Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Blaðsíða 37
J3V Sport
ÞRIÐJUDACUR 30. DESEMBER 2003 &
I
Chelsea-verði
verðum að bíða átekta og sjá tU
hvort við fáum ekki einhvern,"
sagði Ferguson.
Erum á réttri leið
Litlu Lundúnafélögin Fulham og
Charlton hafa náð góðum árangri í
haust.
„AUir bjuggust við að við myndum
missa marga leikmenn í sumar,“
sagði Christ Coleman,
framkvœmdastjóri Fulham. „En
það gerðist ekki. Allir áttu von á að
við myndum byrja tímabUið illa.
Við vorum í fjórða sæti um jólin.
Við höfum sýnt að margir höfðu á
röngu að standa. Sú staðreynd að
stjórnarformaðurinn er tilbúinn að
láta mig hafa pening til
leikmannakaupa og sú staðreynd
að við þurfum ekki að selja nokkurn
leikmanna okkar sýnir að við erum
á réttri leið,“ sagði Coleman. „Við
höfum leikið góðan fótbolta. Ég hef
ekki milljónir á milljónir ofan til að
eyða og hver sá sem ég kaupi verður
að ýta öðrum út úr liðinu en við
þurfum meiri breidd.“
Fulham reynir að halda í Louis
Saha en vitað er af áhuga
Manchester United á
leikmanninum og áhuga Saha á að
fara til United. john
Hartson (Celtic) hefur
verið nefndur til
sögunnar en
Birmingham
hefur einnig
áhuga á að fá
hann.
Líkur
eru á því að Fulham festi kaup á
Þjóðverjanum Moritz Volz sem
hefur verið í láni frá Arsenal.
Charlton Athletic er í fjórða sæti í
árslok. Talið er að Alan Curbishley
vilji styrkja hópinn í janúar til að
koma í veg fyrir að sagan frá því í
fyrra endurtaki sig þegar Charlton
hrapaði niður • töfluna á
lokasprettinum.
Talið er að Charlton vilji fá
Finnann Petri Pasanen (Ajax) tO að
styrkja vörnina og kalli á
lánsmanninn Paul Konchesky til
baka frá Spurs.
Rofar til hjá Leeds
Fréttir af Leeds hafa lengi verið á
veg. Félagið hefur þurft að selja
marga af sínum bestu leikmönnum
til að grynnka að hrikalegum
skuldum. I allt haust var útlit fyrir
að félagið þyrfti að selja Mark
Viduka, Paul Robinson, Alan Smith
og lames Milner þegar
félagaskiptaglugginn verður
opnaður að nýju í janúar.
Nú horftr betur og fyrir lýsti
stjórnarformaðurinn Trevor Birch
því yfir að félagið þyrfti ekki að selja
leikmenn í janúar.
Stuðningsmenn Leeds vonast eftir
eigendaskiptum og hafa nokkrir
möguleikar verið uppi. Einn er sá
að Sheikh Abdulrahman bin
Mubarak al-Khalifa, meðlimur úr
bareinsku konungsfjölskyldunni,
verði aðaleigandi. Hann vildi hafa
hraðar hendur og kaupa félagið í
byrjun desember svo Leeds gæti
verið með á leikmannamarkaðnum
eftir áramót. Enginn leikmaður
hefur þó enn verið nefndur sem nýr
liðsmaður Leeds.
Ferguson viðurkennir
að United þurfi
sóknarmann við hlið
Ruud van Nistelrooy.
„Það gegnir allt öðru
máli um sóknarmann.
Við eru að leita að
manni sem hefur ekki
leikið i Evrópukeppni
og það þrengir
möguleika okkar."
Þrír heitir Framherjarnir þrir á þessum tveim myndum eru allireftirsóttir. Mateja Kezman,
sem sést hér að ofan, er hugsanlega á leið frá PSVEindhoven en bæði Liverpool og Manchester
United eru talin vilja rnela f kappann. Celtic-félagarnirjohn Hartson og Henrik Larsson, eru
aftir á móti orðaðir við Fulham og Birmingham.
INNKAUPALISTI
Arsenal: Jermaine Defoe
Aston Villa: Muzzy Izzet
Birmingham: John Hartson, Henrik
Larsson
Blackburn: Nýjan Damien Duff
Bolton: Donovan Ricketts (Village
United, Jamaíka)
Charlton: Petri Pasanen (Ajax)___
Chelsea: Pavel Nedved, Adriano,
Wayne Rooney, Jermaine Defoe
Everton: Enginn nefndur
Fulham: John Hartson, Moritz Volz
Leeds: Enginn nefndur
Leicester: Alexei Yeremenko (HJK
Helsinki)
Liverpool: Mateja Kezman, Michael
Dawson (Nott. Forest)
Man. City: Alexei Yeremenko (HJK
Helsinki), Robert Green (Norwich),
Paul Robinson (Leeds)
Man. Utd: Mateja Kezman, Michael
Dawson, Louis Saha, Jermaine
Defoe, Nicolas Burdisso (Boca
Juniors), Lucio, Gareth Southgate
Middlesbrough: Nicky Butt
Newcastle: Patrick Kluivert,
Stephen Carr, Matt Richards (Ipswich)
Portsmouth: Enginn nefndur
Southampton: Paul Smith'
(Brentford), Yang Pu (Kína)
Tottenham: Fá Michael Brown frá
Sheff. Utd á nýársdag. Nicky Butt,
Emmanuel Petit, Diego (Santos)
Wolves: Carlos Ruiz