Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Side 10
7 0 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Kennslubók bönnuð Rússnesk stjórnvöld íhuga að banna kennslubók í nútímasögu vegna þess að í bókinni er velt vöngum yfir hvort að Pútín stjórni að hætti einræðisherra og hvort Rússland sé lögreglu- ríki. í bókinni eru nemend- ur hvattir til að taka afstöðu til þessara vangaveltna. Höfundur bókarinnar segir að stjórnvöld vilji banna bókina vegna þing- og for- setakosninganna sem verða haldnar á næsta ári. Verða giftir áfram Þýskir dómstólar hafa úrskurðar að tælenskur maður getur ekki fengið hjónaband sitt við þýskan karlmann ógilt. Forsaga málsins er sú að Tælending- urinn flúði til þýskalands dulbúinn sem kona. Þar hélt hann uppteknum hætti og klæddist áfram sem slfk. Eft- ir að hann giftist manni fékk hann sjálfkrafa dvalarleyfi í landinu. Þar sem það var ekki langtímaáædun hans að vera giftur karlmanni reyndi hann að fá dómstóla til þess að ógilda hjóna- bandið. Þeir féllust ekki á það þar sem Þýskaland við- urkennir ekki rétt samkyn- hneigðra til þess að giftast, en parið var pússað saman í Danmörku. Verða því mennimir áfram giffir þar eð sá þýski neitar að veita skilnað. 911 eða112 Hvað er því til fyrirstöðu að Neyðarlínan svari fleiri neyðarnúmer- um en 112, svo sem númerinu 911? Þetta er spurning sem Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður Sam- fyUcingarinnar í Reykjavík hefur lagt fram á Al- þingi. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á að svara. Varaðvið ölv- uðum elgum Stjómvöld í Svíþjóð hef- ur varað fólk við ölvuðum elgjum sem láta öUum lát- um. Elgirnir hafa nú þegar ráðist á gamla konu rétt utan við bæinn Karlshamn. Ástæðan fyrir ölvun elgjana er sú að á þessum árstíma verða berin sem þeir borða áfeng. Eins og með svo marga aðra Svía fer áfengið illa í elgina og er stórhættu- legt að verða fyrir barðinu á þeim. Umhverfisfulltrúi sparar grimmt hjá Félagsþjónustunni í Hafnarfirði. Jónína Ósk- arsdóttir hefur slökkt á annarri hvorri peru og fest hitastillingarnar á ofnunum. Orkureikningurinn lækkaði um 200 þúsund krónur á innan við ári. dofna nota ég þær niðrí í kjallara þar til slokknar á þeim' „Það væri margt hægt að gera ef allir legðust á eitt,“ segir Jónína Óskarsdóttir, umhverfisfulltrúi og sparnaðarpostuli hjá Félagsþjónustunni í Hafn- arfirði. Á seinasta ári hefur Jónína með einbeitni lækk- að rafmagns- og hitareikning Félagsþjónustunnar um 200 þúsund krónur. Þess utan hefur mikið ver- ið sparað í ljósa- Þegar perurnar Perum °g írs- og möppu- kostnaði. „Hafnarfjarð- arbær er með grænt bókhald. Það á að spara það sem hægt er að spara. Við reynum að minnka pappírsnotkun og noturn allar möppur og plöst aftur. Við hirðum allt saman," segir Jönína. Mesta Grettistakinu hefur Jónína þó ef til vill lyft í orkusparnaði. „Ofnar hér voru alltof hátt stilltir. Nú er hvorki hægt að skrúfa upp í þeim né niður," segir Jónína, sem einnig fylgist grannt með hinu rafstýrða Ioft- ræstikerfi: „Við höldum því niðri í lágmarki." Þá hefur Jónína þétt allar dyr. „Það hvein mikið í þessu áður. Nú gnauða ekki vindar hér um allt,“ seg- ir hún. Rúsínan í pylsuendanum er síðan ljósakerfi Jón- ínu. í hverri skrifstofu eru fjögur ljós með fjórum flú- orperum hvert. „Lýsingin var frekar eins og fólk væri hér í yfirheyrslum en ekki viðtali," rifjar hún upp. Yfir 100 ljós eru á skrifstofum Félagsþjónustunnar með um 400 perum. Að sögn Jónínu sló hún tvær flugur í einu höggi. „Fyrir rúmu ári skrúfaði ég annan hvern startara úr þannig að við erum bara með helm- ing af perunum í notkun. Þegar perurnar dofna nota ég þær niðri í kjallara þar til slokknar á þeim,“ segir Jónína. Um 20 manns vinna hjá Félagsþjónustunni. Jónína segir langflesta hafa gengið í lið með sér. „Þetta er búið að kosta ýmislegt. Það hefur verið smá andspyrna en hún er hætt núna,“ segir Jónfna og hlær. gar@dv.is Jónína Óskarsdóttir „Lýsingin var frekar eins og fólk væri hér I yfirheyrslum en ekki í viðtali," segirJónína Óskarsdóttir umhverfis- fulltrúi sem kerfisbundið slekkurá annarri hvorri flúorperu hjá Fé- lagsþjónustu Hafnarfjarðar. Mikil vinna hefur farið í að undirbúa leiðakerfi Strætó á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Versta nýting á almenningsvögnum í Evrópu „Reykjavík og nágrannasveitarfé- lögin eyða um 1200 milljónum króna árlega í strætisvagnakerfið," segir Ásgeir Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Strætó. Eins og greint hefur verið frá stendur til að kynna nýtt og betrumbætt'leiðakerfi í byrj- un desember. „Þetta er mildð fé og við viljum nýta það betur en verið hefur. Við höfum verstu nýtingu á almenn- ingsvögnum í borgum af þessari stærðargráðu í allri Evrópu. Hug- myndin er sú að bjóða strætó sem það góðan valkost að almenningur hugsi sig tvisvar um áður en það tek- ur bílinn.“ Ásgeir segir mikla vinnu hafa farið í nýja leiðakerfið og flestir telji það hagkvæmari kost en núverandi kerfi. „Samkvæmt okkar könnunum eru núverandi viðskiptavinir okkar mjög ánægðir með kerfið eins og það er. Það vantar hins vegar talsvert uppá þann fjölda sem eðlilegt þyldr og nýtt leiðakerfi mun bjóða lausnir handa fólki sem hingað til hefur ekki litið á strætó sem vænlegan kost. Fleiri vagnar verða á ferðinni á álagstímum og á fjölmennum svæðum. Stefnan er sú að þeir noti stofnbrautir meira en gengur og gerist og verði þar af leiðandi fljótari í ferðum." Strætó býður fólki 35 mismun- andi ökuleiðir í dag en í nýja kerfinu verða þær 15. Ásgeir vill ekki meina að þjónustan versni við fækkunina. „Það hefur verið unnið það vel að þessu nýja kerfi og tillit tekið til svo margra atriða að það á ekki að vera. Svo stendur til að bjóða almenningi að gera athugasemdir áður en kerfið verður tekið í notkun og þannig heflað af því þá vankanta sem fólkið gæti séð á því. albert@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.