Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003
Fréttir DV
-t
Stjórnvöld
móti stefnuí
vinnumálum
útlendinga
Miðstjóm ASI samþykkti
í gær að hvetja stjórnvöld
til þess að móta almenna
stefnu um málefni EES-
borgara og útlendinga
á íslenskum vinnu-
markaði í samráði
við samtök launa-
fólks og atvinnurek-
enda. Markmið þessarar
stefnumótunar á að vera að
koma í veg fyrir að þátttaka
útlendinga í atvinnulíf! hér
á landi leiði til skerðingar á
kjömm eða lakari vinnu-
skilyrða. Einnig ber, að
mati miðstjórnar ASÍ, að
koma í veg fyrir félagsleg
undirboð, svarta atvinnu-
starfsemi og misnotkun á
erlendu vinnuafli.
Verðbólga
yfir markmiði
Seðlabanka
Samkvæmt nýjustu töl-
um frá Hagstofu íslands
mælist verðbólga
0,2% yfir verðbólgu
markmiði Seðla-
banka íslands.
Verðbólgan hefur
verið undir 2,5%,
sem er markmið
bankans, síðan
2002. Samkvæmt
síðustu mælingu á vísitölu
neysluverðs er verðbólgan
2,7% á ársgmndvelli en
hún mældist 0,3% í desem-
ber. Samkvæmt greininga-
deild íslandsbanka ber
hækkun stjórnvalda á
óbeinum sköttum að ein-
hverju leyti ábyrgð á verð-
bólgunni.
Grétar Mar
Jónsson
Grétar Mar Jónsson, skipstjóri
og varaþingmaður, segir að
ástandið sé ekki upp á marga
fiska í Sandgerði þessa dag-
ana.„Það vantar kvóta í
npnne'L.i; byggða-
f.ffiitilikViMl.miini lagið og
horfurnar i atvinnumálum eru
ekki góðar. Það er útiit fyrir að
6 til 7 hundruð manns verði
án atvinnu vegna samdráttar-
ins hjá varnarliðinu. Við þurf-
um sértakar aðgerðir. Það er
morgunljóst." Grétar segir að
það sé þungt í mönnum
hljóðið. Þrátt fyrir það hefur
verið ágætiskropp hjá bátun-
um í Sandgerði. „Menn eru að
sækja í skötuseiinn og það
gengur sæmilega. Hins vegar
er það ekki nóg til þess að
bæta ástandið hérna."
■
-
Helmingur stúlkna í efsta bekk grunnskóla í Hafnarfirði fór á fylliri á einum mán-
uði í vor, að því er kemur fram í könnun. Þetta er langtum meira en tíðkast meðal
jafnaldra þeirra. Hafnarfjarðarbær er að láta vinna nýja skýrslu upp úr könnuninni.
Hafnfirskar unglingsstúlkur eru venju fremur
drykkfelldar ef marka má könnun sem gerð var í
mars.
Á meðan 30 prósent stúlkna í 10. bekk á land-
inu öllu sögðust hafa orðið drukknar síðustu 30
daga áður en könnunin var gerð, sögðust 48 pró-
sent stúlkna í þessum árgangi í Hafnafirði hafa
orðið dmkknar. Hlutfallið fyrir höfuðborgarsvæð-
ið í heild í þessum hópi er 33 prósent.
Drekka tvöfalt meira en drengir
Piltar í 10. í Hafnarfirði reyndust fara mun var-
legar í drykkjuna en bekkjarsysturnar því „aðeins"
íjórðungur þeirra sagðist aðspurður hafa orðið
drukkinn á síðustu 30 dögum. Landsmeðaltal
meðal drengja í þessum aldurshópi er nánast það
sama og í Hafnarfirði, eða 26%.
Ofangreindar niðurstöður eru hluti könnunar
sem íyrirtækið Rannsóknir & Greining gerði í
mars fyrir Hafnarfjaröarbæ á vímuefnaneyslu
meðal ungs fólks í bænum.
„Það er erfitt fyrir okkur
að bregðast við með
sértækum ráðum."
Geir Bjamason forvarnafulltrúi segir að í kjöi-
far þessarar skýrslu hafi verið ákveðið að gera
aðra mun viðameiri skýrslu upp úr könnuninni.
Hún sé í vinnslu og von á henni eftir jól.
Forvarnafulltrúi á kaffihúsi
„Þar koma fram sundurgreind atriði og tengsl
félagshegðunar og ýmissa lífsstilshátta. Við ædum
að vinna eftir þeirri skýrslu og leita að því sem illa
gengur, bæta það og styrkja það sem vel gengur,"
segir Geir um skýrsluna væntanlegu.
Að sögn Geirs metur hann fyrirliggjandi skýrslu
Rannsóknar & Greiningar þannig að hún segi að-
eins almennt til um ástandið.
„Það er erfitt fyrir okkur að bregðast við með
sértækum ráðum.
Við vinnum því með
skýrsluna sem nokk-
urs konar vinnugagn
og bíðum eftir frekari
gögnum," segir for-
vamarfulltrúinn, sem að
sinni vill því ekki svara
spumingum um einstaka
þætti í könnuninni.
Geir segir könnunina nú
gefa sömu vísbendingu og sams kon-
ar könnun fyrir ári. Við því hafi meðal annars verið
bmgðist með því að greiða niður íþróttaþátttöku
unglinga, setja á fót fyrir þá kaffi- og menningarhús
og ráða hann sjálfan sem forvamafulltrúa og for-
stöðumann kaffihússins.
Sjö prósent prófað amfetamín
Talsvert fall hefúr orðið í hassneyslu hafn-
firskra unglinga frá árinu 1998 þegar 17 prósent
10. bekkinga höfðu reykt hass oftar en þrisvar
sinnum. í ár er þetta hlutfall 8 prósent og þannig
hefur það reyndar verið frá árinu 2001.
Um sjö prósent svarenda meðal 10. bekkinga
sögðust einhvern tíma á ævinni hafa notað am-
fetamín og 14 prósent hass. Þetta er svipað hlut-
fall og meðal þessa aldurshóps annars staðar á
landinu.
Að endingu má geta þess að reykingar f Hafn-
arfirði eru á hröðu undanhaldi meðal æskulýðs-
ins. Dæmi urn þetta úr könnuninni er að árið 1998
reyktu 30 prósent nemenda í 10. bekk daglega. I ár
reykja yfir þriðjungi færri, eða 19 prósent.
Þann skugga ber þó á þetta að meðal yngri
unglinga, eða þeirra sem sátu í 8. bekk í vor, reykja
nú 5 prósent daglega miðað við aðeins 2 prósent
fyrir tveimur ámm.
gar@dv.is
Geir Bjarnason „Við ætlum að
vinna eftir henni og leita að þvi
sem illa gengur og bæta það,"
segir fornvarnafulltrúinn í Hafn
arfirði um könnun á vimuefna-
neyslu unglinga i bænum.
skólamevia mikil
Tilboð 1. Rafmagnsgítartilboð.
. a Rafmagnsgítar, magnari, ól og
, snúra.
☆
☆
^ Tilboðsverð
vv 27.900,-
vr stQr-
★★★★★★★
Tilboð 2. Kassagítar. yv
st9r- 5
Tilboðsverð
Storhöfða
sími 552-2125 oc
www.gitarinn.is • gitar
27
895
9376
gitarinn@gitarinn
'kw'm