Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003
Fréttir DV
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
Gunnar Smári Egilsson, ábm.
Ritstjóran
lllugi Jökulsson
Mikael Torfason
Fréttastjórar
Kristinn Hrafnsson
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm:
550 5020 - AÖrar deildin 550 5749
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
an auglysingar@dv.is. - Dreifing:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Ríkið opið til
hádegis
Áfengisverslanir rflcisins
verða opnar fram að há-
degi á gamlársdag. Þeir
sem ætía að
kaupa áramóta-
vín ættu að mæta
vel fyrir hádegi
Eví hætta er á að
iðraðir myndist.
í yfírstjórn áfeng-
isverslana rfldsins
hefur ekki verið
rætt um að lengja
opnunartíma
þennan síðasta
dag ársins þegar verslun
er hvað mest. Á Nýárs-
dag verður lokað en svo
opnað aftur 2. janúar og
þá opið eins og á venju-
Íegum degi.
Homarfjarðar-
manni
í gærkvöldi var haldið
Hornarfjaðarmannamót
á Hótel Höfn á Horna-
firði. íslandsmeistara-
mótið í Hornarfjarð-
armanna verður svo
haldið í Skaftfeiiingabúð
í Hlíðahverfínu í Reykja-
vflc á föstudaginn. Hom-
arfjarðarmanni er löngu
landsþekkt spil en hefur
látíð undan síga á und-
anförnum ámm og þá
sérstaklega fyrir tölvu-
leikjum ungmenna. Spil-
ið þykir fjölskylduvænt
og því vel þess
virði að læra regl-
urnar. Um þær
máfræðastíbók-
inni Saga Hornar-
fjarðarmanna eftir
Álbert Eymunds-
son.
10
*»-*•:
8
t *.»
9
3U
Bara á Nýársnótt
Að gefnu tilefni skal tek-
ið fram að eingöngu er
leyfilegt að skjóta upp
flugeldum um nætur á
Nýársnótt.
Aðrar næt-
ur er það
bannað frá
miðnætti
og fram til
Idukkan
níu að
morgni. Er
þetta sam-
kvæmt nýj-
um reglum sem settar
hafaverið um meðferð
flugelda. Er fólk hvatt til
að virða bannið ella sæta
sektum.
12 brennur fyrir
vestan
Áramótabrennur verða í
hverjum firði á Vest-
fjarðarkjálkanum á
gamfárskvöld og keppni
um stærð á milli staða.
Sýslumenn fyrir vestan
hafa gefið út leyfi fyrir 12
brennum.
Arhinsilla
Fyrir nokkrum árum virtist mannkynið á
leið til betri heims undir forustu Vest-
urlanda. Heimsveldi Sovétrflcjanna og
lepprflcja þeirra var hrunið til grunna og eftir
stóðu lýðræði, markaðsbúskapur og velferð-
arstefna sem algild markmið mannkyns.
Mannkynssagan er á enda, sögðu fræðimenn.
Menn gældu meira að segja við þá hug-
mynd, að lýðræðisríki heimsins mundu
bindast samtökum á borð við Evrópusam-
bandið, veita hvert öðru aðgang að fjár-
magni, markaði, velferð og pólitískum
stuðningi. Velgengni þessa hóps mundi soga
að sér önnur rfld og harðstjórnir mundu
hrynja um allan heim.
Þetta fór ekki svo. Margt hefur biiað í hinni
vestrænu heimsmynd. Fáokun markaðsrisa
hefur hafdið innreið sína. Hér á landi skipta
litlir risar með sér markaði og erlendis etja
stærri risar til kapps við þjóðrflci um völd og
áhrif.
Hnattvæðingin sýnir dökkar hliðar, þar á
meðal græðgisvæðinguna, sem við þekkjum
hér, allt frá forsætisráðherra yfir í banka-
stjóra. I nokkur ár hafa dæmi um óheyrilega
græðgi erlendra stórfyrirtækja komið í ljós í
dómsmálum. Mikið vili ekki bara meira,
heldur margfalt meira.
Efling þjóðarhags fer í flestum vestrænum
rflcjum eingöngu í vasa hinna gráðugu. f
Bandarflcjunum versnar hagur miiiistétta og
hinir fátæku komast á vonarvöl. Víðast á
Vesturlöndum er byrjað að saxa niður vel-
ferð. Almenningur hættir senn að hafa hag af
viðgangi vestræns hagkerfis.
Hræsnin tengir græðgina við völdin. Lengst
hefur þetta gengið í bandarískri pólitík, þar
sem menn þykjast vera andstæðan við það,
sem þeir eru. Undir fölskum flöggum rústa
bandarísk yfirvöld umhverfinu, samstarfi við
vestræn rfld og fjölþjóðastofnanir og efna til
átaka við þriðja heiminn.
Undir yfirskini baráttu gegn hryðjuverkum
á Vesturlöndum og gereyðingarvopnum í
höndum harðstjóra, var háð mannskætt stríð
við írak, þar sem þúsundir óbreyttra borgara
létu lffið. Þar í landi voru hvorki nein gereyð-
ingarvopn né nein miðstöð A1 Kaída eða ann-
arra slflcra samtaka gegn vestrinu.
Vaxandi ofbeldi hangir á sömu spýtu og
vaxandi græðgi og hræsni í heiminum, eink-
um af hálfu Vesturlanda og allra mest af hálfu
Bandarflcjanna, þar sem komið hafa til sög-
unnar ráðamenn, er flétta ofbeldi, græðgi og
hræsni saman við trúarofstæki og róttæka
hægri stefnu stéttaskiptingar.
Yfirstéttin hefur öðlazt aukna tækni við að
villa um fyrir fólki og slá skjaldborg marg-
slunginnar hræsni um hagsmuni sína. 2003
var árið, þegar hin illu öfl ofbeldis og græðgi,
hræsni, trúarofstækis og stéttaskiptingar
komust á flug vestan hafs, mögnuðust í Evr-
ópu og brennimerktu Island.
Jónas Kristjánsson
Hannes heimtaði
afsökunarbeiðni
„Stóra Hannesarmálið" (eða
„tittlingaskíturinn" eins og Gunnar
Smári Egilsson ritstjóri Fréttablaðsins
kýs að kalla það) hefiir verið aðalum-
Fyrst og fremst
ræðuefnið í jólaboðunum að undan-
fömu. Athygli hefur vakið hversu ró-
lega Hannes ætlar að fara í að vetja sig
fyrir þeim ásökunum íjölmargra gagn-
rýnenda að hann hafi tekið texta Hall-
dórs Laxness, Peters Hallbergs og
meira að segja Egils Stardals (!) full
fijálslega í sína þágu í ævisögu þeirri
sem hann hefur skrifað um Halldór.
Fréttablaðið vakti um daginn at-
hygli á því að Hannes heföi hér áður
fyrr litið mál af þessu tagi nokkuð al-
varlegu auga og vísaði til greinar sem
Hannes skrifaði og birti í Morgunblaö-
inu í júní árið 1979. Sú grein er birt á
heimasíðu hans sem dæmi um grein-
ar eftir hann sem hafa verið ritskoðað -
ar á einn eða annan hátt Þar er að
greininni þessi fbrmáli:
„Þessi grein birtist að visu í Morg-
unblaðinu 14. júní 1979, en eftir tals-
verðar breytingar. Upphaflega hét hún
„Hugverki hnuplað af Gyifa Þ. Gísla-
syni". Tilefiúð er, að heilir kaflar em
mjög svipaðir í Jafhaðarstefiiunni frá
1977 eftir Gylfa Þ. Gísiason og Equality
and Efficiency frá 1975 eftir Arthur
Okun. Ritstuldur er talinn alvarlegur í
háskólaheiminum og varðar jafnan
tafarlausum stöðumissi, svo aö ég
kastaði fram þeirri tilgátu í upphaflegu
útgáfimni, að Okun hlyti að hafa sótt
ýmsar sömu ráðstefhur og Gyifi og
skrifað hjá sér það, sem Gylfi heföi
sagL Þetta skýrði, sagði ég, hversu
margt væri líkt með bókunum tveim-
ur. Yrði Gylfi nú að höföa mál gegn
Okun og útgefanda hans fyrir ritstuld.
[Hér leyfum við á DV okkur að varpa
fram þeirri tilgátu að þessi „tilgáta"
Hannesar hafi verið sett fram í ein-
tómu háðungarskyni.] Ritstjórar
Morgunblaðsins (Matthías Johannes-
sen og Styrmir Gunnarsson) sýndu
Gylfa hins vegar greinina, áður en hún
birtist, og kvað Gyifi tilgátu mín ekki
rétta. Honum heföi aðeins láðst að
birta heimildaskrá. Ég varð því að
breyta greininni nokkuð og fyrirsögn-
inni líka. Enn fremur vildu ritstjóram-
ir ekki birta mynd af Gylfa með grein-
inni, eins og ég haföi lagt til, og þeir
vildu ekki heldur, að með henni birt-
ust myndir af tveimur blaðsíðum í
bókum þeirra Okuns og Gylfa, þar sem
efifið var nánast hið sama.“
I hinni endurskoöuðu grein eftir
Hannes sem birtist svo í Mogganum
stendurmeöal annars:
„Fyrir skömmu barst mér bók eftir
hinn heimskunna, bandaríska hag-
fræðingArthur M. Okun, sem vareinn
aðalráðunautur Kennedys og John-
sons á sjöunda áratugnum. Bók hans
ber nafnið „Jöfnuður og hagkvæmni"
(Equality and Effíciency), kom út 1975
og er um nokkur meginágreiningsefni
stjórnmálanna. Mér fannst þegar við
lestur fyrstu-blaðsíðu bókarhans and-
inrí svipaður og í bók Gylfa Þ. Gísla-
sonar prófessors, fyrrverandi for-
manns Alþýðuflokksins, Jafnaðar-
stefnunni, sem kom út 1977, enda hef-
ur Gylh vitnað með velþóknun til Ok-
uns í minni áheym. En ég komst að
því, þegar ég bar efni þeirra nánar
saman, að það er á mörgum blaðsíð-
unum ekki einungis svipað, heldurhið
sama með örlidum orðalagsmun!
Sama efnið er á bls. 20-22 í bók
Gylfa og á bls. 6-9 í bók Okuns. Til
dæmis má taka, að Gylfi segir á bls. 20:
„Það er einkenni mannréttinda, að
það kostar ekkert að njóta þeirra, -
gagnstættþví, sem á sér stað um efnis-
leg verðmæti, fæði og klæði, húsnæði
o. sv. frv. Menn virðast yfirleitt sam-
mála um, að svo skuli vera. En nokkurt
íhugunarefni er engu að síður tengt
þessari meginreglu. Ef það kostaði
eitthvað að hringja á slökkviliðið, gæti
verið, að menn hugleiddu nánar en
menn gera, hvortþað sé nauðsynlegt í
ákveðnu tilviki. “
En Okun segirá bls. 6: „An obvious
feature of rights - in sharp contrast
with economic assets - is that theyare
acquired and exercised without any
monetary charge. Because citizens do
not normally have to pay a price for
using their rights, they lack the usual
incentive to economize on exercising
them. If the Rre department charged
for its services, people would be at le-
ast a litde more reluctant to turn in an
alarm and perhaps a bit more sy-
stematic about Fire prevention. ““
Hannes rakti svo nokkur fleiri
dæmi af svipuðu tagi og sagði að lok-
um:
„En hver er skýringin á þessu
sama efni? Jafiiaðarstefnan er að vísu
alþjóðleg, en varla svo alþjóðleg, að
ríkisafskiptasinnum beri saman í
einu og öllu. Hvergi er til Okuns vitn-
að eða í bók hans vísað í Jafiiaðar-
stefnunni. Ég bendi á þetta í þeirri
von, að einungis hafi verið gerð
mannleg mistök, að Gylfi Þ. Gíslason,
sem notið hefur virðingar sem hag-
fræðingur og stjómmálamaður, skýri
þetta."
AugJjósar hliðstæður em með grein
Hannesar frá 1979 og þeirri gagnrýni
sem hann verður nú sjálfur fyrir.
Eins og drepið var á íupphafi vekur
nokkra undrun hversu seint Hannes
ætlar að bregðast við gagnrýni þeirri
sem nú erfram komin frá fólki eins og
Gauta Kristmannssyni, Páli Baldvini
Baldvinssyni og Helgu Kress. Þetta er
einkennilegt ekki síst í Ijósi þess að
þegar afar mild gagnrýni Páls Bjöms-
sonar sagnfræðings birtist um Hall-
dórs-bók hans í Kastljósi um miðjan
desember, þá var Hannes fljótur að
bregðast við.
Eftir að hafa fjallað almennt um
bókina og uppbyggingu hennar, sagði
Páll: „Verkið hefur nokkra augljósa
galla. Bmgðið er upp myndum af
þeim fjölmörgu stöðum sem skáidið
dvaldist á, og í stuttu máli sagt þá er
lýsing þeirra staða sem ég þekki best
heldur ónákvæm og á köflum röng. Þá
em sumar tilvísanir í heimildir í mgl-
ingi. Þá finnur maður dæmi um rang-
ar þýðingar og ósamkvæmni í þýðing-
um á manna- og staðamöfhum. Síðan
vantar gæsalappir hér og þar, en þær
emjú notaðar til að aftnarka beinar til-
vitnanir. Svo mætti einnig npfna hluti
sem skipta minna máli, td. alitof
margar prentvillur og rangar orðskipt-
ingar.
Höfimdur byggir mikið á verkum
skáldsins og þeirra mörgu, sem um
hann hafa skrifað. Það vekur athygli,
að í eftirmála bókarinnar nefiúr höf-
undur aðeins einn þeirra íslensku
fræðimanna, sem rannsakað hafa Lax-
ness, og ekki þá sem mest hafa lagt af
mörkum á því sviði.
f stutm máli sagt, þá virðist sem að
það hafi þurft að vinna þessa bók að-
eins betur."
Sér í lagi miðað við það sem á eftir
hefur komið verður sem sagt að segja
að hér fór Páll afar mildum höndum
um bók Hannesar. En það kom þó
ekki í veg fyrir hörð viðbrögð Hólm-
steins. Á almannavitorði erinnan Rík-
isútvarpsins að Hannes hringdi um-
svifalaust íKasdjóss-fólk, kvartaði sár-
an undan þessari gagnrýni sem hann
sagði órökstudda, og krafðist þess að
Páll drægi orð sfn til baka og bæði
hann og Kasdjósið bæðust opinber-
lega afsökunar á krítíkinni sem væri
afglöp hin mestu. Hannes mun hafa
hringt í Pál sjálfan með sömu
tilmælum.
Við vitum vel að rithöfundar eru við-
kvæmir fyrir gagnrýni, ekki síst í jóla-
bókaflóðinu miðju. En þessi viðbrögð
verða þó að teljast nokkuð yfírdrifin,
ekki síst í ljósi þeirrar hörðu gagnrýni
sem bókin hefursíðan fengið.