Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 39
DV Sport LAUGARDAGUR 29. NÚVEMBER 2003 39 * Duff fagnar marki Damien Dufffagnar hér marki sinu gegn Lazio ímeistaradeildinni ásamt Geremi, Wayne Bridge og John Terry. írski landsliðsmaðurinn Damien DufF segir leikinn gegn Manchester United vera mikla prófraun fyrir Chelsea-liðið Viljum vinna meistarana írski landsliðsmaðurinn Damien Duff er þess fullviss að leikmenn Chelsea muni spila betur gegn Manchester United á morgun heldur en gegn Sparta Prag á miðvikudaginn í meistaradeildinni þar sem liðið gerði markalaust jafntefli á heimavelli. „Við vitum það allir að við getum spilað betur heldur en við gerðum á miðvikudaginn og það er öruggt að við verðum að gera það efvið ætlum að eiga einhvern möguleika gegn Manchester United," sagði Duff við fjölmiðla í gær. Krafan er sigur „Það eyðir enginn 150 milljónum punda í leikmenn til þess að hafna í öðru sæti. Við viljum vinna allar keppnir og alla leiki sem við tökum þátt í. Það er frábært að vera hluti af jafnöflugum leikmannahópi og er hjá Chelsea í dag en við gerum okkur grein íyrir því að kröfurnar eru sigur og ekkert annað í hverjum leik sem við spilum." Duff sagði að það væri óvenjulegt að spila svokallaðan sex stiga leik svona snemma á tímabilinu. „Við gerum okkur grein íyrir því hvað er undir. Leikurinn kemur kannski ekki til með að skera úr um hver endanieg staða liðanna verður í vor en úrslit hans geta skipt miklu máli upp á framhaldið. Hann er ákveðinn prófsteinn á hversu langt Chelsea-liðið er komið á þeirri braut að verða topplið," sagði Damien Duff. Setjum pressu á okkur „Við setjum mikla pressu á sjálfa okkur og sú staðreynd að menn voru mjög niðurlútir eftir leikinn við » Sparta Prag, þar sem við náðum ekki að vinna, sýnir karakterinn í liðinu og metnaðinn sem leikmenn liðsins hafa til að ná alla leið á toppinn. Ef við ætlum okkur á toppinn þurfum við að vinna leiki gegn bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar Manchester United er án nokkurs vafa eitt þeirra," sagði þessi snjalli íri. oskar&dv.is Tveir sigursælustu þjálfarar íslenskra boltaíþrótta, Viggó Sigurðsson, þjálfari íslandsmeistara Hauka í handknattleik, og Willum Þór Þórsson, þjálfari íslandsmeistara KR í knattspyrnu, spá í spilin fyrir stórleik helgarinnar á milli Chelsea og Manchester United. Viggó er stuðningsmaður Manchester United en Willum styður Chelsea. Viggó Sigurðsson, þjálfari íslandsmeistara Hauka í hand- knattleik, er eldheitur stuðnings- maður Manchester United. Hann var staddur á flugvellinum í Vín í gær þegar DV Sport náði í hann, á leiðinni til Skopje í Makedóníu þar sem Haukar mæta Vardar í meistaradeildinni. Viggó sagðist ekki búast við að sjá leikinn gegn Chelsea en þeir Páll Ólafsson, aðstoðarþjálfari hans, myndu leita „Chelsea er með frábært lið, heimsklassaleikmenn í öllum stöðum, en í dag er það sundurleitur hópur stjarna sem ekki þolir pressuna sem myndast þegarlið eru í toppbaráttunni." allra leiða til að sjá hann. „Ég veit ekki hvort hann er sýndur í ríkissjónvarpinu í Make- dóníu en þetta er leikur sem ég vildi helst ekki missa af,“ sagði Viggó. Aðspurður sagði hann að leikurinn legðist vel í sig. „Þetta verður öruggur sigur minna manna. Ég spái því að hann endi 3-1 fyrir Manchester United og það mun ekki koma til með að skipta máli að leikurinn er á Stamford Bridge, heimavelli Cheisea," sagði Viggó. Mun heilsteyptara lið Hann sagði enn fremur að ensku meistararnir væru með mun heilsteyptara lið heldur en Chelsea og það myndi gera gæfumuninn. „Chelsea er með frábært lið, heimsklassaleikmenn í öllum stöð- um, en í dag er liðið sundurleitur hópur stjarna sem ekki þolir pressuna sem myndast þegar lið eru í toppbaráttunni. Lið Manchester % United er mun heilsteyptara, leikmenn liðsins hafa miklu meiri reynslu og ég treysti þeim til að klára Chelsea." Viggó sagði að hann væri mjög ánægður með gengi liðsins það sem af væri tímabilinu. „Ég verð að viðurkenna að mér leist ekkert á blikuna þegar Alex Ferguson tók þá ákvörðun að selja David Beckham en Ferguson hefur tæklað það vandamál eins og öll önnur. Hann hefúr leyst brotthvarf Beckhams á snilidarlegan hátt og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að liðið verji meistaratitilinn ívor. Leikurinn á morgun er prófsteinn á liðið og það mun standast prófið." Öruggur sigur minna manna Chelsea hefur allt að sanna Willum Þór Þórsson, sem stýrt hefur KR-ingum til Islands- meistaratitils í efstu deild í knatt- spyrnu undanfarin tvö ár, er ákafur stuðningsmaður Chelsea og hefur' fylgst með rússnesku byltingúnni hjá Abramovich á Stamford Bridge af miklum áhuga. Willum Þór mun væntanlega fylgjast með leiknum á morgun en annars verður hann upptekinn við að stýra sínum mönnum í íslandsmótinu innan- húss sem fram fer um helgina. Vaxandi að undanförnu „Ég hlakka mikið til að sjá þennan leik. Chelsea-liðið hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum; margir frábærir leikmenn hafa gengið til liðs við félagið og þótt spilamennskan hafi, eðli málsins samkvæmt, ekki verið mjög stöðug þá hefur liðið verið vaxandi að undanförnu. Það er kominn meiri stöðugleiki í það, og ég held að lykillinn að þessum stöðugleika sé innkoma Frakkans Claude Makalele á miðju liðsins. Hann hefur fært liðinu festuna og stjörnurnar í kringum hann blómstra. Hafa allt að sanna Varðandi leikinn gegn Manchester United sagðist Willum Þór hafa fulla trú á sínum mönnum. „Ég held að þessi leikur sé eins og úrslitaleikur fyrir leikmenn Chelsea. Þeir hafa allt að sanna og þurfa að sýna að þeir geti unnið Manchester United og Arsenal sem standa á milli þeirra og titilsins. Ég Ég hef fulla trú á mínum mönnum og tel að þeir vinni nokkuð öruggan sigur, 2-0. oskar@dv.is „Ég held að þessi leikur sé eins og úrslitaleikur fyrir leikmenn Chelsea - þeir hafa allt að sanna."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.