Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 Fréttir DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson, ábm. Ritstjórar. lilugi Jökulsson Mikael Torfason Fréttastjórar Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - Aðrar deildin 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Latibær á Sólheimum Leikfélag Sólheima í Grímsnesi hefur ákveðið aðtaka leikritið Latabæ til sýninga eft- ir áramdt. Æflngar eru þegar hafn- ar og er gert ráð fyrir einni æflngu í viku firam að jólum. Svo munu vistmenn á Sól- heimum renna sér inn á sviðið. Mikill áhugi er á leiklist á Sólheimum og ekki síður á Latabæ þessa dagana. Aldrei fyrr hefur verið jafn mikil að- sókn að Iíkamsræktar- salnum á staðnum og gönguhópar stofnaðir. Mæðrastyrksnefnd fær 900 þúsund Sex verkalýðsfélög í Eyjaflrði hafa afhent Mæðra- styrksneftid Akureyrar 900 þúsund krónur að peningana lýsti Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafé- lags Eyjarfjarðar, yflr þakklæti sínu og sinna fyrir þá gæfu að eiga þær elskulegu konur að sem starfa hjá Mæðrastyrks- nefnd og með góðhug reyna að veita jólagleð- inni inn í líf þeirra sem minna mega sín í samfé- laginu. Nafn- og myndbirtingar Frétt DV um handtöku á meintum barnaníðingi á Patreksflrði hefur vak- ið nokkra athygli, ekki síst fyrir þá staðreynd að blaðið birti bæði nafn manns- ins og mynd af honum. Hafa heyrst gagn- rýnisraddir um að blaðið hafi þar með sest í dómarasæti yfir manninum og ekki virt þá sjálfsögðu reglu að hver maður sé talinn saklaus þar til sekt hans er sönnuð fyrir dómstólum. Þessi gagnrýni þykir okkur á allnokkrum misskilningi byggð. í fyrsta lagi var hvergi í DV fullyrt að maðurinn á Patreksfirði væri sekur. Þar var aðeins greint frá grunsemdum lögreglunn- ar þar um og sagt frá ýmsu því sem orðið hafði til að kveikja þær grunsemdir. Sumir segja sem svo að þótt því hafi vissulega verið til skila haldið af blaðinu, þá hafi birting á nafni og mynd mannsins eigi að síður verið ígildi dómsáfellis. Líti ein- hver svo á er það misskilningur sem blaðið getur ekki borið ábyrgð á. Sá misskilningur er sprottinn af þeirri hefð sem ríkt hefur í íslenskri blaðamennsku undanfarna ára- tugi að nefna helst aldrei nöfn manna sem sakaðir eru um lagabrot, nema að fengnum dómsúrskurði. Ósjálfrátt hafa „neytendur" fjölmiðla því farið að líta svo á að væru nöfn nefnd, þá þýddi það sjálfkrafa að viðkom- andi væri sekur um glæp. Og fjölmiðla- menn sjálflr hafa farið að líta svo á, meðvit- að eða ómeðvitað, að þeir hefðu einhvers konar „vald“ til að kveða upp úr um sekt eða sakleysi. En fjölmiðlar hafa að sjálfsögðu ekkert slíkt vald. Vera má að það taki almenning og jafnvel aðra fjölmiðlamenn nokkurn tíma að venjast því að DV lítur alls ekki svo á að blaðið sé að kveða upp dóma með nafnbirtingum, en við teljum að tíminn muni þar vinna með okkur. Því þessari fyrrnefndu hefð - sem þrátt fyrir allt er ekki nema fárra áratuga gömul - viijum við breyta. Við viljum tala hreint út, segja hverja frétt eins og hún er og beina at- hyglinni að fólkinu bak við fréttirnar. Það þýðir, vel að merkja, alls ekki að við ætlum að ryðjast á skítugum skónum inn á einka- líf fólks. í tilviki mannsins á Patreksfirði var hins vegar ekki lengur um neitt einkamál að ræða. Fréttin var sú að tiltekinn maður væri grunaður um mjög alvarlegan glæp, sviptur frelsi sínu og fluttur af lögreglu í fangelsi þar sem hann situr enn. Svo miklar upplýsingar voru birtar um manninn að það hefði hreinlega verið hjákátlegt að birta ekki nafn hans, þótt hann hefði enn ekki játað neitt svo við vitum til, enda fellur hann ótvírætt undir skilgreininguna „opin- ber persóna" sem gjarnan er sagt að verði að láta sér fynda ögn minna svigrúm til einkalífs en aðrir hafa. Hann hefur að vísu ekki verið fastagestur á síðum Séð og heyrt í Reykjavík - sem sumir virðast telja hina endanlegu skilgreiningu á „opinberri per- sónu“ - en á Patreksfirði, og jafnvel víðar um Vestfirði, var hann vissulega opinber persóna og gegndi fjölmörgum trúnaðar- störfum, ekki síst í barna- og unglinga- starfi. DV gerir sér fulla grein fyrir því að nafn- og myndbirtingar geta sært aðstandendur þeirra sem fyrir því verða. Blaðið harmar ef slíkt veldur sárindum en við bendum þó á að í tilvikum sem þeim sem hér um ræðir taka aðstandendur sakamanna stundum þann mannlega pól í hæðina að kenna sendiboðanum um ótíðindin - og telur að fjölmiðlarnir hafi „eyðilagt líf þeirra“, en ekki sakamennirnir sjálfir, eða þá þeir fög- regiumenn sem taka ákvörðun um frelsis- sviptingu viðkomandi manns. Þar sem enn hefur ekki verið um sakfellingu að ræða í Patreksfjarðarmálinu á það ekki við hér en viðbrögðin geta þó verið svipuð. IUugi Jökulsson PARTY TIME AS MR CHELSKI FLIES IN 400 FRIENDS FOR UNITED CLASH />, yn y., '. / .mE'" A&jár v j|> ■ 7 M ?BR1 mStSk ■■ ■ Æ Russiaít mvasioíi: Roman Abf amovich. thinl from íeft. and friends celebrate Chelsea’s victory over Leicester eaflier in the season. Hundreds rnore pals wil! join him on Sunday Mynd úr Evening Standard 28. nóvember síðastiiðinn RomanAbramovich (þriðjifrá vinstri) og vinir hans fagna tilþrifum Chelsea- manna i leik gegn Leicester. Takið eftir árnegða manninum lengst til vinstri á myndinni. Útvarp Raufarhöfn Útvarpsstöð hefur verið starfrækt á Raufarhöfn undanfarna daga undir nafninu Útvarp Raufar- höfn. Sendir stöðin út á tíðninni FM 89,7 og eru útsendingar liður í jóla- undirbúningi bæjar- búa. Útsendingar hófust í fyrradag og þeim lýkur á morgun. Allir nemendur grunn- skólans á Raufarhöfn koma að dagskrárgerð en útvarpsstjóri er Guð- mundur Kr. Oddsson kennari. Leikrit í sundhöll Á laugardaginn frum- sýnir Litli leikhópurinn á ísaflrði nýja leikgerð af Jóladraumi Charles Dickens. Leikstjóri er Elvar Logi Hann- esson en sýnt verður á lofti Sundhallarinnar á ísafirði. Roman Abramovich skaust fram í «’ sviðsljósið á Vesturlöndum sfðastlið- = ið sumar þegar hann keypti enska - knattspymuliðið Chelsea og tók síð- E an að ausa úr, að því er virtist, bom- “ lausum sjóðiun sínum og kaupa ^ stjömuleikmenn hvaðanæva úr Evr- « ópu til að styrkja liðið. Höfðu flestir cj) gaman af eyðslusemi kappans og 2 dáðust að dugnaði hans og hug- - myndaauðg við eyðsluna. >4- Abramovich er einn hinna nýju ° forríku auömanna sem mikið hefur m boriö á í Rússlandi síöustu árin og E fengu gífurleg auöæfí nánast upp í 2 hendurnar þegar allt samféiagið var “ einkavætt með miklu umróti eftir ™ hrun kommúnismans. Hann rekur olíufélag þar eystra og er með marg- 2 vfslegan annan rekstur og hefur allt gengiö honum í hag, svo aö hann er H nú kominn í hóp ríkustu manna heims, aðeins 37 ára. Og á Vestur- Fyrst og fremst löndum er hann nú mikii fjölmiðia- stjarna og keppist frægt fólk um að flaðra upp um Roman rika. Rússar hafa nokkuð aðra sögu af manninum að segja. Þar liggur hann undir ámæli fyrir að raka að sér auði sem hann flytur síðan úr landi og eyðir í vestræna knattspymumenn, ef ekki glingur og glys handa sjálfum. Rússum sem stríða við fátækt og ým- islega óárán þykir sárt að sjá menn á borð við Roman Abramovich spreða hinum torfengna þjóðarauði í vestr- inu án þess að leggja mikið til mála í sínu heimalandi. Hann er að vísu fylkisstjóri í héraði einu austast í Sí- beríu en nýlega sagði Haukur Hauksson, fréttaritari RUV í Moskvu, að þar væri aðeins talið tímaspurs- mál hvenær Abramovich færi end- anlega úr landi og hefði með sér full- ar kistur fjár. / breska blaðinu Evening Stand- ard var í lok nóvember grein um Abramovich og eyðslusemi hans. Þar sagði að hann hefði í undirbún- ingi „veislu ársins“ fyrir leik Chelsea gegn Manchester United sem þá stóð fyrir dyrum. Rússneski auðjöf- urinn hefði í hyggju að fljúga með 400 vini sína frá Moskvu til London til að fylgjast með leiknum á Stam- ford Bridge. Á vellinum yrði tekið á móti þeim í lúxussvítu þeirri sem í boði væri fyrir fínustu gesti - efþeir gætu greitt um það bil eina milljón sterlingspunda á hverri ieiktíð, en það gerir um 120 milijónir íslenskra króna. Allt stefndi sem sagt í hina glæsilegustu eyðslu. Það sem vakti athygli okkar á DV þegar við lásum þessa frétt var hins vegar aðallega stærsta myndin sem skreytti hana. Það var falieg mynd af Roman Abramovich „og vinum hans“, eins og blaðið komst að orði, þar sem þeir standa í stúkunni á Stamford Bridge og fagna gríðarlega einhverjum fallegum tilþrifum Chel- sea-liðsins í leik gegn Leicester sem fram fór 23. ágúsk Lengst til vinstri á myndinni er forseti íslands, glaður og kátur eins og hinir, en eins og menn muna var hann um tfma gest- ur Abramovich á einkasnekkju hana og fylgdi honum síðan á leikinn í London. Þykir okkur sómi að Úlafí Ragnari íþessum káta hópi og fyllumst stolti þegar við hugsum tilþess hvílíka vini okkar helstu menn eiga í údöndum. Nægir þá - auk vináttu þeirra Abramovich og Úiafs Ragnars - að nefna vinina Davíð Oddsson og Sil- vio Berlusconi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.