Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 1I. DESEMBER 2003 Fréttir DV Vildi þagga niður í stúlkunum Ian Huntley myrti skóla- stúlkurnar Jessicu Chap- rnan og Holly Wells eftir misheppnaða tilraun til kynferðislegs sambands. Þetta fullyrti Richard Lat- ham saksóknari í lokaræðu sinni í réttarhöldunum yfir Huntley í gær. Latham sagði ljóst að Huntley hefði misst stjórn á skapi sínu og til þess að þagga niður í stúlkunum hefði hann banað þeim. Huntley neitar að hafa myrt stúlkurnar en viður- kennir að þær hafi látist á heimili hans. Verjandi Huntleys, Stephen Coward, sagði í ræðu sinni að almenning- ur, sem ekki þekkti til máls- ins, vildi helst læsa Huntley inni og fleygja lyklinum. Réttarhöldunum, sem stóðu nær linnulaust í sex vikur, lauk í gær. Búist er við að dómur falli í málinu á morgun. Einkarekin elliheimili á ísafjörð? Bæjarráð ísafjarðar hef- ur samþykkt, að tillögu Ragnheiðar Hákonardótt- ur, að Hall- dóri Hall- dórssyni bæj- arstjóra verði falið að gera úttekt á þörf fyrir öldrun- ar- og hjúkr- unarrými í ísafjarðarbæ til næstu ára. Sérstaklega á að kanna hverjir gætu komið að upp- byggingu og rekstri hjúkr- unar- og öldrunarheimilis. Bæjarráð ætlar að setja á fót starfshóp til að vinna að málinu. „Það liggur mikið á að fá Liverpool til landsins á næsta ári,"segir Sigursteinn Brynj- óifsson, formaður stuðnings- mannafélags Liverpool á Is- landi. „Við verðum 10 ára á næsta ári og þá munu vera 40 ár síðan liðið lék sinn fyrsta leik i Evrópukeppni. Það var einmitt á móti KR."Sigur- steinn segir að þrátt fyrir slakt gengi liðsins ætti það að eiga einhverja sigurmögurleika á móti Islandsmeisturunum. „Þrátt fyrir að gengið hafi ekki verið sem best undanfar- ið höldum við ótrauðir áfram að styðja við bakið á okkar mönnum. Stuðningsmenn Hvað liggur á Liverpool hér á landi hafa aldrei verið fleiri en nú. Starfið i félaginu er í miklum blóma og við erum á fullu að undir- búa afmælisárið. Meðal þess sem við erum að vinna í er að fá gamlar kempur til þess að heiðra okkur með nærveru sinni á árshátíð okkar. Við erum með Barnes og Aldridge í sigtinu og þetta skýrist allt saman fljótlega." Maður frá Patreksfirði, sem dæmdur var fyrir kynferðislegt ofbeldi í sumar, geng- ur enn laus á Patreksfirði og bíður þess að Hæstiréttur taki mál hans til meðferð- ar. Fjölskyldur hafa flúið bæjarfélagið vegna mannsins. Lögreglan á staðnum fær stöðugt símtöl frá áhyggjufullum og hræddum foreldrum. Fluttu trá Patreks- tirði vejna dæmds barnaniðinns Birgir Ingólfsson, sextugur karlmaður, var í ágúst dæmdur í Héraðsdómi Vestljarða í þriggja ára fangelsi fyrir ítrekuð alvarleg kynferðisbrot gagnvart stúlkubarni sem áttu sér stað frá því að hún var sjö til ellefu ára. Dómi var áffýjað til Hæstaréttar og er maðurinn frjáls ferða sinna á meðan málið er til meðferðar þar. íbúum á Pat- reksfirði, sem DV hefur rætt við, stendur mikill stuggur af manninum. Gmnur var uppi um að hann hefði beitt fleiri börn kynferðislegu ofbeldi. Voru þau börn yfirheyrð í Barnahúsi en það leiddi ekki til þess að saksóknari gæfi út ákæru á hendur manninum vegna brota gegn þeim. Foreldrar tveggja þessara barna ákváðu að flytja með fjöl- skylduna frá Patreksfirði vegna mannsins. Þau fluttu til Reykjavíkur í byrjun september og hafa komið sér þar vel fyrir, segir ijölskyldufaðirinn. Börnin hrædd „Við gátum ekki búið þarna lengur. Börnin vom svo hrædd og fóru aldrei út nema saman. Þau þorðu ekki að fara neitt ein. Ég veit um fleiri fjöl- skyldur sem fluttu vegna sama máls. Nú em þetta allt önnur börn. Lfðan þeirra hefur gjörbreyst til hins betra.“ Kona á fertugsaldri, sem býr í nágrenni Patreksfjarðar en ólst þar upp, hefur svipaða sögu að segja. Konan óttast um dóttur sína og veit um eitt tilvik nýverið þar sem hún, ásamt öðmm stúlk- um, flúði leikvöU þar stúlknahópur var að leik. „Maðurinn kom þarna að og fylgdist með þeim úr fjarlægð: þær urðu skelfingu lostnar.'1 Móðirin undrast að maður, dæmdur fyrir alvarlegan glæp, skuli geta gengið frjáls um bæjarfélagið mánuðum saman og haldið foreldmm í skelfingu. Konan lýsir því að hún hafi nýverið ekið um götur Patreksíjarð- ar með unga dóttur sína í bílnum. Hún ók fram á manninn. „Hann brosti og veifaði til dóttur minn- ar þar sem hún sat við hliðina á mér í bílnum," sagði móðirin. „Þegar ég var að alast upp á Patró var hann aUtaf kallaður ljóti kallinn." „Þau fara í hnút þegar á að fara að yfirheyra þetta og fara að grenja. Þá er sagt við bless- að barnið að það sé illa farið á sál og líkama." Sprottið af fégræðgi Birgir fúllyrti í samtali við DV í gærkvöld að ásakanir á hendur mönnum fyrir kynferðisbort gegn börnum væm oftast sprottnar af fégræðgi. „Það em 95-98% sem em að sækjast eftir fé; sér- staklega mömmur sem vita af peningum. Sann- leikurinn er sá að þegar verið er að dæma þessa menn og engin vitni em eða eitthvað haldbært í höndunum, þá em börnin tekin trúanleg. Þau fara í hnút þegar á að fara að yfirheyra þetta og fara að grenja. Þá er sagt við blessað barnið að það sé illa farið á sál og líkama." Um eigið dómsmál segir Birgir: „Þetta er haugalygi frá byrjun til enda.“ Birg- ir og Sigurbjörn Sævar Grétarsson em tengdir fjöl- skylduböndum og er eiginkona Birgis föðursystir Sigurbjörns. Hræddir foreldrar hringja Lögreglunni á Patreksfirði berast mörg sím- töl frá hræddum og áhyggjufullum foreldrum vegna þessa manns, og enn fremur vegna hand- töku Sigurbjörns Sævars fyrir helgi vegna rann- sóknar á meintum kynferðisbrotum gegn ung- um drengjum. Sigurbjörn situr nú í gæsluvarð- haldi. Málin tvö hafa sett mikinn svip á bæjarlífið og segja má að íbúar séu í losti. Rúmlega 850 manns búa á Patreksfirði og þar í kring. Lögð er áhersla á að aðstoða börn á svæðinu við að vinna úr áfallinu, og hefur Barnastofa ákveðið að senda sálfræðing til Patreksfjarðar vegna þess. kristinn@dv.is, simon@dv.is Þrátt fyrir mikla siglingu Howards Dean sýna kannanir að Bush muni halda völdum Enginn getur sigrað Bush - enn þá Samkvæmt nýjum könnunum á ekkert framboðsefni demókrata möguleika á að sigra George Bush í forsetakosningunum 2004. Á sama tíma sýna þær að fylgi Bandaríkja- manna við Íraksstríðið er að aukast eftir að hafa dalað undanfarna mán- uði. Samkvæmt könnuninni á Howard Dean mestan möguleika, af frambjóð- endum demókrata, til þess að standa uppi í hárinu á Bush. Þó er mjótt á mununum á milli hans og Wesley Clark og Joe Lieberman. Þrátt fyrir það er Dean á mikilli siglingu. I fyrradag lýsti A1 Gore því yfir að hann myndi styðja tilnefningu Deans en könnunin var gerð fyrir þann tíma. Stuðningur Als Gore gæti gert endanlega út um möguleika keppinauta Deans að hreppa tilnefningu Demókrataflokks- ins. Þrátt fyrir þessar tölur er könnunin ekki túlkuð sem sigur fyrir George Bush. Aðeins rétt rúmlega helmingur aðspurðra telur að hann hafi staðið sig vel sem forseti. Ef kosið væri í dag fengi Dean um 40% atkvæða og þar af leiðandi hefur hann tæpt ár tii þess að saxa á muninn. Hafa verður í huga að Bush hefur ekki hafið kosningabaráttu sína og því eytt litlu af þeirri háu fjár- hæð sem hann mun eyða í kosninga- baráttunni. Kosningasjóðir Bush munu þó ekki bjarga honum ef efna- hagsástandið í Bandaríkjunum batnar ekki fyrir kosningar. Sama gildir um ástandið í írak og Afganistan. Þessir tveir málaflokkar munu ráða miklu um hvort hann situr áfram. Stemningin í kringum framboð Deans er síst að dafna. Þrátt fyrir það eru þungavigtarmenn innan flokksins efins um að hann sé ákjósanlegur frambjóðandi. Þeir telja að skoðanir hans á mörgum mikilvægum mála- flokkum fari ekki vel í þorra kjósenda. Þeir myndu frekar vilja sjá Lieberman eða Clark hreppa útnefningu flokks- ins. Flestir stjórnmálaskýrendur eru sammála um að mikil óeining sé inn- an flokksins og vera kunni að hún eigi þátt í því að demókratar tapi forseta- kosningunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.