Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Blaðsíða 16
76 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER2003 Fréttir 0V Jólasveinarnir eru á leið til byggða. Stekkjastaur kemur í kvöld. Börnin setja skóna út í glugga en vilja líka eignast fina jólaskó. Skókaupmaður segir jólasveina ekki blekkjast af þeim sem setja gúmmístígvél út í glugga. Tvö nýfélög í úrvalsvísi- töluna Kaldbakur og Trygginga- miðstöðin verða tekin inn í úrsvalsvísitölu Kaupahallar Islands um næstu áramót. Tryggingamiðstöðin kemst aftur inn í vísitöluna, en fyr- irtækið var skráð úr henni fyrr í ár en Kaldbakur kemur inn í fyrsta sinn. Töluverðar breytingar hafa verið á sam- setningu vísitölunnar und- anfarin misseri og í fyrsta sinn síðan 2000 er ekkert ol- íufélag í henni, en þau hafa öll verið afskráð. Börnin íá skó til Brotið á verkalýð í Bandaríkjun- um Sífellt meira verður vart við að brotið sé gegn rétt- indum launafólks í Banda- ríkjunum. Alþýðusamband íslands greinir frá því á vef sínum að fulltrúar evr- ópskrar og bandarískrar verkalýðshreyflngar hafi fundað með önnu Diam- antopoulou, ráðherra fé- lagsmála í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, til að gera henni grein fyrir þessari tilhneigingu vestan- hafs undanfarin misseri. Bandarísku verkalýðs- samtökin Al'L-CIO hafa undanfarið barist gegn sí- fellt versnandi starfsskilyrð- um félaga sinna. Evrópsku verkalýðssamtökin lýsa yfir stuðningi við baráttu bandarískra starfsbræðra sinna og fara þess á leit við ESB að sambandið taki upp málið í samskiptum við Bandaríkin. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar- innar. Hræddastur aföllu er ég við mýs, og hefalltafverið það. Nú hefég ekki lent íneinu sér- staklega hræðilegu í sam- Við hvað ertu hræddur bandi við mýs, svo þetta er al- gjörlega óútskýranleg hræðsla. Hún flokkast örugg- lega undir einhvers konar fób- íu. Ég er mikið í hestamennsku og rekst stundum á þær íhest- húsunum, en það er merkilega sjaldan sem betur fer. Fyrir utan mýsnar hræðist ég ekkert sérstakt, utan þess almenna, svo sem skakkaföll þeirra sem standa mér næst. „Já, við höfum vissulega orðið vör við aukna sölu á barnaskóm nú síðustu dagana, en hvort það tengist nákvæmlega komu fyrsta jólasveins- ins veit ég nú ekki nákvæmlega,“ sagði Valtýr Diego hjá skóverslun Steinars Waage í Kringlunni þegar rætt var við hann um skósöluna, nú þegar Stekkjastaur er væntanlegur til byggða I kvöld. Búast má við að þegar kvölda tekur muni smá- fólkið í landinu setja fjöldami allan af skóm út í glugga í þeirri von að Stekkjastaur laumi þangað einhverju gómsætu upp í munninn eða öðru smálegu. Valtýr segir hin aukna sala hjá þeim undanfarið sé fyrst og fremst í spariskóm sem ætl- aðir séu fyrir jólahátíðina sjálfa, en þegar komi að því að setja skó út í glugga séu allar hugsanlegar tegundir af skóm teknar í notkun. Stelpuskóna kalla ég gjarnan Pollýönnu-skó „Ég man að þegar ég var lítill reyndum við bræðurnir að gabba jólasveininn til að gefa okkur sem allra mest með því að setja stærstu gúmmí- stígvélin okkar út í gluggann, en jólasveininn lét að sjálfsögðu ekki blekkjast og við fengum bara eitthvað svipað og allir aðrir." Þeir spariskór sem nú eru vinsælastir fyrir börn eru að sögn Valtýs næsta klassískir og lítið um breytingar frá ári til árs. „Stelpuskóna kalla ég gjarnan Pollýönnu-skó,“ sagði hann. „Það eru lakkskór í skærum litum, með spennu yfir ristina og kannski einhverju skrauti á henni. Strákarnir fá greinilega flestir hefðbundna blankskó, en þó verðum við vör við aukna tilhneigingu til að fólk biðji um skó sem það geti kannski notað svolítið meira og oftar heldur en við jakkafötin á aðfangadagskvöld og í tveim þrem jólaböllum. Því eru að verða vinsælir skór sem eru í senn svolítið sportlegir en líka herralegir." Valtýr Diego Iskóverslun Steinars Waage með sýn- ishorn afvinsælum barnaskóm, blankskóm handa drengjunum og„Pollýönnu-skóm“handa stúlkunum. Síðasti Fjölnismaðurinn Aukin gróska hefur hlaupið í ís- lensk ævisöguskrif að undanförnu og var ekki vanþörf á. Ævisagnarit- un virtist á góðri leið með að þróast annars vegar í raupsögur sem menn sögðu af sér sjálfir og svo hins vegar lofrullur sem skrifaðar voru um pólitískusa af samherjum þeirra og aðdáendum. Þarf vart að nefna hér þá menn sem staðið hafa í fararbroddi hinnar nýju grósku - Guðjón Friðriks- son er þar afkasta- mestur en einnig hafa vakið athygli upp á síðkastið ævisögur sem skráðar hafa verið af Viðari Hreinssyni um Stephan G. Stephansson, Páli Valssyni um Jónas Hallgrímsson og nú síðast af Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni um Halldór Laxness. Bækur Aðgengileg, læsileg Meðal þessara Ung-Tyrkja í bransanum er ef til vill hætt við að falli nokkuð í skuggann ný ævisaga eftir höfund roskinn að árum sem margt hefur skrifað unt dagana en ekki svo mjög verið áberandi í fjöl- miðlum. Þetta er Aðalgeir Kristjáns- son sem ritað hefur ævisögu Kon- ráðs Gíslasonar og nefnir hana Síð- asti Fjölnismaðurinn. Væri það vissulega mikill skaði ef bók Aðal- geirs félli milli stafs og hurðar í jóla- bókaflóðinu, því unt er að ræða hið vandaðasta rit, skemmtilegt aflestr- ar og uppfullt af fróðleik. Aðalgeir skrifaði síðast bókina Nú heilsar þér á Hafnarslóð, bráðfína bók um íslendinga í Kaupmanna- höfn í upphafi nítjándu aldar. Hann hefur og skrifað ævisögu Brynjólfs Péturssonar sem var einn Fjölnis- manna líkt og Konráð Gíslason. Tímabil Fjölnismanna hefur reyrjdar verið Aðalgeiri drjúg uppspretta margvíslegra ritsmíða gegnum árin og allir bestu kostir hans sem fræði- manns og rithöfundar birtast í þess- ari nýju bók - að því er virðist full- komin þekking á viðfangsefninu og hæfileikar til að gera skil á aðgengi- legan og læsilegan hátt. Frábær yfirsýn Þeir sem eru að leita að æsilegum uppljóstrunum um ævi Konráðs Gíslasonar fara að sönnu í geitarhús að leita ullar er þeir Iesa þessa bók. Ævi Konráðs var að vísu alls ekki við- burðalaus en mestalla ævina var hann þó bundinn við skrifborð og sinnti fræðistörfum og átti fremur í andleg- um skylmingum við menn en líkam- legum. Konráð hefur stundum viljað gleymast þegar Fjölnismenn eru tald- ir upp, því hann hefur þótt fremur lítt spennandi, en eins og Aðalgeiri tekst að sýna fram á var hann þó langt frá því að vera litlaus maður. Og hann lenti reyndar líka f persónulegum raunum ýmiss konar, þótt sjaldnast bæri hann tilfmningar sínar á torg. Frá öllu saman segir Aðalgeir á hljóðlátan en afar sannfærandi hátt, lesandi fær á tilfinninguna að hvergi geti orði verið hallað og höfundur hafí frábæra yfirsýn yfír bæði ævi Konráðs og allt það umhverfi sem hann hrærðist f. Sem höfundur læt- ur Aðalgeir lítt að sér kveða sjálfur - 1 Síðasti « Fjölnis- maðurinn, y Ævi Síðasti Konráðs Fjolnismiður inn Gíslasonar Hui Höfundur: Aðalgeir Kristjánsson Útgefandi: Skrudda en leyfir heimildum að tala sem er klassísk aðferð í ævisagnaritun og gefst hér vel. Hann er heldur ekki smeykur við að draga saman og fella úr þar sem það á við. Síðasti Fjölnismaðurinn er bók sem höfðar til allra sem áhuga hafa á íslenskum menntum og menningu bæði á nítjándu öld og bæði fyrr og síðar. Aðalgeir hefur unnið verk sitt af trúmennsku og lipurleika, svo Konráð Gíslason og þeir Fjölnis- menn reyndar allir geta verið full- sæmdir af. Bókin er - líkt og við- fangsefnið - hljóðlátari en svo að höfundurinn hafi mátt vænta nú- tímaverðlauna eða upphrópana og þar af leiðandi metsölu en hún er áreiðanlega með betri bókum á sínu sviði sem út koma í ár. Illugi Jökulsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.