Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Blaðsíða 35
DV Fókus ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 3* Auðunn Blöndal, sjón- varpsmaður og krabbi Hvernig var 2003? Árið 2003 var alveg brilli]ant, árið hefði verið verra hefði það verið betra. Skandall ársins? Þaðvar náttúrlega skandall að 70 minútur hafi verið til- nefndur sem besti sjónvarpsþáttur- inn á Edduverðlaunahátiðinni. Hvað kom mest á óvart? Það kom mér mjög á óvart að Sveppi skildi verða pabbi. Hvað breytti lífi þínu? Ég eignaðist kærustu. Hvað breytist 2004? Ég kem til með að selja rauða Hyundai bílinn minn, það er Ijóst að hann fer á næsta ári. Maður ársins? Maggi Scheving hefurgert það ágætt. Skúrkur ársins? George Bush. Arnþór Helgason, fram- kvæmdastjóri Öryrkja- bandalags íslands og Hrútur Hvernig var 2003? íeinkalifinu var það gott ár. Skandall ársins? Brot stjórnvaldaá samningi Öryrkjaband■ lags Islands og stjórnvalda frá 25. mars2003. Hvað kom mest á óvart? Heigulsháttur framsóknarmanna við siðustu stjórnarmyndun. Hvað breytti lífi þínu? Aukin þroski og lifsreynsla. Hvað breytist 2004? Vonandi ná menn sáttum i þeim deilu- og álitamálum sem nú eru á milli Öryrkjabandalags Islands stjórnarflokkanna. Maðurársins? Garðar Sverrisson Skúrkur ársins? Formenn stjórnarflokkanna. Friðrik Sophusson, for- stjóri Landsvirkjunar og vog Hvernig var 2003? Árið 2003 var gottað flestu leyti. Skandall ársins? Efég nota sama mæli- kvarða og DVþá kæmust þeir ekki fyrir í blaðinu. Hvað kom mest á óvart? Ég er kominn á þann aldur að fátt kemur mérá óvart. Hvað breytti lífi þínu? Ný eldhúsinnrétting heima hjá mér. Nú er mun einfaldara og þægilegra að vaska upp. Hvað breytist 2004? Þá hættir Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, eftir langan og farsælan feril Maður ársins? Saddam Hussein Skúrkur ársins? Saddam Hussein Guðný Hrund Karlsdótt- ir, sveitarstjóri á Raufar- höfn og tvíburi. Hvernig var 2003? Þetta varerfitten ágætt ár. Það skánaði eftir því sem leið á. Skandall ársins? Gríðarlegt niðurbrot byggða úti á landi. Hvað kom mest á óvart? Uppsagnir I Jökli á Raufarhöfn. Hvað breytti lífi þínu? Hvað raunverulegur mótbyr kallar fram mismunandi eiginieika i fari fólks. Hvað breytist 2004? Aukin bjartsýni og velmegun á Rauf- arhöfn. Maður ársins? Gunnlaugur Hreinsson, fram- kvæmdastjóra GPG fiskverskunar á Húsavik, fyrir að taka við Jökli. Skúrkur ársins? Get ekki gert upp á milli Bush og Saddam. Ásgerður Jóna Flosa- dóttir, formaður Fjöl- skylduhjálpar íslands og sporðdreki. Hvernig var 2003? Árið 2003 varákaf- lega gott ár og. Efn- hagsmálin virðast lofa góðu. Farið er að virða réttyngstu öryrkjanna með tilkalli til þess að þeir haldi sjálfsvirðingu sinni. Það varlíka mjög jákvætt að það var hægt að ná Saddam Hussein. Skandall ársins? Man ekki eftir neinum skandal. Ég er eins og flestir Islendingar að ég er fljót að gleyma. Efst i hugann kemur þó eftirlaunafrumvarp ríkisstjórnar- innar sem var keyrt I gegn á síðustu stundu. Það mun skapa mikla ólgu innan verkalýðshreyfingarinnar við næstu samningagerð. Hvað kom mest á óvart? Að þessar 290 þúsund hræður á Is- landi geti haldið úti battarii sem er eins og tugmilljóna samfélag. Imínu lifi fannst mér markverðast að koma Fjölskylduhjálp Islands á laggirnar og geta hjálpað um tvö þúsund manns Ijólamánuðinum án þess að samtökin ættu eina krónu. Það segir mikið um fyrirtækin I landinu. Hvað breytti lífi þínu? Margt. Ég komst að þvi hvað fólk getur verið illa innrætt. Á á móti kemur að miklu fleiri eru gott fólk. Is- lendingar eru yfirhöfuð gott fólk en I hverju samfélagi er ein karfa af skemmdum eplum og það breytist ekki. Hvað breytist 2004? Ég er ekki spákona eða I tengslum við völvur þannig að ég get ekki séð fram I timann. En ég vona að þjóðlif- ið á Islandi gangi beturrþað verði stöðugt betra og eftirsóknarverðara að búa á Islandi og að Islendingar sjálfir læri að meta landið sitt. Maður ársins? Það er enginn maður i mínum huga maður ársins á Islandi Skúrkur ársins? Það eru svo margir skúrkar á Islandi að það er ómögulegtað taka einn út. Ögmundar Jónasson, al- þingismaður og Hvernig var 2003? Það var persónulega prýðilegt en sama gildirekki um pólitik- ina. Kosningarnar skiluðu þjóðinni þvi miður ekki þeirri niður- stöðu sem ég hafði vonast til. Skandall ársins? Ætli skandala ársins sé ekki að finna I fjármálageiranum og þá helst að ríkisstjórnin kannist ekki við afleið- ingar gjörða sinna. Siðan má ekki gleyma Kárahnjúkamálinu, að ákveðið skyldi vera að fara iþá fram- kvæmd á forsendum erlends álrisa. Hvað kom mest á óvart? Máttur auglýsingarinnar, það sann- aði Framsókn i kosningunum. Hvað breytti lífi þínu? Ekkert sem kemur i hug það er i sæmilega stabílum farvegi. Hvað breytist 2004? Það sem vonandi breytist er að þjóð- in skilji að það breytist ekkert nema baristséfyrirþví. Maður ársins? Við skulum hafa þá þrjá, Garðar Sverrisson eina ferðina enn fyrir staðfestu og baráttuþrek, Ómar Ragnarsson, sem alltafer maður árs- ins og ÞorgrimurHaraldsson sem breytti viðhorfum margra til geðheil- brigðismála. Skúrkur ársins? Þeir sem eru ábyrgir fyrir smíði kyn- þáttamúrsins í Palestinu eru skúrkar ársins. Krabbi Ómar Ragnarsson, fréttamaður og meyja Hvermg var 2003? Persónulega varþetta stormasamt krefjandi og gefandi ár. Skandall ársins? Stöðu minnar vegna er þaðekki mittað dæma um það. Kára- hnjúkavirkjun er eina mál ársins sem örugglega hefuráhrifum alla fram- tið. Sumir útlendinganna sem sáu mynd mina um Vatnajökulsþjóð- garð sögðu að virkjunin væri mesta umhverfishneuyskli Evrópu. Efþeir hafa rangt fyrri sérgætu ummæli og skoðanir af þessu tagi alveg eins veP*. ið skandall ársins. Hvað kom mest á óvart? Sá stóri en þögli atburður hve þjón- usta i fíugsamgöngum við Evrópu varstórbætt. Hvað breytti lífi þínu? Að ég skildi geta stjáklað um jarð- sprengjusvæði þjóðlifisns án þess að springa I loft. Hvað breytist 2004? Ég get ekki spáð þvi, og ætla ekki að lenda i þvi sama og Siggi stormur sem spáði hláku um jólin. Maður ársins? Halldór Ásgrimsson. Meðfram- kvæmdum við Kárahnjúka byrjaði einn stærsti draumur hans að rætast. Hann breytti fyrirsjáanlegum ósigri i kosningum i varnarsigur og tryggði sér valdamesta embætti þjóðarinnar á næsta ári. Hann braut blað i utan-*m ríkisstefnu Islands I Iraksmálinu og samkskiptum okkar við þróunar- lönd. Skúrkur ársins? Fréttamaðurinn segirpass. Þórey Edda Elísdóttir, frjálsíþróttakona og krabbi Hvernig var 2003? Ég prófaði nýja hluti, eins og kosningabar- áttuna og flutti til Þýskalands til að stunda frjálsíþróttir. Skandall ársins? Að við studdum stríðið i Irak. Hvað kom mest á óvart? Hvað kosningabaráttan var , skemmtileg. Hvað breytti lífi þínu? Ég flutti til Þýkalands. Hvað breytist 2004? Keppni á Ólympíuleikunum. Maður ársins? Magnús Scheving. Skúrkur ársins? Kristján Ra. Kristjánsson. Jón Kristjánsson, heil- brigðisraðherra og tví- buri. Hvernig var 2003? Þetta var gott ár fyrir mig persónulega og vonandisem flesta. Skandall ársins? Ég myndi segja að það væri fréttin afmanninum sem tók sér það sem hann átti ekki. Hvað kom mest á óvart? Það kom mér mest á óvart þau miklu og góðu viðbrögð sem ég fékk persónulega og almennt við úr- skurðinum um Norðlingaöldu. Hvað breytti lífi þínu? Það sem breytir lifi mínu á hverju ári og hverjum degi eru samskiptin við fólk sem ég hitti. Lærdómur og reynsla affólki gerirmann betur hæfan til að takast á við lifíð. Hvað breytist 2004? Ég myndi segja eins og Daninn Storm P að það er erfítt að spá, og þá sérstaklega um framtíðina. Maður ársins? Ég held mig við Halldór Ásgrimsson því hann fóri kosningari erfíðri stöðu og endaði sem forsætisráð- herraefni. Skúrkur ársins? Saddam Hussein.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.