Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Qupperneq 18
78 FIMMTUDAGUR 1 h DESEMBER 2003
Fókus DV
m
Stjörnuspá
Bryndís Ásmundsdóttir, leikkona og
umsjónarmaður Djúpu laugarinnar, er
28 ára í dag. „Hún gefur allt sem hún
kann að eiga ef svo ber
undir og nýtur þess að
skemmta sér með því
að deila hamingju-
stundum sínum
meðal fólksins
sem skipar stóran
sess í hjarta
hennar."
Bryndís Ásmundsdóttir
\A; Vatnsberinn f2o./ím.-;8.fe/)rj
VY ----------------------------------
Efvandamál hvílirá herðum
þínum mun lausnin koma fljótlega af
sjálfu sér. Ekki hika við að láta óskir þín-
ar rætast á meðan aðstæður veita þér
tækifæri til að framkvæma þær.
\í (19.febr.-20.mm)
' ' Leyfðu þér að upplifa daglega
vellíðan með því fólki sem á vísan stað í
hjarta þínu. Hér kemurfram að þú virðist
oft ekki vera með hugann við það sem
þú ert að fást við þessa dagana en líðan
þín mun án efa breytast til batnaðar inn-
an tíðar ef þú leyfir þér að hlúa vel að
hjartastöðvum þínum.
CY3 Hrúturinn (21.mars-19.apni)
Leyfðu þér að fara á flug með
innstu þrár þínar varðandi framtíðina
en haltu jafnvægi þínu réttu og deildu
hugsunum þínum og áhugamálum
með þeim sem þú treystir. Láttu skoð-
anirfélaga þinna ekki hafaáhrifá
ákvarðanatöku þína þessa dagana.
ö
NaUtÍð (20. april-20. mai)
Þú ættir að vera óhrædd/ur
við að taka ákvarðanir sem þú hefur ef-
laust lengi frestað. Endanleg ákvörðun
þín kemur sér vel fyrir þig. Heilsa þín er
vissulega góð og líkamsstyrkur þinn
eykst ef þú hugar vel að líðan þinni og
hemur skap þitt gagnvart náunganum.
Tvíburarnirp/. ma/-2;./úní)
Þú býrð yfir auði sem er varan-
legur vegna þíns einstæða hæfileika,
hafðu það hugfast. Peningar virðast
skipta nokkru máli um þessar mundir
en þér er ráðlagt að gæta mjög vel að
eigin jafnvægi og vellíðan.
Kmbbm (22. júni-2iíúio
Ekki gleyma að kanna alla
þína hæfileika vel og vandlega og
reyndu að einbeita þér að þeim sem þú
hefur litið fram hjá eða tekið sem sjálf-
sagða, ef þú ert fær um það.
l)Órifö(2liúllr22.dgúst)
Ekki gleyma að efla góðverk
þín og alúð í garð þeirra sem þarfnast
þín helgina sem fram undan er. Þú hrifur
náungann hér með töfrum Ijónsins að
vild og ættir ekki að misnota aðstöðu
þína þegar ástin er annars vegar.
Meyjan (23. ágúst-22. septj
Haltu þig frá undankomuleið-
um sem þú gætir átt til að leita í á þess-
um árstíma og fyrir alla muni ekki eyða
dýrmætum tíma þínum í dagrauma.
Q Vogin (23.sept.-23.okt.)
Ef þú tileinkar þér að bæla
með þér neikvæðartilfinningar þá kem-
ur að því fyrr eða síðar að hinar já-
kvæðu fylgi á eftir og heldur þannig
hugsanlega áfram ef þú gerir ekkert í
því. Hlustaðu á eigin líðan þessa dag-
ana og elskaðu af einlægni.
ni
Sporðdrekinn (2iokt.-21.n0vj
Stjarna þín skín skært hérna og
þarfir þínar verða uppfylltar. Leyfðu þér
að viðurkenna framúrstefnulega hugsun
þína fýrir sjálfinu og öðrum en hafðu
hugfast næstu daga að vonbrigði vakna
áhjákvæmilega hjá fólki sem vill breyta
öðrum og breytist síðan í reiði.
Bogmaðurinn (22.n0v.-21.des j
/
Hér snýst hamingjuhjól þitt
þér í hag ef þú aðeins leyfir þér að hlúa
betur að tilfinningum þínum. Þér er án
efa illa við breytingar en það sem mun
hjálpa þér er næsti kafli hefst, er að þú
ræður við hvaða aðstæður sem þú tekst
á við.
Steingeitin (22.des.-19.janj
Án ástar þrífst stjarna steingeit-
ar svo sannarlega ekki en þú ert án efa
meðvitaður/meðvituð um þá staðreynd,
og því ættir þú að opna hjarta þitt.
SPAMAÐUR. IS
Í5
Ingibjörg Sigfúsdóttir hefur skrifað bók um að ganga með MS-sjúkdóminn.
Segir mikilvægt að nýta erfiða reynslu og miðla af þekkingunni. Matarræði
hefur mikil áhrif á líðan og er tortryggin á allar lyfjatökur.
's a rosum
„Ég trúi að með réttu mataræði getum við haft
óskaplega mikil áhrif á heilsu okkar. Sjálf hef ég
reynt í veikindum mínum að velja allan mat af
kostgæfni, þá meðal annars með tilliti til þess
sjúkdóms sem ég geng með. Ekki síður þurfum
við að gaumgæfa vel öll þau ráð sem við fáum frá
læknum og heilbrigðisstarfsfólki og megum ekki
taka þau alltaf sem heilagan sannleik. Gagnrýnin
er nauðsynleg," segir Ingibjörg Sigfúsdóttir. Fyrir
nokkrum dögum kom út bókin Dans á rósum sem
Ingibjörg hefur skrifað og gefur sjálf út. Þar segir
hún frá reynslu sinni af MS-sjúkdómnum sem
hún veiktist af fyrir tæpum fjörutíu árum. Hún
hefur öll þau ár leitað óhefðbundinna leiða til að
halda sjúkdómnum í skefjum, sem um margt hafa
borið árangur.
Sneri reynslu mér í vil
Ingibjörg segist hafa verið síðustu þrjú árin
eða svo að skrifa þessa bók. Sér hafi þótt saga sín
eiga erindi til almennings, enda hafi í tímans rás
margir leitað til sín sem ekki hafi fengið bót
meina sinna með hefðbundnum lækningum. Þá
hafi mörgum gefist vel að leita sér ráða í tímarit-
inu Heilsuhringnum, en Ingibjörg er meðal
þeirra sem kom'a að útgáfu þess. Þar er að finna
margvíslegar leiðbeiningar um óhefðbundnar
lækningar.
„Fólk getur lent í erfiðri reynslu af öllum
mögulegum ástæðum, en þá skiptir líka öllu að
geta snúið þessari reynslu sér í vil. Dregið af henni
lærdóm, eins og ég hef kostað kapps um að gera,"
segir Ingibjörg, sem fór fyrst að finna fyrir ein-
kennum MS-sjúkdómsins snemma árs 1964. Það
var hins vegar ekki fyrr en þrettán árum síðar sem
hún fékk endanlega greiningu á því hverrar ættar
þessi sjúkdómur væri.
Hvað borðaði ég í gær?
„Margir læknar hafa fallið í þá freistni að
kanna ekki málin til hlítar þegar konur kvarta yfir
einhvers konar veikindum. Spyrja um álag og
streitu og sé hún til staðar útvega þeir róandi lyf,
sem sjaldnast hafa tilætluð áhrif," segir Ingibjörg.
Hún kveðst gjalda varhug við lyfjum almennt og
taka engin slík í dag. Það sé trú sín að stundum
geri lyf meira ógagn heldur en hitt. Inntaka
vítamína geri stundum fullt eins mikið gagn.
Ár eru liðin síðan Ingibjörg stokkaði upp allt
sitt mataræði. Hætti til dæmis að drekka kaffi og
borða sykur. Fór þess í stað að sækja meira í
kolvetnaríkan mat, svo sem grænmeti, fisk, fitulít-
ið heilsteikt lambakjöt og stundum grjón.
„Stundum þegar ég er eitthvað verri en ég á
annars að mér að vera fer ég að hugsa um hvað ég
hafi borðað daginn áður. Þar liggur þá yfirleitt
skýringin að vanlíðan minni þann daginn."
Spaugilegt hjólastólastríð
Ingibjörg er rúmlega sextug að aldri, bónda-
dóttir austan úr Norðíjarðarsveit, en hefur búið í
Reykjavík í áratugi. Hún hefur starfað við sitthvað
um dagana, en kennir sig hins vegar við Heilsu-
hringinn - blaðið sem hún hefur svo lengi gefið út
í félagi við fleiri. „Þrátt fyrir alla þá reynslu sem ég
hef gengið í gegnum af völdum veikindanna hef-
ur lífið engu að síður verið mér afskaplega gott,“
segir Ingibjörg.
Hún hefur síðustu níu árin verið bundin við
hjólastól. Segist lengi hafa þráast við að fara í
hjólastól eftir að kraftur og orka fóru að þverra að
marki og talið að þá yrði svo erfitt að hafa sig af
stað aftur. Að lokum hafi hún ekki átt neitt val.
„Hins vegar hef ég þurft, varðandi hjólastól-
inn minn, að há spaugilegt stríð við Trygginga-
stofnun ríkisins, sem um margt er þunglamaleg
stofnun. Fyrr á þessu ári fékk ég nýjan hjólastól
og þá hafði ég alltaf verið í sama svarta stólnum.
Nú langaði mig að fá gráan stól, það sækir
óþrifnaður í þá svörtu. Reglur stofnunarinnar
virtust hins vegar vera þannig að ég mætti ekki fá
gráan stól - sem þó fékkst að lokum eftir margra
mánaða baráttu. Mér finnst nauðsynlegt að
horfa á þessa baráttu jákvæðum augum og draga
af henni þann lærdóm sem má,“ segir Ingibjörg
og brosir.
Kjarkur og þekking
Nafnið á bókinni, Dans á rósum, hefur í raun
tvíþætta merkingu að sögn Ingibjargar. Annars
vegar að lífið sé, þegar allt kemur til alls, harla
gott og rósum prýtt, en líka hitt að engar rósir
séu án þyrna og allar stingi þær illilega.
„Það þarf kjark og þekkingu til að taka ábyrgð
á eigin heilsu. Þekkingu til að geta valið sér leið-
ir og kjark til að þora að fara þá leið sem valin er,
hvað sem viðteknar venjur segja. Ég er svo sann-
arlega búin að kynnast því hvað þarf mikið þor
til þess að taka ákvörðun gegn vilja læknis og
gegn skoðunum vina og vandamanna sem allir
telja að þeir viti hvað er manni fýrir mestu. Til
þess að öðlast þennan kjark þarf að afla sér
þekkingar," segir Ingibjörg í lokaorðum bókar
sinnar.
sigbogi@dv.is
Ingtbjorg með bok stna „Þoð þarfkjark og
þekkingu til að taka ábyrgð á eigin heilsu. Þekk-
ingu til að geta valið sér leiðir og kjark til að
þora að fara þá leið sem valin er, hvað sem við-
teknar venjur segja," segir Ingibjörg Sigfúsdóttir
i bók sinni sem hún heldur hér á.
DV-mynd: -sbs
Læknisráðin
eru ekki heilög