Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 Fókus DV Breska hljómsveitin The Darkness er ör- ugglega övæntasta og skemmtilegasta nýja nafnið í tónlistar- heiminum á árinu. Trausti Júlíusson kynnti sér þessa skrautlegu sveit sem hefur verið að gera allt vitlaust i Bretlandi síðan í sumar, en lag- ið hennar, I Believe In A Thing Called Love, er eitt af vinsælustu lögunum á íslenskum útvarpsstöðvum þessa dagana. Fyrir rúmu ári var breska hljóm- sveitin The Darkness enn þá að spila fyrir 200 manns á þröngum rokkbúllum í Camden í Norður- London. Þeir höfðu þá verið starf- andi í tvö ár og þóttu efnilegir, en áttu samt í stökustu erfiðleikum með að fá samning við plötuútgef- endur. „Mér finnst þeir góðir, en ég mundi aldrei gera samning við þá,“ var algengt viðkvæði. Það er lenska hjá plötufyrirtækjum að veðja helst á það sem er vinsælt hverju sinni og taka enga áhættu. Á tímum ein- faldra og hrárra rokksveita eins og The Strokes, The White Stripes og Yeah Yeah Yeahs lagði enginn í að gefa út þungarokkhljómsveit í anda áttunda áratugarins sem minnti helst á Spinal Tap og var leidd af falsettu-söngvara sem var jafn yfir- gengilegur í klæðaburði og Freddie Mercury. Núna, ári seinna, er fyrsta plata The Darkness, Permission To Land, ein af mest seldu plötum árs- ins í Bretlandi, sveitin er búin að spila fyrir mörg hundruð þúsund manns, m.a. á Knebworth og Gla- stonbury, og eftirspurnin eftir þeim í Bandaríkjunum er sífellt að aukast, enda kallar útvarpsmaður- inn Howard Stem þá „hina nýju LedZeppelin". Kíkjum á söguna: Þungarokksnördar með gítara Aðalforsprakki The Darkness heitir Justin Hawkins. Hann er fæddur og uppalinn í smábænum Lowestoft í Suffolk á austurströnd Englands. Hann fékk snemma mik- inn áhuga á tónlist og æfði sig stíft á gítarinn ásamt Dan bróður sínum í heimastúdíói sem pabbi þeirra út- bjó fyrir þá. Þeir voru hálfgerðir þungarokksnördar - dýrkuðu rokk- tónlist áttunda áratugarins og lærðu nótu fyrir nótu að spila lög með uppáhaldshljómsveitunum sínum: Queen, Thin Lizzy og Deep Ptnple. Þeir voru í nokkrum ábreiðu-sveitum á unglingsárun- um, þ. á m. Biff og Fish Logic. Árið 1996 fór Justin í háskóla í Hudders- field þar sem hann vann m.a. verk- efni um rokksveitir áttunda áratug- arins, en Dan flutti til London þar sem hann kynntist skoska bassa- leikaranum Frankie Poullain. Þeir stofnuðu saman prog rokk hljóm- sveitina Empire. Justin og æskuvin- ur þeirra bræðra, trommuleikarinn Ed Graham, kíktu oft inn um helgar og þá var gripið í hljóðfærin og fyrr en varði var Justin komin í sveitina á hljómborð. Það gekk samt hvorki né rak hjá Empire. Þá sárvantaði söngvara og eftir að hafa prófað nokkra sem ekki virka flosnaði bandið upp. Justin fór að vinna við auglýsingagerð, Dan gerðist session-hljóðfæraleikari og Frankie fór á vit ævintýranna til Venesúela. Á gamlárskvöld 1999 tók Justin þátt í karaoke-keppni á krá í Norfolk. Hann tók lagið Bohemian Rhapsody með Queen og iagði svo mikið í flutninginn að það rann upp fyrir bróður hans að Justin var söngvarinn sem þeir höfðu verið að leita að allan þennan tíma. Camden-tímabilið Bræðurnir ákváðu að endur- vekja hljómsveitina hið snarasta. Hún fékk nú nafnið The Darkness og meðlimir voru Justin, sem söng og spilaði á sólógítar og synthesiz- er, Dan á ryþmagítar, Ed á trommur og Frankie, sem sneri heim frá Venesúela, á bassa. Þeir spiluðu á sínum fyrstu tónleikum í Camden í ágúst árið 2000, en þrátt fyrir að þeir væru duglegir að koma upp- tökum til plötufyrirtækja þá gerðist ekkert. Þeir unnu In The City hljómsveitarkeppnina í Manchest- er og voru vinsæiir meðal áhorf- enda hvar sem þeir spiluðu, en þrátt fyrir það þorði ekkert plötu- fyrirtæki að taka við þeim. Þeir létu það samt ekki stoppa sig og á end- anum var það smáfyrirtækið Must Destroy Music - sem m.a. gefur út Ten Benson, Three Inches Of Blood og The (Intemational) Noise Con- spiracy- sem gerði samning við þá. Fyrsta smáskífan, hin þriggja laga I Believe In A Thing Called Love, kom út í takmörkuðu upplagi í ágúst í fyrra, en eftir tvær aðrar (Get Your Hands Off My Woman í febrú- ar og Growing On Me í júní) kom fyrsta stóra platan þeirra, Permission To Land, út 7. júlí. Hún fór beint í annað sætið á breska list- anum, féll svo neðar á listann, en fór á toppinn síðsumars og sat þar í nokkrar vikur... Einnar plötu gaman? Vinsældir The Darkness sanna það enn eina ferðina að tónlistar- heimurinn er ófyrirsjáanlegur. Þegar rokkið er aftur orðið einfalt, Jirátt og tilgerðarlaust og maður á síst von á því kemur fram á sjónarsviðið hljóm- sveit sem er eins og samsafn af öllum helstu klisjum stóm rokksveitanna á áttunda áratugnum. Drengirnir í The Darkness fá ekki bara gítarriffin að láni hjá Thin Lizzy, AC/DC og Queen. Þeir taka líka tónleikaumgjörðina og sviðstilþrifm frá íburðarmiklu rokk- veislunum sem voru haldnar á risa- vöxnum íþróttaleikvöngum á þess- um tíma; hönnun piötuumslagsins á Permission To Land vísar í geim- skipaumslögin með ELO og svo ffamvegis. Og ólíkt flestum af fremstu rokksveitum dagsins í dag, sem sækja sínar fyrirmyndir í pönJdð, dýrkar The Darkness flókin og tækni- lega erfið gítarsóló. Það em samt ekki allir roldcarar jafri hrifnir af The Darkness. Sjálfur Lemmy, söngvari Motörhead, kallar þá „sirkus-atriði" og finnst þeir frekar eiga heima í leikhúsi en á rokktón- leikum. Joe Elliott, söngvari Def Leppard sem fékk þá til að hita upp fyrir sig, segir að þeir komi honum til að brosa: „Ég veit nákvæmlega af hvaða Thin Lizzy, Rainbow eða AC/DC plöm hver einasti tónn sem þeir spila kemur." Aðrir em samt mjöghrifriir, t.d. BrianMay, gítarleik- ari Queen, sem vill ólmur spUa með þeim. Tíminn á eftir að leiða í ljós hvort The Darkness er „einnar plötu gaman" eða hvort þetta á eftir að endast. Það kemur í ljós með næstu plötu. Áður en hún kemur út er samt von á nýrri smáskífu, jólalaginu Christmas Time (Don’t Let the Bells End) sem spáð er mikilli sölu yfir há- tíðarnar... fc

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.