Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Blaðsíða 29
- DV Fókus FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 29 Rprinn milli Slones og Bitlonna heldur áfram Dætnr rokkgoöa í hsr ss Þær eru báðar dætur rokkgoða og ættu eigin- lega að eiga margt sameiginlegt. Elizabeth Jagger er ekki alveg sammála því henni finnst fatahönnuðurinn Stella McCartney, dóttir bítils- ins Paul, ömurleg. Eða alla vega fötin sem hún hannar. Hin 19 ára dóttir Micks Jagger sagði: „Mér finnst Stella vera löt við hönnun sína. Það er bara ekki nóg að endurgera buxnadragtir." Og Elizabeth, sem vill láta kalla sig Lizzy, segist ekki heldur fá neina ánægju út úr því að umgangast Stellu og hennar fólk: „Hún er aðeins of mikið. fyrir mig. Hún lætur eins og við séum systur en ég þekki hana eiginlega ekki neitt. Ég þoli ekki þetta rokkstelpudæmi. Ég er heldur ekkert fyrir það að hanga með börnum annarra rokkstjarna þótt ég lumi reyndar á slúðri um nokkur." Stella í vandræðum Elizabeth hefur útlitið frá mömmu sinni, fyrrum fyrirsætunni Jerry Hall, og hóf sjálf störf í fýrirsætuheiminum þegar hún var 13 ára. Hún hefur nú starfað sem fyrirsæta í New York í eitt ár. Árásir hennar koma ekki á mjög góðum tíma fyrir hina 31 árs Stellu efúr að nýlega kom í ljós að tískufyrirtæki hennar tapaði yfir 7 milljónum punda fyrstu tvö árin í rekstri, og treystir nú á verkefni og ölmusur frá móðurfélagi sínu, Gucci. Annar hönnuður, Jeff Banks, sagði nýlega að föt Stellu væru viðvaningsleg hönnun en hún getur þó huggað sig við að Madonna, Gwyneth Pal- trow og Uma Thurman hafa allar klæðst fötum frá henni. Jagger stoltur af dótturinni Elizabeth gefur þó ekki mikið fyrir það. Hún er reyndar sjálf upptekin af því að eyða sögu- sögnum um að pabbi hennar sé ekki fylgjandi því að hún starfi sem fyrirsæta. „Það er bara kjaftæði," sagði hún. „Eins og allir pabbar vildi hann bara að ég kláraði námið áður en ég færi að vinna. Ég gerði það og hann er mjög stoltur af mér núna. Hann er líka sáttur við að yngri systir mín ætlar að verða dýralæknir." í framtíðinni stefnir Elizabeth á að verða leikkona, en er ekki tilbúin að gera hvað sem er til að ná því mark- miði. „Ég flaug til Los Angeles í prufu íýrir mynd um Lísu í Undralandi. En eins og týpískt er fýrir 1A átti Lísa að vera bandarísk og eiturlyfjafíkill. Ég fór áður en ég heyrði meira, þetta var ömur- legt." Elizabeth Jagger fkki sátt vid Stellu, dóttur bítilsins Paul McCartney. Stella McCartney ÁI stöðugum erfíðleikum með að fóta sig sem fata- hönnuður.. DV. '* Fáðu áskrift Sími 550 5000 askrift@dv.is www.visir.is Nýtt DV sex morgna vikunnar. Ekkert kynningartilboð. Engin frídreifing. Mánaðaráskrift 1.995 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.