Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2003 Fréttir DV Bónusstarfs- maðurjátar sekt Starfsmaður Bónuss hefur játað við yfirheyrslur hjá lögreglu að hafa verið í vitorði með þeim Jóhanni Bjarna Guðjónssyni og Heimi Inga Hafþórssyni, sem játað hafa vopnað rán í verslun Bónuss við Smiðju- veg í fyrrakvöld. Maðurinn var einn þeirra sem voru í versluninni þegar ránið var framið. Annar piltanna mun hafa unnið hjá einhverju fyrirtækja Baugs fyrir ári eða svo. Komið hefur fram að þeir fengu haglabyssur sem þeir notuðu við ránið úr innbroti £ Keflavík í síðustu viku. 320 þúsund ferðamenn Fjöldi ferðamanna á ís- landi stefnir í 320 þúsund. Niðurstöður úr talningum Ferðamálaráðs íslands á ferðamönnum sem fara um Leifsstöð sýna að það sem af er ári hafa komið tU landsins mun fleiri ferða- menn en í fyrra. Aukningin á milli ára nemur rúmum 22%. Verði áframhaldandi aukning í desember með sama hætti stefnir í að ferðamenn verði um 320.000 £ ár, sem þar með væri orðið metár í íslenskri ferðaþjónustu. Bjartsýnir á verksmiðju Ákvörðun um byggingu Stálpípuverksmiðju í Helguvík mun liggja fyrir innan fjögurra vikna að sögn Barry Bernstein aðal- eiganda International Pipe and tube. Víkurfréttir greina frá því að forsvars- menn fyrirtækisins séu mjög bjartsýnir á að stál- pípuverksmiðjan verði reist í Helguvík. Þeir skoðuðu framkvæmdir í Helguvík á þriðjudag og ræddu einnig við forystumenn íslenskra banka. Rannsókn í fullum gangi Rannsókn á meintum kynferðisbrotum Sigur- bjöms S. Grétarssonar á Patreksfirði er í fullum gangi. Forræði rannsóknar- innar er á höndum sýslu- mannsins á Patreksfirði en embætti Ríkislögreglustjóra aðstoðar við hana. Meðal þess sem verið er að rann- saka em tölvugögn sem fundust hjá Sigurbirni og unnið er úr upplýsingum úr viðtölum í Barnahúsi við drengina sem kærðu hann fyrir kynferðislegt ofbeldi. Félagar frændanna Jóhanns Bjarna Guðjónssonar og Heimis Inga Hafþórssaonar göntuðust með hugmyndina um að ræna 10-11. Jóhann og Heimir keyptu sér stoln- ar haglabyssur og létu verða af því. Þeir töldu sig þurfa pening til að fara úr landi. Frændurnir tóku þátt í innrás á heimili innflytjenda í september. Frændurnir Jóhann Bjarni Guðjónsson og Heimir Ingi Hafþórsson, 19 ára piltar úr Kópa- vogi, vildu fjármagna utanlandsferð með vopn- uðu ráni í matvöruverslun Bónuss í Kópavogi á mánudagskvöld. Félagi þeirra, Óskar Harðarsson, tvítugur vörubílsstjóri, segir Heimi hafa viljað kaupa farmiða til Norðurlandanna til að hitta for- eldra sína. „Þetta var síðasta úrræði hjá þeim. Þá vantaði pening til að fara út um jólin. Heimir vildi hitta foreldra sína, en Jói var kominn með ógeð á íslandi og vildi fara burt,“ segir Óskar. Jóhann og Heimir keyptu sér stolnar hagla- byssur og fóm með þær afsagaðar í Bónus klukk- an 8 á mánudagskvöldið, klukkutíma eftir að Jó- hann hjálpaði föður sínum að mála heimilið. Þeir hótuðu starfsmönnum og skipuðu þeim að krjúpa á knén. Óskar er hluti af vinahópi þeirra frænda og segir þá eins og bræður sína. Vinahóp- urinn hafði talað um það sín í milli að ræna mat- vörubúð 10-11. „Við emm fullt af góðum vinum, ekki gengi. Þetta er ekki eitthvað Brooklyn dót. Fullt af gaurum voru búnir að tala um að gera vopnað rán í búð. Við vorum að gantast með að fara inn í 10-11. Ég tók því ekki alvarlega," segir Óskar. Hann segir að frændurnir hafi verið í vinnu hjá verktaka í húsasmíði sem þeir hættu í vegna yfir- gangs yfirmannsins. „Þeir ætluðu að fara á at- vinnuleysisbætur og síðan, barabing-barabúm, Innrás í Fífuseli Bónusræningjarnir tóku þátt i innrás á heimili filippeyskrar fjölskyldu i haust í hefndaraðgerðum með vina- hópi sínum. Óskar Harðarsson Félagi frændanna sem rændu Bónus segir þáhafa vantað pening til að komast úr landi. em þeir búnir að ræna búð. Þegar ég heyrði þetta gmnaði mig að þetta væru þeir, vegna þess að það var búið að tala svo mik- ið um þetta. En þetta em svo miklir rólynd- isstrákar, mér brá mest út af því að þeir fóm með haglabyssur og létu fólkið krjúpa. Ég held reyndar að ef fólkið hefði staðið upp og sagt þeim að halda kjafti hefðu þeir hlaupið í burtu. En það er ekkert mál að redda sér byssu. Annað hvort borgarðu á borðið eða krítarðu á það og ef þú ert ekki búinn að borga ertu meiddur." Óskar hefur ekki trú á því að fangelsis- vist sé til mikillar betrunar. Sjálfur sat hann inni á Skólavörðustíg í mánuð í skuldafangelsi, þar sem hann að eigin sögn lærði mikið. „Maður spjallaði við þetta lið í fangelsinu. Ég frétti hluti og lærði hvernig ætti að komast upp með Iiluti. Þetta er bara glæpaskóli. Maður kemur út miklu verri en þegar maður kom inn. Ég á eftir að skamma strákana íyrir að vera á eigin bíl. Það var það vit- „ Við erum í skóla lífsins og þeir voru að falla á honum núna." lausasta sem þeir gátu gert, fyrir utan að ræna búðina," segir hann. Hann hefur ekki tollað í skóla ffekar en frænd- urnir. „Við emm í skóla lífsins og þeir vom að falla áhonum núna.“ Samkvæmt heimildum DV tóku frændurnir tveir þátt í að gera innrás á heimili filippeyskra innflytjenda í Fífuseli í Breiðholtinu í september. Þar var vinahópur þeirra að beita sér í sameiningu gegn ungum manni frá Filippseyjum. Búið er að yfirheyra alla sem tengjast málinu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu býr vinahópurinn í eigin sagnaheimi þar sém fara á flug ýmsar sögur um barsmíðar og kynferðisbrot sem æsa hópinn upp. Um er að ræða hóp ungra manna, meðal annars úr Kópavogi, Hafnarfirði og Keflavík. jontrausti@dv.is Hvar eru töffararnir? Svarthöfði er með böggum hildar þessa dagana. Hann hefur alltaf ver- ið veikur fýrir Framsóknarílokknum, enda er Svarthöfði á ýmsum aldri og meðal annars alinn upp þegar Her- mann Jónasson var formaður flokksins. Þá voru sæludagar og framsóknarmenn voru mestu töffar- ar á landinu. örlítið hallaði undan fæti þegar Eysteinn Jónsson varð formaður, því enda þótt Eysteinn væri vænsti maður og harður í horn að taka í pólitík, þá verður nú varla sagt að hann hafi verið ýkja mikill töffari - nema þá á skíðunum. Síðan tók Ólafur Jóhannesson við og hans formannstíð gekk nú aðallega út á drýldnislegt glottið, sem gerði Ólaf virkilega að sannkölluðum töffara. En óneitanlega var Ólafur undir lok- in orðinn svolítið roskinn og því kom ferskur andblær með Stein- grími Hermannssyni - sem var því- líkur töffari á sinni tíð að það hálfa hefði verið nóg. Gallinn fýrir Stein- grím var sá að hann var upp á sitt besta á sama tíma og ýmsir aðrir flokkar tefldu líka fram sínum skæð- ustu töffurum í langan tíma, þar sem voru þeir Jón Baldvin Hanni- balsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Því bar óneitanlega dálítið minna en ella á því hversu skæður töffari Steingrímur var. En hann var samt bestur! En nú er öldin önnur. Þótt margt gott megi um Halldór Ásgrímsson segja, þá verður hann seint talinn mikill töffari, og þörf Svarthöfða fyrir töffaraskap hefur því lftt verið fullnægt um skeið. En þegar Árni Magnússon var útnefndur krón- prins flokksins með ráðherradómi sínum eftir kosningarnar í vor þótti Svarthöfða vænkast sinn hagur. Þarna var kominn gamall pönkari og Svarthöfði sá fram á að Sex Pistols tækju brátt að hljóma úr ráðuneytinu. En eitthvað hefur Árna skjöplast í pönkinu. Nú síðast segir DV að hann hafi þrívegis neit- að því að hann myndi draga frum- varp um atvinnuleysisbætur til baka áður en haninn gól tvisvar, en lúpaðist svo til baka með frum- varpið sitt. Ekki var mikill töffara- bragur á því... Svaithöföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.