Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Blaðsíða 22
78 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 Fókus DV Ein þeirra bóka sem út kom á ís- lensku á árinu og vöktu töluverða at- hygli var The Life of Pi en hún hlaut á sínum tíma Booker-verðlaunin bresku. Höfundur heitir Yann Martel og kom hann reyndar til íslands síð- asdiðið haust á bókmenntahátíð. Bókin segir frá ungum indverskum pilti, sem kallast Pí, og siglir með fjöl- skyldu sinni frá Indlandi og áleiðis til Kanada, þar sem fjölskyldan ætlar að setjast að. Um borð í skipinu sem flytur fjölskylduna er líka fjöldinn all- ur af dýrum en fjölskyldan hafði rek- ið dýragarð á Indlandi og selt dýrin síðan til Ameríku. Svo vill til að skip- ið ferst og Pí kemst einn manna í björgunarbát og rekur síðan í óra- tíma um Kyrrahafið. Með honum í björgunarbátnum er tígrisdýr eitt mikið og verður sambúð þeirra um borð í björgunarbátnum þungamiðja sögunnar. Tígrisdýrið þykir reyndar með eftirminnilegri persónum í bók- menntum Vesturlanda á seinni árum. I sögu Martels heilir dýrið Ric- hard Parker og sú skýring er gefin á nafninu að um misskilning hafi verið að ræða - veiðimaðurinn sem veiddi dýrið þegar það var ungt hét Richard Parker en embættismaður sem fyllti út skýrslur um veiðina skráði nafn veiðimannsins niður sem nafnið á dýrinu. Tígrísdýríð Richard Parker úr sögunni Life ofPi þykir ein eftirminnilegasta skáldsagnapersóna seinni ára. Nafnið á dýrinu á sér mjög einkennilega sögu þar sem furðulegar tilviljanir kallast á við hin ýtrasta hryll- ing En Yann Martel hefur reyndar upplýst að hugmyndin að nafninu að tígrisdýrinu hafí verið fengin af aldeilis furðulegri sögu sem hann hafi þekkt og snýst um hrakninga, hörmungar, stórslys, mannát og morð. Og um ótrúlega tilviljun þár sem bók bandaríska hryllingssagna- höfundarins Edgars Allans Poe virð- ist segja furðu nákvæmlega til um hryllilega atburði 40 árum seinna. Það var árið 1884 sem seglskútan Mignonette lagði upp frá Sout- hampton og var ferðinni heitið til Ástralíu. Skútan var um það bil tíu ára gömul og í eigu ástralsks millj- ónamærings sem hugðist nota hana til að sigla um og kanna kóralrifið mikla undan austurströnd Ástralíu. Um borð var fjögurra manna áhöfn, skipstjórinn Tom Dudley, stýrimað- urinn Edwin Stephens, hásetinn Ed- mund Brooks og svo sautján ára ká- etustrákur að nafni Richard Parker. Þetta var fyrsta sjóferð hans og hann reyndist eiga í erftðleikum með að aðlagast lífinu um borð. Sjóveiki hrjáði hann og hann gerðist leiður og þunglyndur. Dudley skipstjóri og hinir áhafnarmeðlimirnir tveir voru hins vegar þaulvanir sjómenn og gekk siglingin hið besta til að byrja með. „Richard minn, þinn tími er kominn" Snemma í júlí, þegar Mignonette var stödd á Suður-Atlantshafi, í óra- fjarlægð frá næsta landi, skall hins vegar á fellibylur og skútan fékk á sig marga tröllaukna brotsjói. Tók hún loks að liðast í sundur. Áhöfnin komst í björgunarbát en náði ekki að hafa með sér hvorki vatn né vistir, ef tvær niðursuðudósir eru undan- skildar. Það sem í þeim var entist ekki lengi og brátt tóku hungur og þorsti að sverfa illilega að fjórmenn- ingunum. Eftir að hafa velkst um í björgunarbátnum í nítján daga í brennandi sólinni voru þeir að þrot- um komnir og ekkert nema dauðinn framundan. Verst var hinn ungi Ric- hard Parker farinn og félögum hans þótti raunar að það væri aðeins tímaspursmál hvenær dauða hans bæri að höndum. Hann hafði drukk- ið sjó sem er vægast sagt ekki gott við þorsta og var reyndar þegar hér var komið meira og minna með óráði. Dudley skipstjóri komst að þeirri niðurstöðu að eina ráðið til þess að að minnsta kosti einhverjir þeirra fengju lifað af væri að fórna einhverjum þeirra - sem sé að hann yrði étinn af félögum sínum. Hann hafði hugsaði sér upphailega að þeir myndu varpa hlutkesti um það hver yrði drepinn og síðan ét- inn, en að lokum ákvað hann að drepa Richard Parker. Röksemd skipstjórans var sú að pilturinn ætti hvort sem er ekki langt eftir og þar sem hann ætti hvorki konu né börn væri missir aðstandenda minnstur í hans tilfelli. Hásetinn Brooks lýsti sig andvígan því að nokkur yrði drepinn en stýrimað- urinn Stephens var óákveðinn. Hinn ungi Parker var ekki fær um að segja álit sitt. Dudley ákvað því að hann yrði að ráða og Brooks og Stephens sættu sig við það. Þeir fé- lagar fóru með nokkrar bænir yfir sofandi líkama Richards Parkers en síðan vakti Dudley hann með því að ýta við öxl hans. Er Parker rumskaði sagði skipstjórinn: „Ric- hard minn, þinn tími er kominn.“ Síðan stakk hann káetupiltinn til bana. Hinir skipbrotsmennirnir þrír lifðu sfðan á kjöti og blóði Richards Parkers í 35 daga til viðbótar. Þá var þeim bjargað um borð í flutninga- skipið SS Montezuma, og þótti sum- um nafn skipsins furðu vel við hæfi, þar sem skipið var heitið eftir þeim forna konungi Azteka sem rikti yfir gríðarlegum mannfórnum og jafn- vel mannáti. Dæmdir fyrir morð og mann- át Eftir að þeir Dudley, Brooks og Stephens komust aftur til Bretlands sögðu þeir sögu sína hreinskilnis- lega hverjum sem heyra vildi. Málið vakti athygli og óhug, en þótt at- burðir á borð við þennan væru sem betur fátíðir voru þeir þó alls ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.