslið sveiflast yfir sólarhringinn og fer eftir bráðnun, hitastígi, úr- komu og fleiri þáttum og er kölluð dægursveifla. Við reyndum að láta þetta ekki hræða okkur um of en héldum áfram að þræða krókótta leið yfir eyrar og aura Hverfisfljóts og finna færa leið. Dýpsm álamir tók fuliorðnum karlmanni í ríf- lega mitt læri og talsverður straumur var en botninn jafii og góður og hvergi varð vart við sandbleytu að ráði. Það tók klukkutíma og fjörutíu mínútur fýrir þennan fjórtán manna hóp að komast yfir Hverfisfljótíð og þá vom 2,7 kilómetrar að baki samkvæmt GPS-mælingum og mestan þann tírna vom menn að busla í jökulvatni. Þegar við settumst á mosaþembu undir Rauðhólum aust- an fljótsins og fórum í gönguskóna á ný í sólinni var ekki laust við að feginleika gættí. En svaðilfarir eins og þessar styrkja vináttu- böndin og göngumenn læra að treysta eigin hyggjuvití en reiða sig engu að síður á styrk og samheldni ferðafélaganna. Það er undarleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.