Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003
Fréttir DV
Stúlka tryllt-
istvið Stapa
Lögreglan í Keflavík
fangelsaði unga stúlku að-
faranótt laugardags. Hún
missti stjórn á sér vegna
þess að henni var meinað-
ur aðgangur að dansleik.
Stúlkan vildi dansa á
skemmtistaðnum Stapan-
um, þrátt íyrir of ungan
aldur, og reyndi inngöngu
með því að framvísa
fölsuðu greiðslukorti. Þeg-
ar upp komst um svik
hennar trylltist hún. Dyra-
verðir náðu að yfirbuga
stúlkuna og koma henni í
hendur lögreglumanna
sem fangelsuðu hana,
enda var hún ölóð og lét
dólgslega. Henni var
sleppt úr fangageymslu
eftir að hún róaðist. Tvær
aðrar stúlkur voru staðnar
að því að reyna að komast
inn með skilríki annarra á
jólaball Stapans þar sem
Sálin hans Jóns míns lék
fyrir dansi.
Fréttársins?
Þór Jónsson, varafréttastjóri
Stöðvar2.
„Þrátt fyrir stærstu fram-
kvæmdir Islartdssögunnar við
Kárahnjúka og önnur stórmál
á innlendum vettvangi eins og
olíufélagahneykslið, kaupin á
Eimskipum og samdrátt hjá
ameríska hernum suður með
sjó, hlýtur Iraksstríðið að þykja
mesta frétt ársins - og kristall
ast I nýlegum atburði,þegar
hermenn grófu harðstjórann
Saddam upp úr rottuholu ná-
lægt Tikrit og báru honum
kveðju Bush Bandarikjafor-
seta. Fram hjá þvi verður ekki
litið."
Elín Hirst, fréttastjóri Sjónvarps.
„Handtaka harðstjórans Sadd-
ams Husseins er tvímælalaust
frétt ársins og sú ótrúlega
staðreynd að hann skyldi hír-
ast i lítilli holu þegar hann var
gripinn. Hér heima fannst mér
yfirlýsing Davíðs Oddssonar
um að hann myndi hætta sem
forsætisráðherra haustið 2004
það fréttnæmasta á árinu."
Dómnefnd við Háskóla íslands árið 1988 sagði Hannes Hólmstein Gissurarson fara
rangt með staðreyndir, draga órökstuddar ályktanir og að heimildavinnu hans
væri ábótavant.
„Það er því ekki sjálfgefið
að um bókina eigi að gilda
sömu reglur."
Dómnefnd á vegum Háskóla íslands, sem mat
hæfí Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar til að
taka við lektorsstöðu í félagsvísindadeild skólans,
taldi Hannesi til lasts að hann hefði ekki farið rétt
með heimildir í verkum sínum.
Miklar deilur spunnust í kringum veitingu lekt-
orsstöðunnar. Umsækjendur voru nokkrir, auk
Hannesar, þar á meðal Ólafur Þ. Harðarson há-
skólakennari sem dómnefndin taldi hæfastan í
starfið.
Keimildir sem voru ekki tii
Fjögurra manna dómnefnd, sem í sátu Sigurður
Líndal og Jónatan Þórmundsson, prófessorar í
lögum, og Svanur Kristjánsson og Gunnar
Gunnarsson, prófessorar í stjórnmálafræði,
sagði Hannes meðál annars fara rangt
með staðreyndir og draga ályktanir án
þess að rannsóknir lægju að bald:
„Heimildanotkun er einnig ábóta-
vant. Þannig vísar höfundur til greinar
um íslenska þjóðveldið (Skírnir 1984) og
segir að þar komi fram, að „lög hafl verið
skilin öðrum skilningi með Islendingum
á þjóðveldisöld en víða annars staðar"
(Stjómskrármálið bls. 21). Ekki er hægt að
flnna þessari staðhæfingu neinn stað í
þeirri heimild sem vitnað er til,“ sagði dóm-
nefndin sem taldi Hannes ekki hæfan til
kennslu í undirstöðugreinum stjórn
málafræðinnar.
Eins og kunnugt er ligg
Ólafur Þ. Harðarson „Það
lék enginn vafi á að Hannes
var þá hæfur til að gegna
almennu starfi háskóla-
kennara, til dæmis I
stjórnmálaheimspeki,"
segir núverandi deildar•
forseti félagsvísinda-
deildar og keppinautur
Hannesar um lektors-
stöðu árið 1988.
ur Hannes nú undir ámælum fræðimanna fyrir að
hafa brotið reglur um heimildarnotkun, auk þess
að skmmskæla texta Halldórs Laxness og gera að
sínum eigin í bók sinni um nóbelsskáldið.
Lektor í óþökk háskólamanna
Ólafur Þ. Harðarson er nú deildarforseti við fé-
lagsvísindadeildina og gegnir þar prófessorsstöðu
í stjórnmálafræði - eins og Hannes. Einn íjögurra
núverandi prófessora í stjórnmálafræðinni er
Svanur Kristjánsson sem á sínum tíma sat í dóm-
nefndinni yfir Hannesi.
Birgir ísleifur Gunnarsson, sem þá var
menntamálaráðherra, veitti flokks-
bróður sínum Hannesi lektors-
stöðuna sumarið 1988 þrátt fyr-
ir geysihörð mótmæli há-
skólamanna.
Hannes skoðaður eftir
áramót
Ólafur sagði í viðtali við
Morgunblaðið 2. júlí 1988 að
stöðuveitingin væri gamal-
dags pólitísk fyrirgreiðsla. „í
rauninni er þetta ruddalegasta
árás á Háskólann í meira en
hálfa öld,“ sagði Ólafur og taldi
menntamálaráðherra hafa lít-
ilsvirt Háskólann.
„Við munum
væntanlega
ræða þetta mál eftir ára-
mótin. Þá kemur í ljós
hvort það fer í einhvern
sérstakan farveg. Ég er
ekki viss um að svo
verði," segir deildarfor-
setinn Ólafur nú um
bókamál Hannesar
Hólmsteins.
Ólafur segist að-
spurður á engan hátt
vera vanhæfur til að
fjalla um mál Hannesar
á vettvangi félagsvís-
indadeildar. Hann muni
þó skoða það mál.
Ólafur hefur starfað
að gerð sjónvarpsþátta
með Hannesi og sat í
dómnefnd sem tilnefndi
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson „Ekki er hægt
að finna þessari staðhæf-
ingu neinn stað i þeirri
heimild sem vitnað er til,"
sagði dómnefnd Háskóla Is-
lands meðal annars í mati
sinu á Hannesi HóTmsteini
þegar hann 'sótti um lektors-
stöðu árið 1988. Hannes
fékkstarfið.
hina nýju bók Hannesar
til Islensku bókmenntaverðlaunanna sem véita á í
janúar.
Ekki sama doktorsritgerð og bók
Ólafur minnir á að dómnefnd Háskólans hafi á
sínum tíma metið hæfi Hannesar út frá tiltekinni
starfslýsingu í auglýsingu. „Það lék enginn vafi á
að Hannes var þá hæfur til að gegna almennu
starfi háskólakennara, til dæmis í stjórnmála-
heimspeki," segir Ólafur.
Spurður um hæfi Hannesar í dag bendir Ólaf-
ur á framgang Hannesar innan Háskólans frá því
hann var upphaflega ráðinn. „Hann fékk einnig
dósentsstöðu og síðar prófessorsstöðu og hefur
gengið í gegnum hæfnismat á öllum stigum,“ seg-
ir deildarforsetinn.
Ólafur segist ekki vilja leggja mat á þá gagnrýni
sem komið hefur fram á verk Hannesar. „A hinn
bóginn er vert að minna á að bók Hannesar er
ekki lögð fram sem doktorsritgerð. Það er því ekki
sjálfgefið að um bókina eigi að gilda sömu reglur."
gar@dv.is
Helstu framámenn samfélagsins eru stofnfjáreigendur í SPRON
Stofnfjáreigendur SPRON
eru elítuklúbbur
Stofnfjáreigendur í SPRON munu
skipta á milli sín þremur milljörðum
króna, gangi kaup Kaupþings Bún-
aðarbanka á SPRON eftir. Samtals
gerir það rúntar 2,7 milljónir á mann,
en þeir eru 1100 talsins. Á fjölsóttum
fundi stofnfjáreigenda í SPRON fyrr
á árinu mátti sjá ýmsa máttarstólpa
þjóðfélagsins, háttsetta embættis-
menn og þekkta menn úr viðskipta-
lífinu og stjórnmálum, nánast alla
borgarfulltrúa og nokkra alþingis-
menn. Davíð Oddsson forsætisráð-
herra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
varaformaður Samfylkingarinnar,
eru bæði stofnfjáreigendur, svo
dæmi sé tekið, svo og venslamenn
þeirra. Ingimar Jóhannsson, einn
fimmmenninganna sem höfðu milli-
göngu um tilraun Búnaðarbankans
til að kaupa SPRON fyrr á árinu, er
mágur Davíðs. Össur Skarphéðins-
son, svili Ingibjargar Sólrúnar, er
einnig stofnfjáreigandi.
Jón G. Tómasson, stjórnarfor-
maður SPRON, hefur sagt að stofn-
fjáreigendur hafi verið valdir af
stjórninni, en seinni árin hafi slík að-
ild verið í boði fyrir þá viðskiptavini
Sparisjóðsins sem þess hafa óskað.
Ungliðahreyfing Samfylkingar-
innar vill nú sjá listann yfir stofnijár-
eigendur í SPRON til að spyrja þá
stjórnmálamenn sem þar eru hvort
þeim finnist siðferðilega verjandi að
hagnast á sölu sparisjóðsins. Það
gæti reynst þrautin þyngri þar sem
aðeins stofnfjáreigendur sjálfir
mega sjá þann lista.
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, tekur undir með
ungum jafnaðarmönnum. „Það var
aldrei til þess ætlast að stofnfjáreig-
endur högnuðust, heldur litið á þá
sem gæslumenn sjóðsins. Lögum
um sparisjóði var breytt til að koma
í veg fyrir að menn högnuðust á
stofnfjáreign."
„Stofníjáreigendur eru nokkurs
konar elítiiklúbbur, enda lagði Sam-
fylkingin það til, þegar lögum um
Össur Skarphéðinsson. „Það varaldrei
ætlunin að stofnfjáreigendur högnuðust á
eign sinni".
sparisjóði var breytt, að öllum yrði gef-
inn kostur á að eignast stofnfjárhluti.
Þetta vom í eina tíð fyrst og fremst
framverðir Sjálfstæðisflokksins. Þegar
mér var boðið að vera með var mér
sagt að þeir vildu opna fyrir vinstri
væng stjómmálanna, en þá var ég
einnig framkvæmdastjóri fjármálafyr-
irtækis í viðskiptum." Össur segir rétt
að stofnfjáreigendur bindist samtök-
um um að hagnaðurinn renni til góðs
málefnis, gangi salan til Kaupþings
Búnaðarbanka eftir, eða að hagnaður-
inn verði skattlagður sérstaklega.