Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Blaðsíða 45
DV Fókus
ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 45*
Egill Helgason heggur á báðar hendur í uppgjöri ársins: Framsókn háði kosningabaráttu án þess að
bjóða upp á pólitík, sjálfstæðismenn látast enn heillaðir af Davíð þótt kannski séu töfrarnir búnir, Sam-"
fylkingunni tekst enn ekki að búa til stefnu í neinu máli, þingflokkur vinstri-grænna gerist ærið þreytt-
ur og öllu tætingslegri hópur en Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki áður sest á þing.
Ar peninganna
Viililin tekin af póli
Þetta var árið þegar peningarnir
tóku völdin af pólitíkinni. Björgólfur
sneri aftur eins og greifinn af Monte
Cristo og keypti bankann sem er
kenndur við sjálft landið. Mennirnir
með peningana áttu sviðið, en þá
kom í ljós að stjórnmálamennirnir
vildu ennþá fá að toga í spottana. En
mátturinn er þar sem peningarnir
eru. í fyrirspurnatíma á landsfundi
Samíylkingarinnar spurðu daprir
menn utan af landi hvort þorpin
þeirra fengju að lifa áfram. Björgólf-
ur sat fyrir svörum og sagði að arð-
semin fengi að ráða. Nú í árslok er
hann að selja frá sér sjávarútvegs-
hluta Eimskipafélagsins. Plássin,
þaðan sem sægreifarnir seldu kvót-
ann fyrir fáum árum, keppast um að
fá að kaupa hann aftur. Það er dýr
hringavitleysa. ■ Kaupþing gleypir
Búnaðarbankann og því næst Spari-
sjóð Reykjavíkur. Bréfin hækka,
hluthafarnir eru ánægðir, skítt með
kúnnana. Forstjórarnir eru þó ekki
stærri en svo að þeir láta forsætis-
ráðherra kúga sig til að afsala sér
kaupauka sem þó er bara í „takt“ við
það sem gerist í nágrannalöndun-
um. Aftonbladet segir að Kaupþing
sé Qórða versta fyrirtæki í Svíþjóð.
En á íslandi fær Sigurður Einarsson
viðurkenningu fyrir að vera snjall-
asti bisnessmaður ársins.
Hérumbil paradís - fyrir
gróðamenn
ísland er hérumbil paradís fyrir
gróðamenn, sagði í rússnesku blaði.
Það er eiginlega ekki spurt hvaðan
peningamir koma. Eru þessir menn
hæfir til að eiga banka? var spurt um
Björgólfana í viðskiptatímaritinu
Euromoney. Hérlendis kusu menn að
leita ekki svara við þeirri spumingu.
Það voru haldnar kosningar.
Manni er vandi á höndum að muna
um hvað þær snemst. Menn voru
alltaf að hrópa um að nú ætti um-
ræðan að fara að snúast urn málefni,
en þegar þau komust loks á dagskrá
reyndust þau mestanpart skrum.
Það var ekki ætlunin að standa við
fyrirheit um skattalækkanir, eftir
kosningar var stefnan tekin í þveröf-
uga átt. Ingibjörg fór í Borgarnes að
tala um vald Davíðs. í seinna skiptið
var það fyluferð, þá var eins og hún
væri með karlinn á heilanum. Hún
flækti baráttuna með tali um fjöl-
þrepa skatt; skildi varla hvað hún var
að fara sjálf. Stóri kosningasigur
Samfylkingarinnar hvarf eins og
dögg fyrir sólu. Þorir þjóðin? var
spurt á kjördag, en nei - hún þorði
ekki. Ríkisstjórnin sem tók við völd-
um var aðeins þreyttari en síðast;
mesti tíminn fór í að skiptast á stól-
um. Þegar maður sér myndir af því
sem hefði getað tekið við, stjórn
Samfylkingar, Vinstri grænna og
Frjálslyndra, prísar maður sig eigin-
lega sælan að hafa gamla liðið
áfram.
Enn er maður engu nær
Þetta er árið þegar fjaraði veru-
lega undan Davíð. Kosningarnar
snerust ekki síst unt hann. Hann
skilaði ekki nema 33 prósentum; á
mælikvarða Sjálfstæðisflokksins er
það afhroð. Þjóðin stóð á öndinni í
Stóru bollunni. Var maðurinn virki-
lega að meina það sem hann sagði í
útvarpinu? Enn er maður engu nær
um hvort reynt var að múta forsæt-
isráðherranum. Á það hefur varla
verið minnst síðan. Erjur Davíðs við
kaupsýslumenn úti í bæ - menn sem
hafa óneitanlega komist áfram af
eigin rammleik og hugviti í anda
sjálfstæðishugsjónarinnar - gera
marga sjálfstæðismenn ringlaða. Og
þrátt fyrir að stjómarandstaðan hafi
fengið vænan hlut af skömminni í
eftirlaunamálinu, var almenningi
iila misboðið. Þetta passaði einum
of vel að þörfum Davíðs - og ólíkt
því sem áður var tókst honum ekki
að telja þjóðinni hughvarf þegar
hann birtist í fjölmiðlum eftir atið.
Kannski eru töfrarnir búnir þótt
sjálfstæðismenn láti enn eins og þeir
séu heillaðir.
Margir fornir bakhjarlar Sjálf-
stæðisílokksink í viðskiptalífinu eru
orðnir áhrifalitlir nú í árslok, eins og
glöggt má ráða af tilvistarangistinni
á síðum Morgunblaðsins. Það er
stórpólitísk spurning hvaða áhrif
þetta hefur, nerna þróunin verði sú,
sem ákveðnar vísbendingar eru um,
að Björgólfarnir komi í stað Kol-
krabbans en Framsókn verði ein-
hvers konar stjórnmálaarmur Kaup-
þings Búnaðarbanka. Þá tilgátu má
allavega setja fram.
Lýðræðisflokkur í þykjust-
unni
Framsókn auglýsti alls staðar þar
sem hægt var að finna pláss, bauð
upp á bjór og fjölskylduvænar
skemmtanir með írafári, og þar stóð
Halldór með uppbrettar ermar og
grillaði í gríð og erg ofan í liðið. Þetta
var kosningabarátta fyrir ópólitískt
fólk. Græn og hughreystandi. Fáar
einfaldar hugmyndir eri varla nein
pólitík. Gömlu andlitin urðu ansans
ári mannleg í meðförum auglýsinga-
stofunnar. Með þessu vann Fram-
sókn sigur á skoðanakönnunum og
besserwisserum sem eru alltaf að
vanmeta flokkinn. Halldór verður
forsætisráðherra eftir níu mánuði út
á næstverstu kosningu í sögu flokks-
ins. Flokksmanna bíður stórt verk-
efrii: Að finna út hvernig Halldór
getur ljómað í forsætisráðuneytinu
eftir þrettán ár af Davíð. Hver veit
nema þarna sé tækifæri fyrir flokk-
inn til að slefast aftur yfir tuttugu
prósentin?
I kosningunum kom sem sagt í
ljós að flokkurinn sem er legið á
hálsi fyrir að vera gamaldags skildi
samtímann betur en hinir. Innsti
kjarninn í flokknum er örsmár; það
er hægt að koma honum fyrir í
kringum lítið borð í Framsóknar-
húsinu. Sumir þingmenn fá ekki
einu sinni að vera með. Ný þing-
mannsefni eru rekúteruð af flokks-
skrifstofunni eða úr hópi aðstoðar-
manna ráðherranna; það er lítið.
hægt að vera í þykjustuleik um að
þetta sé lýðræðislegur flokkur. En í
þessum hópi býr pólitísk kænska
sem er notadrjúg á hugsjónalitlum
tímum.
Ingibjörg og Össur bæði að
renna sitt skeið?
Samfylkingin er flokkurinn sem
tekst ekki að búa til stefnu. Þetta er
gengið svo langt að nú á að senda
varaformanninn í nám í pólitík á
Bretlandi. Hún þvælist þá kannski
ekki fyrir formanninum á meðan.
Samfylkingin er búin að koksa á því
að vera Evrópuflokkur; segir að það
mál sé of flókið fyrir kjósendur. Út-
spil um einkarekstur í heilbrigðis-
kerfi reyndist ekki byggja á neinni
hugsun; það vantaði bara smá fútt í
ræðu hjá formanninum. Afstaða
flokksins til auðmagnsins er dæmi-
gerð - jú, kannski heyrist gagnrýni
hjá einstaka flokksmönnum um að
stórkapítalistar séu að gleypa allt, en
í raun er eins og ílokkurinn þrái
mest að Baugur víki að honum vin-
samlegu orði, láti svo lítið að klappa
honum aðeins.
Össur verður seint talinn sterkur
leiðtogi í flokki sínum, en Ingibjörg er
heldur ekki sami foringinn og voru
allir vegir færir fyrir ári. Það er með
hreinum ólíkindum hvað hún hefur
ávaxtað sitt pólitíska pund illa á ár-
inu. Össur hefur raunar þokkaleg tök
á þingflokknum, þar eru fáir sem líta
á Ingibjörgu sem leiðtoga sinn -
altént ekki í þeim mæli að þeir telji að
stól sé fórnandi fyrir hana. Kjósendur
hafa dvínandi tiltrú á þeim báðum.
Það er mikið rætt um valdabaráttu
milli Össurar og Ingibjargar - hún er
sannarlega til staðar - en hvað ef þau
verða bæði komin ffam yfir síðasta
söludag í næstu kosningum?
Steingrímur er ekki Che
Che Guevara-bolurinn með inn-
felldu myndinni af Steingrími er
tákn vinstri-grænna þetta árið. Þrátt
fyrir að hafa komið sérlega illa út úr
kosningunum - sami þingflokkur-
inn var endurkjörinn og gerist nú
ærið þreyttur - glöddust vinstri-
grænir yfir fjölda af æskufólki sem
gekk til liðs við flokkinn á árinu.
Þetta er mestanpart ungt fólk sem er
uppnumið af róttæknibylgjunni
sem reis í baráttunni gegn alþjóða-
væðingunni. Svo komu aðrir vegna
Kárahnjúka. En þetta unga fólk hef-
ur ekki áhuga á þeirri pólitík sem er
rekin í þingsölum. Það mun fljótt
finna til óþolinmæði. Með hlut sín-
um í eftirlaunamálinu setti Stein-
grím J. ofan sem sannur alþýðuleið-
togi. Hann er ekki Che. Forysta
vinstri-grænna er líka hætt að vilja
tala um Kárahnjúka; á síðasta lands-
fundi var fremur rætt um að barátt-
an gegn virkjuninni hefði skemmt
fyrir flokknum í augum almennra
kjósenda. Sambandið milli hug-
sjóna og raunveruleikans er oft
óþægilegt þarna á vinstri vængnum.
Hvar á VG að bera niður næst?
Einkavæðing er að mestu afstaðin;
ekki einu sinni VG lætur sér til hugar
koma að þjóðnýta aftur. Það er
einna helst að flokknum takist að
blómstra í almennri siðgæðisvörslu
fyrir land og þjóð sem birtist helst í
frumvarpinu um bann við kaupum á
vændi - hitti ekki Davíð annars
naglann á höfuðið í viðtali um dag-
inn þar sem hann sagði að þetta
væri innflutt vandamál?
Stirðbusalegir karlar
Af Frjálslyndum er ekki mikils að
vænta. Manni er til efs að öllu tæt-
ingslegri hópur hafi mætt í sali Al-
þingis; það þarf þá að leita aftur til
Borgaraflokksins. Einn þingmaður-
inn hefur mátt dúsa í fangelsi fram-
an af þingferli sínum og hefur lítið
heyrst í honum síðan. Annar náði að
vera á móti frumvarpi sem hann
lagði sjálfur fram; þeir eru ekki
margir þingmennirnir sem hafa
byrjað jafn ógæfulega. Þegar eftir-
launafrumvarpið umdeilda var tekið
fyrir kom í ljós að sjálfur formaður
flokksins var á Kanaríeyjum. Var8» —
formaðurinn, sem er í fæðingar-
orlofi, lagðist fast á móti. Frjálslynd-
ir súpa seyðið af því að hafa ekki náð
inn manni í Reykjavík - skærasta
stjarna flokksins, Margrét Sverris-
dóttir, komst ekki að. í staðinn er
þingflokkurinn skipaður stirðbusa-
legum körlum sem er lítt gefið að
tala um annað en kvóta og aftur
kvóta.
Við lifum á tímum þar sem
áhugaleysi á stjórnmálum breiðist
út. Kosningarnar gerðu vart annað
en að slæva áhugann enn frekar -
það er til dæmis miklu meira spenn-
andi að fylgjast með Pop Idol. Sam-
hliða breiðist út vantrú á stjórn-
málamönnum og vanmáttur gagt^r,-
vart peningaöflunum. f deyfðinm
stunda menn ópólitísk stjórnmál
eins og í auglýsingaherferð Fram-
sóknarflokksins. Þá er nauðsynlegt
að eiga fjársterka bakhjarla. Kosn-
ingaloforð eru ekki efnd; það er auð-
velt að nota samsteypustjórnir sem
fyrirslátt til að komast undan þeim.
Skilyrðislaus hlýðni
Stjórnmálamennimir bæta
stöðugt við sig skrifstofuhúsnæði,
fjölga aðstoðarmönnum, auka fram-
lög til flokkanna, hækka við sig laun-
in. Þeir eru á eilífum þönum
landa, risnu- og ferðakostnaður fer
upp úr öllu valdi, en samt er eins og
þeir viti ekki hvað er að gerast í út-
löndum. Umræðan hér ber engin
merki þess. Við gemmst aðilar að
stríði, en samt fylgir því óraunveru-
leikatilfinning, eins og það sé ekki í
alvöru. Hví þá þessi eilífu ferðalög?
Það er líkt og þingið hafi gleypt unga
fólkið sem þangað var kosið í vor.
Þetta var endurnýjun en ekkert nýtt.
Gengu þau barasta í björg atvinnu-
stjórnmálanna? Ekkert múður er
leyft innan stjórnarflokkanna ætli
maður sér frama þar; rnenn eins
Davíð og Halldór heimta skilyrðis-
lausa hlýðni. En hvað með þing-
rnann sem hefur eina skoðun í bæj-
arstjórninni heima hjá sér og aðra á
Alþingi? Eða þingmann sem greiðir
atkvæði gegn sannfæringu sinni,
bara til að spila með liðinu? Fyrir
hvað stendur svona fólk? Til hvers er
verið að kjósa það? ^ -
Er þá furða þótt það sé meira
spennandi að fylgjast með fjármála-
heiminum - já, og fjölmiðlaheimn-
um sem tengist honum býsna náið
um þessar mundir. í nefrid sem
menntamálaráðherra skipaði rétt
fyrir jól felst hótun um að setja lög á
fjölmiðla ef þeir lenda í röngum
höndum. DV er uppfullt af strákskap
og fréttamennsku á ystu nöf. Frétta-
blaðið kernur inn um lúguna á hverj-
um morgni eins og vingjarnleg
frænka. Morgunblaðið veit ekki sitt
rjúkandi ráð og er að missa ljóma yf-
irburðanna og óskeikulleikans. Það
er ekki lengur „með morgunkaffinu".
Þetta snýst um hvernig veruleikinn er
túlkaður fyrir okkur. Engin furða þótt
stjómmálamennirnir séu á taugunv-
Egill Helgason