Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Side 32
Fréttaskot Við tökum v\Ö fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090 SKAFTÁHLÍÐ 24 105 REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMI5SOSOOO • Eggert Skúlason, fyrrum stjörnufréttamaður Stöðvar 2, hefur þurft að éta ofan í sig ummæli sem hann viðhafði um Siv Friðleifsdótt- ur umhverfisráð- herra hér í blaðinu í gær. Þar kallaði hann ráðherrann sjúkraliða sem aldrei hefði stigið fæti út f græna nátt- úru og þættist þess umkomin að ákveða hvað yrði í jólamat- inn hjá þorra al- mennings. Var Égg- ert að vísa til rjúpnaveiðibanns ráðherrans en varð hált á svellinu þegar hann kall- aði Siv sjúkraliða. Umhverfis- ráðherrann er nefnilega lang- skólagenginn og hámenntaður sjúkraþjálfari. Og þar er munur á... Það er bara einn kóngur og það er ég! Fyrir liggja hugmyndir um að byggja stórbrotna umgjörð um vík- ingaskipið íslending í Reykjanesbæ. Ráðgert er að reisa heilan víkinga- heim í víkinni á Fitjunum fyrir neð- an Bónus við gatnamót Reykjanes- brautar þar sem umferð er mest upp á Keflavíkurflugvöll. Hugmyndirnar eru hluti af háskólaverkefni Jóhanns Geirdal, bæjarfulltrúa og oddvita minnihlutans í Reykjanesbæ, en hann stundar nám við Endur- menntunarstofnun Háskólans í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálf- un. Vinnur Jóhann verkefnið ásamt félögum sínum í skólanum: „Þetta verður ekki eiginlegur skemmtigarður heldur blanda af skemmtun og fræðslu. Við sjáum fyrir okkur að nýta þá stöðu sem við höfum þarna á svæðinu með íslend- ing, hluta af Smithsonian-víkinga- sýningunni og nálægðinni við flug- völlinn. Þá ætti þetta einnig að geta orðið góður viðkomustaður í helgar- rúnti fjölskyldufólks," segir Jóhann en svæðið hefur þegar verið teiknað upp og samkvæmt þeim teikningum verður Víkingaheimurinn skilin frá nánasta umhverfi með hljóðmön- um þannig að svæðið yrði veröld út af fyrir sig. Gestir myndu ganga frá bílastæði inn göng og leiddir áfram úr nútíð inn í fortíð allt aftur til vík- ingatímans. Svo yrði gengið inn í nútíðina aftur á leiðinni til baka. „Þarna væri hægt að vera með afls kyns starfsemi sem á einn eða annan hátt tengist víkingatímanum og fólk að geta sótt sér bæði fróðleik og skemmtan. Þá mætti tengja Vík- ingaheiminn við skólastarf í ná- grenninu svo ekki é minnst á alla ferðamennina sem eiga þarna leið Islendingur - Víkingaheimur Uppdrátturafvæntanlegum skemmti-og fræðslugarði á Fitj- unum í Reykjanesbæ. Stórbrotið verkefni með gríðarlegum möguleikum. Jóhann Ceirdal biður þess eins að geta hafist handa. hjá,“ segir Jóhann Geirdal og bíður þess eins að gata hafist handa. Víkingaskipið Islendingur er nú geymt í skemmu gluggaverksmiðj- unnar Ramma sem eitt sinn var og bíður þess að fá nýtt hfutverk í Vík- ingaheimi Jóhanns Geirdal og fé- laga. Fiskikóngur Fiskikóngurinn og húsið hans Kristján Berg og húsið að Stararima 37. Fiskikóngurinn Kristján Berg, í Fiskbúðinni Vör, hefur keypt sér höll í Grafarvogi. Sjálfur kallar hann það einbýlishús fyrir fimm manna fjölskyldu. „Ég á fjögur börn og er bara að koma mér upp þaki yfir höfuðið," segir Kristján sem sjálfur tók upp á því að kalla sig fiskikóng í auglýsingum og hef- ur síðan þurft að rísa undir því nafni í fiskbúðinni Vör á Höfðabakka. Og Kristján selur fleiri fiska en þar liggja í borðinu frá degi til dags. Fjölskylda hans rekur einnig fyrirtækið Toppfisk sem selur fisk til Bretlands fyrir tvo milljarða á ári. „Þetta eru stórar tölur en öllu skiptir hversu mikið stendur eft- ir þegar viðskiptin eru gerð upp,“ segir hann. Kristján hefúr skráð fiskikóngsheiti sitt sem vörumerki og er öðrum óheimilt að nota það. Breskur auðkýfingur, sem kaupir fisk af Kristjáni og fjölskyldu hans, hefur boðið í nafnið til að nota erlendis, þó svo að það sé á íslensku. „Hann bauð enga smáfúlgu enda maður sem fer í vinnuna í þyrlu. En ég sel ekki,“ segir Kristján. Hús fiskikóngsins stendur við Stararima og er 240 fermetrar. Þar er kóng- urinn nú að koma sér fyrir með tilfæringum og gera allt sem glæsilegast. Kristján mun vera fyrsti „kóngurinn" sem kaupir sér „höll“ í Grafarvogi. Arkó Sth graphite flugustangir i 3-4 hlutum ásamt hólki. 9990.kr _ Kasthjól 5'kúlulegu. 3990.kr 6990.kr Shakespeare fluguhjól með diskabremsu og 2 aukaspólum. BEGÍNNER’S OUIDE TO FLYTYING Hnýtingasett ásamt bók fyrir byrjendur. Hnýtingabók fyrir byrjendur. 1QQ Hnýtingataska. 2990. kr Arkó kemur á óvart! Gjafabréfunum vinsælu fylgir frítt flugubox með 5 flugum. VEIÐIVORUR Krókhálsi 4, fást hjá okkur. Frábær tilboð í gangi... Stmi: 587 5800 • www.arko.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.