Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Side 23
r og annarra persóna, sem og um ís- lenskt samfélag á sextándu öld. „Það kom mér óneitanlega nokkuð á óvart,“ segir Ólafur, „hversu veraldlegur höfðingi Jón Arason var, jafnframt því að vera leiðtogi kaþólskra manna í trúmál- um. Það er enginn vafi á því að Jón var einlægur trúmaður og var sann- færður um að hann yrði að berjast með oddi og eggju gegn því sem hann taldi vera villutrú lúterskra. En um leið hafði hann svo ríkra ver- aldlegra hagsmuna að gæta að öll hans mál voru íyrr en varði komin í einn hrærigraut, þar sem blönduð- ust saman trúarlegir þættir og ver- aldlegir. Það er til dæmis athygli- vert að eftir að friður hafði ríkt milli kaþólskra manna á Norðurlandi og hinna lútersku á Suðurlandi í mörg ár, þá verða deilur um eignarhald á jörðum til þess að í odda skerst á ný - og þá fer sem fer. Jón taldi sig órétti beittan og slíkur stórhöfðingi sem hann var og stórlyndur, þá gat hann ekki látið bjóða sér það. Sífellt að uppgötva eitthvað nýtt En umframt allt er saga hans flókin og margbrotin flétta per- sónulegra málefna, trúarlegra og veraldlegra og ég var að uppgötva eitthvað nýtt um Jón næstum fram á síðasta dgg meðan ég vann að bókinni. En ítreka þá um leið að Jón Arason í bókinni minni er auðvitað skáldsagnapersóna en ekki sagn- fræðilegur veruleiki." Ólafi vefst nokkuð tunga um tönn þegar hann er spurður hvern- ig manneskja hann ímyndi sér að hinn sagnfræðilegi Jón Arason hafi verið. „Það er erfitt að segja. Ég held þó að það mest áberandi í fari hans hafi verið persónutöfrarnir eða öllu heldur það áhrifavald sem frá hon- um hefur augljóslega stafað. Ég sá um daginn í Sjónvarpinu heimild- armynd um fáiomeini ajatollah í íran og þar töluðu menn stöðugt um það hvílíkt ægivald hefði búið í persónu Khomeinis. Ráðherrar og embættismenn fóru á fund hans og hugðust leggja fyrir hann alls konar mál en þegar þeir stóðu andspænis honum - þessum þykku augabrún- um, þessum ábúðarmikla svip og þessu hvassa augnaráði - þá lypp- uðust þeir niður og komu varla upp nokkru orði. Hann réði algerlega ferðinni og það var undir hælinn lagt hvort þeir höfðu nokkra upp- burði til þess að bera upp erindi sín. í staðinn snerust allir fundir um það sem hann vildi ræða. Þegar þeir komu svo af fundi hans litu þeir hver á annan og spurðu: Hvers vegna sögðum við ekki það sem við ætluðum að segja? Og þeir áttu engin svör önnur en þau að þeir hefðu bara einhvern veginn ekki kunnað við það. Eins og Khomeini Það er auðvitað dáfíúð kaldhæðn- islegt að líkja síðasta kaþólska bisk- upnum á íslandi í aldaraðir við hinn íranska ofsatrúarklerk. En ég held þó að Jón Arason hafi haft svipað per- sónulegt vald til að bera og Khomeini virðist hafa haft. Hann gat verið ofsa- fenginn og hann gat líka verið Ijúfur sem lamb og heillað alla í kringum sig en fyrst og fremst hafði hann „karisma" eða persónutöfra." Og hvað skyldi svo saga Jóns Ara- sonar segja íslendingum nú á dögum, rúmum 450 árum eftir að biskup var hálshöggvinn í Skálholú. „Það er nú tiltölulega einfalt að svara því," segir Ólafur. „Ég held að það liggi nokkuð í augum uppi að saga Jóns er okkur áminning um að gæta vel að okkar eigin menningu og allri okkar sérstöðu í síbreytilegum og stómm heimi. Ég meina þá ekki að við eigum að einangra okkur eða neitt í þá áttina, enda var Jón þegar öllu er á botninn hluú af alþjóðlegri hreyf- ingu, sem er kaþólska kirkjan. En við eigum að stíga ofur varlega til jarðar." illugi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.