Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 Fókus DV íslendingar eyða 820 milljörðum króna á árinu 2003 en afla aðeins 801 milljarðs. Þjóðin skuldar nærri 600 milljarða króna umfram eignir í útlöndum. Skuldir heim- ilanna eru jafnvirði helmings eigna þeirra. DV leit á nokkrar lykiltölur frá Qár- málaráðuneytinu. Janúar 2003 „Eigum að leyfa Kolbrúnu að skoða arð- semi hunda- súra áAustur- landi. “ Framsóknarmenn áAusturlandi senda VG kveðjumar. „Mérfinnst vera komin full mann- réttindi á ís- landi þegar Mogginn kemur útá mánudögum. “ Ingvi Hrafn Jónsson ryðursig. „Mérfinnast íslenskar konur upp til hópa vel klceddar og hafa mikinn áhuga áfatnaði og ekki síst skóm og stígvél- um. Við erum allflestar skó- sjiíkar. “ Svava Johansen i Sautján talar um tískuna. íslendingar eyða ennþá um efni fram. Vergar þjóðartekjur vaxa um 39 milljarða króna á árinu 2003 og enda í samtals 801 milljarði, gangi þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins eftir. Þrátt fyrir þessa drjúgu viðbót mun þjóðin eyða 19 milljörðum meira á þessu ári en hún hefur afl- að. Lítill mínus verður stór Fjármálaráðuneytið áætlar að þjóðarútgjöldin á árinu 2003 verði 820 milljarðar króna. Um er að ræða öll útgjöld þjóðarinnar, bæði einstaklinga og opinberra aðila. Á árinu 2002 voru þjóðarútgjöldin 764 millj- arðar, sem voru aðeins 2 milljarðar umfram 762 milljarða tekjur þess árs. Þróunin hefur orðið sú á þessu ári að útgjöldin hafa vaxið um 4,25% á sama tíma og þjóðartekjur hafa ekki aukist nema um 2,25%. Ástæða fyrir þessari öfugþróun er meðal ann- ars sú að verðmæti útfluttrar vöru og þjónustu lækkar um 16 milljarða en andvirði þess sem við flytjum inn hækkar á milli ára um 4 milljarða. Það sem mest munar hér unt er að verðmæti útfluttra sjávarafurða mun lækka um heila 10 milljarða, úr 129 milljörðum króna í 119 milljarða. Nærri 600 milljarða mínus Skuldastaðan við útlönd batnaði eilítið á árinu 2003. Um mitt ár námu útlendar heildarskuldir íslendinga - einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila - um 1056 milljörðum króna. Á móti átti þjóðin eignir erlendis sem metnar voru á 484 milljarða. Þetta þýðir að skuldir fslendinga umfram eign- ir í útlöndum voru samtals 572 milljarðar. I árslok 2002 var þessi tala hins vegar 581 milljarður eða 9 milljörðum hærri. Skuldir okkar erlendis felast í íslenskum skuldabréfum sem seld hafa verið útlendingum og þess Utan í öðrum skuldum af ýmsu tagi. Einnig er fslendingum færð til skuldar bein er- lend fjárfesting hérlendis upp á tæpa 45 millj- arða króna. Hamstra íslenskar skuldir Fjármálaráðuneytið segir að nokkuð hafi dregið úr þessum beinu fjárfestingum út- lendinga á íslandi enda sést af tölum ráðu- neytis að fjárfestingin var metin á 70 millj- arða króna í árslok 2002 miðað við áður- nefnda 45 milljarða í júní á þessu ári. Til samanburðar er bein fjárfesting ís- lendinga erlendis tæpir 87 milljarðar og hefur sú tala haldist nær óbreytt frá árinu 2001. Það ár hafði þessi liður snarhækkað úr 56 milljörðum í 87 milljarða. Þótt beinar fjárfesting- ar útlendinga hér hafi snarminnkað hefur áhugi þeirra á inn- Rúmur helmingur í einkaneyslu Ef skoðað er hvernig áðurgreindum 820 millj- örðum króna er varið sést að einkaneyslan tekur til sín 441 mOljarð. Til svokallaðrar samneyslu renna 215 milljarðar. Fjárfestingar einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila nema 181 milljarði. Til skýringar skal áréttað að hin skilgreinda samneysla í þjóðarútgjöldum endurspeglar ekki heildarútgjöld opinberra aðila - ríkis og sveitarfé- laga - sem nema 351 mUljarði á þessu ári. Frátal- in eru vaxtagjöld, framleiðslustyrkir, tekjutilfærsl- ur, fjármunamyndun og fjármagnstilfærslur. Geir H. Haarde fjár- málaráðherra Fjármálaráðuneytið segir Islendinga skulda 1056 milljarða I útlönd- um en eiga þar eignir á móti fyrir 484 milijarða. Hreinar skuldir þjóðarinn- ar erlendis hafa lækkað um lOmilljarða frá þvlum sið- ustu áramót. Aukin skuldsetning vegna íbúðakaupa hefur einnig orö- ið til að rýra ráðstöfunartekj- ur heimiianna." lendum verðbréfum, sérstaklega húsbréfum, stóraukist. Á árunum 2001 og 2002 áttu útlend- ingar 468 miUjarða í íslenskum verðbréfum. Um mitt þetta ár var þessi eign komin í 571 milljarð. Ástæðan er hagstæð vaxtakjör á húsbréfum íbúðalánasjóðs. (búðaskuldir minnka ráðstöfunartekjur Seðlabanki Islands áætlar að skuldir íslenskra heimila hafi numið 760 mUljörðum króna um síð- ustu áramót. Samkvæmt skattframtölum fyrir árið 2002 námu skuldirnar hins vegar ekki nema 586 mUljörðum. Fjármálaráðaneytið telur þennan mismun skýrast af því að verulegur hluti skuld- anna sé einfaldlega ekki tíundaður á skattframtöl- um fólks. Ráðuneytið segir skattframtölin gefa til kynna að eignir heimilanna hafi verið 1525 milljarðar í lok ársins 2002. Samkvæmt skatt- framtölum hafi bæði eignir fólks og skuldir vaxið um að meðaltali 14% á ári frá 1998 til 2001. „Aukin skuldsetning vegna íbúða- kaupa hefur einnig orðið tU að rýra ráðstöfunartekjur heimilanna enda hafa vaxtagjöld vegna íbúðakaupa hækkað að meðaltali um 15% á ári frá árinu 1998,“ segir í riti fjármála- ráðuneytisins. Aðeins hægði á þessari þróun á síðasta ári. gar@dv.is „Það er mafíuhugsun að lœknastéttin geti komið fram með eina af- stöðu og eina skoðun án þess að al- menningur fái að taka þátt í mótun slíkrar stefnu. “ Jóhann Ágúst Sigurðsson í helgarviðtali. „Sjálfur veit ég ekki til þess að ég hafi gert neittá hlut Davíðs og Sjálfstœðis- flokksins annað en vera til og kjósa báða. “ Jóhannes Jónsson íBónus í viðtali. v r jmí i ÞJÓÐHAGSSTÆRÐIR 2002- -2003 Hagvöxtur 2002 -0,6% w 2003 1,75% Þjóðarútgjöld -2,9% 4,25% Viðskiptajöfnuður -0,1% -2,25% Vinnumarkaður Vinnuafl (1000 ársverk) 145,7 146,6 Atvinnuleysi 2,5% 3,25% Kaupmáttur tímakaups 2,2% 3,0% Kaupmáttur ráðstöfunartekna -0,2% 1,5% Utanríkisviðskipti Útflutningur sjávarafurða 5,1% -2% Vöruútflutningur alls 6,6% -1,25% Almennur innflutningur -4,6% 7,25% Peninga- og verðlagsmál Vísitala neysluverðs (verðbólga) 4,8% 2,0% Gengisvísitala krónunnar* 131,5% 123,75% Raunvextir 3-5 ára spariskírteina 5,4% 4,0% *Lægri gengisvístala þýðir sterkari króna gagnvart erlendum myntum. Heimild: Fjármálaráðuneytið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.