Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Blaðsíða 23
DV Sport
FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 23
Meö allt á Itreinu
undir launabakinu
LAUNAKOSTNAÐUR LIÐA
Það er misjafnt hvað félögin í Intersport-
deildinni borga í laun á mánuði.
Launaþakið sem KK( hefur sett er 500
þúsund en 550 þúsund fyrir þau fjögur
lið, Keflavík.Tlndastól, Breiðablikog
Hamar, sem eru með spilandi þjálfara.
Tvö lið, Grindavik og Njarðvík, vildu ekki
gefa upp launakostnað sinn.
Breiðablik 550-580.000,-
Þór Þ. 500.000,-
Tindastóll 460-480.000.-
Keflavík 460.000,-
Snæfell 435.000,-
KFÍ 400.000,-
(R 300.000.-
Hamar 280.000,-
KR 275.000.-
Haukar 175.000,-
Grindavík Ekki uppgefið
Njarðvík Ekki uppgefið
lítið gagn í einhverjum kafíibrúsakörlum," sagði
Birgir Hákonarson, formaður körfúknatt-
leiksdeildar KR, í samtali við DV Sport í gær.
Sverrir Hjörleifsson, formaður
körfuknattleiksdeildar Hauka, er hins vegar eini
forráðamaðurinn sem gagnrýnir launaþakið og
segir að það geti stuðlað að meðalmennsku.
„Mér Finnst að menn eigi að fá að eyða því sem
þeir vilja í ffiði til að byggja upp öflug lið.
Misjöfn áhersla á umgjörð
Félögin leggja misjafna áherslu á umgjörð og
em misvel í stakk búin til að standast kröfur KKi
varðandi hana. Snæfellingar em til dæmis á
vonarvöl eftir að hafa fjármagnað búning á
lukkudýrið sitt, á meðan Hamarsmenn í
Hveragerði em með „heilan dýragarð" eins og
Láms Ingi, formaður félagsins, sagði.
Allir forráðamennirnir em þó sammála því að
fara verði varlega í því að setja ströng viðurlög því
að það sé körfuknatdeikshreyfingunni ekki til
ffamdráttar að lið lendi í vandræðum við að reyna
að uppfylla skifyrðin.
„Eg held að menn verði að fara sér í hægt í þess-
um efnum því að það er varla vilji fyrir því að félög-
in lendi í vandræðum. Það verður að gæta fyllstu
sanngimi því að allir sem starfa í félögunum em að
gera þetta í sjálfboðavinnu," sagði Hrannar Hólm,
formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, í
samtali við DV Sport.
Pétur Hrafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri
KKÍ, sagði íyfírheyrslu hjá DV Sport á þriðjudaginn
að félögin myndu fá tíma fram til áramóta til að
koma hlutum eins og heimasíðu og lukkudýmm í
rétt form.
oskar@dv.is
Flest liðanna gefa upp laun
erlendra leikmanna sinna en þau
eru á bilinu 700 til 2000 dollarar. Þó
er ekki vitað hvað Grindvíkingarnir
Darrell Lewis og Dan Trammell eru
með eða Njarðvíkingarnir Brandon
Woudstra og Brenton Birmingham
þar sem félögin vildu ekki
gefa upp neinartölur.
Gósentíð
gjaldkerans
„Við feng-
um toppeink-
unn frá sam-
bandinu fyrir
fjái'hagsáætl-
unina sem við
skiluðum inn
og launa-
kostnaðurinn hjá okkur er svo lítill
að við emm langt undir launaþak-
inu. Kaninn hjá okkur fær á bilinu
1500-2000 dollara og síðan er Dan-
inn Jesper Sörensen reiknaður á 75
þúsund krónur þó að hann kosti
mun minna. Við höfum því pláss til
að taka nýjan útlending en ég veit
ekki hvort við höfum efni á því.
Launaþakið hefur haft þau áhrif á
laun erlendu leikmannanna að þau
hafa snarlækkað, sem er hið besta
mál. Það má eiginlega segja að
þetta sé gósentíð gjaldkerans,"
sagði Birgir Hákonarson, formaður
körfuknattleiksdeildar KR.
„Hvað varðar umgjörðina þá
hefur aldrei verið neitt mál fyrir
okkur að halda úti heimasíðu og
vera með kynni á leikjum. Við eig-
um Rauða ljónið sem lukkudýr og
þurfum því ekki að leggja út í þann
kostnað, en í raun og veru hefði ég
viljað sleppa því. Það er ekki upp-
lífgandi að vera að sprella og fíflast
fyrir framan þær örfáu hræður sem
hafa komið á undanfarna leiki hjá
okkur." oskar@dv.is
Gef ekki upp tölu
„Já, að sjálfsögðu emm við með
allt á hreinu. Við höfum
skilað inn öllum leik-
mannasamningum fyrir
alla nema Brenton
Birmingham en samning-
ur við hann var kláraður í
síðustu viku. Það eru fjór-
ir leikmenn á launaskrá hjá okkur
og við erum nokkuð undir launa-
þakinu. Ég vil ekki gefa upp neina
tölu í fjölmiðlum - við höldum
henni bara fyrir okkur,“ sagði Val-
þór Söring Jónsson, varaformaður
körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur.
„Við höfum alltaf verið
með lukkudýrið Njarðvík-
urljónið sem er kennt við
Ljónagryfjuna, og verið
öðrum liðum fyrirmynd í
þeim efíium, en mér
finnst samt óttalega vit-
iaust að vera að skikka liðin til að
vera með lukkudýr. Ég sé ekki hvað
á að fá fram með því nema vand-
ræði og sektir. Við höfum þó ekki
undan neinu að kvarta enda með
öll okkar mál á hreinu." oskar@dv.is
Dýrt lukkudýr
„Heildarkosmaður hjá
okkur í flokknum laun og
hlunnindi er 435.000 kr. á
mánuði, sem er nokkuð
undir launaþakinu. Við
emm með tvo Kana á okkar
snærum og þeir em með
2900 dollara á mánuði,"
segir Gissur Tryggvason,
formaður körfuknattleiksdeildar
Snæfells.
„Þessar reglur em allar af hinu
góða fyrir utan regluna um
lukkudýrið. Við erum lítið
félag úti á landi þar sem allt
er gert í sjálfboðavinnu og
það er erfitt fyrir okkur að
punga út 200.000 kr. fyrir
lukkudýrsbúningi. Það er
hægt að gera svo margt
annað eins og að vera með
uppákomur í leikhléum. Við höfum
staðið fyrir slíku en ég hef ekki séð
það í öllum húsum til þessa."
Allt á hreinu
„Já, við emm með allt á
hreinu. Megum vera í
550.000 kr. en greiðum
460-480.000 kr. á mánuði.
Við kjósum að gefa ekki
upp hvað útlendingarnir
okkar hafa í laun. Við
viljum halda því fyrir okkur og engin
sérstök ástæða fyrir því," sagði Hjalti
Árnason, stjórnarmaður í
körfuknattleiksdeild Tindastóls.
„Nei alls ekki. Mér finnst
reglurnar vera hið besta mál
og til þess fallnar að auka
áhuga á íþróttinni og fá fólk
á völlinn. Lukkudýrið
kostaði okkur 100.000 kr.
þar sem gamli búningurinn
var orðinn lúinn og slappur
og því skiptum við honum út fyrir
nýjan sem við eigum von á fljódega
frá Bandaríkjunum. Við höfum þó
notast við þann gamla, góða hingað
til."
ÞÓR ÞORLÁKSHÖFN
~
íslensku launin lækka
„Já, að sjálfsögðu. Ég er
nú ekki með nákvæma
heildartölu en við greiðum
rétt rúmar 500.000 kr. á
mánuði. Við greiðum Leon
Brisport 1500 dollara á
mánuði. Raymond Robins
er með 1050 dollara og Billy
Dreher 2200 dollara en
hann þjálfar líka marga flokka hjá
okkur," segir Kristinn Guðjón
Kristinsson, formaður körfuknatt-
leiksdeildar Þórs, en launaþak þeirra
er 575.000 kr.
„Reglurnar eru góðar
og þær valda því að laun
íslensku leikmannanna
lækka. Varðandi umgjörð-
ina þá á hún að setja meira
fjör í húsin en ég set
spurningarmerki við
lukku-dýrin. Þau eru
rándýr og það er heldur
ekkert hlaupið að því að finna
mann sem er tilbúinn að sprikla í
slíkum búningi kannski fyrir
framan 50 manns."