Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003
Sport DV
>
Hart að refsa strax
„Við megum fara yfir
600.000 kr. þar sem við
emm með spilandi þjálfara
og leikmenn. Við greiðum
550-580.000 kr. á mánuði.
Kaninn okkar fær 1000
dollara og við emm í fínum
málum með Serbana okkar sem
kosta ekki mikið og em á
lágmarkslaunum," segir Eggert
Baldvinsson, formaður körfuknatt-
leiksdeildar Breiðabliks.
„Ég er ánægður með reglurnar en
mér flnnst fullhart að liðunum sé
refsað á fyrsta ári. Ég hefði
viljað sjá félögin fá meiri
aðlögunartima áður en KKI
byrjar að deila út
fjársektum. Svo er spurning
hvernig menn tækla blessað
lukkudýrið. Menn geta eytt
miklum peningum í búninginn og
einnig geta þeir fengið einhvern
gamlan búning sem einhver
dimmiteraði í. Það er allt spurning
um metnað hvers félags en það er oft
frekar lítill tilgangur að vera með
lukkudýr þegar fáir em á vellinum.“
GRINDAVÍK
Lukkudýrið plága
„Við erum með allt
klárt. Launakostnaður hjá
okkur er um 470-480.000
kr. á mánuði. Við kjósum
hins vegar að gefa ekki upp
hvað útlendingarnir okkar
hafa í laun,“ segir Magnús
Andri Hjaltason, formaður
körfuknattleiksdeildar Grindavíkur,
en þeir hafa í sínum herbúðum tvo
útlendinga.
„Reglurnar auka vinnu stjórnar-
manna. Lukkudýrið er það versta af
öllu og í sjálfu sér plága
fyrir okkur því það er
hreinlega erfltt að finna
einhvern sem er tilbúinn
að leika lukku-dýrið. Sllkir
menn eru ekki tíndir upp af
götunni. Annars flnnst mér
þessar reglur mjög jákvæðar og ég
vil gjarna að það sé haldið í allar
hinar reglurnar, en ég myndi ekki
beint gráta það ef reglan um
lukkudýrið fengi að hverfa úr
bókinni."
SPURNINGALISTI DV
(þróttafréttamennirnir Óskar Hrafn Þorvaldsson og Henry Birgir
Gunnarsson spurðu forráðamenn í hverju félagi sömu spurninganna.
I fyrsta lagi voru forráðamennirnir spurðir að þvi hvort þeir væru með allt
sitt á hreinu undir launaþakinu og hvort þeir væru tilbúnir að gefa upp hvað
útlendingarnir i liði þeirra hefðu í mánaðarlaun. Liðin mega greiða
leikmönnum sínum laun og hlunnindi er nema 500.000 kr. á mánuði. Sú
upphæð getur reyndar hækkað ef þjálfarinn er einnig leikmaður sem og ef
aðrir leikmenn þjálfa hjá félaginu.
í öðru lagi voru forráðamennirnir spurðir áiits á nýrri reglugerð
Körfuknattleikssambands (slands, KK(, er varðar umgjörð leikja í Intersport-
deildinni en félög þurfa nú að dreifa leikskrá á öllum heimaleikjum, spila
tónlist í hléum, skila leikskýrslum á Netið tveimur tímum eftir að leik lýkur og
skarta lukkudýri sem á að halda uppi almennri stemningu meðan á leik
stendur.
DV Sport hefur skoðað reglur þær sem Körfuknattleikssamband
íslands setti í haust fyrir lið í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Þessar
reglur eru nýjar afnálinni og hafa menn ekki verið á eitt sáttir um
ágæti þeirra. DV Sport hafði samband við forráðamenn allra
félaganna í Intersport-deildinni í gær og spurði út í reglurnar og hversu
auðvelt það væri að uppfylla skilyrðin sem sambandið setti varðandi
launaþak og umgjörð leikja.
Svo virðist sem forráðamenn
liða í Intersport-deildinni í
körfuknattleik séu yflr höfuð nokk-
uð sáttir við launaþakið sem
Körfuknattleikssamband íslands
ákvað að setja á liðin í deildinni en
það gerir félögum ókleift að borga
meira en fimm hrundruð þúsund
krónur í laun á mánuði. Flestir
forráðamannanna segja launaþakið
hafa þau áhrif að laun erlendra
leikmanna hafl lækkað verulega,
eða eins og Lárus Ingi
Friðfinnsson,
formaður
körfuknattleiksdeildar Harnars í
Hveragerði, orðaði það:
„Ég er ánægður með launaþakið
því að það hefur gert okkur kleift að
minnka launakostnaðinn. Kanarnir
núna kosta minna saman heldur en
einn gerði í fyrra þannig að ég brosi
breitt. Sá var reyndar í dýrari
kantinum og þegar hann bauð fram
þjónustu sína í sumar höfðum við
lítinn áhuga á
honum,“ sagði
Friðfinnsson.
Lárus Ingi
Ekki nægt eftirlit
Nokkrir forráðamannanna hafa
þó áhyggjur af því að KKÍ geti ekki
haldið uppi nógu öflugu eftirliti
með því að farið sé að settum
reglum en allir segjast þeir fara að
settum reglum.
„Ég fæ ekki séð að KKI hafi
bolmagn til að fylgja þessu
almennilega eftir. Það hefúr að
minnsta kosti ekki verið
þannig að undan-
förnu. Eftirlits-
nefndin verður
að vera
sýnileg því
að það
Tveir Kanar á verði eins
„Launakostnaðurinn hjá okkur er
afskaplega lágur. Kanarnir
okkar tveir em með 1700
dollara á mánuði en reynd-
ar fær sá stærri frákasta-
bónus sem er ekki hár. Fyr-
ir utan það er eingöngu
þjálfarinn á launum á með-
an allir í kringum þá era í sjálfboða-
vinnu. Ég er ánægður með launaþak-
ið því að það hefur gert okkur kieift að
minnka launakostnaðinn. Kanarnir
núna kosta minna saman heldur en
einn gerði í fyrra þannig að ég brosi
breitt," sagði Láras Ingi Friðfinnsson,
formaður körfuknattíeiksdeildar
Hamars í Hveragerði.
„Það eina sem okkur
vantar er heimasíða. Það er
verið að vinna í henni og
miðað við það sem ég hef
séð lofar hún góðu og verð-
ur vonandi komin fljótt í
gang. Við eram með þrjú
lukkudýr, heilan dýragarð, því fyrir
utan þunglynda apann Bóbó erum
við með gíraffa og frosk. Öðru sem
fellur undir þessa reglugerð hefur
verið auðvelt að fylgja og hinir frá-
bæra stuðningsmenn okkar sjá um
að umgjörðin á leikjum sé fyrsta
flokks. oskar@dv.is
ÍR
Langt undir þakinu
„Það er óhætt að segja
það. Við erum langt undir
launaþakinu og greiðum
aðeins um 300.000 kr. á
mánuði, sem verður að
teljast ansi gott. Við erum
aðeins með einn Kana og
hann fær 1100 dollara á
mánuði," segir Þorgeir Einarsson,
formaður körfuknattíeiksdeildar ÍR.
„Nýju reglurnar hafa lítil áhrif á
okkur þar sem við höfum verið með
slíka umgjörð í mörg ár. Við erum í
góðum málum hvað varðar
lukkudýrið þar sem við
eigum búning á
lukkudýrið okkar og
þurfum ekki að eyða
pening í það. Ég væri
persónlega ekki tilbúinn
að eyða í nýjan, rándýran
búning í dag. Annars
finnst mér það, að vera með
lukkudýr á öllum leikjum, vera
hálfgerður skrípaleikur því oft og
tíðum eru húsin hálftóm og því
fáranlegt að sjá lukkudýr ná upp
stemningu hjá örfáum hræðum."
Éinn sem fær pening
„Við erum langt undir launa-
þakinu enda bara með einn leik-
mann sem fær pening.
Hann fær á bilinu 1500 til
2000 dollara þannig að
okkar staða er klár. Ég er
hins vegar á móti launa-
þakinu því að mér finnst
að menn eigi að fá að eyða
því sem þeir vilja í friði til að byggja
upp öflug lið. Mér finnst svolítið
verið að ýta undir meðalmennsku
með þessu þaki, enda hefur KKÍ
ekkert bolmagn til að fylgja því eft-
ir,“ sagði Sverrir Hjörleifsson, for-
maður
Hauka.
körfuknattleiksdeildar
„Nei, ég held ekki. Ég
held að þessi viðleitni
sambandsins sé hið besta
mál. Hún er leiðbeinandi
fyrir félögin því að það
hlýtur að vera markmið
hvers félags að skapa sem
besta umgjörð. Við erum ekki
komnir með lukkudýr en erum að
vinna í því. Það kostar okkur ekki of
mikið og ég held að það geti skilað
miklu þegar fram í sækir."
oskar@dv.is
KEFLAVÍK
Verða að fara sér hægt
„Við eram í alveg frábærum mál-
um þessa dagana og með allt okkar á
hreinu. Við erum með launakostnað
upp á 460 þúsund. Ég ætla
ekki að fara út í sundurlið-
un launanna en get þó sagt
að Kanarnir tveir era einu
leikmennirnir sem fá laun
hjá okkur. Ég er mjög sáttur
við þetta launaþak því að
forráðamenn liða hafa verið mjög
harðir í samningum fyrir þetta tíma-
bil,“ sagði Hrannar Hólm, formaður
körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.
„Ég held að menn verði að fara sér
hægt í þessum efnum því að það er
varla vilji fyrir því að félögin lendi í
vandræðum. Það verður að gæta
fyllstu sanngirni, enda starfar fólk í
sjálfboðavinnu fyrir félögin.
Við erum með lukkudýr,
öfluga heimasíðu og fína
umgjörð en höfum átt í
vandræðum með að skila
skýrslum inn á réttum tíma.
Þau mál eru hins vegar
komin í réttan farveg núna. Ég brýni
bara fyrir mönnum hjá KKÍ að muna
að þetta er sjálfboðastarf; fólkið hjá
félögunum þiggur engan pening fyrir
sina vinnu.
oskar@dv.is
KFÍ
Svindlum
ekki
„Við vor-
um meðal
flutnings-
manna þess-
arar tillögu
og ætlum
ekki að svindla á henni. Við erum
með launakostnað upp á tæplega
400 þúsund krónur og þar er
innifalinn uppihaldskostnaður
fyrir Bandaríkjamennina tvo.
Þetta þak er hið besta mál þó að
ég hafi á tilfinningunni að það
séu ekki allir með allt sitt á
hreinu,“ sagði Guðjón Þorsteins-
son, framkvæmdastjóri KFÍ, við
DV Sport.
„Við gerum sjálfir miklar kröf-
ur til okkar varðandi umgjörð og
fullyrði að umgjörðin í kringum
leiki á fsafirði er með því glæsi-
legasta sem sést á fslandi. Það er
verið að framleiða fyrir okkur
lukkudýr í Bandaríkjunum sem
kostar okkur 1850 dollara og ég á
von á því í byrjun janúar. Það er
ísbjörn sem mun væntanlega
skapa mikla stemningu í Jakan-
um. Við veggfóðrum Vestfirðina
fyrir leiki til að minna á þá og höf-
um haldið úti heimasíðu síðan
1995 þannig að reglurnar um
umgjörð koma íþað minnsta ekki
við okkur."
oskar@dv.is