Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003
Fréttir DV
Heimsannáll 2003 Idi H
myrt, Saddam náðist ei
Sprenging í Irak Hryðjuverkamenn
sprengdu upp höfuðstöðvar Sameinuðu
þjóðanna I Irak. 20 létu llfið.
: - . Jt
. . .. - ■ •• • •
Árið 2003 var viðburðaríkt í meira lagi. Stríðið á
hendur Saddam Hussein stendur þar hæst en veðurfar-
ið í Evrópu síðsumars er einnig afar eftirminnilegt. Út-
hugsaður vegvísir vestrænna þjóða vegna ástandsins
fyrir botni Miðjarðarhafs virkaði ekki sem skyldi. Fyrir
snarræði tókst að halda fórnarlömbum HABL í lág-
marki þrátt fyrir dauf viðbrögð í byrjun.
Leiðtogar komu og fóru sem oft áður. Idi Amin lést,
Charles Taylor flutti, Kim Jung II samdi og Saddam
Hussein náðist. Osama bin Laden leikur hins vegar
áfram lausum hala. Þrátt fyrir gríðarlegar tæknifram-
farir í vísindum ýmiss konar hefur ekki tekist að lækna
kvefpestina. Alnæmisfaraldurinn hefur aldrei verið
meiri og rétt fyrir áramót var tilkynnt um hugsanlegt
nýtt tilfeili af Ebóla-vírusnum.
Framfarir hafa orðið en ekki nógar til að spá fyrir um
náttúruhamfarir, sem drógu þúsundir til dauða á ár-
inu. Fellibyljir, flóð, jarðskjáfftar og hitabylgjur koma
fólki enn á óvart með hræðilegum afleiðingum. Hátt í
þúsund manns létust vegna hitanna í Evrópu. Skógar-
eldar geisuðu í öllum heimsálfum með þeim afleiðing-
um að þúsundir létust og milljónir misstu heimili sín.
Friður komst á í Líberíu eftir margra ára borgara-
stríð. Argentína er hægt og sígandi að komast úr þeim
fjárhagslega öldudal sem landið hefur verið í. Síðasta
Concorde-þotan flaug yfir Atlantshafið en vélarnar eru
komnar til ára sinna og þykja of kostnaðarsamar.
JANÚAR
7. janúar Bandaríkjamenn og
Bretar senda hermenn og vopn til
Persaflóa til að heíja undirbúning
að innrás í Irak.
15. janúar Hans Blix, yfirmaður
vopnaleitardeildar Sameinuðu
þjóðanna, segir að marga mánuði
taki að leita að gereyðingarvopn-
um í frak. í kjölfarið lýsir George
Bush Bandaríkjaforseti því yfir
opinberlega að hann sé kominn
með „dauðleið á Saddam
Hussein og tími hans sé á þrot-
um.‘‘
21. janúar Miklir skógareldar
geisuðu víða í Ástralíu. Að minnsta
kosti ftmm létust vegna þeirra og
ijárhagslegt tjón varð gríðarlegt.
FEBRÚAR
2. febrúar Sjö geimfarar fórust
þegar geimskutlan Columbia brotn-
aði í sundur í aðflugi að jörðu. Hún
var fyrsta geimskutlan sem ferst við
komuna til jarðar en 1986 sprakk
geimferjan Challenger skömmu eft-
ir flugtak.
12. febrúar
Myndband með
skilaboðum frá
Osama bin Laden
er sýnt á al-
Jazeera sjón-
varpsstöðinni.
Þar hvatti hann
alla múslima til að sameinast um að
verja írak. Bandaríkjastjórn taldi
þetta sanna tengsl milli bin Ladens
og Saddams Husseins.
15. febrúar Yfirvöld í Kína til-
kynna um 305
dauðsföll vegna
skæðrar lungna-
bólgu. Síðar kom í
ljós að um HABL
var að ræða. Hálf-
um mánuði síðar
sendi Alþjóðaheil-
brigðisstofnunin frá sér aðvörun
þar sem allar þjóðir voru hvattar til
að vera á varðbergi.
18. febrúar 130 fórust í miklum
eldsvoða í neðanjarðarlest í Suður-
Kóreu. Maðurinn sem varð valdur
að eldsvoðanum gaf lögreglu þá
skýringu að hann vildi heldur deyja
í hóp en einn sfns liðs.
APRÍL
18. febrúar Kim Jung II, einræðis-
herra Norður-Kóreu, hótar að rifta
vopnahléssamningunt
þeim er bundu enda á
Kóreustríðið 1953.
Bandaríkjamenn
grunar að framleiðsla
kjarnavopna sé komin
vel á veg í landinu.
21. febrúar Tæplega hundrað
farast þegar eldur blossar upp á
vinsælum skemmtistað á Rhode Is-
land í Bandaríkjunum. Rúmlega 200
aðrir voru fluttir á sjúkrahús með
minniháttar meiðsl.
MARS
12. mars Zoran Djindic, forsætis-
ráðherra Serbíu, var myrtur í
Belgrad. Flestum var hann
harmdauði þar sem hann barðist
hart fyrir umbótum í landinu.
20. mars Loftvarnaflautur hljóm-
uðu um gervalla höfuðborg íraks
þegar Bandaríkjamenn hófu fyrstu
hrinu árása á Bagdad. Stóð hún
linnulítið yfir næstu daga en þegar
upp var staðið höfðu árásirnar haft
minni áhrif en vonast var til.
22. apríl Um 190 týna lífi í tveim-
ur ferjuslysum í Bangladesh. Slík
slys eru tíð í landinu og hafa kostað
rúmlega 3000 líf síðustu 25 árin.
MAÍ
2. maí Stríðinu í írak lauk formlega
þennan dag en þá tilkynnti George
Bush, forseti Bandaríkjanna, að öll-
um meiriháttar hernaðaraðgerðum
væri lokið og uppbyggingarstarf
gæti hafist.
11. rnaí Stórblaðið New York
Times bíður mikinn álitshnekki
þegar upp kemst að stjörnublaða-
maðurinn Jason Blair hefur skáldað
fréttir í blaðið í stórum stíl.
15. maí Frönsk stjórnvöld hafa
sakað bandaríska embættismenn
um „skipulega blekkingarherferð"
gegn Frakklandi með óhróðri og til-
hæfulausum ásökunum um að
landið hafi stutt stjórn Saddams
Husseins.
i