Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 45
DV Fókus LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 45 Sjónvarpskonan Sirrý getur ekki hugsað sér að starfa við eitthvert húmbúkk. Hún er ánægð ef hún nær að sá góðum fræjum og gera heiminn betri. Þátturinn Fólk með Sirrý sló enn eitt metið í nýrri áhorfskönnun Gallups en nærfellt 60 þúsund manns á aldrinum 20 til 49 ára horfa á þátt- inn í viku hverri. Þriðja hver kona á Islandi horfir á þáttinn samkvæmt sömu könnun. Sirrý er langvin- sælasta sjónvarpskona landsins. „Ég er auðvitað mjög glöð yfir þessum viðtökum. Þetta sannar það að fólk vill íslenskt sjónvarpsefni þar sem venjulegt fólk kemur fram og fjallar um þjóðlífið frá ýmsum sjónar- hornum." Þetta er ijórði veturinn sem Sirrý stýrir þætti sínum. Hún segir fólk far- Bæfcumarsem breytttu lífi míisu 1. Salka Valka „Hafði djúpstæð áhrifá mig. Algjörlega númer eitt.“ 2. Ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur „Les þau oft og mikið. Mérfinnst hún svo tær iskáldskapnum." 3. Skáldsögur Einars Kárasonar „Get ekki valið eina. Þetta eru alvöru sögursem veita mér mikla gteði." 4. Ritsafn Astrid Lindgren „Astrid hefurþann kostað bæta bernskuna hjá öllum börnum." 5. Tólfsporabækur AA og Alanon „Þessar bækur hafa haft mikil og góð áhrifá mig.“ Á óskalistanum: „Mig langar mestað lesa ævi- sögu Þráins Bertelssonar. Myndimarsem breyttu Ivfi mínu © 1. Englar alheimsins „Mynd sem er sönn I alla staði." 2. Husband and Wives „Ég er aðdáandi flestra mynda Woody Allens. Vildi óska að hann þyrfti ekki að eldast." 3. íslenski draumurinn „Ég horfi mjög oft á þessa mynd. Hún er spontant og án vafa ferskasta íslenska myndin." 4. Nói Albínói „Listaverk." 5. Hafið „Fín mynd sem hafði mikil áhrifá umræðuna i þjóðféiag- Á óskalistanum: „Ég vil sjá mynd eftir Viðar Víkingsson i anda Drauga- sögu. Mynd sem fær hárin til aðrisa." ið að þekkja vel til þáttarins og það leiti til sín sem vinar. „Ég upplifi það daglega, hvort sem ég fer út í búð eða eitthvað annað. Fólk er farið að líta á þáttinn sem hluta af tilverunni og þess vegna stoppar það mig gjarna og rabbar um síðasta þátt eða kemur með ábendingar um efni,“ segir Sirrý. Hún segir það nauðsynlegt í starfi sem þessu að sanka að sér mikilli vit- neskju um alla mögulega hluti. „Þetta kom til dæmis fram í viðtali mínu við Lindu Pé á dögunum. Linda talaði um heimilisofbeldi sem hún hafði upplifað og það hefði verið erfiðara fyrir mig að spyrja réttu spurning- anna ef ég hefði ekki talað við íjöld- ann allan af konum sem hafa upplif- að þetta. Þær konur hafa ekkert endi- lega komið í þáttinn en þær eru í huga mér.“ Kynferðisbrotin mesta meinið Sirrý blæs á þær kenningar að konur séu tregari í taumi þegar fjöl- miðlar eru annars vegar. „Ég hef ekki fundið fyrir þessu og gengur bara vel að fá konur í þáttinn. Aðferðafræðin er kannski aðeins öðruvísi þegar kon- ur eiga í hlut en það felst einkum £ því að margar þeirra vilja undirbúa sig betur en karlarnir.1' En hvaða augum lítur Sirrý ís- lenskt samfélag eftir að hafa verið með fingurinn á púlsinum í fjögur ár? „Við erum ótrúlegt forréttindafólk og börnin okkar búa við mikil forrétt- indi. Ég verð með Mende Nazir í næsta þætti, súdanska stúlku sem var rænt þegar hún var tólf ára. Hún var seld í þrældóm. Þegar maður hugsar til þess að svona hlutir geti gerst í heiminum þá sér maður hvað við höfum það gott á íslandi. Það er þó eitt sem slær mig reglulega en það er hversu margar konur hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku. Þetta er mik- ið mein í okkar annars góða samfé- lagi. Fjölmargar konur segja mér frá þessari erfiðu reynslu sinni og tala um að þetta hafi eitrað líf þeirra og skemmt ótrúlega út frá sér. En það er að sama skapi ánægjulegt að viðmæl- endur mínir eru fólk sem hefur náð að vinna sig út úr erfiðleikunum. Þetta fólk getur því miðlað af reynslu sinni. Ég er mjög upptek- in af því hvað hugurinn er mátt- ugur og hvernig fólk getur með nýju viðhorfi og sýn breytt lífi sínu til hins betra." Sirrý tekur undir að hún vilji bæta heiminn. „Ég ræð bara ekki við það. Ég gæti ekki hugsað mér að starfa við eitthvert húmbúkk. Ég er ekki að segja að þátturinn minn bæti heiminn en vonandi tekst mér stundum að sá góðum fræjum." Ung og róttæk Sirrý á að baki langan feril á. fjölmiðlum. Hún vann á Rás 1 og 2, var sjón- varpsþula og síðar ritstjóri Vikunnar. Hún kom hins vegar fyrst fram í sjónvarpi þegar hún var 19 ára. Þá var hún ekki þátta- stjórnandi heldur róttæk ung kona sem hafði það hlutverk að spyrja þá- verandi forsætisráðherra út í kjarn- orkuógnina í umræðuþætti í Ríkis- sjónvarpinu. „Ég var ansi róttæk þegar ég var ung, enda alin upp á róttæku heimili. Ég þrammaði nokkrum sinnum í Keflavíkurgöngum en ég kláraði póli- tíkina fyrir tvítugt. Síðan þá hef ég ekki fylgt einum flokki að málum og hef breyst mikið. Ég var einu sinni beðin að bjóða mig fram fyrir ónefndan flokk en hafnaði því góða boði. Ég stend ekki með einum frekar en öðrum heldur hrífst ég af fólki í öllum flokkum. Ég læt nægja að halda með KR.“ Oprah er stofnun Sirrý hefur stundum verið líkt við drottningu spjallþátt- anna, Opruh Winfrey. „Ég stúd- eraði spjallþætti þegar ég fór í starfsnám til Bandaríkjanna fyrir sjö árum og auðvitað horfði ég á Opruh. Það er ríkt í fólki að vilja stimpla alla hluti og fyrir mig er það bara heiður að vera líkt við hana. Um leið finnst mér það svolítið kjánalegt því hún er ekki bara kona heldur stofnun. Það er tæpast hægt að líkja þessum þáttum saman." Samningur Sirrýjar við SkjáEinn er til eins vetrar í senn. Spurð hvort aðrar sjónvarpsstöðvar hafi ekki reynt að „stela" henni segist hún hafa fundið fyrir velvilja. „Tilvera mín stendur hins vegar ekki og fellur með þættinum. Á meðan fólk vill horfa á hann og ég fæ að vinna með mfnu samhenta og góða samstarfsfólki verð égámínum stað." arndis@dv.is <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.