Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003
Fréttir DV
Komiðíveg
fyrir undirboð
Það er mLkilvægt að
stjórnvöld móti almenna
stefnu um málefni EES-
borgara og útlendinga á ís-
lenskum vinnumarkaði í
samráði við aðila vinnu-
markaðarins, segir í sam-
þykkt miðstjórnar ASÍ. Slík
stefna hafi að
markmiði að
þátttaka
þessara ein-
staklinga á
íslenskum
vinnumark-
aði leiði ekki
til röskunar
með skerð-
ingu á kjör-
um eða lakari vinnuskil-
yrða, hvort sem er á vinnu-
markaðinum almennt, í
einstaka starfsgreinum eða
á tilteknum landssvæðum.
„Markmiðið er að koma í
veg fyrir félagsleg undirboð,
svarta atvinnustarfsemi og
misnotkun á erlendu
vinnuafli."
Kvöldveröarboð Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og valinna gesta á Hótel Holti
kostaði nefndina 265 þúsund krónur í peningum. Einnig voru veislugestir leystir út
með alls kyns varningi sem fyrirtæki gáfu. Tilefnið var 75 ára afmæli Mæðra-
styrksnefndar.
Eiga jólasveinar
að gefa sælgæti
í skóinn?
„Ég held að jólasvein-
arnir eigi að fá að ráða
þessu. Þeir eru náttúrulega
fagmennirnir. Ef þeir ráð-
færðu sig við mig myndi ég
frekar mæla með einhverju
uppbyggilegra. En ég held
að það eigi ekki að vera
nein lög yfir þetta og að
jólasveinarnir eigi að fá að
halda áfram að styðjast við
sínar hefðir."
Magnús Scheving
rithöfundur
Hann segir / Hún segir
„Mér finnst að minnsta
kosti ekki að það eigi að
vera sælgæti á hverjum
degi. Það er líka svo margt
sem er miklu skemmti-
legra, og sælgæti fá til
dæmis flest börn um helgar
allt árið. Ýmiss konar smá-
hlutir, svo sem skrautlegir
blýantar eða strokleður í
pennaveskið, jólalímmiðar,
föndurdót og skraut lífga
upp á jólaundirbúninginn
og endast ekki bara í örfáar
mínútur, eins og sætt bragð
í munni. Þetta þarf heldur
alls ekki að vera dýrara en
nammið. Sjálf fékk ég sem
barn nánast daglegá
mandarínur í skóinn og var
hæstánægð með það. En
kannski væri gaman að
bæta um betur og setja
framandi ávöxt í skóinn
sem barnið hefur aldrei séð
áður.“
Anna Sigríður Ólafsdóttir
matvæla- og næringafræðingur
„Það er nákvæmlega ekkert að fela," segir Ás-
gerður Jóna Flosadóttir, fyrrverandi formaður
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, um kvöldverð-
arboð sem haldið var nefndarkonum og völdum
gestum á Hótel Holti.
Mæðrastyrksnefnd greiddi veislureikninginn,
265 þúsund krónur. Þessi upphæð svarar t.d. til
ríflega þriðjungs af 750 þúsund króna styrk sem
Reykjavíkurborg veitir nefndinni á þessu ári.
Kvöldverðurinn á Hótel Holti fór fram 22. apr-
íl í vor og var í tilefni af 75 ára afmæli Mæðra-
styrksnefndar. Gestir voru leystir út með fjöl-
mörgum veglegum gjöfum.
Formenn aðildarfélaga sátu veisluna
Þær sem boðið var til kvöldverðarins voru, auk
meðlima Mæðrastyrksnefndar og starfsmanna,
formenn og hamámenn kvenfélaganna sem aðild
eiga að nefndinni.
Fjórir af sjö formönnum mættu til veislunnar;
þær Steinunn Jónsdóttir, formaður Húsmæðrafé-
lags Reykjavíkur, Guðlaug Jónína Aðalsteinsdótt-
ir, formaður Thorvaldsensfélagsins, Þorbjörg Inga
Jónsdóttir, formaður Kvenréttindafélags íslands,
og Erla Jónsdóttir, formaður Hvíta bandsins, sem
þá hafði nýverið tekið við formennsku af Hildi G.
Eyþórsdóttur.
Hildur tók einmitt einmitt við formennsku af
Ásgerði Jónu í Mæðrastyrksnefnd í hallarbyltingu
í byrjun nóvember.
Ekki í lagi, segir veislugestur
„Það fannst mér ekki en hitt er annað mál að
ég er ekki tilbúin að ræða það,“ segir Hildur að-
spurð hvort veislan á Holtinu hafi verið í lagi. Þeg-
ar rætt var við hana í gær sagðist hún eiga erfitt
með að tjá sig um málið þar sem hún væri í miðri
úthlutun til skjólstæðinga.
„Það er allt brjálað að gera og ég er í engri að-
stöðu til að segja eitt eða neitt. Svo myndi ég held-
ur ekki gera það þótt ég gæti það. Ég var ekki einu
sinni í nefndinni," segir Hildur sem þó viður-
kennir að hafa setið veisluna. „Jú, jú, ég var þar,“
segir hún.
En ætlar hún, sem nýr formaður Mæðrastyrks-
Kvöldverður á Hótel Holti Þjónn skenkir Hildi G. Eyþórsdóttur, núverandi formanni Mæðrastyrksnefndar, vin. Hildi til hægri
handar er Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Islands. Eins og aðrir gestir i 75 ára afmælisveislu Mæðrastyrks-
nefndar fengu Hildur og Þorbjörg paté i forrétt, lamb i aðalrétt og is i eftirrétt á Hótel Holti. Fordrykkur var borinn fram á undan
matnum og vín meðá honum. Á eftir var koniak með kaffinu.
nefndar, að halda uppteknum hætti hvað veislu-
höld snertir? „Það myndi ég alveg örugglega ekki
gera, enda er félagið ekki alltaf 75 ára,“ segir nýi
formaðurinn.
Drekkhlaðið gjafaborð
Ásgerður Jóna, sem nú stýrir Fjölskylduhjálp
íslands, sagðist vilja minna á að veislan í apríl hafi
ekki verið einsdæmi eða nýjung í starfi Mæðra-
styrksnefndar.
„Það var haldið stórt upp á afmælið þegar
nefndin varð 60 ára. Einnig var haldið hóf þegar
nefndin varð 70 ára. Það var á Hótel Loftleiðum.
Þannig að þetta var ekkert nýjabrum í vor þegar
nefndin varð 75 ára,“ sagði Ásgerður Jóna.
Veislugestir, sem voru tæplega 30 talsins, fóru
ekki tómhentir heim úr veislunni. Dregið var úr
alls kyns gjöfum sem komið var fyrir á drekk-
hlöðnu borði í veislusalnum. Að sögn Ásgerðar
Jónu hafði hún sérstaklega fengið þessar gjafir frá
rausnarlegum fyrirtækjum sem vildu sýna nefnd-
arkonum Júýhug.
gar@dv.is
Gnægtarborð Mæðrastyrksnefndar Ásgerður Jóna Flosadóttir segir fyrirtæki hafa verið rausnarleg þegar þau voru beðin
um gjafir i hlutaveltu fyrir meðlimi Mæðrastyrksnefndar og afmælisgesti nefndarinnar. Gjafirnar voru svo margar að nefndar-
konur gátu ekki Ijósmyndað þær í einu lagi.
„Það fannst mér
ekki en hitt er ann-
að mál að ég er
ekki tilbúin að
ræðaþað"