Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Qupperneq 3
DV Fréttir
FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 3
Sjálfstæðisflokkur í limbói
Spurning dagsins
Er rétt að leggja af sjómannaafslátt?
Sjálfstæðisflokkurinn beið í vor
einn mesta kosningaósigur í sögu
sinni. Flestum þætti gott að vera
með þriðjung fylgisins en hjá Sjálf-
stæðisflokknum er það afhroð. Eftir
kosningarnar var talað um að sjálf-
stæðismenn þyrftu að iðka sjálfs-
gagnrýni, en á því hefur ekki bólað.
Það er líkt og flokkurinn sé í limbói,
vanti bæði forystu og markmið.
Altént er merkilega lítið að gerast í
honum fyrir utan einkastríð Davíðs
við auðmenn úti í bæ. Þau gera líflð
ekki beinlínis einfaldara fyrir skara
flokksmanna sem skilja Ula hvað for-
maðurinn er að fara.
Deyfðin í ráðherraliðinu
Það er ekki víst að Davíð viti sjálf-
ur hvað hann ætlar að gera. Það er
partur af sjarma hans hvað hann
virkar oft óútreiknanlegur. Sjálf-
stæðismenn kvarta heldur ekki þótt
hann fari með flokkinn eins og sína
prívatútgerð. Sumir segja dreng-
skaparbragð að hann standi upp fyr-
ir sínum gamla samstarfsmanni
Halldóri. Svo má vissulega líta á, en
aðrir segja að hann hafí einfaldlega
ekki átt annan kost. Halldór hafi
stillt honum upp við vegg nóttina
þegar Samfylkingin bauð honum að
verða forsætisráðherra. Davíð er
langrækinn og gæti vel náð sér niðri
á Halldóri seinna. En margir flokks-
ntenn eru argir yfir þessu. I samtöl-
um við unga sjálfstæðismenn skynj-
ar maður ógurlegan leiða á Fram-
sókn; þeir eru meira að segja farnir
að tala vel um Samfylkinguna.
Deyfðin virðist allsráðandi í ráð-
herraliði flokksins. Sjávarútvegsráð-
herrann hefur verið á flótta undan
loforðum um línuívilnun, en neyðist
nú til að leggja fram frumvarp sem
er honum á móti skapi. Mennta-
málaráðherrann bíður þess að kom-
ast í sendiráð. Það er búið að taka
Símann, stærsta bitann, frá Sturlu.
Allir sjá að dómsmálaráðuneytið er
ekki fullt starf fyrir dugnaðarfork á
borð við Björn Bjarnason; það var
bara leið til að troða honum aftur
íslenskur Markús
Guörún Sveinssdóttir skrifar.
Ég vil segja, vegna ritskoðunar-
stefnu hjá RUV, að mér finnst Friðrik
Páll Jónsson, stjórnandi Spegilsins,
einn reyndasti og besti útvarpsmað-
ur landsins, hef hlutsað á hann ára-
tugum saman og ber fullt traust til
hans sem eins besta fréttamanns
okkar. Ekki spillir róleg og yfirveguð
röddin. Spegillinn er alls ekki hlut-
Lesendur
drægur þáttur, þarna koma fram
mjög góðar fréttaskýringar og engan
veginn hægt að tala um einhverja
vinstri slagsíðu. Hitt er annað mál að
það sem er ekki eftir flokkslínunni
hjá stjórnendum RÚV er strax
stimplað.
Ég er alveg hjartanlega sammála
honum Jónasi Kristjánssyni í leiðara
f DV þar sem hann talar um að leifar
Kolkrabbans og Sjálfstæðisgæðingar
ráði yfir Sjónvarpinu og að hags-
munagæsla sé þar mikil - oft mjög
litaðar fréttir.
Ég legg til að Markús Örn Antons-
son verði látinn fara eitthvað annað
Markús „Þarna þarf menningarsinnaðan
mann, góðan penna og helst hlutlausan,"
segir bréfritari.
Egill Helgason
veltirfyrirsér
fyrirætlunum Davíðs
og flokksins.
inn í ríkisstjórn. Geir er orðinn svo
samdauna fjármálaráðuneytinu að
varla er hægt að sjá mun á honum
og embættismönnunum þar.
Valdabarátta kraumar undir
Ungu þingmennirnir sem áttu að
hleypa nýju blóði í þingflokkinn
virka einkennilega ástríðulausir,
eins og þeir kannist varla við sjálfa
sig lengur. Tómarúmið fer einna
verst með þá. Með hrókeringum
verður hægt að laga kvennakvótann
í þingflokknum aðeins; hann verður
sæmilegur þegar líður á kjörtímabil-
ið. En samt er ekki beinlínis nýnæmi
að Arnbjörgu Sveinsdóttur eða Sig-
ríði Ingvarsdóttur.
Undir niðri kraumar svo valda-
barátta eða einhvers konar uppkast
að valdabaráttu sem ekki kemur upp
á yfirborðið nema kannski niðri í
Heimdalli. Er tilefni til að sækjast
eftir völdum þegar enginn veit hvort
Davíð hættir? Hvenær má yfirleitt
fara að hugsa um arftakann? Orða
þá hugsun að einhver þurfi að taka
við? Er goðgá að gera það íyrr en
Davíð gefur merkið? Og hvað þá?
Dreymir Björn enn þá um æðstu
metorð? Getur hann unnt Geir þess
að verða formaður? Er Geir nógu
mikill bógur? Nógu afgerandi? Þarf
kannski pólitíkus af nýrri kynslóð,
með öðruvísi aðdráttarafl? Þorgerði
Katrínu?
Hver er rulla leikskáldsins?
Um stjórnarsáttmálann sagði
sjálfstæðismaður að hann væri svo
rýr að hvaða almannatengslamaður
sem væri hefði getað skrifað hann á
dagsparti. Hins vegar var gerð ógur-
lega þaulhugsuð áætlun um hver
fengi hvaða starf og hvenær. Eina
að stjórna; svona hægrimaður á ekki
að vera í forsvari fyrir Útvarp allra
landsmanna. Ef maður vitnar í þetta
fræga skeyti hans til sinna manna í
yfirstjórninni þá er allt sundurskotið
epskuslettum: contribution, so what
og svo framvegis. Annars einkennast
skrif hans af slökum stíl og lélegu
málfari, tilgerð með zetuna sem
hann hefur ékki einu sinni á valdi
sínu. Þessi maður kemur síðan fram
fyrir alþjóð á hátíðlegustu stundum,
áramótum og fleira.
Þarna þarf menningasinnaðan
mann, góðan penna og helst hlut-
lausan. Var ekki einhvern tíma talað
um hálfkana hér á Islandi? Það virð-
ist ekki ofsagt um suma.
Frábær þjónusta
Þóra Sigríður Magnúsdóttir,
skrifar:
Ég vildi bara vekja athygli á frá-
bærri þjónustu. Ég fer vikulega í
nuddmeðferð hjá Gigtarfélaginu í
Ármúla 5. Þar á jarðhæðinni er nú
starfræktur jólavörumarkaður og ég
varð fyrir því að bíllinn minn varð
rafmagnslaus beint fyrir utan búð-
ina. Ég fór inn og leitaði eftir aðstoð.
Það var bara eins og við manninn
mælt; ungur maður stökk til og
reddaði málunum íyrir mig á flmm
mínútum.
Síðan fór ég inn og skoðaði betur
hvað fékkst þarna. Þá sé ég að þarna
var allt milli himins og jarðar. Ég
ákvað að kaupa mér jólatré því það
var virkilega fallegt, en það var of
stórt í bílinn minn, svo ungi maður-
inn sagðist bara skutla trénu heim
fyrir mig. Þetta finnst mér frábær
þjónusta á þessum síðustu og verstu
tfmum.
Ég spurði hvaðan hann væri og
þá sagði hann mér að hann og for-
eldrar hans hefðu búið í Bandaríkj-
unum síðustu níu ár. Þetta finnst
mér frábært hjá ungu fólki.
rullan sem ekki var skrifuð til hlítar
er hlutverk sjálfs leikskáldsins,
Davíðs. Ólíkindatólið lætur ekki sjá
svo glatt í gegnum sig. Kannski er
hann ekki enn þá búinn að ákveða
hvort hann hættir sem forsætisráð-
herra og lætur sig hverfa úr pólitík-
inni. Eða ætlar hann, sem aldrei hef-
ur verið undir neinn settur í stjórn-
málum, að taka eitthvert annað
djobb í ríkisstjórn undir Halldóri?
Og vill hann þá sitja áfram sem for-
maður, leiða flokkinn í enn einum
kosningum - þeim fimmtu?
Eftir mörg dásamleg ár í náðarsól
Davíðs horfa sjálfstæðismenn allt í
einu fram á tímann að honum
gengnum. Þetta er líkt og að sleppa
undan forræði strangs föður, hvers
skipanir má aldrei draga í efa. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur alltaf elskað
sterka menn. Það verður sjálfsagt
skrítið ástand á heimilinu eftir brott-
för hans, en svo má kannski opna
glugga og lofta aðeins út.
DV tekur við lesendabréfum og
ábendingum á tölvupóstfanginu
lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að
stytta allt það efni sem berst til blaðsins
og birta það í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds.
Afnám sjómannaafsláttar er
ekki á bætandi
„Það fyrsta sem mér kemur í hug eru skattalækk-
unarloforð ríkisstjórnarflokkanna i aðdraganda
alþingiskosninga síðastliðið vor. Sömu loforð
koma orðið ansi mörgum spánskt fyrir sjónir nú,
og þá sérstaklega íslenskum sjómönnum. Sjó-
mennskan er ekki venjulegtstarf, það þekki ég af
eigin raun. Ég er andsnúinn þessum tillögum fjár-
málaráðherra um að afnema sjómannaafslátt-
inn. Sjómenn hafa orðið fyrir mikilli tekju-
skerðingu sökum lækkandi fiskverðs á
undanförnum misserum. Það er
ekki á það bætandi."
Gunnar Örlygsson
alþingismaður
i
„Nei! Þetta er
hluti afkjörum
sjómanna.
Hvernig þætti
mönnum efAI-
þingi setti lög
sem rýrðu kjör
einnar stéttar
mikið? Efþessi
lög verða sam-
þykkt vona ég
að ráðherra búi þannig um hnútana að
í því verði einhver farvegur til þess að
bæta sjómönnum upp þessa kjara-
skerðingu. Ég hefreyndar ekki ástæðu
til að ætla að það verði gert. En ég vona
það samt sem áður." —
Sævar Gunnarsson
formaður Sjómannasamb. íslands
„Það á ekki að
leggja sjó-
mannaaflslátt:
in niður. En ef
þetta frumvarp
ferígegnum
þingið þarfað
bæta sjó-
mönnum upp
þá tekjuskerð-
ingu. Eðlilegt er að sú uppbót komi frá
útgerðarmönnum."
Aðalsteinn Baldursson,
formaður Verkalýðsfélags
Húsavíkur
„Já, ég er á
þeirri skoðun.
Það eiga að
gilda almenn-
ar reglur um
skattheimtu og
ósanngjarnt er
að ein stétt
manna fái eitt-
hvað sem aðrir
fá ekki."
Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
prófessor við Háskóla íslands
„Já, það á að
gera það. En
hafa verður i
huga að sjó-
mannaafslátt-
urinn er hluti
aftekjum sjó-
manna og
taka verður til-
lit til þess ef
breytingar á núverandi fyrirkomulagi
verða gerðar."
Birkir J. Jónsson
alþingismaður
Fjármálaráðherra hefur lýst yfir að hann vilji leggja af sérstakan
skattaafslátt til sjómanna.