Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 1 I. DESEMBER 2003 Fréttir J3V '** .' m «i rt fnjBT 3 - i.-,*--.: ■cæw*. ,mím n . 'X^ Lausir úr gæsluvarð- haldi Mennirnir tveir sem voru handteknir í lok nóv- ember vegna gruns um að þeir stæðu að framleiðslu amfetamíns í húsi við Vest- urvör í Kópavogi, voru leystir úr gæsluvarðhaldi í gær. Grunur leikur á að mennirnir hafi stundað iðju sína um nokkurt skeið og jafnvel náð að koma hluta efnanna í dreifingu. Rannsókn málsins er ekki lokið og enn er beðið greiningar á efnum sem hald var lagt á í húsnæðinu í Kópavogi. Vann fyrir hillunum á veitingastað Kona sem kom að innbúi sínu í rúst á Akranesi á mánudag saknar enn hillu- samstæðu sem þjófarnir tóku. Eigandi gjaldþrota húsgagnaverslunar í bæn- um hefur viðurkennt sök. Hann var á sendibíl merkt- um eigin sendibflastöð. Konan hafði unnið á veitingahúsi eiginkonu mannsins og átti að fá greitt með hillusamstæðunni. Hún hafði unnið fyrir stór- um hluta hennar en ekki verið boðuð til vinnu frá því um miðjan nóvember. Lög- reglan sagði við DV í fyrra- dag að verslunareigandinn fyrrverandi hefði gengist við verknaðinum og myndi ef- laust skila hillusamstæð- unni þegar honum ynnist tími til frá starfsönnum. Hann hafði ekki skilað henni í gær. íslensk stjórnvöld, Landsvirkjun og Alcoa sendu Guardian í Lundúnum harðorð kvörtunarbréf vegna greinar í blaðinu um Kárahnjúkavirkjun. Bréfin, meðal ann- ars bréf frá sendiherranum í London, voru send til ritstjóra vefsíðu blaðsins en ekki umboðsmanns lesenda eða aðalritstjóra. Landsvirkjun undrast skort á við- brögðum en DV sá til þess í gær að bréfin kæmust í réttar hendur. Sendiherra sendi harðort hréf é rangan ritsfléra Grein Susan De Muth um Kárahnjúka er „dæmi um óvandaða blaðamennsku, svo ekki sé meira sagt," segir í harðorðu bréfi Sverris Hauks Gunn- laugssonar, sendiherra í Lundúnum, til breska blaðsins Guardian. Sverrir er einnig sleginn yfir „persónulegum árásum á íslenska ráðherra," sem hann telur fyrir neðan virðingu Guardian. Hann gagnrýnir blaðakonuna fyrir að fara frjálslega með staðreyndir og tala um „spillingu" án rökstuðnings. Mike Baltzell, framkvæmdastjóri hjá Alcoa, sendi einnig bréf en á nokkuð stUltari nótum en sendiherrann. Engu að síður er greinin í Guardian gagnrýnd þar fyrir „augljósa hlutdrægni" og er hún ekki talin samrýmast yfirlýsingum Guardian um vandaða blaðamennsku. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir í sínu bréfi að það sé „skelfilegt að sjá De Muth skrifa að hún efist um getu tveggja ráðherra í rfldsstjórn íslands tfl að taka þátt í upplýstri um- ræðu um málefni sem faUa undir þeirra ráðu- neyti.“ Skifurilla afhverju blaðakon- an gerirmikið úrþví að um- hverfisráðuneytið hafi vísað á starfsmann Landsvirkjunar til að túlka stefnu ríkisstjórnar- innar. Sjálfsagt af ráðherra að vísa á Landsvirkjun Lýsir Friðrik því í bréfi til Guardian að hann skilji Ula af hverju blaðakonan skuli gera mikið úr því að umhverfisráðuneytíð hafi vísað henni á Sig- urð Arnalds, starfsmann Landsvirkunar, tfl að túlka stefnu ríkisstjórnarinnar. Telur Friðrik að þarna hafi blaðakonuna skort skilning á íslensku samfé- lagi og menningu og jafnvel hafi tungumálaörðugleikar eitt- hvað spilað inn í. Þarna hafi ráðuneytið vísað á sérfræðing í málinu og sé slflct alþekkt í smáum samfélögum. Bréfið frá Friðrik Sophusson Taldi eðlilegtað umhverfisráðherra visaði btaðakonu á sérfræðing Landsvirkjunar. Sigurði Arnalds hefur yfirskrift með bókmennta- legri tUvísun: „Power and Prejudice", sem tónar við „Pride and Prejudice" (Hroki og hleypidómar), eft- ir Jane Austin. I löngu bréfi er reynt að svara meint- um rangfærslum í greininni f Guardian. „Ég hefði haldið að sendiherr- ann ætti að vitaþetta." Bréfin á rangan stað Þessi fjögur bréf eru dagsett 2. og 3. desember og á heimasíðu Lands- virkjunar er á það bent að ekkert svar hafi borist. Þegar DV grennslaðist fyrir um svör hjá Guardian í gær kom í ljós að það á sér eðUilegar skýringar. Öll bréfin, þar á meðal bréfið frá sendiherra íslands, voru send á ranga mann- eskju. Bréfin voru stfluð tíl EmUy BeU, ritstjóra Guardi- an Unlimited. Emily er rit- stjóri vefmiðils blaðsins og ber ekki ábyrgð á innihaldi dagblaðsins Guardian. „Ég hefði haldið að sendiherrann ætti að vita þetta,“ sagði Lisa, ritari Emily Bell, undrandi, en yfirmaður hennar hefur verið veUcur síðustu daga. DV sendi ritaranum vefslóðir kvörtunarbréfanna á vef Lands- virkjunar og lofaði hún að koma þeim tU skUa á réttan stað. Sá sem fékk þau í hendur síðdegis í gær er Ian Mayes sem er ritstjóri lesenda, eins konar umboðsmaður þeirra. „Hann á að taka við öUum kvörtunum lesenda," sagði blaðafulltrúi Guardian, en átti ekki von á við- brögðum við þessum umkvörtunum fyrr en Mayes hefði fengið tómarúm til að lesa bréfin yfir. Þeir sem vilja koma kvörtunum á framfæri við Guardian geta sent þær á netfangið reader@guardian.co.uk og birt- ist það netfang á góðum stað í blaðinu á hverjum degi. kristinn@dv.is Sérhönnuð skipadýna slær í gegn Geir H. Haarde er af- burðagreindur maður sem er inni í öllu, man allt og skoðar málin frá öllum hlið- um. Hann er skemmtilegur og hefur ágætis söngrödd. Geir er þægilegur í sam- skiptum og hann hefur yfir- leitt mjög góða nærveru. Það er hægt að segja að Geir þyki raunverulega vænt um fólk og hann vill því vel. Kostir & Gallar Eins og títt er um greinda menn hefur Geir fullkomnunaráráttu sem gerir það stundum að verk- um að hann tapar sér í smá- atriðunum. Hann er stund- um of samviskusamur og það gerir það stundum að verkum að hann- lendir undir miklu álagi. Sjómenn þrá að liggja á Sædísi „Þegar sjómaðurinn kemur gegnkaldur ofan af dekki myndar Sædís mót utan um kroppinn og hitar hann á skömmum tíma. Hún slær í gegn," segir Halldór Snæland, framleiðslustjóri Lysta- dúns-Marcos, sem hefur lokið við að þróa sér- hannaða dýnu fyrir sjó- menn með hjálp Iðn- tæknistofnunar. Dýnan hefur verið nefnd Sædís, og er nú varla friður fyrir sjómönnum og útgerð- armönnum sem vilja fá hana í skip sín. Sædís er hönnuð þannig að hún heldur sjómanninum í föstum skorðum á meðan hann sefur. Al- gengt er að f brælu kastist sjómenn til í kojunni milli rúmstokks og byrð- ings og sofi iíla. Oft reyna þeir að halda sér föstum í kojunni með því að spyrna í rúmstokkinn eða byrð- inginn, með tilheyrandi álagi á vöðvana. „Sædís- in gerir þetta ónauðsyn- legt. Þetta er tveggja laga dýna með þrýstíjöfnun- arsvampi sem sjómenn sökkva ofan í. Svampur- inn myndar mót utan um líkamann og þegar skipið berst um heldur þetta mönnum föstum á yfir-1 borði dýnunnar," segir Halldór. Fimm ár tók að hanna Sædísi í núverandi mynd svo sjómenn mættu njóta góðs nætursvefns. Samkvæmt rannsókn Lovísu Ólafs- dóttur iðjuþjálfa í sumar eru vel- flestir sjómenn illa sofnir, ekki síst vegna lélegrar svefndýnu. Hún kall- aði á bættar dýnur þeim til handa, enda er slæmur svefn vítahringur sem lýsir sér meðal annars í minni ár- vekni í vinnu og meiri slysahættu til sjós. Nú þegar hafa nokkur hundruð eintök af Sædísi farið um borð í ís- lensk skip og vonast Hall- dór til þess að hún fari út í heim. „Við vonumst til þess að allir sjómenn liggi á Sæ- dísi áður en langt um líður. Þetta er dýna sem gerir ótrúlegustu hluti. Við seljum hana grimmt núna og höfum fengið fyrirspurnir erlendis frá. Ég veit ekki til þess að nokkur önnur dýna sé til í heiminum, sérhönnuð fyrir sjómenn," segir Halldór. jontrausti@dv.is 1335^. Haildór Snæland með Sædísi Islenksir sjómenn hafa hingað til legið áhörðum svampdýnum og sofið illa, samkvæmt rannsókn til sjós. Nú birtir til hjá sjómönnum pt því komin er fram ný sérhönnuð dýna fyrirsvefn á sjó sem varþró- uð i fimm ár með liðsinni Iðn- tæknistofnunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.