Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Blaðsíða 31
DV S/'ðosf en ekki síst FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 3 7 Maltið enn áfengt „Áfengið er enn í maltinu, það er alltaf eitt prósent," segja vísinda- mennirnir á rannsóknarstofunni hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Þeir slá þar með á áhyggjur lesenda blaðsins sem kvartað hafa yfír því að maltið sé ekki lengur áfengt. Fólk hefur staðið sig að því að leita með logandi ljósi á merkingum malt- flasknanna að alkóhólinnihaldi en enga merkingu fundið í þá veruna. „Það er ekki skylda að merkja áfeng- isinnihaldið ef það fer ekki yfír 1,2 prómill," segja vísindamennirnir á ranrisóknarstofunni. „Maltið hefur ekki tekið neinum breytingum frá því það var bruggað fyrst af stofn- anda Ölgerðarinnar, Tómasi Tómassyni, árið 1913." Maltið er í raun alvöru öl en að- eins bruggað upp að því marki að það nái einu prómilli í styrkleika. Auðvelt væri að gera það áfengara með því að láta það gerjast lengur og yrði það þá á við það besta sem þekk- ist í dökkum bjór. Þó þykir sumum betra að blanda það með appelsíni. Nýlega var farið að framleiða maltið í nýjum flöskum sem skír- skota bæði til fortíðar og ffamtíðar í lögun. Við þá breytingu var áfengis- innihaldslýsing numin á brott. Allt er þó enn á sínum stað og maltið held- ur áífam að gefa gott og hraustlegt útíit - auk þess sem það bætir melt- inguna, eins og sagt var 1913 þegar þetta landsþekkta öl kom fyrst fram á sjónarsviðið. Maltið er í raun al- vöru öl en aðeins bruggað upp að því marki að það nái einu prómilli í styrkleika. Það væri hægt að gera það áfengara með því að láta það gerjast lengur. • Dagnýjónsdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins, rökstyður það á bloggvef sín- um hvernig hún kaus gegn því að auka fjár- framlög til Há- skóla íslands, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar sínar um nauðsyn auk- inna fjárfram- laga. Dagný segir að hún til- heyri stjórnarliðinu og hún kjósi með sínu liði. Enda fylgi hún Framsóknarflokknum vegna þess að hún fylgi stefnu hans, sem er samkvæmt hennar sannfæringu, í það minnsta núna. Nú segir hún á vefnum að ef flokkurinn færi fram með mál sem ekki fylgdi stefnu llokksins og færi líka gegn sannfæringu hennar þá myndi hún ekki greiða því at- kvæði. Framsóknarflokkurinn þarf sumsé að breyta gegn eigin stefnu til að fara gegn sannfæringu Dagnýjar. En það þykir henni réttilega hæpið að muni gerast; því er hún og ílokkurinn eitt... • Stórsveitin Todmobile mun sem kunnugt er verða með tvenna tónleika á Nasa nú um helgina og er þess að vænta að margir aðdáenda þessarar stórsveitar mæti þangað. I DV í gær sagði Ey- þór Amalds að hljómsveitin væri í góðum gír um þessar mundir; hefði smolfið saman eftir tónleika með Sinfóníu- hljómsveitinni á dögunum. Ekki er vitað hvort Todmobile lumar á ein- hverjum feynivopnum fyrir komandi tónleika, en menn bíða spenntir. Sjónir beinast ekki síst að Eyþóri, sém fyrr á árum sýndi oft algjöra snilld- artakta við seilóið. Þar minn- ast menn meðal annars þess úr Eurovision-keppninni árið 1991 þegar hann lék í Draumi um Nínu - og tókst með snilldartöktum að snúa hljóð- færinu í heilan hring fyrir framan linsur myndavélanna í Dublin. Nú á hann heiður að verja að þessu leyti og við sjá- um hvað setur... • Leikritið Kvetch eftir Steven Berkoff hefur verið sýnt við afar góðan orðstír í Borgarleikhús- inu undanfarin misseri.. Það var leikhópur- inn Á senunni, í samvinnu við Leikfélag Reykjavflotr, sem setti verkið upp og hlaut það Grímuna fyrr á þessu ári. Nú er aftur á móti komið að síðustu sýningunni, þeirri allra síðustu. Hún verður ann- að kvöld, föstudagskvöld, klukkan 20 í Borgarleikhús- inu... Castor kynnir Mp3.is opnunartónleikar á NASA Til styrktar Tónlistarbróunarmiðstöðvarinnar Hljómsveitirnar Týr, Vínyll, Kanis, Amos, Douglas Wilson, Margrét Eir, Bodies, Anonymous, Noise, Atómstöðin, Ókind, Pan og Gizmo spila. Kynnir kvöldsins er Haukur Sig. Húsið opnar kl. 20:00 | Miðaverð 1 500 ki f * #■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.