Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Blaðsíða 15
 DV Fréttir ÞRÍÐJUDÁGUR 30.DESEMBER 20Ó3 15 i raun til manndráps. ds 2003 Ekkeit mennina. Þeir flúðu með feng sinn en lögregla náði þeim á Hafravatns- vegi um klukkustund síðar. Ungu mennirnir voru úrskurðaðir í gæslu- varðhald og var sleppt á Þorláks- messu. í ljös kom að starfsmaður Bónuss var í vitorði með þeim. Eng- in slys urðu á fólki í vopnuðum rán- um ársins og má það teljast mildi. Helgi Gunnlaugsson afbrota- fræðingur sagði nýlega í samtali við DV að fjölgun bankarána mætti rekja til aukinnar neysluhyggju og auðhyggju í samfélaginu. Hann telur að hrinu bankarána muni ljúka senn. „Þetta smitast út og ránin koma í hrinu hvert á fætur öðru. En yfirleitt hjaðnar þetta og ég vona að svo sé núna,“ sagði Helgi. Fjölgun brota Lögregla lagði hald á gífurlegt magn fikniefna á árinu og voru fíkni- efnamálin þriðjungi fleiri en árið 2002. Á árinu eru skráð 1338 fíkni- efnabrot í samanburði við 994 árið á undan. Lögregla lagði til dæmis hald á rúmar 3.100 e-töflur á árinu í alls 114 málum. Árið á undan voru mál- in 58 og magnið 814 e-töflur. Lagt var hald á rúm 50 kíló af hassi, rúmt kíló kókaíns og tæp þrjú kíló amfetamíns. Alls voru fiknefna- brotin 1338, samkvæmt bráða- birgðatölum Ríkislögreglustjóra, og er það rúmlega þriðjungs aukning frá árinu 2002. Guðmundur Guðjónsson, yfir- lögregluþjónn hjá embætti Ríkislög- reglustjóra, segir fjölgun mála í takt við markmið sem sett voru í desem- ber á síðasta ári. „Aðgerðir lögregl- unnar voru efldar, sem meðaf ann- ars fólst í auknum afskiptum lög- reglumanna af götumálunum. Ekki fer á milli mála að lögreglustjórar hafa staðið sig mjög vel í að fylgja eftir þessum markmiðum," segir Guðmundur Guðjónsson. Mesta magn barnakláms Stærsta kynferðisbrotamál ársins kom upp í júní þegar Ágúst Magnús- son, starfsmaður Tollstjórans í Reykjavík, var handtekinn. Við hús- leit á heimili Ágústs fundust þús- undir mynda með barnaklámi og öðru klámfengnu myndefni. Við yf- irheyrslur játaði Ágúst að eiga myndefnið en um er að ræða mesta magn barnakláms sem lögregla hef- ur lagt hald á í einu máli. Haft var eftir lögreglu að fundist hefðu heimamyndbönd þar sem maður- inn virtist vera í kynferðislegum at- höfnum við ungmenni. Myndbönd- in voru sögð mjög óskýr. Lö_gregla komst á sporið þegar ábendingar bárust um grunsamlega hegðun Ágústs á spjallrásum á Net- inu. Svo virtist sem hann væri að tæla til sín börn og ungmenni með aðstoð Netsins. Ágúst hafði um ára- bil lagt sig fram um að vinna með börnum og unglingum. Hann var rekinn úr starfi hjá KFUM fyrir fáeinum árum. Heimildir herma að sex drengir komi við sögu í máli Ágústs og er þess að vænta að réttar- höld fari fram í málinu í janúar nk. Annað barnaníðingsmál kom upp í desember þegar hópur lög- reglumanna flaug vestur á Patreks- fjörð til að handtaka Sigurbjörn Sævar Grétarsson, sturtuvörð og lögreglumann í afleysingum. For- eldrar nokkurra barna lögðu fram kæru á hendur Sigurbirni sem er grunaður um kynferðisglæpi gagn- vart skólapiltum. Sigurbjörn losn- aði úr gæsluvarðhaldi skömmu fyr- ir jól en fjölmiðlar hafa greint frá því að hann hafi játað sakarefnið að hluta. Kynferðisbrot sem komið hafa til kasta lögreglunnar í Reykjavík á ár- inu eru 146 í samanburði við 162 í fyrra. Það er um 10% fækkun frá fyrra ári en aukning um 14% frá meðaltali áranna 1999-2002. Smygl á fólki og fíkniefnum Lögreglan á Keflavíkurvelli og tollgæslan höfðu í nógu að snúast allt árið. Fjöldi mála hefur ekki í annan tíma verið meiri og í desem- bermánuði einum komu upp fjórtán fíkniefnamál í flugstöðinni. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurvelli, segir árið hafa verið mjög annasamt. „Málin sem upp komu voru fjölbreyttari en áður. Fíkniefnamálum fjölgaði frá fyrra ári og svo bættust við fjölmörg mál er varða smygl á fólki og fjársvik. Sprengjuhótun kom líka á okkar borð,“ segir Jóhann. Sex Kínverjar voru í lok árs dæmd- ir í fangelsi fyrir að framvísa fölsuð- um vegabréfum í Leifsstöð. Þá sitja fjórir útlendingar í haldi lögreglu eft- ir að hafa verið gripnir við komuna til landsins. Mennirnir eru grunaðir um að hafa ætlað að stunda umfangs- mikil fjársvik hér á landi. Þá var Vít- isenglum hvað eftir annað snúið við í Leifsstöð en slíkir menn eru ekki vel- komnir hingað til lands. Þá vakti mikla athygli þegar tveir forsvarsmenn hnefaleika, Salvar H. Björnsson og Sigurjón Gunnsteins- son, voru handteknir í Leifsstöð í byrjun desember. Þeir voru hvor um sig með þrjá kókaínfyllta smokka í endaþarmi, eða um 400 grömm. 1. Árni Johnsen á ieið heim af Kvíabryggju með listaverkin sín. 2. Bankarán voru tíð á árinu en hér er verið að ræna Sparisjóð Hafnarfjarðar. 3. Frændur tveir rændu Bónus ekki alls fyrir löngu. Starfsmaður var þeim samsekur og játaði. 4 og 5. Það vakti mikla athygli er Kristján Ra Kristjánsson og Árni Þór Vigfússon voru handteknir og settir í gæsluvarðhald JÚIÍ Málverkadómurinn féll í júlí en þá var Pétur Þór Gunn- arsson dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og Jónas FreydaJ Þorsteinsson í fjögurra mánaða skilorðs- bundið fangelsi. Pétur Þór og Jónas voru sýknaðir af öllum ákærum þess efnis að þeir hefðu falsað eða látið falsa 102 málverk sem ákært var fyrir. Þeir voru hins vegar sak- felldir fyrir að hafa selt sam- tals sex málverk sem þeir vissu að væru fölsuð. Mál- verkaföls- unarmálið er það dýrasta sem rekið hefur verið fyrir íslenskum dómstólum. Stefán Brynjarsson var dæmdur í sex ára fangelsi í júlí fyrir að hafa flutt tæp sex kíló af amfetamíni og tæpt kíló af kókafni til landsins. Systir Stefáns, Angela, var dæmd í þriggja ára fangelsi vegna málsins og Hafsteinn Ingimarsson hlaut tveggja ára fangelsi. Fjórir félagar þre- menninganna hlutu vægari dóma. Stefán var talinn höf- uðpaur í stóru fikniefnamáli sem fólst meðal annars í því að hann sendi fíkniefni í nið- ursuðudósum hingað til lands. Hópurinn var talinn hafa haft 6 milljónir króna upp úr krafsinu. Varnarliðsmaðurinn John Edwin Rehm var dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að stinga ungan íslending í Hafnar- stræti að morgni 1. júní. Rehm var ákærð- ur fyrir til- September Hæstiréttur sýknaði Árna Mathiesen sjávarút- vegsráðherra af kröfum Magnúsar Þórs Hafsteins- sonar alþingismanns um að tiltekin ummæli ráðherra, þar sem hann sakaði Magn- ús Þór um að hafa sviðsett frétt af brottkasti, skyldu ómerkt. Hæstiréttur leit svo á að með ummælum sínum hefði ráðherra ekki farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis. Október Ríflega fertugur karl- maður var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot og mis- notkun á stjúpdóttur sinni. Brotin höfðu staðið samfellt í tólf ár. Dómurinn er jafn- þungur þyngsta refsidómi Hæstaréttar í kynferðis- brotamáli. Nóvember Vændiskona var dæmd í þriggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi. Eiginmað- ur konunnar hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Konan veitti fjölda karlmanna kynlífsþjónustu á heimili sínu í Hafnarfirði og víðar. Þótti margt benda til að eiginmaðurinn hefði lagt að konu sinni að stunda vændi og var hann fundinn sekur um að hafa haft viðurværi sitt af vændi konunnar. Desember Lögreglumennirnir Þórjón Pétur Pétursson og Þórir Marínó Sigurðsson voru dæmdir í skil- fangelsi fyrir ofbeldi, ólögmætar hand- tökur og falsaðar lögreglu- skýrslur. Þórjón hlaut fimm mánaða fangelsi og Þórir tveggja mánaða. Lögreglu- mönnunum hefur verið vikið úr starfi hjá lögregl- unni. Þeir áfrýjuðu dómn- um til Hæstaréttar. Steinn Ármann Stefáns- son var úrskurðaður ósak- hæfur í Héraðsdómi Reykja- víkur. Steinn var ákærður fyrir að hafa banað Braga Olafssyni f september 2002. Steini er gert að sæta örygg- isgæslu á viðeigandi stofn- un um ókomna tíð. Einar Valdimarsson, 28 ára fyrrum sjóðstjóri Kaup- þings, var dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir umboðssvik og brot gegn lögum um skyldu- tryggingu og starfsemi líf- eyrissjóða. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem maður er dæmdur fyrir síðarnefnda brotið hérlendis. Fjölnir Þorgeirsson var sýknaður af ákæru fyrir fjár- drátt og toll- svik þegar hann flutti sjö Grand Cher- okee jeppa til landsins frá Kanada árið 1999. Ákæran var í fjórum liðum og var Fjölnir sýknaður af þremur ákæruliðum. Hann var sak- felldur fyrir bóklialdsbrot og hlaut mánaðar skilorðs- bundið fangelsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.