Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 FréttirVV Moka sig út Björgunarsveitarmenn höfðu í nógu að snúast á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna hins mikla fannfergis sem skyndilega skall á borgarbúum. Að minnsta kosti tvö h.undruð bflar sátu fastir í fönn og komu björgunarsveitarmenn, á 29 sérútbúnum björgunarbíl- um, fólki til aðstoðar. Hátt í hundrað björgunarsveitar- menn voru í önnum kafnir langt fram eftir degi auk þess sem jeppaeigendur voru margir fúsir að rétta hjálparhönd. Veðurstofan spáir slyddu og éljagangi í höfuðborginni í dag. Með vegabréf í skónum Þrjú japönsk vegabréf fundust í skóm karlmanns frá Singapúr en maðurinn var stöðvaður í Leifsstöð í fyrradag. Maðurinn var hnepptur í hald en mun samkvæmt heimildum DV hafa gefið íjarstæðukennd- ar skýringar á hvers vegna hann faldi vegabréfin í skónum. Grunur leikur á að mál mannsins tengist öðru máli sem kom til kasta lög- reglunnar á Keflavíkurvelli í nóvember. Þá voru tvær kínverskar stúlkur stöðvað- ar af landamæravörðum við komuna til landsins. Þær voru í fylgd ástralsks manns sem var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarð- hald sem hann sætir enn. Ástralinn hefur neitað að hafa tekið þátt í skipulagðri starfsemi með því að að- stoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins. Singapúr-manninum verð- ur vísað úr landi í dag og hann sendur til síns heima. Trygginga- stofnun greið- ir2.janúar Tryggingastofnun ríkisins mun greiða út allar greiðslur almannatrygginga þann 2. janúar næstkomadi og er það óháð afgreiðslutímum bank- anna. Venjan er að greitt sé fyrsta virka dag mánaðarins en föstudagurinn 2. janúar er fyrsti virki dagur janúarmán- aðar á nýju ári. Krabbameins- hætta meiri Evrópskar konur eiga mun frekar á hættu heldur en bandarískar stallsystur þeirra að verða brjóstakrabbameini að bráð. Ástæðan er sú að krabbameinið greinist fyrr í bandarískum konum sem gerir alla meðferð auðveldari og líkur aukast á fullum bata. Þetta er niðurstaða mik- illar breskrar könnunar á 17 þúsund konum. Komust vísindamenn að því að yfir fimm ára tímabil er brjósta- krabbamein greint snemma í 40% tilvika í Bandaríkjunum en hlutfall- ið er aðeins 29% í Evrópu. Vopnaðir verðir munu ferðast meðal farþega í breskum flugvélum vegna ótta yfir- valda við að hryðjuverkamenn taki völdin í háloftunum, samkvæmt yfirlýsingu frá breskum stjórnvöldum. Flugleiðir hafa ekki íhugað að nota vopnaða verði en banda- risk yfirvöld hafa krafið félagið um ítarlegar upplýsingar um flugfarþega og áhafnir. Hryðjuverkarannsókn ó íslenskum flugstjórum Samkvæmt heimildum DV hafa bandarísk yfir- völd lagt fram fjölda beiðna undanfarið um upplýs- ingar um flugfarþega og áhafnir í millilandaflugi til Bandarflcjanna. Á aðfangadag kom beiðni til ís- lenskra flugfélaga um ítarlegar upplýsingar um alla áhafnarmeðlimi á leið vestur um haf, vegna ótta Bandaríkjamanna við að starfandi flugstjórar tækju sjálfir þátt í hryðjuverkaárásum. Bresk yfirvöld hafa geflð frá sér yfirlýsingu um að vopnaðir verðir í borgaralegum klæðnaði verði send- ir í millilandaflug á meðal almennra farþega. Ákvörð- un samgönguráðherrans, Alistairs Darlings ,og innan- ríkisráðherrans, Davids Blunketts, brýtur blað í sögu flugöryggismála í Bretlandi. Breska blaðið Guardian hefur eftir Blunkett að það að setja vopnaða verði í farþegaflug séu ábyrgðarfullt og fyrirhyggjusamt skref og að flugvörðum verði komið iýrir þar sem það sé viðeigandi. Farþegar með Ameríkuflugi frá Bretlandi geta því átt von á því að í næsta sæti sitji vopnaður maður á vegum stjómvalda í borgaralegum klæðnaði, sendur í þeim tilgangi að stöðva hryðjuverk. Yfirlýsing breskra stjórnvalda kemur í kjölfar þess að bandaríska heimavarnastofnunin hækkaði viðbúnaðarstigið í það næsthæsta af fimm, eða appelsínugult. Spurður hvort til greina kæmi að setja vopnaða verði um borð í flugvélar Flugleiða sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingastjóri félagsins, slflct ekki hafa komið til álita innan flugfélagsins. „Að sjálfsögðu verðum við við þeim kröfum sem yfirvöld gera til okkar hverju sinni. Það blasir við að þetta er ekki mál sem heyrir undir flugfélag, við get- um ekki tekið ábyrgð á því að setja vopnaða ör- öryggisverði í flugvélar.“ Guðjón segir erindi Meiri viðbúnaður Tom Ridge, heimavarnaráð- herra Bandarikjanna, hækkaði viðbúnaðarstig. Úttast er hryðjuverk eins og 1 l.september 2001. Guðjón Arngrímsson Upplýsingastjóri Flugleiða segir að félagið meeti þeim kröfum sem yfirvöld komi með, en tjáirsig ekki um hverjar þær kröfur séu. „Það blasir við að þetta er ekki mál sem heyrir undir flug- félag, við getum ekki tekið ábyrgð á því aðsetja vopnaða öryggisverði í flugvélar." Bandarflcjamanna þess eðlis að hann verði að taka þann pól í hæðina að neita að tjá sig, lflct og önnur flugfélög. Bresku flugmannasamtökin hafa bmgðist ókvæða við fyrirætlunum stjómvalda um að vopn- aðir verðir séu meðal farþega. Ekki er ljóst hvernig útfærslan verður, hvort verðirnir munu heyra und- ir flugstjórana, sem eru æðsta yfirvaldið í flugvél- inni. Ótti bandarískra yflrvalda beinist meðal ann- ars að því hvort áhafnarmeðlimir - þar með taldir flugstjórar - séu á sveif með hryðjuverkamönnum. Guardian hefur eftir Jim McAuslan, framkvæmda- stjóra bresku flugmannasamtakanna, að áform yf- irvalda séu heimskuleg. „Okkar sjónarmið hefur alltaf verið það að vopnaðir verðir í háloftunum sé það versta sem hægt er að gera - við viljum ekki byssur í flugvélum." Ástæðan fyrir upphlaupi bandarískra stjórn- valda er að þau töldu sig hafa heimildir fyrir því að hryðjuverkamenn ætluðu að ræna franskri farþega- vél og láta hana hrapa í bandarískri borg um jólin. Franska flugfélagið Áir France aflýsti nokkmm ferð- um yfir Atlantshafið eftir að „trúverðugar" vísbend- ingar bárust um ógnun við öryggi í flugi frá París til Los Angeles. Samkvæmt heimildum DV koma bandarísk yfir- völd margsinnis með beiðnir til flugfélaga heimsins sem eru metnar sem ómögulegar í framkvæmd í Evrópu. Við mótmæli Evrópumanna bakka Banda- ríkjamenn oftar en ekki með kröfur sínar gagnvart þeim. Talið er að þeir stfli kröfur sínar inn á flugfé- lög í Mið-Austurlöndum, en geti ekki mismunað flugfélögum eftir svæðum. jontrausti@dv,is Kýmar hans Osama Um daginn hafði sá mæti frétta- skýrandi og spekingur Ali G viðtal við einhvern amerískan soldátafor- ingja í þætti sínum og tókst vita- skuld að varpa nýju ljósi á hernaðar- vél Bandaríkjanna. Einkum þótti Svarthöfða merkileg sú spurning Ali G af hverju Bandaríkjamenn færu ekki í stríð við Kanada, eins gráupp- lagt og það þó væri, og hægt að herja á landið frá stöðvum í Bandaríkjun- um sjálfum með litlum tilkostnaði. Svar bandaríska herforingjans var að litlar líkur væru á að Bandaríkin færu í stríð við Kanada, vegna þess að „það er ekkert þar sem okkur langar í“. En nú þykir Svarthöfða augljóst að styttast sé farið í stríðið milli Bandaríkjanna og Kanada. George Bush hlýtur að bregðast hart við þeim fréttum að sú kýr sem fundist hefur í Washington-fylki og reyndist smituð af kúariðu hafl verið flutt inn frá Kanada; raunar ein af 47 kúm í sömu sendingu. Ef svo fer fram sem horfir gæti kúabúskapur Bandaríkj- anna hrunið og þá er næsta víst að Bush grípur til vopna, þó ekki væri nema í hefndarskyni gegn Kanada. Það hafa verið háð stríð af minna til- efni og má minna æa að til eru þeir virðulegu sagnfræðingar sem halda því fram að fyrri heimsstyrjöldin hafi í raun brotist út vegna deilna um nautgripaútflutning Serbíu - en morðið á Franz Ferdinand erkiher- toga hafi bara verið yfirskin eitt. Svarthöfði mun að minnsta kosti fylgjast grannt með þróun þessa máls og hvetur til þess að Halldór Ásgrímsson hefji nú þegar undir- búning að því að bjóða Vestur-ís- lendingum hæli hér á gamla land- inu undan sprengjuregni Banda- ríkjanna og annarra staðfastra þjóða. Nema Halldór ætli með Bush í þetta yfirvofandi stríð. Þá bíður Svarthöfði spenntur eftir því að fá að vita svarið við mjög að- kallandi spurningu: Hvar eru hinar kýrnar 46? Vænta má þess að Hollywood fari brátt að framleiða myndir þar sem Mel Gibson og aðr- ar stórstjörnur eltast við hinar (hugsanlegu?) smituðu kýr - og verður sú grein kvikmynda kölluð „kúrekamyndir hinar nýrri". Annars hefur Svarthöfði áttað sig á að málið er í reynd mun flókn- ara en ætla má við fyrstu sýn. Því hvenær voru kýrnar 47 fluttar til Bandarflcjanna? Jú - í ágúst 2001. Og hvað gerðist aðeins hálfum mánuði seinna? Þann 11. septem- ber 2001? Jú, hryðjuverkaárás Osama bin Ladens. Svarthöfða þyk- ir augljóst að hinar smituðu kýr séu einnig á vegum Osama - og séu að framkvæma eins konar sjálfs- morðsárásir gegn bandarískum nautgripum. Og þá verður vandséð hver síðast baular. Svarthöfði J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.