Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Side 8
8 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Skýrsla um hælisleitendur Tíu þingmenn Samfylk- ingar vilja að dómsmála- ráðherra flytji Alþingi skýrslu um afdrif útlend- inga sem hafa sótt um hæli á Islandi síðustu átta ár. Stjórnvöld hafa verið gagn- rýnd að undanförnu iyrir hörku gagnvart hælisleit- endum og í skýrslunni á meðal annars að koma fram hvaða rökstuðningur lá að baki hverri ákvörðun. Skjaldborg fær 5 milljónir Meirihluti íjárlaga- nefndar Alþingis leggur til að húsafriðunarnefnd fái aukafjárveitingu, fimm milljónir, til að nota í end- urbætur á Skjaldborg á Pat- reksfirði. Skjaldborg var á árum áður samkomuhús Patreksfirðinga en er nú kvikmyndahús. Sjónarhóll færjólagjöf Flytjandi hefur ákveðið að senda ekki jólakort til viðskiptavina sinna þetta árið heldur styrkja Sjónar- hól um sömu upphæð en kostnaður við jólakortin hefur verið um 100 þúsund krónur. Fyrir jólin mun kosta 500 krónur að senda jólapakka með fyrirtækinu hvert á land sem er, svo frerni sem hægt er með góðu móti að halda á pakkanum. Sjónarhóll fær einnig 10% af andvirði jóla- pakkasendinganna. Jón Ólafsson EðaJón góði eins og hann eralltafkallaður Jón Ólafsson þykir frábær fag- maður í tónlist og er sagður geta spilað allt affingrum fram, fyrirhafnarlítið. Glað- værð ríkir alltafí kringum hann og það léttir honum flest störfog virkjarjafnframt aðra til þátttöku. Jafnframt fanta- góður fjölmiðlamaður, eins og þátturinn Affingrum fram sannar vel. Kostir & Gallar Jóni er fundið til lasts að vera stundum svolítið laus í rásinni hvað varðar öll markmið sem hann hefur sett sér; þau fjúki til og frá, rétt eins og vindar samfélagsins blási. Ekki sist eigi þetta við um hin ytri lífs- gæði; hann hafí sóst eftir þeim flestum þóttyfirlýst markmið hans hafi áður verið önnur. Sameining Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur heppnast í faglegu tilliti en fjárhagslegur ávinningur er enginn og hallarekstur eykst sífellt. Þjónusta minnkaö eftir sameiningu spítalanna Launakostnaður spítalans er talsvert hærri en á sam- bærilegum stofnunum í Bretlandi. Sameining Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykja- víkur hefur hvorki leitt til sparnaðar né aukinna afkasta starfsfólks eins og til stóð. Þetta er niður- staða ítarlegrar úttektar sem Ríkisendurskoðun hefur gert á sameiningu sjúkrahúsanna en það ferli hófst árið 1999. Upphaflega var stefnt að því að gera starfsemi sjúkrahúsanna skilvirkari og ódýrari með samein- ingunni. Þannig átti að ná fram betri þjónustu, auka ánægju sjúklinga og styrkja rannsóknir og kennslu innan spítalanna. Ríkisendurskoðun telur að þessi markmið hafi náðst að mestu leyti en tekur fram að erfitt hafi verið að meta árangurinn þar sem ekki hafi verið sett skýr og mælanleg markmið í upphafi. Þó gefi umfang þjónustutegunda til kynna að þjónustan hafi dregist saman en ekki aukist eins og vonast var til. í skýrslunni kemur fram að þótt kostnaðarleg- ur ávinningur hafi ekki náðst sé ljóst að samein- ingin hafi faglega styrkt spítalann. Runólfur Páls- son, læknir og lektor við Háskóla íslands, segist sammála þessu mati en hann íjallaði um spftal- ann í ræðu sem hann flutti á heilbrigðisþingi í byrjun nóvember. „Það er hægt að segja að sam- einingin hafi verið forsenda þess að hægt væri að koma háskólasjúkrahúsi á laggirnar. Fyrir hana voru einingarnar of litlar til að slíkt væri hægt." I skýrslu Ríkisendurskoðunar er borinn saman rekstur Landspítala-háskólasjúkrahúss og sam- bærilegra breskra háskólasjúkrahúsa. Saman- burðurinn er talinn viðunandi; meðallegutími sjúklinga er svipaður, kostnaður er sambærilegur en tekið er fram að sjúklingum LSH reiðir betur af eftir aðgerðir hér á landi heldur en þeir gera í Bretlandi. Á móti kemur að launakostnaður hér er talsvert hærri en í samanburðarhópum miðað við magn þjónustu. Einnig er nauðsynlegt að taka á sívaxandi rekstrarhalla spítalans en við samein- inguna jókst hallinn úr 186 milljónum í 840 millj- ónir. „Skýrslan er gagnleg og merkileg í alla staði,“ segir Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra.“ „Niðurstaðan staðfestir að sameiningin hefur tekist í flesta staði vel. Hún ber starfsfólkinu gott vitni og spítalinn hefur styrkst mikið faglega. Hins vegar er ýmislegt sem þarfnast lagfæringar og ætl- unin er að setjast gaumgæfilega yfir þau mál. Ég hef ég þegar skipað nefnd til að gera tillögur að úrbótum." aibert@dv.is Landspítalinn Sameining deilda, fækkun starfsfólks og minni yfirvinna hefur ekki orðið til að draga úr kostnaði. Jón Kristjánsson ásamt Magnúsi Péturssyni, forstjóra LSH. Skýrslan er gagnleg og merkileg íalla staði, segirJón Miðborgin og Vesturbærinn njóta vinsælda Fæstir vilja búa í Breiðholtinu Breiðholtið Þykir ekki eftirsóknarverður staður. Vesturbærinn og miðborgin eru vinsælustu hverfi borgarinnar, sam- kvæmt könnun Gallups á búsetu- óskum Reykvíkinga. í Breiðholti, þar sem fimmtungur borgarbúa býr, vildu hins vegar aðeins 11 prósent búa. Af því má ráða að miðað við íbúafjölda er Breiðholt óvinsælasta hverfi Reykjavfkurborgar. Þetta fer saman við þær niðurstöður könnun- arinnar að helmingur fólks sé á móti því að byggð séu stór íjölbýlishús í hverfunum þar sem það býr. Bæði Grafarvogur og Hlíðarnar voru neð- an meðaltalsvinsældir. Þegar litið var til aldurs vildu flestir 20-24 ára búa í núðbænum, 25-34 ára vildu fara í Vesturbæinn, 35-44 ára í Grafarvog, 45-55 ára í Austurbæ norður og 55-75 ára vildu vera í Breiðholtinu. Flestir nefndu nálægð við þjónustu og menningu sem ástæðu fyrir búsetu f miðbæn- um og Vesturbænum, og þann möguleika að vera bíllaus. Þeir sem nefndu Árbæ, Breiðholt og Grafar- vog sem fýsilegan búsetukost mátu hverfin sem barnvæn og róleg og ná- lægt útivistarsvæðum. Á Kjalarnesi vildu þeir búa sem kusu útsýni, fal- lega náttúru og rólegheit. Þegar fólk var spurt á hvaða ný- byggingasvæði það vildi helst búa nefndu flestir Vatnsmýrina, eða 39 prósent, og næstflestir Skuggahverf- ið í miðbænum, eða 22 prósent. Ein- ungis 9 prósent vildu búa í fyrirhug- aðri 30 þúsund manna byggð við Úlfarsfell. Af þessu má ráða að 60 prósent vilji búa nærri miðbænum. Flestir, 40 prósent svarenda, töldu ljölskylduvænt og friðsælt um- hverfi skipta mestu máli. Einungis 1,3 prósent lögðu mikið upp úr góðri strætisvagnaþjónustu, 3,4 prósent létu nálægð við ættingja skipta sig mestu og 2 prósent framboð veit- ingahúsa eða menningar. Helmingur kvenna og þriðjungur karla voru á móti því að fjölga há- hýsum í borginni, en meirihluti taldi sig hafa þörf fyrir 3 bílastæði eða fleiri fyrir fjölskyldu sína og gesti. jontrausti@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.