Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Blaðsíða 13
DV Frétiir ÞRIÐJODAGUR 30. DESEMBER 2003 13 imin lést, Anna Lindli i bin Laden er frjáls Saddam Hussein Fannst eftir átta mán aða leit I kjallarhalu nálægt Tikrit. í Flug 216 Siðasta Conœrde-þotan hefursig til fiugs á Heathrow. Risaframkvæmd á lokastigi Stærsta virkj- un i heimi, Three Gorges virkjunin, er orðin starfhæfen efasemdir hafa komið upp um hvort hún sé nógu vel byggð. Átak í Kína Stjórnvöld létu handtaka mörg þúsund vændiskonuren kynlifsiðnaðurinn fer hratt vaxandi i landinu. Anna Lindh Stungin til bana í versiunarferð iStokkhólmi. Sótthreinsað í Peking Meirihlutiþeirra sem smituðust af bráðaiungnabótgu voru Kinverjar. Stjórnvöld voru tengi að taka við sér og sporna við þróuninni. Rafmagnslaust Milljónir manna voru án rafmagns iBandaríkjunum og Kanada eftir bilun í rafkerfi. 22. rnaí Hryðjuverkamenn láta til skarar skríða í Casablanca í Marokkó. 45 manns létu lífið. Til- ræðismennirnir náðust og voru dæmdir til dauða. JÚNÍ 1. júní Eftir langa bið og ótal breyt- ingar ýmissa þjóða er „Vegvísir til friðar" kynntur til sögunnar. Var hann kynntur sem fyrsta skreflð af mörgum til að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Þrátt íyrir góðan hug féll vegvísirinn í grýttan jarðveg. Yfir 200 Israelar og 600 Palestínumenn létust vegna átakanna á árinu. JÚLÍ 9. júlí Ladan og Laleh Bijani, sam- vaxnar tvíburasystur frá íran, létust á spítala í Singapore eftir 50 klukku- stunda aðgerð þar sem læknar reyndu að skilja þær að. Þær vissu báðar af hættunni við slíka aðgerð en létu það ekki stöðva sig. JÚIÍ Óvenjumiklir hitar voru um gervalla Evrópu og flykktust íbúar til stranda sem aldrei fyrr. Raf- magnsnotkun hefur aldrei verið meiri vegna mikillar notkunar á viftum og hvers konar kælitækjum. ÁGÚST 12. ágúst Einræðisherrann Charles Taylor hélt í útlegð til Ní- geríu. Þar með lauk 14 ára borgara- styrjöld í Líberíu sem Taylor ber að miklu leyti ábyrgð á. 14. ágúst Straumur fór af stórum hluta austurstrandar Bandaríkjanna og Kanada vegna bilunar í rafkerfi. Hið sama gerðist í Svíþjóð og á Ital- íu nokkru seinna. 15. ágúst Samningar takast um skaðabætur til handa ættingjum þeirra sem létust þegar farþegaflug- vél var sprengd yfir Lockerbie 1988. Upphæðin nemur 216 milljörðum króna. 11. september Utanríkisráðherra Svíþjóðar, Anna Lindh, var stungin til bana í verslun í Stokkhólmi. Hún var einn vinsælasti stjórnmálamaður Sví- þjóðar og vottuðu þúsundir henni virðingu sína. OKTÓBER 8. október Kvikmyndastjarnan og vöðvatröllið Arnold Schwartzen- egger vann yfirburðasigur í ríkis- stjórakosningum í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. 28. október 1100 heimili urðu miklum skógareldum að bráð í Kali- forníu í Bandaríkjunum. Eldarnir loguðu víða og teygðu sig á milli fylkja þegar verst lét. NÓVEMBER 8. nóvember Rúmlega 20 féllu í sjálfsmorðsárás hryðjuverkamanna á íbúðahverfi í Riyadh í Sádi-Arab- íu. Þrjár aðrar árásir voru gerðar í borginni á árinu með þeim afleið- ingum að 30 féllu. 20. nóvember Lögregla leitaði poppstjörnunnar Michaels Jack- sons vegna ásakana sem fram komu um kynferðislega misnotkun hans á barni. Var þetta í annað sinn sem stjarnan var ásökuð um slíkt en í fyrra skiptið var gerð sátt í málinu. DESEMBER 9. desember Zimbabwe segir sig úr breska Samveldinu eftir að ákveðið var að framlengja refsiað- gerðir vegna framkomu Mugabes, forseta landsins. 22. júlí Synir Saddams Husseins skotnir til dauða í borginni Mosul í Irak af bandarískum hermönnum. Myndir af líkum þeirra er sjónvarp- að víða um heim við misjöfn við- brögð. 19. ágúst Sprenging varð í höfuð- stöðvum Sameinuðu þjóðanna í Irak. 20 létu lífið og yfir hundrað slösuðust. 15. desember Eftir átta mánuði á flótta tókst loks að handtaka Saddam Hussein, fyrrum einsræðis- herra í Irak. Fannst hann í þröngri holu í garði í úthverfi smábæjar skammt frá borginni Tikrit. Tvo kílómetra frá holunni voru tvær af Qölmörgum glæsihöllum sem hann hafði komið sér upp víða í landinu. 23. desember Kínversk stjórn- völd tilkynntu um eitt skæðasta iðnaðarslys sem orðið hefur í land- inu. Yfir 200 taldir af eftir gríðarlega gassprengingu í Chongqing-héraði. 26. desember Jarðskjálfti af stærðinni 6,7 á Richter leggur borg- ina Bam í írak í rúst. Talið er að allt að 30 þúsund manns hafi lát- ist vegna hans. Hitabylgja í Evrópu Hitamet voru slegin viða um álfuna. Ágúst Grafalvarlegt ástand skapast í Evrópu þar sem ekkert lát er á hit- um víðs vegar um álfuna. Miklir skógareldar kvikna á stórum land- svæðum í mörgum löndum. Mörg hundruð látast vegna hitanna, þar af tugir aldraðs fólks í Frakklandi. Jöklar í Sviss og Austurríki bráðna en ár eru engu að síður vatnslitlar. Hitamet slegin í íjórum löndum hið minnsta. SEPTEMBER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.