Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Blaðsíða 36
^6 ÞRIÐJCJDAGUR 30. DESEMBER 2003
Sport DV
Barthez loks
á förum
» Fátt virðist geta komið í
veg fyrir það að Fabien
Barthez komist loks til
Marseille þegar leikmanna-
markaðurinn opnar á ný í
janúar. Barthez átti að lána
til félagsins fyrir nokkrum
vikum síðan en hann fékk
ekki leyfi til þess að skipta
um félag og því varð hann
að bíða áfram eftir að
glugginn opnaði á ný.
Franski
landsliðsmarkvörðurinn
hefur engin tækifæri fengið
hjá United frá því Tim
Howard gekk til liðs við
félagið. Því er honum mikið
í mun að komast frá
■íilaginu þar sem hann þarf
að spila reglulega ef hann
ætlar sér að komast í
landslið Frakka á EM næsta
sumar.
„Gaui ósáttur
við sína menn
Guðjón Þórðarson, stjóri
Barnsley, var allt annað en
ánægður með sína menn
eftir tapleikinn gegn
Chesterfleld um helgina en
Chesterfield er eitt af
slakari liðunum í ensku 2.
deildinni. „Fyrir leikinn
sagði ég við mína menn að
þetta væri lið sem væri að
drukkna og myndi því
berjast fyrir lífi sínu. Mínir
-áitenn börðust ekki og því
vorum við á eftir í öllum
aðgerðum. Það verður að
mæta hörku með hörku og
það gerðum við ekki. Þess
vegna töpuðum við,“ sagði
Guðjón reiður.
Vilja halda
Wiltord
Arsene Wenger, stjóri
Areenal, er nokkuð
bjartsýnn á að hann muni
halda Sylvain Wiltord hjá
félaginu. Samningur
Wiltord við félagið rennur
út næsta sumar og hann
hefur ekki enn fengist til
þess að skrifa undir nýjan
samning. „Við seljum hann
ekki í janúar," sagði
Wenger. „Ég hefbeðið
hann um að gera nýjan
samning og samningavið-
ræðunum hefur verið
frestað fram í mars. Annars
er ég ekkert stressaður yfir
málinu. Ég er viss um að
hann verður áfram hjá
Sikkur," sagði Wenger.
Strax eftir áramót verður opnað fyrir félagaskipti leikmanna á
Bretlandi. Á undanförnum vikum hafa breskir fjölmiðlar velt
því fyrir sér hvaða leikmenn muni hafa vistaskipti á nýju ári
og spá því að Chelsea og Manchester United verði stórtækust.
Fastlega má búast við miklu fjöri í janúar-mánuði enda þurfa
stóru hðin mörg hver að styrkja sig í þeirri von að komast á
toppinn og botnliðin þurfa ekki síður á hðsstyrk að halda th
þess að eiga von um að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni en fah
úr henni gæti þýtt gjaldþrot fyrir mörg félög og því er þeim
lífsnauðsynlegt að hanga uppi.
„Við erum ekki á markaðnum og
við erum ekki í örvæntingarfullum
kauphugleiðingum," sagði Arsene
Wenger, framkvæmdastjóri
Arsenal. „Ef við kaupum einhvern
verður það leikmaður sem við
þurfum og á réttu verði en ekki á
Chelsea-verði.“
Því hefur verið haldið fram að
bygging nýja vallarins í Ashburton
Grove bindi hendur Arsenal-
manna í leikmannakaupum en
Wenger segir að svo sé ekki. „Ég hef
peninga en ég hef líka leikmenn
eins og Kanu og Sylvain Wiltord
sem léku ekki gegn Wolves. Það er
engin þörf fyrir að kaupa leikmenn
bara til þess að bæta þeim við
hópinn. Ef ég er ekki 100% viss um
að nýr leikmaður er miklu betri en
sá sem ég hef er engin ástæða til að
kaupa vegna þess að ég hef
hæfileikaríka stráka hér."
Yngri leikmenn fengu tækifæri til
að sanna sig þegar Arsenal vann
Úlfana 5-1 í deildabikarnum.
Frakkinn Gael Clichy sýndi til dæmis
að hann er öflugur staðgengill
Ashley Cole. „Ég vissi að ég var að
missa af staðgengli fyrir Cole þegar
Giovanni van Bronckhorst fór til
Barcelona en ég vissi að ég hafði
hæfileikaríkan átján ára gamlan
leikmann. Lengi vel áttum við
ekki hæfileikaríka unga
leikmenn en þeir hafa
mikla hæfileika nú. Ef
þeir fengju ekki
tækifæri af og til
vissi ég ekkert
um þá.“
30 milljónir punda fyrir
Wayne Rooney?
Chelsea stal senunni á
leikmannamarkaðnum í sumar eftir
að Raman Abramovic keypti félagið.
Talið er að félagið láti til sín taka að
nýju í janúar og hafa margir
leikmenn verið nefndir í því
sambandi. Yfirlýsing talsmanns
Chelsea um að sé rétti maðurinn
falur á 100 milljónir muni Chelsea
greiða þá upphæð fyrir hann hefur
ekki dregið úr sögusögnum. Pavel
Nedved (Juventus) og Adriano
(Parma) voru nefndir til sögunnar
um jólin.
„Ég endurtek að Adriano verður
hjá okkur fram í júní,“ sagði Patrick
Nebiolo, framkvæmdastjóri,
Parma. „Ég veit ekki hversu oft ég
verð að endurtaka það. Við eigum í
viðræðum við Inter um sölu á
leikmanninum en ég undirstrika að
Adriano mun
aðeins
klæðast
blásvörtu treyjunni á næstu
leiktíð," sagði Nebiolo sem játti því
að Chelsea hefði sýnt mestan áhuga
á að fá leikmanninn að
undanförnu.
Sunday Express sagði að Chelsea
væri tilbúið að greiða 30 milljónir
punda fyrir Wayne Rooney og átta
milljónir fyrir Jermain Defoe.
Roberto Carlos og Juanfran (Real
Madrid) vildu ekki fara til Chelsea.
Samningur Roberto Carlos rennur
út árið 2005 en Real vill gera við
hann nýjan samning sem gildir til
2007.
Chelsea freistar ekki Juanfran
þrátt fyrir samkeppnina við Luis
Figo, Zidane, Raul og David
Beckham. „Það er heiður ef Chelsea
hefur áhuga á mér en það er jafnvel
enn meiri heiður ef Real segir að ég
fari ekki frá félaginu undir nokkrum
kringumstæðum," sagði Junfran við
íþróttadagblaðið AS.
Þurfum engan í staðinn fyrir
Rio
Manchester United hefur jafnan
verið stórtækt á
leikmannamarkaðnum og situr
væntanlega ekki hjá í janúar.
Fjölmiðlar spá því að United kaupi
bæði sóknarmann og varnarmann.
Átta mánaða leikbann Rio
Ferdinand hefst 12.
janúar og telja
enskir fjölmiðlar
að United
að staðgengli hans.
Þeir hafa nefnt
Argentínumanninn Nicolas
Burdisso (Boca Juniors), Lucio
(Bayer Leverkusen), Michael
Dawson (Nottingham Forest) og
Gareth Southgate (Middlesbrough).
Þeir gætu allir leikið með United í
Meistaradeildinni en Lilian
Thuram, Alessandro Nesta,
Roberto Ayala og Fabio Cannavaro
gætu það ekki því þeir hafa leikið
með sínum félögum í keppninni.
Sir Alex Ferguson tekur ekki
undir það. „Ég er ekki að spá í
varnarmann. Ein ástæðan er sú að
Wes Brown er að verða leikfær en
ég held líka að við séum vel settir.
Vonandi stendur Wes sig vel en við
höfum einnig John O'Shea, Gary
Neville og Roy Keane sem geta
leikið þarna."
Ferguson viðurkennir þó að
United þurfi sóknarmann við hlið
Ruud van Nistelrooy. „Það gegnir
allt öðru máli um sóknarmann. Við
eru að leita að manni sem hefur
ekki leikið í Evrópukeppni og það
þrengir möguleika okkar.“
Louis Saha (Fulham), Jermain
Defoe (West Ham), Mateja Kezman
(PSV Eindhoven), Mark Viduka
(Leeds), Nicolas Aneika
(Manchester City) * og Jay-Jay
Okocha (Bolton) eru allir sagðir á
innkaupalista United.
„Það hafa margir
velt þessu fyrir
sér. Þetta er
ekki eins
auðvelt og
allir
halda.
munt
leita
Næsti liðsmaður Chelsea? Tékkneskilandsliðsmaðurinn Pavel
Nedved var á dögunum kjörinn besti knattspyrnumaður i Evrópu.
Valið kom ekki á óvart þar sem Nedved var lykilmaður hjá Juventus
sem varð italskur meistari og komst i úrslit Meistaradeildarinnar.
Chelsea er talið hafa mikinn áhuga á að kaupa þennan magnaða
miðjumann.