Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Page 33
DV Fókus LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 33 Manchester City hafði ekki tríi á honum 29. nóvember 1973 Cardiff, Wales 1,80 m 68 kg 562 118 45 8 Fæddur: Hvar: Hæð: Þyngd: Leikir með Man. Utd: Mörk með Man. Utd: Landsleikir: Landsleikjamörk: Englandsmeistari: 1993, 1994,1996, 1997, 1999, 2000, 2001,2003. Bikarmeistari (FA Cup): 1994,1996,1999. Deildarbikarmeistari: 1992. Meistaradeildarmeistari: 1999. Velski vængmaðurínn Ryan Giggs erþrítugurí dag. Allt varð vitlaust fyrir tólfárum er hann lék sinn fyrsta leik enda hafði slíkt efni þá ekki komið fram í enska boltanum í áraraðir. DV Sport líturyfir stórkostlegan feril Giggs. leikurinn í byrjunarliði United kom síðan í lok sama tímabils er United mætti hans gamla félagi, Man. City. Þá strax hafa forráðamenn City væntanlega byrjað að narta í handarbakið á sér þvf Giggs skoraði eina mark leiksins. I kjölfarið varð allt vitlaust í Bretíandi því ár og dagar voru síðan slfkt efni hafði komið fram í enska boltanum og sögðu margir að annað eins hefði ekki sést síðan George Best kom til félagsins. Framhald þessarar sögu þekkja síðan allir knattspyrnuáhugamenn. Tólf árum seinna hefur Giggs unnið til fjórtán stórra titía með Manchester United og er sigursælasti leikmaður í sögu félagsins. Hann er jafnframt eini leikmaðurinn sem hefur verið í öllum Englandsmeistaraliðum Man. Utd undir stjórn SirAlexFerguson. Stóð hann undir væntingum? Á þessum tímamótum er ekki úr vegi að líta um öxl og velta upp þeirri spurningu hvort Giggs hafl staðið undir þeim væntingum er til hans voru gerðar þegar hann var sautján ára. Þetta er að vissu leyti glórulaus spurning þar sem Giggs hefur meðal annars unnið átta Englandsmeistaratitla, þrjá bikarmeistaratitía sem og meistaradeildina með Man. Utd. Mörgum finnst engu að síður að hann hafi ekki náð að þróa nægilega þá ótrúlegu hæfileika sem hann sýndi á fyrstu árum sínum með félaginu. Er þessi athugasemd réttmæt? Vissulega hefur dregið verulega úr þeirri gríðarlegu athygli sem hann fékk á sínum yngri árum og á hann það að mörgu leyti David Beckham að þakka. Það fór síður en svo í taugarnar á Giggs enda hefur hann aldrei verið mikið gefinn fyrir sviðsljósið á meðan Beckham aftur á móti þrífst í sviðsljósinu. Þeir sem takmarkað vit hafa á knattspyrnu benda á að sprettunum sem hann tók íyrstu árin hafi farið fækkandi en þá skaust Giggs hreinlega fram hjá varnarmönnum andstæðinganna eins og flugeldur í gegnum himinhvolfið á gamlárskvöld. Betri alhliða leikmaður Hver er svo sem eins þrítugur og sautján ára? Spekingarnir segja að Giggs sé nú mun betri alhliða leikmaður en hann var 1991. Varnarmenn í ensku úrvalsdeildinni eru ekki svo galnir og ungir, efnilegir leikmenn geta ekki lengi farið illa með þá. Sjáið bara hvernig gengið hefur hjá Wayne Rooney í vetur. Giggs væri útbrunninn í dag ef hann hefði ekki þróað leik sinn. Lítið bara á hvernig fór fyrir manninum sem Giggs leysti af hólmi hjá United, Lee Sharpe. Hann þróaði ekki leik sinn eins og Giggs og lauk því ferlinum formlega þegar hann var 27 ára. Hann gat ekki einu sinni plumað sig í Landsbankadeildinni í fyrrasumar. Giggs er miklu meira en vængmaður í dag. Hann getur leikið allar stöður á miðjunni, sem og í framlínunni. Meiðsl hafa líka orðið þess valdandi að hann þurfti að breyta leik sínum því meiðslin hafa haft áhrif á hraðann og líkamann. í miklum metum hjá Ferguson Það segir líka ýmislegt um getu og mikilvægi Giggs hjá Man. Utd að Ferguson hefur aldrei freistast til þess að selja hann, þrátt fyrir gnægð tilboða. Andrei Kanchelskis, Paul Ince og David Beckliam voru allir seldir frá United þegar stuðningsmennirnir töldu þá vera á toppi ferilsins. Þeir voru l£ka seldir löngu fyrir þrítugt. Flestir stuðningsmenn United eru sammála um að Giggs sé límið og hjartað í liðinu ásamt Roy Keane og án þeirra virkar það oft ansi dauft. Enda er Giggs eini leikmaðurinn sem hefur unnið átta Englandsmeistaratitla með Ferguson og á vafalítið eftir að vinna þá fleiri áður en hann leggur skóna á hilluna. h enry@dv.ii Ryan Giggs flutti til Englands frá Wales er hann var sjö ára. Hann byrjaði fljótíega að æfa með Dean's Youth FC þar sem hann lærði undirstöðu-atriðin knatt-spymunni. Þjálfari hans þar, Denis Schofield, benti útsendumm Man- chester City á strákinn sem tóku hann um borð oghann æfði með þeim þar til hann var lagi örlagaríkur fyrir Giggs því Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, kom í afmælisveisluna og bauð honum að ganga til liðs við skólalið Manchester United. Það var gert með fullu leyfi forráðamanna Manchester City því þeir höfðu ekki mikla trú á leikmanninum og ætíuðu ekki að bjóða honum að æfa með þeim áfram. Sá sem tók þá ákvörðun er væntanlega löngu búinn að éta á sér handarbakið. Sextán ára skrifaði Giggs síðan undir áhugamannasamning við Man. Utd og honum var síðan boðinn atvinnumanna- samningur í nóvember 1990 en þá var hann nýorðinn sautján ára. Sigurmark gegn City Fyrsti leikurinn með aðalliðinu kom 2. mars 1991 þegar honum var skipt af bekknum fyrir Denis Irwin. Fyrsti -------------------------------------- Jöfnunarstyrkur til náms - Umsóknarfrestur á vorönn 2004 er til 31. janúar nk. - Nemendur framhaldsskóla geta átt rétt á: • Dvalarstyrk (dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu vegna náms). • Styrk vegna skólaaksturs (sækja nám frá lögheimili og fjölskyldu fjarri skóla). Skráning umsókna vegna vorannar 2004 er á www.lin.is og hefst 10. desember nk. Þeir sem þegar hafa sótt um fyrir allt skólaárið 2003 - 04 þurfa ekki að endurnýja umsókn sína vegna vorannar. Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd v______________________:______________2 l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.