Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Blaðsíða 18
7 8 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003
Fókus DV
Um áramót er vaninn að staldra við, líta um öxl og skoða árið sem er að líða. Hvernig var poppárið
2003? Trausti Júlíusson rýndi í stöðuna og riíjaði upp nokkra atburði sem settu svip á árið.
Þegar maður horfir til baka og skoðar poppárið 2003 og ber
það saman við árið á undan kemur ýmislegt í ljós. Það sem
maður tekur strax eftir er gjörbreytt landslag í plötuútgáfu og
sú staðreynd að ólíkt síðustu árum voru flestar athyglisverð-
ustu plöturnar rokkplötur á meðan útgáfa á raftónlist og rappi
dróst mikið saman. En kíkjum nánar á árið og byrjum á tón-
leikahaldinu.
Stórviðburðir lífguðu upp á rólegt tónleikaár
Hvað tónleikahald erlendra tónlistarmanna varðar var árið
2003 heldur daufara en undanfarin tvö ár, með nokkrum vel
heppnuðum undantekningum þó. Helsta ástæða þess að tón-
leikahald dróst saman er sennilega fall Hljómalindar, en Klddi
í Hljómalind hefúr svo sannarlega verið betri en enginn á því
sviði undanfarin ár. Hans naut ekki lengur við á árinu sem er að
líða og það sést þegar árið er gert upp.
Þó að árið hafi verið frekar rólegt í tónleikahaldi voru eins og
áður segir nokkrar frábærar undantekningar. Tvennir stórtón-
leikar voru haldnir í Höllinni og heppnuðust frábærlega. í ágúst
spiluðu Foo Fighters með viðkunnanlegustu rokkstjörnu ver-
aldar, Dave Grohl, í fararbroddi, en í desember voru það bresku
þremenningarnir í Muse sem sumir vilja ganga svo langt að
kalla framtíð rokksins. Fleiri breskar rokksveitir heiðruðu land-
ann; Hell Is For Heroes mættu í mars og spiluðu á Gauknum
við ágætar undirtektir og Hundred Reasons komu fram á sama
stað í byrjun október. Auk þess voru hugsjónamennirnir á
harðkjarnasenunni nokkuð duglegir við að fá erlend bönd til
landsins. Sick Of It All, Give Up The Ghost og Hope Conspiracy
eru bara nokkur dæmi um þá grósku.
Hámarki náði tónleikahaldið hins vegar í október þegar
Iceland Airwaves tónlistarhátíðin var haldin í fimmta skipti. Þar
spiluðu hátt á annað hundrað hljómsveitir, þ. á m. hin geysi-
lega efnilega New York-sveit TV On The Radio, bflskúrsrokk-
dúóið The Kills, Eighties B-Line Matchbox Disaster, Prosaics,
Calla og gleði-dúóið Captain Comatose, svo við nefnum bara
örfáar af þeim sveitum sem stóðu sig vel á hátíðinni. Á Air-
waves spilaði líka hinn brottflutti íslenski tónlistarmaður Gísli
ásamt norskri hljómsveit. Mjög eftirminnilegir tónleikar með
listamanni sem örugglega á eftir að vekja á sér athygli í hinni al-
þjóðlegu ljónagryfju rokksins á næstu árum.
Sviptingar á plötumarkaði
Islenskir plötuútgefendur keppast við að fagna þessa dag-
ana því að plötusala hér á landi hefur aukist, þvert á þá þróun
sem á sér stað víðast hvar annars staðar. Þetta hljóta að teljast
góðar fréttir, en þegar plötuútgáfa ársins er skoðuð nánar er
þetta nú ekki allt tóm hamingja. Tvær af mikilvægustu plötuút-
Útgáfan er að færast frá tónlistarlega
framsæknum hlutum (fáir kaupa) yfir
í vandaða og örugga tónlist, helst í
flutningi tónlistarmanna sem eru þeg-
ar orðnir vel þekktir (margir kaupa).
Plöturnar eru svo plöggaðar hjá Gísla
Marteini, seldar við kassana í Bónus
og Hagkaup - og þær seljast grimmt.
gáfum landsins undanfarin ár lögðu upp laupana á árinu. Tón-
listardeild Eddu miðlunar var lögð niður og lagerinn seldur og
raftónlistarrisinn Thule lamaðist og kom ekki frá sér neinu efni.
í staðinn komu inn á markaðinn tvær útgáfur; Sonet, sem - þótt
hún væri ekki alveg ný - sótti mjög í sig veðrið á árinu og Stein-
snar, ný útgáfa Steinars Berg. Bæði Thule og Edda voru á með-
al framsæknustu plötuútgáfna landsins. Þar var lögð áhersla á
að gefa út ferska og frumlega tónlist og styðja við nýsköpun.
múm, Apparat Organ Quartet, Trabant, Singapore Sling og
Brain Police eru'bara nokkur dæmi um tónlistarmenn sem gáfu
út efni fyrir atbeina þessara tveggja útgáfna, auk þess sem
djassdeild Eddunnar gerði mjög góða hluti.
Nýju útgáfurnar tvær taka allt annan pól í hæðina. Sonet hóf
stórsókn sína inn á íslenskan plötumarkað með útgáfu á rútu-
söngvum og tvær af þremur útgáfum Steinsnars innihalda nýj-
ar útgáfur af gömlum lögum. Sú þriðja er ný plata frá Ríó Tríó-
inu.
Ár aldraðra?
Árið var reyndar sérstaklega gott fyrir miðaldra tónlistar-
menn og ellismelli; Hljómar, sem reyndar eru síungir í anda,
slógu í gegn með nýrri plötu og 40 ára afmælistónleikum. Ríó
Tríó, Randver, KK & Maggi Eiríks og Stuðmenn gerðu það líka
gott á árinu. Og ekkert slæmt við það, svo sem. Það er hins veg-
ar hægt að greina mjög ákveðna þróun hér. Útgáfan er að fær-
ast frá tónlistarlega framsæknum hlutum (fáir kaupa) yfir í
vandaða og örugga tónlist, helst í flutningi tónlistarmanna sem
eru þegar orðnir vel þekktir (margir kaupa). Plöturnar eru svo
plöggaðar hjá Gísla Marteini, seldar við kassana í Bónus og
Hagkaup - og þær seljast grimmt. Áræðni og nýsköpun víkur
fyrir einfaldri og vel ígrundaðri viðskiptahugmynd.
Það segir kannski líka sitt að útvarpsstöðin muzik.is, sem
sérhæfði sig m.a. í íslenksu hip-hoppi og danstónlist og spilaði
mikið af óútgefnum lögum, hætti á árinu, en í staðinn komu
tvær nýjar stöðvar; Radíó Reykjavík sem spilar klassískt rokk og
Skonrokk sem spilar engin lög sem eru yngri en 10 ára. Það er
opinbert: Gamlingjarnir hafa tekið völdin ...
Endurnýjunarár í rappinu?
Þegar plötuútgáfan á árinu 2003 er skoðuð kemur í ljós að
það eru bara þrjár íslenskar hip-hop plötur í flórunni í stað
þeirra 15 sem komu út í fyrra og raftónlistarútgáfan, sem var
mjög öflug síðustu tvö ár, er nánast alveg horfin. Nú gefa ís-
lenskir raftónlistarmenn annað hvort út sjálfir í örfáum eintök-
um eða fá erlendar plötuútgáfur til að gefa út sitt efni. Góð
dæmi um það síðarnefnda eru ffnar plötur með Ruxpin
(Magrather) og Einóma (Milli Tónverka). Hvað hip-hoppið
varðar skal þess getið að þessar þrjár plötur sem komu út á ár-
inu (Skyttumar, Forgotten Lores og Chosen Ground) eru allar
prýðisplötur og svo mun vera von á nokkuð mörgum hip-hop
plötum á næsta ári, t.d. með Bent & 7berg, O.N.E. og Mezzías
MC, en ef eitthvað er að marka frábæra tónleika þess síðast-
nefnda á Airwaves gæti sú plata orðið algjört dúndur ... Árið
2003 er kannski árið sem íslenska rappsenan jafnaði sig eftir
sprenginguna í fyrra, kom niður á jörðina og safnaði kröftum
fyrir næsta ár sem verður örugglega öflugra útgáfuár í íslensku
hip-hoppi.
Góðar rokkplötur
Þegar bestu plötur áranna 2001 og 2002 eru rifjaðar upp sér
maður furðulítið af hreinræktuðum rokkplötum. Þetta hefur
breyst á árinu 2003. Átta af ellefu bestu plötum ársins, sam-
kvæmt áramótauppgjöri DV, eru hreinar og klárar rokkplötur
og þar á meðal er plata ársins, Halldór Laxness með Mínus sem
sigraði í valinu með ótrúlegum yfirburðum.
Mínus hélt áfram að gera usla erlendis á árinu, en gekk þó
nokkuð brösuglega. Þeim ætti að ganga betur á árinu 2004 þeg-
ar Halldór Laxness platan kemur út hjá Sony-risanum í Evrópu.
Það verður gaman að fylgjast með því. Aðrir íslenskir tónlistar-
menn sem ættu að geta gert það gott á alþjóðavettvangi á
næsta ári og gaman verður að fylgjast með eru m.a. Mugison,
sem átti eftirminnilegustu tónleikana á Airwaves 2003 fyrir
marga, hinn íslensk-norski Gísli sem er kominn með samning
við einn af plöturisunum, Einar öm með Ghostigital verkefnið
og Vínyil, svo nokkur nöfn séu nefhd. Það er því engin ástæða
til þess að vera svartsýnn þó að poppárið 2003 hafí kannski í
heildina staðið síðustu árum nokkuð að baki.