Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Qupperneq 15
14 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV DV Fréttir LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 15 Auömenn Hefur umrót í íslensku viðskiptalífi undanfarin misseri og ár skapað nýja kynslóð auðmanna sem eiga í pening- um, eignum og pappírum slíkar fúlg- ur að annað eins hefirr ekki áður sést í íslandssögunni? Hefur það frjálsræði sem innleitt hefur verið í fjármálalíf- inu síðasta áratuginn breytt hinu næsta stéttlausa samfélagi - sem við trúðum lengst af að við lifðum í - svo mjög að skilin milli hinna ríku og ann- arra eru orðin skarpari en nokkru sinni hefur áður sést í landinu? Eða hefur alltaf verið til staðar aðall sterk- efnaðra manna á Islandi og áhyggjur okkar af aukinni stéttaskiptingu því meiri en ástæða er til? Losnar um höftin Það var fyrst á þessari öld sem raunverulegar stefnur, eins og við þekkjum þær, tóku að myndast í ís- lenskum stjómmálum. Framan af ríkti töluvert frelsi í viðskiptum en ítök ríkisvaldsins og stofnana þess fóm smátt og smátt vaxandi, ekki síst í kjölfar kreppuáranna í kringum 1930. Þá var talið nauðsynlegt að rík- ið kæmi myndarlega til skjalanna til að hamla gegn atvinnuleysi og fátækt og hið opinbera var síðan afar tregt til að sleppa aftur því sem það hafði náð tangarhaldi á. Því fylgdu síðan mikil pólitísk afskipti af viðskiptum, 'at- vinnulífi og raunar flestum sviðum þjóðlífsins. Kaupin á eyrinni - í öllum skilningi þeirra orða - réðust ekki síst af þessum pólítísku afskiptum. Flest var buncfið á klafa stjórnmálanna og fulltrúar á þingi fóm með veldis- sprota sinn eins og sjáaldur auga síns. Eilítið var losað um þessi afskipti þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, Viðreisnarstjórnin, tók við völdum árið 1959. Hún var við völd fram til 1971 og hin síðari ár hafði óneitanlega dregið allmikið úr „frelsisvæðingunni" sem henni fýlgdi í byrjun. En þróunin var hafin og næstu áratugi losnaði smám saman um þau sterku tök sem stjórnmála- menn höfðu á viðskiptalífinu. Vextir vom gefnir frjálsir árið 1985 og síðar var opnað fýrir frjálsa íjármagns- flutninga milli landa, frelsi fyrirtækja til verðákvarðana var gefið ffjálst og almennt talað hafði Island verið opn- að; og varð hluti af hinu alþjóðlega viðskiptasamfélagi. Þá fór virkur hlutabréfamarkaður að myndast á fs- landi laust fyrir 1990, sem varð til þess að hleypa lífi í öll viðskipti á ís- landi. Þjóðarsáttin grundvöllur Lengi fram eftir öldinni var það að- eins fámennur hópur fólks á Islandi sem var í einhverjum vemlegum áln- um. Þá lá auðlegðin ekki síst í ættum, svo sem ættum Hallgríms Benedikts- sonar, Thorsaranna og Engeyjarætt- inni en þessar ættir allar vom lengst- um helstu valdastoðimar í Sjálfstæð- isflokknum. Hin blokkin í viðskiptalíf- inu var svo Sambandið, sem tengdist Framsóknarflokknum. f báðum hóp- um vom forríkir einstaklingar en þeir náðu samt á einhvern hátt að laga sig svo að samfélaginu í kringum sig að auður þeirra vakti á endanum ekki verulega athygli eða andúð. Bæði þessi veldi em nú á fallanda fæti þótt eftir sem áður séu sterkefn- aðir einstaklingar innan um, bæði í hinum gömlu ríkramannaættum og í leifum Sambandsins. En í staðinn em komnir nýir auðmenn sem slá að margra mati auðmenn fýrri tíma alveg út. Halda má því ffam að nokkur at- riði hafi öðru ffemur lagt gmnn að því að, til þess að gera, fámennur hópur hafi náð að hagnast svo vel á sfðustu ámm að auður einstakra manna sé talinn í hundmðum milljóna, ef ekki milljörðum. Það sem hér skiptir ef til Óskar Guðmundsson um ríkidæmi fyrri alda Erfðasyndir felia auðmenn „Það hefur aldrei ríkt logn og friður um ríka Islendinga," segir Óskar Guðmundsson blaðamaður sem síðustu ár hefur einbeitt sér að samantekt bóka í ritröðinni öldin okkar. Undanfarið hefur hann skrifað bækur um miðaldir, 12. til 15. öld íslandssögunnar. Veldi duga í hundrað ár „Oft hafa mikil auðæfi safnast að einstökum ættum og fjölskyld- um en þeir fjármunir hafa hins vegar ekki reynst endingargóðir. Það veldi sem peningar eða eignir skapa þessu fólki duga í hundrað ár eða svo. Síðan fjarar veldi þess út. Þetta virðist vera að gerast enn í dag,“ segir Óskar. Hann bætir því við að á 14. öld, en einkum þeirri 15., hafi margir býsna auðugir ís- lendingar verið við lýði. „Þeirra frægastur var líklega Vatnsfirðingurinn Björn Einars- son Jórsalafari. Dóttir hans var Kristín og hennar sonur Björn, maður Ólafar ríku á Skarði á Skarðsströnd, sem sjálf var dóttir hins ríka og glæsilega Lofts Gutt- Söguritarinn „Aldrei ríkt logn og friður um ríka fslendinga," segir Óskar Guð- mundsson rithöfundur. ormssonar. Eru Björn og Ólöf raunar fræg; allir þekkja þau um- mæli sem höfð eru eftir Ólöfu er karl hennar var veginn; að ekki þýddi að gráta Björn bónda heldur skyldi safna liði. Óskar nefnir einnig til sögu Guðmund Arason á Reykhólum, sem á sinni tíð átti jarðir um alla Vestfirði og var einn efnaðasti maður sinnar tíðar. Fallið falið í tvennu Margir af þessum Islendingum fyrri alda, sem komust í góðar áln- ir, voru sannkallaðir heimsborgar- ar, enda þurfti talsverða fjármuni til utanferða og í risnu. „Hnignun og faU auðugra manna er yfirleitt falið í tvennu; annars vegar bera þeir sjaldnast gæfu til að deila auðnum með fjöldanum, samfé- lagi sínu. Hins vegar verður gamla erfðasyndin, ágirndin, þeirn . að falli," segir Óskar. Að mati Óskars er blekking í þeirri söguskoðun að átök á fyrri öldum hafi fýrst og síðast verið milli ætta. „Guðmundi ríka á Reykhólum var til dæmis steypt af stóli af tengdafólki sínu. Þegar kemur að baráttunni um auð, forrræði, völd og áhrif rofna öll ættar- og fjölskyldubönd. Þetta er sígilt lögmál. Við sjáum þetta lög- mál vinna f efnahagslífinu og póli- tík dagsins í dag. Við höfum him- inhrópandi dæmin fýrir okkur,“ segir söguritari Aldanna. Sígræna lí ;* 10 ára ábyrgð t*-12 staerðir, 90 - 500 cm t* Stálfótur fylgir f* Ekkert barr að ryksuga » Truflar ekki stofublómin tá Eldtraust Þarf ekki að vökva t* íslenskar leiðbeiningar r* Traustur söluaðili í* Skynsamleg fjárfesting , 1. hæð við Debenhams Skátamiðstöðin Hraunbæ 123 ‘mnss&n vill mestu eru kjarasamningarnir sem kenndir eru við þjóðarsátt og voru undirritaðir snemma árs 1990. Segja má að þá hafi böndum verið komið á verðbólgudrauginn sem leikið hafði lausum halda um langa hríð, öllum til ama. Og um leið sköpuðust skilyrði til að færa viðskiptalífið úr hinum póli- tísku viðjum. Ríkið þurfti ekki lengur að einbeita sér að því að standa á öll- um bremsum, svo verðbólgan legði ekki land og þjóð í rúst, og þá var hægt að slaka á ýmsum hömlum. Beint í kjölfarið gerðist Island síðan aðili að Evrópska efnahagssvæðinu og þá .var það beinlínis skilyrði að bönd yrðu leyst af fjármálalífinu og pólitísíc af- skipti minnkuð. Kvótinn er þrætuepli Annað mikilsvert atriði sambandi er kvótakerfið; sem fýrstu drög vom lögð að árið 1983 og lögfest fáum árum síðar. Með frjálsu framsali afla- heimilda hefur mörgum tekist að koma ár sinni ótrúlega vel fyrir borð og efriast vel. Margir hafa horfið frá þessu m ^umsamair Mtur atnm m ‘sianás irraá bjáwráða/m úr CmiÚQrfkíi srt irraá hon- t/m hafa þair Bf&kgáifc?- fedyar og ’Viayrrus Þcr^ It'nsxa úuykarric. sjósókn, selt kvótann frá sér og fært sig með fullar hendur fjár yfir í aðrar atvinnugreinar. Ellegar farið að spila á mörkuðum. Að hægt sé að selja frá sér heimildir til að veiða óveiddan fiskinn í sjónum, sem lögum sam- kvæmt er sameign þjóðarinnar, og hagnast þannig um gríðarmikla fjár- muni hefur mörgum sviðið. Hafa deilurnar um kvótann raunar verið einhver mestu þjóðfélagsátök síðari tíma á íslandi. Og víst er það gömul saga og ný að skipting auðæfa er þrætuepli manna í millum. Nýja hagkerfið Þriðja atriðið f þessu sambandi er hlutabréfamarkaðurinn sem spratt upp í kjölfar aukins stöðugleika og ffelsis í viðskipmm. Margir hafa lagt peninga í atvinnu- rekstur. Séu virk við- skipti með fyrirtæki og rekstur þeirra ábata- söm getur það oft skilað mönnum góð- um gengishagnaði, þótt dæmin séu vissu lega á hinn veginn líka. f Þarna má sérstaklega nefna „nýja hagkerfið" svonefnda, sem byggjast átti á nýjungum í tækni og vísindum, ekki síst líftækniiðnaði og tölvusmíði hvers konar. Á tímabili, það er fyrir um þremur ámm, hækkaði gengi fýrir- tækja á þessum vettvangi með ofsa- hraða og margir fjárfestu í þeim. En svo hmndi gengið og margir sátu eftir með sárt ennið. Enda segir máltækið víst að sýnd veiði sé ekki alltaf gefin. Útrásarpeningar aftur heim Allar opinberar tölur staðfesta að íslendingar em efnuð þjóð og að okk- ur hefur almennt farnast vel. Væntan- lega verður svo áfram; enda er búist við nýju hagvaxtarskeiði á Islairdi. En það sem ef til vill hefur vald- ið mestum straumhvörfum er útrás íslendinga sem hafa verið að snúa aftur til fslands með þá fjölmörgu aura sem þeim hafa áskomast utanlands. Björgólfsfeðgar og Akureyring- urinn Magnús Þorsteinsson, fé- lagi þeirra, em hér skýrt dæmi; með bjórgróðanum úr Garða- ríki hafa þeir sporð- reist ís- lenskt viðskiptalíf og víst em þeir fé- lagar hvergi hættir, þar sem Lands- bankinn er nú eins konar flaggskip veldis þeirra - þótt þar sé Björgólfur eldri nú reyndar að mestu einn við stjórnvölinn. Þá er Kaupþing Búnaðarbanki orðið sem ríki í ríkinu og hefur mikil umsvif bæði heima og heiman. Segja stjórnendur bankans fyrirtækið raunar fyrst og síðast vera alþjóðlegt - og með því réttlættu þeir kauprétt- arsamninga sem áttu að færa tveim- ur mönnum nær 400 milljónir hvor- um um sig. Þær ráðagerðir höfðu raunar í för með sér fáheyrða geðs- hræringu í síðustu viku. Þar kom hvort tveggja til - samningarnir virt- ust hafa í för með sér svo óheyrileg laun að ekki varð séð að þeir félagar lifðu í sama landi og mestallur almenningur - og svo ef til vill hitt að auðsöfnun hvers konar er yfirleitt sem flís í auga íslendinga, svo vön sem þjóðin er næsta stétt- litlu samfélagi þar sem jöfn- Kristján Kristjánsson um ríkidæmi „Ég hygg að fámennið skipti talsverðu máli varðandi þá úlfúð sem oft hefur skapast um fslend- inga sem komast í góð efni,“ segir Kristján Kristjánsson, heimspek- ingur og prófessor við Háskólann á Akureyri. „Það er merkilegt að eng- inn virðist amast við því að íslend- ingar búsettir erlendis komist í áln- ir; fólk eins og Björk, Kristján Jó- hannsson eða Eiður Guðjohnsen. Það styrkir fámenniskenninguna. Önnur skýring væri sú að íslend- ingar sættu sig við að fólk á vissum þjóðlífssviðum, svo sem í íþróttum og menningu, efnaðist verulega en ekki aðrir, til dæmis bankastarfs- menn.“ Samsömun og samanburður Kristján segir að ef til vill sam- sami almenningur sig meira banka- samsamar sig bankastjórum manninum en afreksmanni í íþrótt- um og finni því meira til smæðar sinnar gagnvart hinum fýrmefnda. „Ef hann rís of hátt fjárhagslega í samanburði við almenning, sam- kvæmt þekktri sálfræðikenningu um samsömun og samanburð. Um það hvemig menn baða sig einatt í ffægðarljósi fjarlægra einstaklinga, sem þeir finna þó til einhvers skyld- leika við, en krumpast af saman- burði við þá sem em í meiri nánd." Aðspurður segir Kristján að lík- lega geti sú kenning átt sér nokkum stað að íslenskt þjóðfélag þoli ekki nema ákveðinn fjölda manna sem em í góðum álnum. „Líklega em það hlutföEin milli manna sem skipta hér meirá máli en fjöldinn. ís- lendingar em flestaUir í góðum áln- um miðað við íbúa Bangladesh, til dæmis." Kenningin er goðsögn Sú kenning sem gjarnan er höfð á hraðbergi að íslendingar séu tvær þjóðir, þá með tilliti til efnahags fólks, er að einhverju leyti goðsögn. Sá sem búið hefrir í Bretlandi eða Bandaríkjunum veit hvað raun- veruleg stéttaskipting er. „Hitt er svo annað mál hvort við emm smám saman á leið inn í þann heim - en við eigum sem bet- ur fer talsvert langt í land þar. Ætli fáir yrðu ekki tfi að halda fram þeirri kenningu að skattar á íslandi séu of lágir. Hins vegar mættu ís- lenskir auðkýfingar læra meira af kollegum sínum erlendis hvað varðar framlög til góðgerðar- og menningarmála og ef til vill mætti umbuna meira fyrir slík framlög í PRÓFESSORINN „Islenskirauðkýfingar skattalögum," segir Kristján að síð- geta lærtafkollegum sinum erlendis,"segir ustu. Kristján Kristjánsson prófessor. Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur Ekki í hálfkvisti við auðmenn fyrri tíma Gífurlegar breyt- ingar í athafnalífi þjóðarinnar. Nýir auðmenn fram á sjónarsviðið og valdaættir hopa. En er byltingin að éta börnin sín? uður hefur lengst af verið meiri en víða annars staðar. Nú þegar það breytist hljóta lands- menn að spyija sig siðferðilegra spurninga um auð eins en örbirgð annarra. Byltingin étur börnin sín Þá em ónefnd íslensk fyrirtæki sem hafa verið að hasla sér vöU erlendis - sem aftur hefur haft ýmis smitandi áltrif í hagkerfinu hér heima. Má í þessu sambandi meðal annars nefna fyrirtæki eins og Baug, Pharmaco, Bakkavör og önnur fyrirtæki í sjávarút- vegi, Eimskip og Samskip og fleiri. Athyglisvert er hins vegar í þessu sambandi að þau fýrirtæki sem hvað mestri gagnrýni hafa mátt sæta af hálfu ráðamanna að undanförnu - í orrahríð þar sem grægði hefur verið lykilorðið - em einmitt þau sömu og sprottið hafa upp og náð sér á strik í krafti rýmri reglna í viðskiptalífinu. Frelsisins, sem hefur í raun skapað nýtt ísland. Er í þessu sambandi áleit- in sú spurning hvort skepnan hafi snú- ist gegn skapara sínum og byltingin étið börnin sín, en oft er því haldið fram að sú sé raunin. sigbogi@dv.is „Með fullri virðingu fýrir Jóni Ás- geiri Jóhannessyni í Baugi og öðmm ríkum köllum nútímans er ég smeykur um að þeir komist varla í hálfkvisti við auðmenn fýrri tíma, ef við skoðum hlutfallslegt ríkidæmi þeirra," segir Ámi Daníel Júhusson sagnfræðingur. „Ef við skoðum til dæmis tímann kringum 1400-1500 vom fáeinir ein- staklingar á íslandi svo ríkir að við höfum aldrei séð þeirra líka, hvorki fýrr né síðar. Þetta vom Guðmundur ríki, Loftur Guttormsson, Bjöm ríki á Skarðsströnd og Ólöf kona hans. Þau áttu hvert um sig um það bil 400 jarðir en þá voru jarðir á Islandi um það bil 4.000. Þar sem jarðimar vom í reynd undirstaða aUrar eignar í landinu má segja að eign hvers þeirra hafi verið um það bU 10% af öllum þjóðarauðnum. Þótt Jón Ás- geir og félagar eigi nú öllu stærri hlut af þjóðarkökunni en við hin, efast ég um að hlutur þeirra komist nokkurs staðar nálægt 10%. Um svipað leyti áttu biskupsstólarnir Hólar og Skál- holt hvor um sig um 350 jarðir, svo það segir sig sjálft að ekki var mikið eftir handa óbreyttum almúganum. F.n um þetta leyti vom kjör alþýð- unnar þó ekki ýkja slæm, að minnsta kosti ekki verri en víða í Evrópu og betri en sums staðar ann- ars staðar. Það var ekki fyrr en á seinni öldum sem kjör almúgans urðu verulega slæm. Og þá söfnuðu menn líka sjaldan öðmrn eins auði og þessir fjórmenningar gerðu. Það hefrir verið reiknað út að íslensku auðmennirnir um 1400 vom svona Arni Daníel Júlíusson sagnfræðingur Hlutfallslega var Guðmundur rlki miklu rlk- ari en Baugsfeðgar. ámóta ríkir og meðal-aðalsmenn í Danmörku. Ríkustu aðalsmennirnir í Danmörku og öðmm löndum voru miklu ríkari en Islendingarnir, en hér vom þó alveg prýðUega mUdir auðkýfingar. Enda héldu þeir sig margir feiknavel og ýmis höfuðból á íslandi á fýrri tímum vom litlir eftir- bátar herragarðanna í Danmörku að ríkidæmi. Þessunt auðæfum fylgdu líka - eins og jafnan er- mUdl pólitísk völd og áhrif. Helsti munurinn á auð- mönnum fyrri tíma og þeim sem nú em ríkastir, er sá að í þá daga var lít- ið um fjárfestingar. Auðkýfingarnir hirtu tekjumar af eignum sínum en hirtu lítið um að búa til úr þeim eitt- hvað nýtt. Þeir söfnuðu auðnum og eyddu honum, en stóðu ekki í fjár- festingum eins og kapítalistar síðari tíma og nútímans." Eltíheitt afmælistilboð við erum orðnir eldgamlir í tilefni af 80 ára afmæli Ólafs Gíslasonar & Co. hf. bjóðum við 15% afslátt af eftirfarandi búnaði í næstu viku, einstaklega gott tækifæri til þess að eignast eldvarnabúnað á lægra verði. Hafið samband við söluaðila: Húsasmiðjan // Verslanlr um allt land Ellingsen // Grandagarði, Reykjavlk Raflagnaverslunin Rafsól // Skipholti, Reykjavfk Rafmætti // Firðl, Hafnarfirði Eldvörn // Þjóðbraut, Akranesi Tómas Sigurðsson ehf. // Stekkjarholti, Ólafsvík Slökkvlstöðin // Isaflrðl Bland f poka // Eyrarlandi, Hvammstanga Slökkvistöðin // Sauðárkróki Eldvarnamiðstöð Norðurlands // Austursfðu, Akureyri Slökkvistöðln // Húsavfk Slökkvitækjaþjónusta Austurlands // Strandgötu, Eskifirði Slökkvlstöðin // Fáskrúðsfirði Slökkvitækjaþjónusta Hornafjarðar // Höfn Jósep Benediktsson // Varmadal, Hellu Slökkvistöðin // Flúðum Brunavarnir Árnessýslu // Slökkvistöðin, Selfossi Slökkvistöðin // Hveragerði Slökkvitækjaþjónustan // Vestmannaeyjum M ÁBA ŒA ©íiLAIOKI i C@. HF. srofNAD 1923 Sundoborg 3 • Sími 568 4800 • www.olafurglsloson.is i^iimimiiimiiiiii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.