Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003
Sport DV
íþróttasamband fatlaðra hefur valið íþróttamann og íþróttakonu ársins á árinu 2003. Að þessu sinni eru það
stærstu viðurkenningu fatlaðs íþróttafólks á íslandi. Kristín Rós hlaut þessa útnefningu níunda árið í röð en
„Árið í ár var frekar rólegt, engin stórmót, en á
næsta ári verður allt brjálað hjá mér. Há-
punkturinn er að sjálfsögðu Ólympíuleikarnir í
Aþenu íseptember og ég er þegar farin að
finna fyrir mikilli pressu. Fólk ætlast til mikils
afmér en það hvetur mig áfram og ekki er
verra að fá verðlaun eins og þessi."
Það þarf ekki að kynna
íþróttakonu ársins úr röðum
fatlaðra, Kristínu Rós Hákonar-
dóttur, en hún var að hljóta þessa
viðurkenningu níunda árið í röð.
Kristín Rós, sem keppir í flokki
hreyflhamlaðra, hefur verið fremsta
sundkona heims í sínum flokki
undanfarin ár og á í dag 9 heimsmet
í 25 metra laug og 7 heimsmet í 50
metra laug.
Kristínu Rós var á dögunum veitt
viðurkenning frá alþjóðahreyfingu
JC í Danmörku en hún var ein af níu
einstaklingum sem hlaut
heiðursnafnbótina „The Out-
standing Young People of the World
2003.“ Hún sagði í samtali við DV
Sport í gær að viðurkenningin hefði
ekki komið henni á óvart en það
væri þó alltaf jafnánægjulegt að
hljóta slíkar viðurkenningar.
Finn fyrir mikilli pressu
„Ég lít á þessa viðurkenningu
sem staðfestingu á þvf að ég hef átt
gott ár. Árið í ár var frekar rólegt,
engin stórmót, en á næsta ári verður
allt brjálað hjá mér. Hápunkturinn
er að sjálfsögðu Ólympíuleikarnir í
Aþenu í september og ég er þegar
farin að finna íyrir mikilli pressu.
Fólk ætlast til mikils af mér en það
hvetur mig áfram og ekki er verra að
fá verðlaun eins og þessi," sagði
Kristín Rós.
Það er í nógu að snúast hjá henni
þessa dagana því að á milli þessi
sem hún æfir sund af miklum móð
þá er hún í Listaháskólanum og
Kennaraháskóla íslands en hún
ætlar sér að verða myndlistar-
kennari þegar fram í sækir. Það
getur þó ekki verið auðvelt að
sameina þetta tvennt, námið og
stífar æfingar?
„Jú, það gengur alveg ótrúlega
vel. Ég er reyndar bara íá hálfri ferð
í skólanum á meðan ég undirbý mig
fyrir Ólympíuleikana en ég stefni að
því að klára skólann vorið 2005."
Kristín Rós sagði að hún ætlaði
sér stóra hluti á Ólympíuleikunum
enda minnti blaðamaður hana á að
það væri nánast krafa að hún setti
heimsmet í hvert skipti sem hún
styngi sér í laugina, ynni í það
minnsta gullverðlaun.
Krafan um árangur hávær
„Ég geri mér grein fyrir því að það
er ætlast til mikils af mér. Mér hefur
gengið vel hingað til og því hefur
krafan um árangur orðið háværari.
Sú krafa fær mig hins vegar bara til
að leggja hart að mér og ég get sagt
það með ánægju að ég er á góðu róli
í æfingaáætluninni fyrir Ólympíu-
leikana."
Kristín Rós viðurkenndi að það
gleddi hana mikið þegar hún fengi
viðbrögð frá fólki og gat ekki neitað
því að hún væri ákveðin fyrirmynd.
„Ég fann fyrir því þegar ég var að
þjálfa unga krakka hjá sunddeild
Fjölnis að þeim fannst alveg
afskaplega mikið til þess koma að ég
hefði náð þeim árangri sem ég hef
náð. Ég lít svo á að fólk geti litið á
mig og sagt að það sé allt hægt ef
viljinn er fyrir hendi. Það var líka
alveg frábært þegar ég var í
æfingakennslu í Rimaskóla um
daginn og ung stúlka kom til mín og
sagði að hún hefði skrifað ritgerð
um mig því henni fannst svo mikið
til þess koma sem ég hafði afrekað."
Ekki að fara að hætta
Kristín Rós sagðist ekki vera á
leiðinni að hætta, í það minnsta ekki
á næstunni.
„Ég einbeiti mér núna að
Ólympíuleikunum og sé svo til. Ég sé
enga ástæðu til þess að hætta á
meðan ég hef enn gaman að því sem
ég er að gera og er að bæta mig,“
sagði Kristín Ros en viðurkenndi þó
að það væri alltaf erfiðara og
erfiðara að halda sér á toppnum.
„Það sækja að mér stelpur frá
Kanada, Bandaríkjunum ogÁstralíu.
Þær eru farnar að narta í hælana á
mér en ég verð bara að hrista þær af
mér, sagði Kristín Rós.
oskar@dv.is
ÍÞRÓTTAFÓLK ÁRSINS SÍÐUSTU 6 ÁR HJÁ FÖTLUÐUM
Núverandi farandbikarar fyrir val á íþróttamanni og konu ársins hjá fötluðum
voru afhentir í sjötta sinn í gær.
Kristín Rós Hákonardóttir vann bikarinn sinn sjötta árið í röð og hefur engin
önnur kona unnið til hans en Jón Oddur Halldórsson var að vinna hann inn í
fyrsta sinn. Jón Oddur varð ennfremur fyrsti frjálsíþróttamaðurinn [ fjögur ár til
að hljóta þessa viðurkenningu en sundfólk hefur verið íþróttafólk ársins í tíu af
síðustu tólf skiptum.
Verðlaunahafar síðustu tólf árin hafa verið:
Hjá körlunum
1998
Pálmi Guðmundsson, sund
1999
Geir Sverrisson, frjálsar íþróttir
2000
Bjarki Birgisson, sund
2001
Bjarki Birgisson, sund
2002 !
Gunnar Þór Ólafsson, sund *
Hjá konunum
1998
Kristín Rós Hákonardóttir, sund
1999
Kristín Rós Hákonardóttir, sund
2000
Kristín Rós Hákonardóttir, sund
2001
Kristín Rós Hákonardóttir, sund
2002
Kristín Rós Hákonardóttir, sund
2003 *
Jón Oddur Halldórsson, frjálsar íþróttir
2003
Kristín Rós Hákonardóttir, sund