Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Side 18
18 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 Fókus DV Beðið.eftir. Sigfusi „Það eru margar bækur sem freista mín fyrir þessi jól og ég hlakka til að lesa," segir Erna Gísladóttir, forstjóri B&L. „Ég er þegar búin að lesa Lyga- sögu eftir Lindu Vilhjálmsdóttur. Mér fannst sú bók djúp og með mjög góðar lýsingar. Þarna er sagt frá ótrúlegri lífsreynslu. Nú bíð ég eftir og langar einnig að lesa bók- ina um Sigfús Bjarnason í Heklu, enda er það bók úr minni atvinnu- grein. Sigfús var einn af frum- kvöðlum í greininni og maður hef- ur alltaf gott af því að kynnast sögu henni betur. Aðrar bækur sem gaman væri að grípa í eru saga Ruthar Reginalds og Norræn sakamál." Aðspurð segir Erna að það séu þrír höfundar sem hún vænti mikils af. Þetta séu þeir Einar Kárason, Vigdís Grímsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson. „Það er erfitt ad velja einn höfund úr þessum hópi umfram annan, en ef ég ætti að nefna einn sér- stakan væri það Einar Kárason. Hann hefur alla tíð verið góður penni og skemmtilegur." FORSTJÓRINN Búin að lesa lygasögu. Vei jaranmu „Ég hef gluggað í þrjár nýút- komnar bækur, allar eftir kollega mína úr blaðamannastétt og reyndar tvo fyrrum samstarfs- menn af Þjóðviljanum sáluga," segir Alfheiður Ingadóttir, líffræð- ingur og varaþingmaður. „Þetta eru bækur eftir Þráin Bertelsson og Úlfar Þormóðsson. Þriðja bók- in er eftir norska blaðamanninn Aasne Seijerstad, Bóksalinn í Kab- úl. Hana las ég á sænsku, gat ekki beðið eftir íslensku þýðingunni sem er væntanleg nú fyrir jólin. Þetta er frábær bók.“ Álfheiður segir að bók Úlfars Þormóðssonar, Hrapandi jörð, sé góð, sem og bók Þráins, Eins kon- ar ég. Báðar hafi fengið góða dóma en þær séu mjög ólíkar. „Sjálfssaga Þráins er hreinskil- in og átakanleg á köflum. Hún er vel skrifuð og alveg ótrúlegt hversu stutt er síðan þetta gerðist. Ég hef alltaf verið veik íyrir frásög- um af Tyrkjaráninu og suðurför forfeðra minna úr Grindavík og Eyjum. Bók Úlfars um ferðalag þeirra og dvölina í N-Afríku er því alger hvalreki, enda liggur greini- lega mikil rannsóknarvinna að baki og atburðarásin í bókinni er ótrúlega spennandi og hröð.“ LfFFRÆÐINGURINN Sögur eftir kollega á Þjóðviljanum. Jólavertíðin er að ganga ígarð með öllu tilheyrandi. Stór þáttur ílífi landsmanna á þessum árstíma er bóklestur og víst er að flestir eru farnir að leggja drög að því hvaða bækur verða íjólapökkunum og hvað þeir ætla að lesa sjálfir. m'ætast „Borgir og eyðimerkur eftir Sig- urjón Magnússon er sú bók sem ég er ákveðinn í að lesa um þessi jól," segir Hrafn Gunnlaugsson kvik- myndaleikstjóri. „Sigurjón er höfundur sein fer sínar eigin leiðir eins og kötturinn. Ég sá kynningu á þessari bók í blöð- unum. Af henni að dæma er lagt til atlögu við efni sem gæti nýst í meiri- háttar verk. Sigurjón er höfundur sem hefur vaxið með hverju nýju verki, hann hefur hugrekki og inn- sæi og skrifar afar skemmtilega. Það verður forvitnilegt að sjá þá fjand- vinina Kristmann og Thor endur- nýjaða í smiðju Sigurjóns." Þess má svo geta að Hrafn hefur sjálfur sótt hugdettu í deilur skáld- anna tveggja, en með óbeinum hætti þó. Á 68-tímabilinu söng Björgvin Halldórsson lagið Þó líði ár og öld og var textinn sagður eftir Kristmann Vilhjálmsson. Sá maður var þó aldrei til nema í hugar- LEIKSTJÓRINN Bið eftir Kristmanni og Thor. fýlgsnum Hrafns, sem hafði sjálfur ort textann og bætti svo við skáldskapinn með því að gera samanspyrt nöfn þessara skáldbræðra að höfundi text- ans: Kristmann Vilhjálmsson! Allir ís- lendingar kunna trúlega þennan texta. BÆJARSTJÓRINN Uppgjörvið menn og máiefni. Sttu „Það eru þrjár bækur í jólabóka- flóðinu sem heilla mig mest," segir Páll Snævar Brynjarsson, bæjar- stjóri í Borgarbyggð. „í fýrsta lagi er það ævisaga Sverris Hermannssonar, en ævi- sögur stjórnmálamanna þykja mér spennandi lesefni. Skuldaskil heitir þessi bók Serris og af því sem mað- ur hefur heyrt er hún spennandi og ekki síst uppgjör Sverris við menn og málefni, með því orðfæri sem honum er öðrum betur gefið. Af skáldsögum hef ég mikinn áhuga á nýju bókinni hans Einars Kárason- ar sem heitir Stormur, ef ég man rétt. Einnig er ég virkilega spenntur fyrir nýju bókinni hans Gyrðis Elí- assonar, sveitunga míns frá Sauð- árkróki." Páll kveðst lengi hafa haft mikla ánægju af því að lesa bækur Einars Kárasonar. Hann sé frábær sögu- maður og frásagnargleðin í sumum bóka hans sé í senn sérstæð og innileg. „Síðan trúi ég því að Andri Snær Magnason eigi eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni, einsog hann hefur raunar gert nú þegar með sumum bóka sinna."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.