Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Blaðsíða 25
DV Sport FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2003 25 pretthlauparinn Jón Oddur Halldórsson og sundkonan Kristín Rós Hákonardóttir sem hljóta þessa Jón Oddur er að hljóta hana í fyrsta sinn. DV Sport heyrði í þeim hljóðið eftir útnefninguna í gær. Best hjá fötluðum Sundkonan Kristin Rós Hákonardóttir og spretthlauparinn Jón Oddur Halldórsson voru valinn íþróttakona og iþróttamaður ársins úr röðum fatlaðra I gær. „Við Lloyd erum góðir mátar en harðir keppni- nautar. Hann hræðist mig og ég hræðist hann, við berum mikla virðingu fyrir hvor öðrum og æfum eins og við getum til að gera betri hluti þegar við hittumst næst." Jón Oddur Halldórsson er 21 árs gamall spretthlaupari og kemur frá Hellissandi. Honum skaut fyrst upp á stjörnuhimininn hjá íþróttum fatlaðra þegar að hann vann silfurverðlaun í bæði 100 og 200 metra hlaupi á Heimsmeistaramóti fatlaðra í Frakklandi árið 2002. I ár gerði hann enn betur og sú viðurkenning sem hann fékk í gær, sem fyrsti frjálsíþróttamaðurinn til að vera valinn íþróttamaður ársins hjá fötluðum í fjögur ár, er góð viðurkenning fyrir frábært ár sem er að baki hjá honum. Þegar Jón Oddur ákvað á sínum tíma að fara spreyta sig í íþróttum var stefnan ekki sett á frjálsar íþróttir til að byrja með. „Sannleikurinn er sá að ég ætlaði alltaf fyrst að verða borðtennisspilari en þegar ég fór í æfingabúðir hjá ÍF var mér ýtt út í spretthlaupin. Kári Jónsson, landsliðsþjálfari ÍF í frjálsum sannfærði mig um að velja frekar frjálsar. Hann sagði mér að ég myndi finna mig best þar og þar gæti ég náð mínum besta árangri. Hann sá möguleikana í mér og ég sé ekki eftir þessu, Kári hjálpaði mér að velja rétt,“ sagði Jón Oddur sem á skömmum tíma hefur komist í allra fremstu röð í sínum fötlunarflokki. f ár náði hann eins og áður sagði að að gera enn betur en árið 2002 og standa tvenn gullverðlaun hans frá Evrópumótinu í júlí upp úr. Jón Oddur vann þar sigur í bæði 100 og 200 metra hlaupi og vann heims- meistarann, Ólympíumeistarann og heimsmethafann, Lloyd Upsdell. Jón Oddur sýndi og sannaði styrk sinn líka mánuði síðar þegar þeir mættust aftur á opna breska mótinu og vann báðar greinarnar aftur. Auk þessa tryggði Jón Oddur sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Aþenu á næsta ári. Jón Qddur var kátur með vera valinn íþróttamaður árins. „Þetta er dýrmæt reynsla fyrir mig og það er mjög gaman að fá viðurkenningu fýrir það sem maður er að gera. Þetta er besta árið mitt hingað til. Ég keppti á mínu fyrsta stórmóti í Frakklandi í fyrra og þar var maður algjörlega reynslulaus. í ár bjó ég hins vegar að þessari keppnisferð til Frakklands. Þegar maður mætti á Evrópumótið í sumar var maður búinn að kynnast öllu þessu fólki mildu betur og andrúmsloftið var orðið miklu vinalegra og betra. Keppnisreynslan var líka orðin meiri og það átti mikinn þátt í árangrinum," sagði Jón Oddur sem vann 100 metra hlaupið á 13,46 sekúndum og 200 metra lrlaupið á 27,72 sekúndum. „Ég náði ekki að bæta minn besta tíma á Evrópumótinu en engu að síður gekk það mjög vel. Við Lloyd erum góðir mátar en liarðir keppninautar. Hann hræðist mig og ég hræðist hann, við berum mikla virðingu fyrir hvor öðrum og æfum eins og við getum til að gera betur þegar við hittumst næst. Hann meiddi sig eitthvað á Evrópumótinu en síðan hitti ég hann aftur mánuði seinna og þar vann ég hann í báðum hlaupum. Þetta var skemmtileg reynsla en ég vil nefna það í þessu samhengi að hann tók þessu drengilega og óskaði mér til hamingju með sigurinn," sagði Jón Oddur um sinn helsta keppinaut, Bretann Lloyd Upsdell. „Það sem ég hugsa um á æfingum er að geta mætt sem best undirbúinn á næsta mót. Þegar maður er í sprettæfingunum þá ímynda ég mér að hann sé þama við hliðina á mér sem gefur mér aukinn kraft. Það er líka alltaf hægt að bæta sig og ég veit það. Ég tel liðleikann vera nokkuð góðan hjá mér en það spillir ekld fyrir að hafa meiri sprengikraft og það er það sem mig vantar aðallega til þess að geta gert enn betur," segir Jón Oddur sem ædar reyna að gera enn betur á næsta ári. „Ég vonast til þess að næsta ár geti orðið enn betra hjá mér. Ég veit að sjálfsögðu að maður getur aldrei ákveðið framtíðina sína en ég ætla að halda áfram að æfa á fullu og er staðráðinn í því að gera mitt besta. Það verður svakalega gaman að fara til Aþenu og Ólympíuleikar eru langstærsta mót sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Jón Oddur að lokum. ooj@dv.is Kristjana fékk Guðrúnarbikarinn Kristjana Jónsdóttir fékk igær Guðrúnarbikarinn en þetta er farandbikar hjá ÍF sem er veittur þeim sem hefur starfað sérstakiega vel iþágu fatlaðs iþróttafólks. Kristjana sést hér á mynd með Össuri Aðalsteinssyni sem gafbikarinn til minningar um eiginkonu sina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.